Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 B 7 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  stórkostlega bóksölu. Ef manni þykir vænt um tungumálið finnst mér mjög mikilvægt að halda úti vandaðri bókaút- gáfu.“ Í Danmörku er 25% vsk. á bókum en í Noregi er enginn vsk. og 6% í Svíþjóð, að sögn Snæbjörns. „Norðmenn styrkja bóksölu mjög vel og bókasöfnin kaupa til dæmis hundruð eintaka af hverri bók og koma henni þannig vel af stað. Danir eru hinsvegar sífellt að fækka þeim bókum sem söfnin kaupa.“ Samrunaáhugi Fyrir þremur árum urðu til útgáfu- og fjölmiðlarisar úti í heimi eins og AOL Time Warner, Vivendi Universal og fleiri. Þessi stefna teygði sig til Íslands eins og menn sáu í stofnun Norðurljósa og Eddu samskipta og miðlunar. Til- raunirnar urðu þó ekki eins farsælar og að var stefnt. Var einhverntíma talað við Bjart um þátttöku í slíkum hugmyndum? „Jú, það var minnst á það við okkur en við höfðum engan áhuga á því. Ég passa ekki inn í slíkt. Það hafa alltaf verið til menn með einhvern undarlegan áhuga á þessu fyr- irtæki,“ segir Snæbjörn og brosir. Spurður um nýjungar og hvað framtíðin beri í skauti sér í útgáfumálum, t.d. varðandi útgáfu á Internetinu, segir Snæbjörn að forlagið hugsi Netið núna sem möguleika til að víkka út kennslubókaútgáfu félagsins, en í fyrra gaf Bjartur út fyrstu kennslubókina sína, Kýrhausinn og er hún í notkun í framhaldsskólum hér á landi. Síðan hefur Njála komið út og fleira er í pípunum. „Við erum hægt og rólega að fikra okkur inn á það svið. Við sáum að við þyrft- um að setja eggin í fleiri en eina körfu sem gerði rekst- urinn dálítið brothættan. Þetta gengur alveg glimrandi vel.“ Um fleiri nýjungar hjá útgáfunni segir Snæbjörn að for- lagið sé komið með svokallað sjálfflettibókasvið, (page-turner), en Da Vinci lykillinn er fyrsta bókin í þeim flokki. „Annars útilokum við engar tegundir bóka. Við gef- um bara út það besta á hverju sviði. Við vonumst til að Da Vinci lykillinn verði metsölubók, bæði hér á landi og í Dan- mörku. Þar vonumst við til að ná 30.000 eintaka sölu og þá erum við að miða við sölu á bókum í svipuðum flokki þar í landi.“ Margir velta sjálfsagt fyrir sér þegar fregnir berast af útgáfusamningum höfunda á erlendri grundu hvort að við- komandi höfundur og forlag hagnist mikið á slíkum samn- ingum. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi sagði nýlega í sam- tali við Morgunblaðið að aðallega væri þetta nú gott fyrir egó höfundanna sjálfra, en sáralitlir peningar væru í spilinu. Snæbjörn segir að samningarnir séu mismunandi, þó að alltaf séu þeir blásnir upp í hérlendum fjölmiðlum. Stundum sé um að ræða samninga við pínulítil forlög þar sem varla kemur greiðsla fyrir útgáfuréttinn en inn á milli séu gerðir alvöru samningar sem skipta töluverðu máli fyrir höfunda. „Þó eru þetta engar stórkostlegar upphæð- ir, en þær geta skipt máli fyrir viðkomandi höfunda. Það er bara svo nauðsynlegt fyrir íslenska höfunda að spreyta sig á alþjóðavettvangi og sjá viðtökur fólks annars staðar en hér við verkum þeirra. Þetta er svo lítill heimur á Ís- landi. Hinir innvígðu svokölluðu, þeir sem fylgjast virki- lega vel með því sem gerist og gengur í bókmenntaheim- inum, eru kannski um 4.000.“ Snæbjörn segir að hér á landi hafi stórmarkaðirnir stýrt sölunni þannig að fáar bækur seljast nú í meiri upplagi en áður. „Sú breyting hefur orðið á síðustu fjórum árum að upplag á metsölubókum er orðið miklu miklu meira en var og er komið yfir 10.000 eintök. Bækur sem eru á toppnum, eins og t.d. Harry Potter, Arnaldur Indriðason og Ólafur Jóhann eru að seljast í á fimmtánda þúsund eintökum.“ Á síðasta ári sagðir þú í samtali við Morgunblaðið að Bjartur ætlaði að reyna að koma sér inn á breska mark- aðinn. Hvernig líður þeim áformum? „Við vorum að reyna að koma Braga Ólafssyni og Blíð- finni eftir Þorvald Þorsteinsson þarna inn á markaðinn. Það er rosalega erfitt að komast þarna inn, en við erum að vinna með mjög góðum umboðsmanni sem er þekktur þarna úti, þannig að það er ennþá óvíst hvernig það endar. Þessi enskumælandi markaður er erfiður og í Banda- ríkjunum hefur enginn áhuga á þýddum bókum og mjög erfitt er því að koma bókum þar inn.“ Snæbjörn segir að bókaforlagið taki sjálft ekkert fyrir þá samninga sem höfundar þess gera erlendis. „Þetta er bara kostnaður fyrir okkur, en þetta kemur kannski til baka síðar. Salan þarf að vera svo mikil til að hún fari að skipta einhverju máli. Þegar hún er farin að slaga í 100.000 eintök eins og bók Arnaldar Indriðasonar er að gera í Þýskalandi þá fer þetta að skipta töluverðu máli. Hann er í topp 50 í Þýskalandi og það hefur ekki gerst með íslenskan höfund síðan hjá Laxness um það leyti sem hann fékk Nóbelsverðlaunin.“ Snæbjörn segir að af sínum titlum séu það bækurnar um Blíðfinn sem best hafa gengið erlendis, en sala á bók- inni hefur gengið mjög vel í Þýskalandi og nú sé von á bók númer tvö á markaðinn þar í landi.“ Nýlega bættist nýr og reynslumikill höfundur í hópinn hjá Bjarti þegar Sjón færði sig til Bjarts frá Máli og menn- ingu. „Sjón er okkar maður og passar vel inn. Hann er með frábæra bók núna fyrir jólin og sýnir á sér nýja hlið.“ Framundan eru spennandi mánuðir í rekstri Bjarts í tveimur löndum. Áhugavert verður að fylgjast með því hvernig „Sumarhúsamódelið“ leggst í Danina og í fram- haldinu hvernig heimsbyggðin tekur þessari séríslensku aðferðafræði. Á heimasíðu fyrirtækisins segir nefnilega að á fimm ára áætlun Bjarts sé að koma einum eða fleiri af innlendum höfundum forlagsins á metsölulista New York Times. Litla forlagið er greinilega farið að hugsa stórt. auglýst þarna og stórmarkaðirnir eru ekki með niður- greiddar bækur á brettum inni í búðunum til að fá fólk til að kaupa grænar baunir eins og hér á Íslandi. Hér hafa bækur aðdráttarafl og þær eru notaðar til að draga fólk inn í kjörbúðirnar. Þetta er ekki svo algengt úti í löndum.“ Hafandi það í huga að Bjartur vill vera lítið forlag, hvað varð þess valdandi að stofnað var forlag í Danmörku? „Við ætlum nú ekkert að verða neitt stórir þar frekar en hér. Við ætlum þó að byrja öðruvísi þar en við gerðum hér. Við byrjum á að gefa út bók sem hefur verið á metsölulista í Bandaríkjunum í um hálft ár og við teljum okkur eiga svakalega góða möguleika á að selja þá bók í stóru upp- lagi,“ segir Snæbjörn. Bókin sem hann er að tala um heitir Da Vinci lykillinn og er spennusaga, gáfumannaspennusaga, eins og Snæ- björn orðar það, einskonar skemmtiútgáfa af Nafni Rósar- innar eftir Umberto Eco. „Við byrjum sem sagt ekki með dæmigerða Bjarts-bók þarna úti. Hugmyndin er sú að yfirfæra Neon-hugmynd- ina okkar á aðra markaði.“ Snæbjörn segir að sem stendur sé Bjartur að berjast um útgáfuréttinn á nýju Booker-verðlaunabókinni Vernon God Little eftir Peter Finley. „Í Danmörku er samkeppnin um útgáfuréttinn á svona bókum gífurlega hörð því Danir gefa út alveg ótrúlegt magn af bókum og eru í standandi vandræðum út af því. Bókaútgáfa er rekin með bullandi tapi, eiginlega öll útgáfa nema kennslubókaútgáfa. Stærsta forlagið þarna, Gyld- endal, er að segja upp fólki og skera niður, þannig að við komum inn á markað sem er í svakalegri niðursveiflu.“ Snæbjörn segir að notuð verði sama aðferð úti í Dan- mörku og er notuð hér á landi. „Við byrjum mjög hægt og vinnum þetta allt frá Íslandi. Bækurnar verða framleiddar á Íslandi og allt gert hér nema prentunin. Da Vinci lykill- inn kemur út 6. nóvember nk. og það er verið að vinna í því núna að láta hana slá í gegn. “ Snæbjörn segir að ekki hafi verið ráðnir einhverjir sér- stakir áróðursmeistarar til þess starfa. „Nei, við notum bara okkar íslensku tækni. Við erum byrjendur þarna úti, en við erum í sambandi við fullt af fólki og reynum að læra af því. Síðan erum við í samstarfi við dreifingarfyrirtæki sem sér um dreifinguna. Svo er bara að koma bókunum í sölu. Kerfið í Danmörku er ekki eins einfalt og hér á Ís- landi. Bókabúðir taka ekki bækur í sölu nema eftirspurn sé eftir þeim hjá viðskiptavinum búðarinnar. Kúnstin er því að fá fólk til að spyrja um bókina.“ Aðspurður segir Snæbjörn að spennandi sé að vinna á tveimur mörkuðum. Hann segir að þegar sé byrjað að undirbúa næsta ár í Danmörku, útgáfuréttur fyrir nokkur verk sé í höfn, meðal annars eftir spennandi franskan og rússneskan höfund. Virðisaukaskattur baggi Á Íslandi er virðisaukaskattur á bækur 14%. Snæbjörn segir að skatturinn sé baggi á því litla málsvæði sem Ís- land er. „Við eigum takmarkaða möguleika á að vera með bíða með að gefa út, og maður er jafn sekur í því og aðrir. Möskvinn hefur verið of víður fyrir útgefnar bækur. Það hefur reyndar verið að breytast og í ár er fyrst fyrir alvöru eitthvað aðhald í bókaútgáfu. Titlum á eftir að fækka í ár út af stöðu forlaganna. Það er víða búinn að vera erfiður róður, og þá fyrst og fremst hjá Eddu og bókaútgefendum hefur fækkað árlega. Útgáfur eins og Fróði og Iðunn eru til dæmis hættar að gefa út bækur.“ Bókaútgáfa á Íslandi er ekki og getur aldrei orðið gróðafyrirtæki á Íslandi að mati Snæbjörns. „Bókaútgáfa verður að vera drifin áfram af áhuga. Það er hverfandi að mönnum áskotnist miklir peningar, ekki á Íslandi, þar sem málsvæðið er svo lítið. Það er í raun kraftaverk hvað er hægt að gefa út margar bækur á Íslandi.“ Eins og kaupfélagið Dæmi um velheppnað verkefni hjá Bjarti er stofnun og rekstur bókaklúbbsins Neon, en meðlimir klúbbsins eiga að geta treyst því að fá á hverjum tíma það nýjasta sem er að gerast í evrópskum bókmenntum í áskrift. Eins og Snæbjörn bendir á hafa þeir Bjartsmenn verið naskir á að miða út höfunda sem eru að slá í gegn og minnir Snæbjörn á þá staðreynd að flestar af helstu stjörnum síðustu bók- menntahátíðar, eins og t.d. Murakami, Yann Martel og Kureishi, hafi verið gefnir út hjá Bjarti. „Ég get vitnað til gamans í einn áskrifanda sem ég hitti um helgina sem sagði: Ég er svo ánægður með þennan Neon-klúbb. Mér líður eins og kaupfélagið sé enn til stað- ar. Með því að vera í klúbbnum fæ ég sendar heim ná- kvæmlega vörurnar sem skipta máli.“ Snæbjörn segir klúbbinn hafa verið að ná fótfestu á markaðnum. „Áskrifendum fjölgar stöðugt og þeir eru ánægðir með að geta fylgst með því sem er helst að gerast nýtt í útlöndum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir það hvað við erum feimnir sölumenn. Við erum til dæmis ekkert í því að hringja út í fólk. Ég játa það þó að við gætum örugglega selt miklu meira ef við gerðum það, en ég kann ekki alveg við það. Það er auðvitað hlægilegt, en það er hluti af per- sónuleika þessa fyrirtækis. Við erum ekki endilega að hugsa um hámarksarðsemi.“ Danmörk svipuð og Ísland Snæbjörn segir að Bjartur sé farinn að kynnast danska markaðnum eftir innreið sína á hann. Hann segir að sölu- tölur á meðalbók þar séu ekkert hærri en á Íslandi þrátt fyrir að um sé að ræða markað sem sé tuttugu sinnum stærri. „Þarna eru fimm milljónir manna og það er verið að selja bækur í 1.000 eintökum. En þar eru fyrir hendi möguleikar á að ná bók í metsölu og þá erum við að tala um tugi þúsunda eintaka, á meðan við náum rétt 10.000 hér á landi. Danski markaðurinn býður þannig upp á meiri möguleika. Íslenski markaðurinn er merkilegur fyrir það hvað við seljum mikið miðað við höfðatölu. Hér er sterk hefð fyrir að gefa bækur í jólagjafir, en sú hefð er ekki eins sterk úti í Danmörku t.d. Blöðin eru ekki full af bóka- auglýsingum og tilboðum fyrir jólin. Það er varla að bók sé 0% hluta í eigu Snæ- Potter-bókanna hafi kleift að gefa út fleiri nn orðar það, enda er er“, eða metsölubók út árið 1997. Ég vissi eg eða fræg en mér ana og hugsaði sem n. Ég keypti útgáfu- ð ár var ég staddur á ríska tímaritið Time i. Þá rann upp fyrir ra eitthvað meira en túrulega að bókin var sta úti, en það gera máli hér heima. Þegar með mér: „Ég verð að láta þjóðina vita af fram hjá neinum að ðan hefur þetta æv- pennandi að sjá hvað sprengju.“ u Harry Potter-bók- 5.000 eintök í fyrstu n mikið magn hafi áð- ndi, fyrir utan bækur selst í tæpum 15.000 yrir meiri sölu á þess- n er líka svo löng að nsku. Við gáfum líka kom út á ensku og því u þá. Svo fer áhuga- ndi. Þetta á eftir að næbjörn og brosir. rnar séu merkilegar i með hverri bók, öf- aða bókaflokka sem m. „Þetta er óvenju- ry Potter hafi í sjálfu a rekstrarlega, bæk- leift að gefa út fleiri okkur kleift að leika r kleift að gera óarð- hér höfum mestan a það út sem okkur a snýst allt um það.“ markaður sé þröngur. á Íslandi og nauðsyn- rki betur. Það er allt num sem hefði mátt húsamódelið Morgunblaðið/Þorkell tobj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.