Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 B 11 „Já, því auk þess sem ég geng með nemendum þá hef ég árlega farið með hópa á sumrin. Það hófst þannig að þegar við vorum búin að ganga á sín- um tíma langaði móður minni, þá 74 ára gamalli, að ganga Laugaveginn. Við bjuggum til trússferð, söfnuðum vinum og vandamönnum í ferð og hún tókst mjög vel. Mamma fór síðan aftur þegar hún varð áttræð og næst segist hún ætla 86 ára.“ Hvað er svona sérstakt við Lauga- veginn? „Það má segja að leiðin sé lands- lagsveisla, litirnir í líparítinu eru stór- kostlegir, snjóskaflarnir, hverirnir og síðan Álftavatnið, mosavaxin fjöll og svo er endað í Þórsmörk sem er nátt- úrlega paradís út af fyrir sig. En Laugavegurinn er ekkert eina perlan því Kjalvegurinn er t.d. líka mjög heillandi þótt hann sé í raun til- breytingalaus. Það er slétt gata og til hægri víðiflákar, lóur og kindur og Kerlingarfjöllin og svo Hrútfellið hin- um megin. En leiðin er einmitt heillandi af því hún er tilbreytinga- laus. Þá gefst tími til að vera með sjálfum sér án utanaðkomandi trufl- ana.“ Heilluð af Skotlandi Hefur þú prófað að ganga í útlönd- um? „Ég hef hjólað tvisvar í Skotlandi. Í fyrra varð ég fimmtug og þá hjól- aði ég með fjölskyldunni, sonum, mín- um, tengdadóttur og einni vinkonu um miðhálendi Skotlands. Í vor fór ég aftur en að þessu sinni í þrettán manna hóp og við hjóluðum leið sem kölluð er The Great Glen og er í skosku hálöndunum. Hjólað var eftir þessum dal, Glen, sem má segja að hluti Skotland í tvennt. Það var líka ógleymanleg ferð. Við hjóluðum á daginn og gistum svo á fínum hótelum, borðuðum góðan mat og nutum þess að vera til.“ Hvernig datt ykkur í hug að hjóla um í Skotlandi? „Í fyrra skiptið skipulagði ég ferð- ina á Netinu og komst í samband við mann sem sér um að flytja farangur göngufólks á milli staða. Við pökkuð- um í töskur að morgni og þær voru komnar á áfangastað að kveldi. Í seinni ferðinni minni til Skotlands kom þessi sami aðili með hugmynd um leið til að hjóla sem við stukkum á. Niðurstaðan er sú að ég er svo heill- uð af þessum ferðum til Skotlands að ef einhver vill fara með mér þá fer ég aftur.“ Kristín Einarsdóttir. Krakkarnir skemmtu sér vel í ferðinni og sprella hér í einni ánni sem á vegi varð. og við dunduðum okkur við að fara í ýmsa skemmtigarða, regnskóg, sigl- ingu og margt fleira. Við kíktum líka í búðir og þegar við héldum heim á leið kom í ljós að við vorum með yf- irvigt.“ Langar þig aftur til Ástralíu? „Alveg tvímælalaust, þetta var æv- intýri. En þetta er bæði dýrt og langt ferðalag svo kannski verður bið á því.“ upp á að klæðisig í rosalega flotta búninga og skoðar sig um. Ég var klædd sem kínversk keisaraynja og Elísabet sem prinsessa. Við gengum svona uppáklæddar um garðinn, dáðumst að öðrum búningum og okkur sjálfum.“ Svo fóruð þið á sólarströnd? „Við fórum í sextán tíma rútuferð til Surfers paradise sem er strand- staður. Þar vorum við í tvær vikur sá þegar hún fór í sumar í ævintýraferð til Ástralíu. Í Vináttugarðinum í Sydney stendur fólki til boða að klæðast bún- ingum. Hér er Katrín klædd sem kínversk keisaraynja og Elísabet sem prinsessa. Þær skoðuðu dýralífið í Ástralíu og eru hér með einni af mörgum kengúrum sem á vegi þeirra urðu. Ferð á suðurhvel jarðar FERÐASKRIFSTOFAN Embla býður upp á ferð á suðurhvel jarðar í lok þessa mánaðar. Dval- ið verður bæði í stórborgum og á smáum eyjum. Farið verður í skoðunarferðir og menning inn- fæddra kynnt, en þó gefst líka tími til hvíldar, sólar- og sjóbaða. Hápunktur ferðarinnar er viku- löng sigling um Frönsku Pólýne- síu með skemmtiferðaskipinu Paul Gauguin. Ferðin býðst í tveimur útgáfum. Í þeirri styttri er höfuðáherslan á Frönsku Pó- lýnesíu en í þeirri lengri verður farið til stórborga Suður- Ameríku, Buenos Aires og San- tiago. Gist verður í argentínskri höll í Buenos Aires og m.a. dval- ist í heilan dag á nautgripabú- garði við leik og skemmtun. Í Chile verður m.a. farið til hafn- arborgarinnar Valparaiso og Vina del Mar, sem er vinsæll sumarleyfisstaður heimamanna. Áhugverðasti áfangastaðurinn í lengri ferðinni er hins vegar Páskaeyja – hin dulfarfulla Rapa Nui, þar sem risastyttur í manns- mynd hafa staðið frá því í fyrnd- inni. Heimferð verður um Los Angeles og gefst hópnum tæki- færi til að kynnast Hollywood og gista á Chateau Marmont. Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Alm. ver›: 65.835 kr. á mann m.v. 2 í smáh‡si í 33 nætur. Tveir fyrir einn á Cay Beach Princess * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá hóteli erlendis, gisting m/morgunver›i og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 24 51 10 /2 00 3 Í bo›i eru 5 falleg smáh‡si á tilbo›s- ver›i, í stórum og gró›ursælum gar›i. Beint flug og fyrsta flokks fljónusta Úrvals-Úts‡nar. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. ferðalög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.