Morgunblaðið - 05.10.2003, Side 10

Morgunblaðið - 05.10.2003, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög „NÚNA erum við nýkomin frá Costa Brava á Spáni þar sem við vorum meðal annars að spila golf,“ segir Sig- urður Einarsson sem fer með sama hópnum einu sinni á ári til að spila golf. Í hópnum eru auk hans Erla Har- aldsdóttir, Hrefna Björnsdóttir, Ólaf- ur Brynjólfsson, Sigurbjörg Jóhann- esdóttir, Valdís Geirarðsdóttir, Þorgeir Lúðvíksson og Örlygur Geirsson. „Að þessu sinni fórum við til lítils bæjar sem heitir St. Cristina á Costa Brava á Spáni. Þar gistum við á af- skaplega þægilegu hóteli rétt fyrir ut- an bæinn með golfvöll í örstuttu göngufæri. Bærinn er ekki langt frá ströndinni og allt umhverfi afskaplega notalegt og fallegt. Við vorum ekki í hálfu fæði á hótelinu heldur fórum út að borða á kvöldin á ýmsa matsölustaði í ná- grenninu. Við höfðum fjögur verið þarna áður og langaði að fara aftur og þá með allan hópinn,“ segir Sigurður. Hann segir að með tilkomu Iceland Express á markaðinn sé orðið mjög þægilegt að ferðast á eigin vegum á haustin. Þá sé hægt að hafa lengd ferðar eftir eigin höfði og framhalds- flug frá London sé til margra staða sem þekktir eru fyrir golf. „Við flug- um sem sagt til London og gistum þar í eina nótt. Eldsnemma morguninn eftir flugum við svo til Girona á Spáni sem er héraðsborgin á Costa Brava sem er um 100 kílómetra fyrir norðan Barcelona. Þar fengum við bílaleigu- bíla og dvöldum á hótelinu í ellefu daga.“ Sigurður segir að á haustin sé ekki á vísan að róa með gott veður svona norðarlega á Spáni en þau voru mjög heppin og það dró varla fyrir sólu þessa ellefu daga sem þau dvöldu þar. Fimm sinnum til Portúgals Hópurinn samanstendur af fernum hjónum sem byrjuðu að spila saman golf fyrir ellefu árum og fóru fyrir níu árum í fyrstu golfferðina til útlanda og þá varð Suður-England fyrir val- inu. „Við höfum síðan farið aftur til Englands, einu sinni til Bandaríkj- anna, fjórum sinnum til Portúgals og svo var þetta í annað skipti sem við fórum til Costa Brava. Okkur fannst mjög gott að vera í Portúgal. Við fengum hagstæð tilboð á gistingu og golfi á hótelum í Vila- moura á Algarve í gegnum Netið og þar var akstur að og frá golfvöllum innifalinn og öll aðstaða til fyrirmynd- ar. Veitingastaðir voru í göngufæri svo í raun var ekki þörf á bílaleigubíl- um. Hópurinn: Sigurður Einarsson, Hrefna Björnsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Erla Haraldsdóttir, Valdís Geir- arðsdóttir, Örlygur Geirsson og Ólafur Brynjólfsson. Á myndina vantar myndasmiðinn Þorgeir Lúðvíksson. Sigurður Einarsson er hér á golfvellinum Forest course í Suður-Englandi að slá upphafs- högg í návist villtra dýra sem fá að hlaupa að vild um völlinn. Hópurinn hefur farið víða um lönd til að spila saman golf Skemmtilegur félags- skapur skiptir mestu Það hefur færst í aukana síðastliðin ár að fólk skreppi í golf til útlanda þegar tímabilinu lýkur hér heima á haustin. Sigurður Einarsson er í hópi sem fer í slíka ferð einu sinni á ári. Hvernig datt þér í hug að fara í gönguferð til Perú? „Ég var að ganga á Grænlandi í ágúst með þremur öðrum sundgörpum og þegar fór að líða að lokum ferðarinnar þá fór einn göngu- félaginn að tala um að hann væri að fara í gönguferð til Perú í september með breskri ferðaskrifstofu. Það kveikti strax í mér og ég ákvað að skella mér líka í ferðina.“ Farið þið mörg í ferðina? „Við erum ellefu, allt Bretar, fyrir utan okk- ur Íslendingana mig og Kristján Kjartansson. Ferðin heitir The high Inka trail eða Hátt á slóðum Inka. Við fljúgum frá London til Lima í Perú og þaðan til Cuzco sem er í rúmlega 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Sú borg er af kunnugum talin önnur áhugaverðasta borg heims. Þar tökum við léttar göngur í tvo daga á meðan við aðlögumst þunnu loftslaginu. Að því búnu göngum við í sjö daga og byrj- um í Mollepata og endum í borginni Machu Picchu sem er oft kölluð týnda Inkaborgin. Á leiðinni göngum við upp í allt að 5.050 metra hæð en þar er tilkomumikið útsýni og hægt m.a. að sjá upp á fjallið Salcantay sem er 6.271 metra hátt.“ Svo ætlið þið í siglingu? „Þegar gönguferðinni lýkur förum við í flúðafleytingar á fljótinu Urubamba og endum svo í Cuzco þar sem við fáum einn frjálsan dag. Hópurinn heldur þá heim á leið fyrir utan okkur Íslendingana og einn Breta. Við ætlum að lengja ferðina um þrjá daga og fara til borgarinnar Puno sem stendur við vatnið Titicaca en sú borg er í um 4.000 metra hæð og rómuð fyrir náttúrufegurð. Á meðan á heimsókninni stendur munum við m.a. hitta ættföður Uru-indíána. Ertu í góðri æfingu? „Þokkalegri. Ég syndi tíu kílómetra á viku og gekk í sumar á Grænlandi. Sú gönguferð gekk það vel að ég hugsa að ég spjari mig ágætlega. Ég er full tilhlökkunar að fá þetta tækifæri til að skoða fjarlæga og litríka menningu inkanna með þessum hætti.“ Fyrir viku lagði Lísbet Grímsdóttir upp í gönguferð hátt uppi í fjöllum í Perú í Suður-Ameríku. Hún fer síðan í flúðafleytingar á fljótinu Urubamba. Lísbet Grímsdóttir Morgunblaðið/Helga Guðrún Hér er Lísbet á göngu á Grænlandi en þangað fór hún sl. sumar með félögum sínum. Ætla að ganga á inkaslóðum í Perú  Breska ferðaskrifstofan Exodus skipulagði ferðina sem var pöntuð með milligöngu Ultima Thule. Slóð Exodus er www.exodus.co.uk Vefslóð Ultima thule er www.ute.is Hressandi æfingar áður en lagt var í hann einn morguninn á Grænlandi. Hvert ertu að fara?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.