Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög „ÉG FÉKK eiginlega göngubakter- íuna fyrir átta árum þegar mér fannst allt í einu að ég yrði að ganga Laugaveginn,“ segir Kristín Einars- dóttir. „Við drifum okkur af stað, ég og eiginmaðurinn, Lárus Sigurðsson, en ég las fyrst allt sem ég komst yfir um leiðina. Við vorum bara tvö á þessu ferða- lagi og bárum allan farangur á bak- inu en þetta var hreint út sagt stór- kostleg ferð.“ Kristín, sem er kennari í Smáraskóla, segir að eftir ferðina hafi hún látið sig dreyma um að ganga Laugaveginn með nemendur sína. „Valgerður Snæland Jónsdóttir skólastjóri tók vel í hugmyndina og allt starfsfólk skólans lagðist á eitt að gera það að veruleika að fara með nemendur í svona ferð. Kristín segir að sú ferð hafi tekist svo vel að nú sé þetta orðin árleg hefð hjá 8. bekk. Ekki nóg með það heldur fara krakkar í 9. bekk í þriggja daga hjólaferð frá Landmannahelli, í Landmannalaugar og svo austur Fjallabak nyrðra. Í 10. bekk fara nemendur Kjalveg. Nemendur fara í styttri ferðir í yngri bekkjum og eru í raun smám saman að æfast fyrir þessar lengri gönguferðir á unglinga- stigi. „Við förum strax í byrjun skólaárs því ferðirnar þétta krakkahópinn og styrkja félagsandann.“ Mamma fór áttræð Laugaveginn Þú hefur þá oft gengið Laugaveg- inn síðan ferðina góðu með eigin- manninum? Nemendur Smáraskóla fara í nokkurra daga hjóla- og gönguferðir á haustin Landslagsveisla á Laugavegi Hún fór í fyrsta skipti með eiginmanninum að ganga Laugaveginn fyrir átta árum og heillaðist. Kristín Einarsdóttir er kennari og sá strax fyrir sér að það yrði frábært að fara þessa gönguferð með nemendum. Núna er það árviss viðburður að 8. bekkur Smáraskóla gangi þessa leið, en einnig eru farnar ferðir með aðra bekki. Í haust hjóluðu nemendur í níunda bekk um Fjallabak nyrðra. Þegar hópurinn var að hjóla í rigningarsudda einn daginn sást bál loga glatt við veg- arbrúnina. Kom í ljós að húseigandi var að gera upp gamalt hús og hafði gert bálköst til að brenna gömlu innréttingarnar úr húsinu. Hann bauð hjólagörpunum að setjast við bálið, þar sem þeir nutu þess að borða nesti sitt við snarkandi logana frá eldinum. Hópurinn sem fór saman í hjólaferð til Skotlands: Þorgeir Markússon, Gunnþóra Ólafsdóttir, Álfheiður Árnadóttir, Magnús P. Guðmundsson, Gunnlaugur Sigurðsson, Kristín Einarsdóttir, Lárus Sigurðsson, Sólveig Einarsdóttir, Anna Lóa Ólafsdóttir og Haraldur Hrafnsson. Á bakvið sést í Sólveigu Eddu Bjarnadóttur. Myndina tók einn úr hópnum, Björn Sigurðsson, og á myndina vantar Margréti Hannesdóttur. Með hverjum fórstu? „Vinkonu minni Elísabetu Gísladótt- ur. Við héldum út 2. júní og komum heim 23. júlí. Fyrst flugum við til Lundúna og þaðan áfram til Singa- pore. Frá Singapore flugum við svo til Adelaide í Ástralíu“ Hversvegna völduð þið að fara til Ástralíu? „Afi minn, Eyjólfur Jónsson sund- kappi, hefur dvalið í Ástralíu meira og minna frá árinu 1996. Hann fór þangað upprunalega til að heim- sækja vin sinn en eignaðist ástr- alska vinkonu í heimsókninni og ílentist. Undanfarið hefur hann ein- mitt verið að vinna að ævisögu sinni sem kemur út á næstunni og heitir Saga grásleppudrengs af Gríms- staðarholtinu Við byrjuðum á að heimsækja þau, afa og vinkonu hans Mary og dvöld- um hjá þeim í fjórar vikur. Á meðan á heimsókninni stóð gerðum við ýmislegt og fórum til dæmis í ævin- týraferð á Kengúrueyju þar sem við vorum innan um kengúrur, kóala- birni og seli í þrjá daga, gengum um og skoðuðum dýralífið. Í Adelaide búa um 1,3 milljónir manna en borgin hefur fengið við- urnefnið sveitaborgin stóra. Það var því mjög rólegt í borginni og lítið næturlíf Við fórum og skoðuðum vínekrur og ókum um nágrenni borgarinnar Adelaide.“ Hvert fóruð þið svo eftir heim- sóknina til Adelaide? „Þá tókum við lest til Sydney en sú ferð tók um sólarhring. Við kom- umst brátt að því að íslenskur mað- ur var að vinna um borð í lestinni. Hann hafði rekið augun í nöfnin okk- ar á lista yfir farþega og hafði upp á okkur.“ Hvernig líkaði ykkur í Sydney? „Borgin er frábær og hefur upp á svo margt að bjóða. Við bjuggum miðsvæðis á ágætu gistihúsi og gengum okkur upp að hnjám því það var svo margt að skoða. Okkur fannst við þurfa að sjá óperuhúsið, ólympíuleikvanginn og klifra upp stóru brúna sem einkennir borgina , Sidney harbour bridge. Af toppnum er útsýni yfir alla borgina. Síðan fórum við upp í bláu fjöllin sem eru mjög fræg og í nágrenni borgarinnar. Það var mjög gaman að fara í garð sem heitir Friendship garden eða Vináttugarður. Þar er fólki boðið Regnskógar, kengúrur, óperuhús og skemmtigarðar voru meðal þess sem Katrín Dagmar Jónsdóttir Stöllurnar Katrín Dagmar Jónsdóttir og Elísabet Gísladóttir á toppi Sydney Harbor-brúarinnar með óperuhúsið í baksýn. Sydney er alveg frábær borg Hvaðan ertu að koma?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.