Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 4
Forsaga UPPHAF Hljóma má rekjatil ársins 1963 en það árvar starfandi í KeflavíkHljómsveit Guðmundar Ingólfssonar. Sem ungur maður hafði Guðmundur flust frá Vestmannaeyj- um til Keflavíkur og stofnað þessa hljómsveit með ungum hljóðfæraleik- urum í bænum. Hljómsveitin starfaði í mörg ár við miklar vinsældir, spilaði í samkomu- húsi Kvenfélags Njarðvíkur, sem gekk undir nafninu „Krossinn“, og einnig fyrir varnarliðsmenn í ýmsum klúbb- um á Keflavíkurflugvelli. Eins og gengur og gerist urðu nokkrar mannabreytingar í hljóm- sveitinni á starfstíma hennar, en ásamt Guðmundi spiluðu menn eins og Þórir Baldursson á píanó, hann starfaði með bandinu um tíma, greinarhöfundur, Eggert V. Kristinsson (Eddi Kristins), spilaði á trommur í allmörg ár, Erling- ur Jónsson (listamaður) var á kontra- bassa og Einar Júlíusson sá um söng- inn ásamt Engilbert Jensen. Fleiri hljóðfæraleikarar komu einnig við sögu eins og Rúnar Georgsson og Þrá- inn Kristjánsson, en þeir komu og fóru á stuttum starfstíma. Ungur og upprennandi gítarleikari, afskaplega látlaus og hógvær í fram- komu, bættist í hópinn síðustu tvö árin sem hljómsveitin starfaði. Þessi piltur hét Gunnar Þórðarson og spilaði hann sem rytmaleikari. Veturinn 1962–1963 var síðasta starfsár hljómsveitarinnar. Eitt sinn er við vorum að spila uppi á velli, eins og það hét í þá daga, til- kynnti Guðmundur að hann ætlaði að leggja niður hljómsveit sína. Liðs- mennirnir þá voru Guðmundur á sóló- gítar, Gunni Þórðar á rytmagítar, ég á trommur, Erlingur Jónsson á bassa og María Baldursdóttir var söngvari þetta kvöld, en Einar Júlíusson var fastráðinn söngvari hljómsveitarinnar. Ég var ekki sáttur við að hætta al- veg að spila því spilamennskan var ástríða og óhemju skemmtileg iðja, sem borgað var vel fyrir. Ég ákveð því að stofna og setja saman aðra hljóm- sveit sem fyrst, svo halda mætti áfram á þessu sviði. Sama kvöldið og Guðmundur til- kynnti þessa ákvörðun sína spurði ég Gunnar Þórðarson hvort hann vildi vera með í því að stofna aðra hljóm- sveit sem yrði starfhæf fyrir næsta vetur. Gunni var samstundis til í það. Við ræddum nokkuð um hvernig tón- list við vildum leggja áherslu á og vor- um alveg sammála um að breyta um áherslur og spila meira af suður-amer- ískri tónlist. Ný tegund tónlistar hafði borist til Íslands á þessum tíma og var kölluð „Bossa Nova“. Þetta var latínutaktur sem féll okk- ur vel í geð svo við ákváðum að spila mikið af þessum lögum ásamt cha cha cha, sömbum, rúmbum og mambó. Það átti sem sagt að verða áherslu- breyting frá öllu rokkinu sem við höfð- um spilað undanfarin ár. Þegar ungir menn leggja upp með nýtt verkefni verða þeir að sjálfsögðu að setja sér stefnu í verkefnavali, sem við og gerðum, en þetta verkefnaval kom reyndar aldrei til framkvæmda því tíðarandinn í tónlistinni tók af okk- ur öll ráð. Um það höfðum við ekki hugmynd er við vorum að leggja línur með nýju hljómsveitina. Liðskipan Við fórum strax að horfa í kringum okkur með fleiri liðsmenn og vissum báðir af ungum og efnilegum gítarleik- ara sem átti heima á Brekkugötunni í Keflavík og hét Erlingur Björnsson. Við vorum sammála um að hann væri gjaldgengur í bandið. Söngvarinn Ein- ar Júlíusson var sjálfkjörinn, því hann var okkar besti söngvari í Keflavík þá stundina. Nú vantaði okkur einungis bassa- leikara til þess að mynda hljómsveit- ina, sem átti að vera í anda hljómsveita sem störfuðu erlendis og voru skipaðar rafmagnsgíturum, rafmagnsbassa, trommum en engu píanói, sem fram að þessu hafði ávallt verið ómissandi í hljómsveit. Þetta var því létt útgáfa af hljómsveit, skipuð ungum mönnum á aldrinum átján til tuttugu og tveggja ára og með þessu nýja sniði rafmagns- hljómsveita. Að baki var hefðbundnara form af hljóðfærum, svo sem kontra- bassi, píanó, klarinett og saxófónn ásamt gítar að sjálfsögðu. Við ætluðum að hafa þetta léttara og frjálslegra í þetta sinn. Úr vöndu var að ráða með bassaleikarann, því aðeins einn slíkur var í Keflavík og var sá nokkru eldri en við strákarnir. Þetta var Erlingur Jónsson, en við vildum fá yngri mann í hans stað og fátt var um fína drætti í þeim efnum. Eitthvað vor- um við að vomast með þetta mál ég og Gunni í svo sem eina viku, en þá segir Gunni allt í einu upp úr þurru: „Ég vil fá hann Rúnar Júl. vin minn í þessa hljómsveit.“ Ég lít á hann og segi: „Rúnar spilar hvorki á bassa né annað, hvernig leysum við það?“ „Ég kenni honum bara á bassann,“ segir Gunni Þ. Og ég svara að bragði: „Þá tekur þú alla ábyrgð á honum og sérð um að þjálfa hann til verksins.“ Þá var það ákveðið. Rúnar Júlíusson á því vini sínum Gunnari Þórðarsyni að þakka að hann varð allt í einu tónlistarmaður og sett- ur inn í það embætti af honum þennan bjarta vordag í Keflavík árið 1963. Þar með var búið að leysa vandamálið með bassaleikarann því Rúnar var alveg til í þetta verkefni undir leiðsögn vinar síns Gunnars. Þegar þetta er í burðarliðnum snemma vors 1963 var ekki enn komið neitt nafn á hljómsveitina. Við Gunni vorum búnir að ganga frá mannaráðn- ingum og það var ákveðið að fara að æfa upp tónlistardagskrá eftir að ég kæmi úr sumarfríi mínu, sem var að hefjast. Hin erlendu tengsl Ég og frændi minn, Jón Grétar Har- aldsson, höfðum verið í enskunámi í Bournemouth um sex mánaða skeið veturinn 1961 og ákváðum að fara saman til Englands í frí í lok maí 1963. Við dvöldum í góðu yfirlæti hjá vina- fjölskyldum, sem við höfðum verið hjá tveimur árum áður. Þegar ég hafði verið þarna í fáeina daga vekur athygli mína plötualbúm, sem dóttir hjónana hafði nýlega keypt sér. Þetta var fyrsta 12 laga plata Bítlanna, sem hét „Love Me Do“. Ég spurði stúlkuna, sem hét Diane, út í þessa plötu og hún tjáði mér að U P P H A F O G A R F L E I F Ð H L J Ó M A Hljómar frá Keflavík fagna 40 ára afmæli sínu á morgun. Eggert V. Kristinsson (Eddi Kristins) trommuleikari segir fáa þekkja sögu hljómsveitarinnar í réttu samhengi. Sjálfum er honum atburðarásin í fersku minni og segir hana frá sínum sjónarhóli. 1964 Önnur útgáfa Hljóma: Fremstir e og Erlingur Björnsson og efstur er Egg Tíðarandinn tók ráðin DAGLEGT LÍF 4 B LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E GGERT V. Kristinsson, eða Eddi Kristins, eins og hann er jafnan kall- aður, var fjórtán ára þegar hann byrjaði að spila í Hljómsveit Gagnfræðaskólans í Keflavík ásamt Þóri Baldurssyni, sem þá var aðeins tólf ára. Árið var 1956 og Edda Kristins segist svo frá: „Þannig var að einn nemandi í efsta bekk, Agnar Sigurvinsson, spil- aði á saxófón og vildi stofna hljóm- sveit í skólanum. Í þá daga var allt svo yndislega einfalt og fábrotið. Einn góðan veðurdag var ég kall- aður úr tíma upp til skólastjórans, Rögnvaldar Sæmundssonar. Mér varð ekki um sel enda með ýmis brellibrögð og hrekki á samviskunni og hélt að nú væri eitthvað komið upp. Rögnvaldur tók vel á móti mér og sagði að ég ætti að ganga í skóla- hljómsveitina, sem var að byrja að æfa niður í Tjarnarlundi. Ég eigi að spila á trommur, segir hann, því að stóri bróðir minn Júlíus, kallaður Lolli, sem var trommari, spilaði í átta manna hljómsveit í Keflavík og á vellinum á þessum árum. Ég mætti niður í Tjarnarlund og þar er komið nýtt einfalt trommusett sem skólinn hafði keypt. Þórir Bald- ursson var sestur við píanóið, Aggi kominn með saxófón, Hörður Jón- asar með klarinett og Magnús Sig- tryggsson á harmoniku ásamt Ragga Lúðvíkssyni (Ragga Bakara) á gítar. Aggi taldi í fyrsta lagið og allir byrj- uðu að spila nema ég. Ég sat bara við settið og fylgdist með hinum spila. Nokkur lög voru æfð með ýmsum aukahljóðum og næsta æfing ákveð- in í næstu viku. Enginn amaðist við því að ég gæti ekkert spilað á fyrstu æfingunni. Ég hljóp heim hið bráð- asta til þess að segja bróður mínum, Lolla, að hann yrði að kenna mér á trommur hið snarasta því ég væri kominn í hljómsveit. Hann sagði að sér yrði ekki skotaskuld úr því og kenndi mér tvennt, annars vegar að slá á symbalann réttann takt með hægri hendi og hins vegar að slá á sniðtrommuna eða snerilinn rétt högg einu sinni í hverjum takti. Þetta var nú auðvelt svo að á næstu æfingu spilaði ég á trommusettið í takt við það sem hinir spiluðu. Meira þurfti bróðir minn ekki að kenna mér því þetta kom síðar af sjálfu sér. Síðan varð ég að finna út úr því hvernig ég notaði afganginn af trommusettinu og það tók allt nokk- ur ár. Reyndar kynntist ég amerískum trommara af vellinum, sem tók mig í einkatíma og kenndi mér allar und- irstöður í trommuleik. Þetta var Gene Stone, mjög klár náungi, sem spilaði í stórhljómsveit hersins. Ég varð sem sagt trommari af því að bróðir minn var trommari. Menn ályktuðu greinilega að úr því að einn í fjölskyldunni gæti spilað á tromm- ur þá hlytu fleiri að geta það. Raunar erum við þrír bræðurnir, sem höfum spilað á trommur, því ég kenndi yngri bróður okkar, Inga- berg, að spila á trommur. Hljóm- sveitin GK, en hún hlaut nafnið ,,Hljómsveit Gagnfræðaskólans í Keflavík“, starfaði í nokkur ár og spilaði alltaf á árshátíðum skólans ásamt skólaböllum. Engilbert Jensen söng með hljómsveitinni ásamt Einari Júl. Þannig var upphafið að trommaraferli mínum í Kefla- vík. Síðar spilaði ég með fleiri hljómsveitum, t.d. Spútnik Tríóinu, hljómsveitinni Beat- nik, hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og loks Hljóm- um. Í allt hefur tónlistarferill minn spannað yfir tuttugu ár því ég spilaði áfram með öðr- um hljómsveitum eftir að ég kom heim frá námi í London, m.a. í Heiðursmönnum, sem léku í Þjóðleikshúskjall- aranum í mörg ár, Nátt- hröfnum sem störfuðu í ein tíu ár og spiluðu út um borg og bý. Ég hafði spilamennsku alltaf sem auka- starf ánægjunnar vegna.“ Trommari verður til Ánægjunnar vegna:Eggert V. Kristinssonhafði spilamennskunalengi sem aukastarf ánægjunnar vegna. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.