Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 5
gömlu gatnakerfi og byggingar- hefðum, – hann nær ekki í skottið á samtíð sinni. Sá vandi verður hvergi leystur nema í miðbænum sjálfum, og hann verður ekki leyst- ur nema með róttækum aðgerðum, sem taka mið af eftirfarandi atrið- um:  Aukið landrými fyrir atvinnu- húsnæði  Fjölgun íbúa í miðborginni  Fjölbreytni í smásöluverzlun og annarri þjónustu  Bætt umferðarflæði að og frá svæðinu  Fjölgun bílastæða  Svigrúm til að vernda gömlu bæjarmyndina og eldri bygging- ar  Greið og örugg göngutengsl inn- an miðborgarinnar  Opin svæði og skjólmyndun  Bætt þjónusta við ferðamenn – söfn, listviðburðir, gallerí o.s.frv. Lausnin felst í höfninni Horfum því snöggvast til hafn- arsvæðisins. Því aðeins kom vaxt- arkippur í kotbýlið Reykjavík fyrr en hin kotin umkring, að hér var þægileg lending fyrir þeirra tíma farskip, og í byrjun síðustu aldar sýndu bæjarfeðurnir einnig ótrú- legan stórhug með ákvörðun um byggingu fyrstu raunverulegu haf- skipahafnar á Íslandi. Öll var sú framkvæmd stór með ólíkindum, efalaust hlutfallslega mun stærra mál en t.d. Kárahnjúkastífla nú, þótt hvorki þyrfti þá að koma til umhverfismats né alþjóðlegs út- boðs. Reykjavíkurhöfn hefur allt síðan verið lifandi stofnun, lagað sig að aðstæðum og brugðizt við nýjum tíma af framsýni. Hin upp- runalega höfn frá öðrum áratug 20. aldar er þannig að mestu end- urminning í dag. Vöruhöfnin er vegna breyttra tíma flutt að fullu inn með sundum og hlutverk fiski- hafnarinnar og umfang minnkar sífellt. Verulegur hluti gamla hafn- arsvæðisins er í raun óarðbært parkpláss fyrir hvalbáta, sem við höfum ekki leyfi til að gera út, og gæzluskip, sem við höfum ekki efni á að reka, og svo að auki slatta af sportbátum, sem auðveldlega má skapa samsvarandi eða betri að- stöðu annars staðar við sundin. Því er í raun eðlilegt, að gamla hafn- arsvæðið verði endurskapað og lagað að nýjum þörfum borgarinn- ar. Á þann hátt yrði hin gamla, vannýtta Reykjavíkurhöfn og nán- asta umhverfi á ný vaxtarsproti viðskipta- og menningarlífs á Ís- landi. Nýtt miðbæjarstæði, nýir möguleikar Að gefnum öllum þessum for- sendum er hér varpað fram skipu- lagshugmynd fyrir miðbæ Reykja- víkur, þar sem tekið er á þeim vandamálum sem heitast brenna, þ.e. plássleysi, umferðarhnútum, bílastæðaþörf, íbúaflótta, hverf- andi verzlun og nærþjónustu, átökum milli gamalla bygginga- forma og nýrra o.fl., en allir eru þessir þættir beintengdir stefnu eða stefnuleysi í skipulagsmálum höfuðborgarinnar. Hér er sýnt hvernig unnt er að gjörbreyta nýt- ingu hafnarsvæðisins, tengja það miðbænum og gera á ný að hreyfi- afli höfuðborgarinnar Reykjavíkur á sama hátt og það var áður drif- kraftur kaupmanna- og fiski- mannabæjarins með sama nafni. Hvernig unnt er að skapa mið- borginni nauðsynlegt rými til að þroskast og eflast á eigin forsend- um á eigin heimaslóð. Lagt er til að hafnardokkinni verði lokað frá Ingólfsgarði, um Ægisgarð og allt að Grandabryggju með vatnsheldri vörn, höfnin vatnstæmd og það nýja land, sem þannig skapast, verði hluti af stækkaðri miðborg Reykjavíkur. Gert verður „gólf“ yfir allt svæðið í svipaðri hæð og hafnarbakkinn er nú. Þá verður til samfellt byggingarland, sem skipuleggja má frá grunni og ráð- stafa fyrir alla þá starfsemi sem alvöru höfuðborg þarf á að halda til langrar framtíðar, en miðbær- inn rúmar ekki nú. Umferðar- og bílastæðavandinn leysist nokkuð sjálfkrafa. Sæbrautin heldur áfram beina stefnu niður í „höfnina“, kemur aftur upp við Grandabakka og tengist þaðan við Ánanaust of- anjarðar á eðlilegan hátt. Rýmið neðan „gólfsins“ nýtist fyrir um- ferðaræðar og bílastæði á 2–3 hæðum, þar má koma fyrir þús- undum bílastæða og, ef vill, einnig rúmgóðum verzlunarmiðstöðvum að auki. Flatlendið, sem verður til ofan „gólfsins“ má gjörnýta fyrir byggingar og opin svæði, þar sem umferð og bílastæði eru að mestu leyti í „kjallaranum“, og raska því ekki eðlilegu samhengi byggðar- innar. Gamla Reykjavík í fullu gildi Tillagan breytir í engu upphaf- legu byggðarmynstri gömlu Reykjavíkur, en skapar henni möguleika á endurnýjun lífdaga. Gamla gatnakerfið getur haldizt óbreytt, það losnar hins vegar við alla óþarfa, framandi umferð og verður því á ný fullnægjandi fyrir eðlilegar þarfir byggðarinnar. Unnt verður að vernda og styrkja upphaflega byggð í kvosinni, þar sem ekki verður sem fyrr þrýst á þar um stórar byggingar og aukna landnýtingu, auk þess sem ný- byggingarnar á hafnarsvæðinu veita skjól gegn norðannæðingnum hvimleiða. Til verður nýr gönguás milli tjarnar og hafnar, hann ligg- ur frá ráðhúsinu, yfir Austurvöll, eftir Pósthússtræti og þaðan beina stefnu til sjávar. Austan þessa opna svæðis, að Lækjargötu við Arnarhól, er gert ráð fyrir ýmsum opinberum og hálfopinberum stofnunum, s.s. tónlistarhúsi, hót- eli og ráðstefnumiðstöð, og svo eitthvað sé nefnt má t.d. einnig hugsa sér byggingar fyrir listahá- skóla og/eða „náttúruhús“ á sjáv- arbakkanum með sýningarsölum og tengdum rannsóknarstofnun- um, þar sem miðlað er fróðleik um jarð- og líffræði lands og hafs. Svæðinu þar vestur af verður síð- an ráðstafað fyrir blandaða byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Ætla má, miðað við eðlilega landnýtingu á miðborgarsvæði, að þar rúmist hið minnsta um 400 til 600 þúsund fermetrar húsnæðis í nýjum bygg- ingum, sem gæti t.d. svarað til 2.000–3.000 íbúða og 100–200 þús- und fermetra atvinnuhúsnæðis (verzlun, skrifstofur, léttur iðnað- ur), auk hugsanlegrar verzlunar- og þjónustumiðstöðvar undir „gólfi“ og bílastæða nokkurn veg- inn að geðþótta. Margþætt og spennandi verkefni Allt eru þetta lausbundnar hug- myndir, sem hér er ekki rúm til að skýra nánar. Þær eru hins vegar nógu einfaldar til þess, að þær má skýra með einföldum skissum og sýna fram á nýtingarmöguleika svæðisins í aðalatriðum. Tækifærið til að skapa miðlæga borgarbyggð í háum gæðaflokki er einstakt, en þolir ekki langa bið miðað við þau áform, sem nú eru uppi. Tækni- lega er verkefnið nokkuð marg- þætt, en ekki endilega flókið að sama skapi. Allt það, sem hér þarf að leysa, hefur áður verið leyst annars staðar, þannig að ekki er um neins konar tilraunastarfsemi að ræða. Inn á svæðið koma minnst 10 þúsund nýir íbúar og starfsmenn, sem tryggja endur- nýjun í allri verzlun og þjónustu og gera miðborgina á ný sam- keppnishæfa við aðra þjónustu- kjarna á höfuðborgarsvæðinu. Að- staða fyrir skemmtiferðaskipin flyzt utar í höfnina, þau fá betra aðgengi, svo að stærri skipin þurfa ekki lengur að fara inn í Sunda- höfn. Og, án þess að gera lítið úr kostnaðarhliðinni, skal þó hafa í huga, að með þessu skapast mikið og verðmætt byggingarland. Kostnað verður að vega móti ávinningi, og jafnframt bera sam- an við þær ráðstafanir aðrar, sem augljóslega þarf ella að grípa til, ef Reykjavík ætlar að standa undir nafni sem höfuðborg þokkalega stöndugs og framsækins þjóðríkis. jonase@hi.is, hrafnkell@thorlacius.com. Jónas Elíasson er prófessor í verkfræði. Hrafnkell Thorlacius er arkitekt. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 B 5 Sigurrós Þorgrímsdóttir Hanna Katrín Friðriksen Arnbjörg Sveinsdóttir Stjórnmálanámskeið fyrir konur 21. október til 13. nóvember, þriðjudags- og fimmtudagskvöld, kl. 20.00—22.10 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 LÁTTU AÐ ÞÉR KVEÐA! • Konur og áhrif • Konur í forystu • Konur og stjórnmál • Konur og vald • Að kveðja sér hljóðs • Listin að hafa áhrif á aðra • Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum • Listin að vera leiðtogi • Konur og velgengni • Konur og fjölmiðlar • Konur og Sjálfstæðisflokkurinn • Flokksstarfið • Íslenska stjórnkerfið • Fundarstjórnun Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefanía Óskarsdóttir Sólveig Pétursdóttir Ásta Möller Ásdís Halla Bragadóttir Katrín Felsted Gísli Blöndal Sigríður Anna Þórðardóttir Gréta IngþórsdóttirDrífa Hjartardóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Stjórnmálaskólinn, SUS, Heimdallur og Hvöt. Innritun: Sími 515 1700/777. Netfang: disa@xd.is www.xd.is VANGAVELTUR eru nú uppi um að 22 punda sjóbirtingurinn sem fréttist af á dögunum og veiddist í Eldvatni í Meðallandi 29. september síðastliðinn, hafi verið lax. Um var að ræða 11,3 kg hæng, 99 cm langan, sem veiddist á spón í Þórð- arvörðuhyl. Veiðimaðurinn Gunnar Andri Gunnarsson, sem er vanur lax- veiðimaður, en hefur minna reynt fyrir sér í sjóbirtingsveiði, sagði í samtali við Morgunblaðið að sjálfur hefði hann talið að um lax hafi verið að ræða, en sér reyndari sjóbirtings- veiðimenn, auk veiðivarðarins við Eldvatn, hefðu fullyrt að um sjóbirt- ing væri að ræða. Ýmsir sem hafa síðan skoðað myndina sem hér fylgir hafa séð fátt sem bendir til annars en að um lax sé að ræða, m.a. er fisk- urinn með sárafáa svarta díla þó að eitt megineinkenni gamalla stórra sjóbirtinga sé mikið af x-laga dílum sem ná vel niður fyrir miðlínu fisks- ins. Þá er samsvörun lengdar og þyngdar miklu nær því sem þekkist hjá laxi. Raunar í miklu ósamræmi við það sem þekkist hjá sjóbirtingi. „Hann er samt gríðarlega feitur, því þetta þungur lax á að vera enn lengri. Ég lét mér detta í hug að þetta væri hafbeitarlax, kannski að villast úr Rangánum. Gönguseiði þeirra eru svo stór þegar þau fara til sjávar. Annars verður úr þessu skorið, fiskurinn er nefnilega ör- merktur. Það gæti hins vegar orðið bið á því að við fáum að vita þetta, því fiskurinn er freðinn og ég ætla að láta stoppa hann upp. Það verður hvorki hægt að ná merkinu né hreistursýni úr þessu fyrr en fisk- urinn er þiðnaður hjá uppstopp- aranum,“ sagði Gunnar að lokum. Dapurt í norðlensku ánum Það er margsögð saga að laxveiði í ám norðan heiða var í flestum til- vikum léleg og byggðist það einkum á litlum smálaxagöngum. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum fengnum hjá Veiðimálastofnun veiddust um 160 laxar í Hrútafjarðará, sem er svipað og í fyrra, milli 580 og 590 í Miðfjarðará, Víðidalsá og Vatns- dalsá, 308 laxar úr Laxá á Ásum, en tölur voru ekki komnar úr Blöndu. Fyrr í haust kom þó fram á vefsíðu leigutakans Lax-á, að veiðin væri komin yfir þúsund laxa, en það er meiri veiði en í fyrra og stingur því í stúf á svæðinu. Allar hinar árnar eru með mun minni veiði en í fyrra, 2- 300 löxum hver á, en sumarið 2002 var ekki sérlega gott sumar í um- ræddum ám þó þær væru þá að koma upp með bata frá árinu áður. Sjóbirting- ur eða lax? ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Sveinn H. Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.