Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 8
nokkrar „línur“ eftir gæð- um. Sú fyrsta er einungis kennd við þrúgutegund- irnar, miðjulínan heitir Prima Reserva og topp- vínin eru flokkuð sem Re- serva de Familia. Vín úr öllum þessum línum eru fáanleg í vínbúðum eða gegnum sérpöntun og verður að þessu sinni fjallað um vín úr fyrstu tveimur línunum. Síðar verð- ur fjallað um vín úr Reserva de Familia- línunni. DeMartino Viogn- ier er létt þægilegt hvítvín, mild aprík- ósa í nefi og ferskj- ur. Svolítið feitt en ferskt með góðri sýru. 16/20 DeMartino Central ÞAÐ þarf varla mikla sérfræðinga í tungumálum til að átta sig á því að De Martino fjölskyldan á ættir sínar að rekja til Ítalíu. Rúmir sex áratugir eru síðan Don Pietro De Martino flutti ásamt eiginkonu og börnum til Suður-Ameríku, nánar tiltekið Chile. Líkt og svo margir aðrir ítalskir innflytjendur til Nýja heimsins lögðu þau vínrækt fyrir sig og í dag er De Martino fjölskyldan með virtustu vínfram- leiðendum Chile. Fyrirtækið er vissulega ekki í hópi þeirra stærstu en vínin eru í hópi þeirra bestu, hvort sem um er að ræða þau sem framleidd eru undir heit- inu Santa Ines eða þá þau sem nafn fjölskyldunnar er lagt við. Ekrur og víngerð De Martino- fjölskyldunnar eru í Isla de Maipo skammt frá höfuð- borginni Santiago. Þar hefur verið byggt upp hátæknivíngerð- arhús og að auki gestamóttaka og veit- ingahús fyrir áhuga- menn um góð vín. Þetta er fjöl- skyldufyrirtæki og íbúðarhús margra fjöl- skyldumeðlima eru bókstaflega steinsnar frá víngerðinni. Líkt og hjá flestum öðrum framleiðendum í Chile er fram- leiðslan flokkuð í Valley Sauvignon Blanc 2002 vakti mikla lukku. Grösugur ferskur ilmur, aspas, gras, örlítill sítrus. Nokkuð Loire-legur í munni, stíf- ur, glæsilegur og sýrumikill. 1.230 krónur. 18/20 De Martino Prima Reserva Maipo Valley Chardonnay 2000 er vandað en kannski svolítið dæmigert „Chardonnay-vín frá Nýja heim- inum“. Stútfullt af hitabeltisávöxt- um, sætum ávöxtum, sætri eik. Í munni þykkt og rjómakennt. 17/20 Rauðvínið De Martino Carmenére 2001 er þétt, dökkt með angan af þroskuðum dökkum berjum og plómum. Í munni nokkuð stíft með mildum tannínum og sýru, hefur góða fyllingu í bragði. 1.260 krón- ur. 17/20 De Martino Prima Reserva Malbec 2001 er úr þrúgum frá Maule daln- um. Í nefi má greina reyk, krydd og eik í bland við svartan ávöxt. Í munni gott jafnvægi sýru og ávaxtar, þykkt, tannín mjúk. Flott vín. 1.460 krónur. 17/20 Af rauðvínunum var það hins vegar De Martino Cabernet Sauvignon 2001 sem heillaði mest. Klassískur og flottur sólberja- og krækiberja- ávöxtur, fín uppbygging og fylling. Chile-vín sem er langt umfram það að vera einungis vín með björtum og góðum ávexti heldur einnig með karakter. Verðið er fínt og vínið fær því mjög góða einkunn í sam- ræmi við það. 1.230 krónur. 18/20 8 B SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson  FYRIRTÆKIÐ Baronne de Philippe de Rothschild hefur rætur sínar í Bordeaux í Frakklandi en er jafnframt í samstarfsverk- efnum víða annars staðar í heiminum, t.d. Opus One í Kaliforníu (með Robert Mondavi) og Almaviva í Chile (með Concha y Toro). Undanfarin ár hefur fyrirtækið lagt aukna áherslu á vín frá Suður-Frakklandi sem flestir telja vera þann hluta Frakklands sem eigi hvað bjartasta framtíð í vændum. Vínið sem Rotschild-fyrirtækið leggur áherslu á þar heit- ir Baron’Arques og er gert í samstarfi við vín- samlagið í Arques í Languedoc. Vínið er spennandi samsetning úr Bordeaux-þrúgunum Cabernet Sauvignon, Merlot og Cabernet Franc annars vegar og suður-frönsku þrúg- unum Syrah, Grenache og Malbec hins vegar. Hluti framleiðslunnar er seldur árlega á sér- stöku uppboði þar sem það er boðið upp í tunnuvís eftir að hugsanlegir bjóðendur hafa fengið tækifæri til að velja sér „sína“ tunnu. Íslenskir veitingamenn eru farnir að nýta sér þetta og í fyrra kom ein tunna (átöppuð á flöskur) til veitingahússins Sommelier en Har- aldur Halldórson hafði fest kaup af tunnu af árganginum 2000. Stefán Sigurðsson í Perl- unni hefur nú fengið sína tunnu í hús en hon- um var slegin tunna af 2001 árganginum á uppboðinu fyrir tveimur árum. Flöskurnar komu til landsins á dögunum og segir Stefán að spennan hafi vissulega verið mikil. Skyldi hann hafa valið réttu tunnuna? Vínið var smakkað í Perlunni nú í vikunni og kom þá í ljós að Stefán þarf ekki að hafa áhyggjur, vínið er glæsilegt og gómsætt. Hyggst Stefán gefa gestum tækifæri til að bragða á því með matnum er villibráðardagar hefjast í Perlunni innan skamms. Morgunblaðið/Kristinn Stefán Sigurðsson með tunnuna góðu. Tunnan komin Fleiri gestir verða þá á Holt- inu þessa daga og í tengslum við Rónardagana kemur Christ- opher Stevens, eða Kit Stevens, til að kynna vínin frá Guigal. Stevens hefur unnið í tengslum við vínheiminn allt frá árinu 1959 og var í hópi þeirra 30 fyrstu er öðluðust gráðuna Master of Wine (MW) sem þykir mikil upphefð. Stevens hefur unnið við sölu og kynningu á vínum um allan heim en undanfarin ár hef- ur hann fyrst og fremst unnið fyrir Guigal. Stevens mun halda fyrirlestur um Rónarvín fimmtudaginn 23. október kl. 18.30 á Hótel Holti. Fyrirlesturinn og smökkun í tengslum við hana er öllum áhugamönnum opinn en þátt- tökugjald er 1.000 krónur. Sæta- fjöldi er takmarkaður og verður því að panta fyrirfram. Þá verður Stevens með smökkun á nokkrum Rón- arvínum fyrir matargesti Rón- ardagana áður en haldið er til borðs. grænmeti til súkkulaðis. Stefnan er sú að vera þarna í 2–3 ár til viðbótar og taka þátt í Bocuse d’Or árið 2007. Markmið Gir- ardons er að búa hann undir að ná góðum árangri þar. Líklega verður hann út næsta ár á Clairefontaine og fer síðan til starfa á einhverjum af stjörnu- stöðunum í grendinni,“ segir Ei- ríkur Ingi. Rónarvín kynnt Matseðillinn sem boðið verður upp á verður að sögn þeirra Holtsmanna einhver sá glæsileg- asti sem settur hefur verið sam- an í tengslum við komu gesta- kokks. Byrjað verður á risahumri en sá réttur er einn af þekktustu réttum Girardons. Þá kemur barri, síðan Earl Grey- krap. Aðalrétturinn er svo dúfa og loks ostar og eftirréttur byggður á ferskum berjum. Með hverjum rétti verður boðið upp á vín frá Guigal. Verð fyrir mat- seðilinn ásamt vínum og kaffi er 12.500 krónur á mann. Rónardagar á Hótel Holti Girardon og Guigal í aðal- hlutverki Philippe Girardon Philippe Girardon og Friðgeir Ingi í eldhúsi Domaine de Clairefontaine. Friðgeir Ingi gerir að risahumri, sem er einn af sérréttum Girardons. Domaine de Clairefontaine. MATUR og vín fráRónarhéraði íFrakklandiverða í aðal-hlutverki á Rón- ardögum sem verða á Hótel Holti dagana 23.–25. október. Franskur gestakokkur verður í eldhúsinu þessa daga og er það enginn annar en Philippe Gir- ardon, sem er mörgum Íslend- ingum að góðu kunnur. Girardon hlýtur að falla í heið- ursflokk „Íslandsvina“ því hann hefur svo sannarlega ræktað tengslin við Ísland frá því hann kom hingað fyrst um miðjan síð- asta áratug til að elda sem gestakokkur í Perlunni. Gir- ardon, sem rekur rómaðan Mic- helin-stjörnu veitingastað, Do- maine de Clairefontaine, skammt suður af borginni Lyon, hefur á þeim árum sem síðan eru liðin tekið marga unga íslenska mat- reiðslumenn upp á sína arma og meðal annars hafa þeir mat- reiðslumenn, sem tekið hafa þátt í keppninni Bocuse d’Or verið í þjálfunarbúðum hjá honum vik- urnar fyrir keppnina. Þessa dagana er einmitt starf- andi hjá honum Friðgeir Ingi Ei- ríksson, sem var aðstoðarmaður Hákons Más Örvarssonar er hann náði bronsinu á Bocuse d’Or fyrir rúmum tveimur árum. Veitingastaður Girardons er með þeim betri í þessum hluta Frakklands, þó ekki sé þar skortur á hágæðaveitingastöð- um. Domaine de Clairefontaine er í bænum Chonas steinsnar frá einhverjum þekktustu víngerðar- svæðum Rónardalsins, Cote Rot- ie og Condrieu. Girardon er ekki síður áhugamaður um vín en mat og hefur unnið mikið með þekkt- um framleiðendum á svæðinu, ekki síst Guigal, sem telst einn virtasti framleiðandi norðurhluta Rónar og einn frægasti vínfram- leiðandi Frakklands. Hann ferðast mikið með Guigal og hef- ur séð um veislur víða um heim á þeirra vegum. Þá er hann virk- ur í mörgum samtökum franskra matreiðslumanna. Á Rónardögunum á Hótel Holti verður einmitt kynning á Guigal-vínum og verða vín frá honum í boði með matseðlinum. Eiríkur Ingi Friðgeirsson, hótelstjóri á Hótel Holti (og fað- ir Friðgeirs Inga), segir heim- sóknina eiga sér nokkurn að- draganda. Hann hafi velt upp þessari hugmynd við Girardon á fyrri hluta ársins en erfitt hafi reynst að finna tíma sem Gir- ardon var laus. Um þessar mundir er hann á fullu við að skipuleggja keppni þar sem besti matreiðslumaður Frakklands er valinn en Girardon situr þar í framkvæmdanefnd. Hann hafi að lokum sagt að hann gæti komið í lok október og hafi þá verið ákveðið að láta slag standa. Girardon bauð syni hans Frið- geiri Inga að koma til starfa hjá sér að loknu námi er hann sá til hans á Bocuse d’Or árið 2001. Hélt hann til Frakklands í ágúst og stefnir að því að starfa þar í nokkur ár. „Þeir hafa náð vel saman. Hann vinnur náið með Girardon allt frá því að þeir fara út klukkan fjögur á morgnana til að velja grænmetið og þar til eldamennsku er lokið á kvöldin. Þá hefur hann sótt ýmis nám- skeið hjá stóru nöfnunum í mat- reiðslu á Lyon-svæðinu þar sem áhersla hefur verið lögð á allt frá Einkunnagjöf vína byggist á heild- stæðu mati á gæðum, upp- runaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í ein- kunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu. De Martino frá Chile

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.