Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 B 9 NTÆKNI FYRIR EKKI svo löngu kynnti sérfræðingahópur vestan hafs þá ályktun að yfirburðir Windows-stýri- kerfanna væru beinlínis ógn við þjóð- aröryggi Bandaríkjanna. Að þeirra mati er útbreiðsla eins stýrikerfis hættuleg að því leyti að ef upp kemur í þeim alvarlegur öryggisgalli getur það sett stjórnkerfi Bandaríkjanna úr skorðum áður en menn ná að bregðast við. Getur nærri að stjórn- endur Microsoft hafi tekið þessu illa, en þeir sem amast við fyrirtækinu í einu og öllu kættust. Lögmál orma- og vírusasmits Orma- og vírusauppákomur lúta ákveðnum lögmálum; upp kemst um einhverja öryggisholu og þrjótar taka til við að smíða orma eða vírusa sem nýtt geta sér viðkomandi holu. Árásin hefst og milljónir tölva smitast á skömmum tíma. Mikil blaðaskrif fylgja í kjölfarið, þunglamalegar fréttir í útvarpi og sérkennilegar samantektir í sjónvarpi. Fólk hrekk- ur við, lokar götum, uppfærir eða kaupir vírusavarnir og smám saman dregur úr vírusasmiti og ormaveiki. Smám saman sígur svo á ógæfuhlið- ina, nýir gallar koma í ljós (fjórir það sem af er þessum mánuði) og smám saman aukast líkur á ný á því að úr verði almennilegt smit þar til næsta árás fer af stað Það kostar sitt að lenda í smiti, en einnig er dýr sá tími kerfisstjóra sem fer í að fylgjast með tilkynningum um öryggisbresti í Windows-hugbúnaði, sækja við- og endurbætur og prófa áður en þær eru settar upp á öllum vélum í fyrirtækinu (það hefur gerst að hugbúnaður frá Microsoft sem ætlað var að bæta úr göllum hafi bor- ið með sér aðra galla og suma verri en sá leki sem sett var fyrir). Þórðargleði Makkamanna og Linux-vina Allur þessi hamagangur hefur verið Makkamönnum og Linux-vinum til- efni Þórðargleði, þeir hafa hlakkað yfir því að ekki sé við sama flóð vírusa og vandamála að glíma, en það segir í sjálfu sér lítið sem ekkert, markaðs- hlutdeild þessara stýrikerfa er svo lít- il að enginn nennir að semja fyrir þau vírusa eða orma; ekki fremur en menn nenna að ráðast á Amiga-tölv- ur, FreeBSD-vélar eða álíka smælki (til gamans, tölur frá mbl.is um stýri- kerfi gesta á vefinn: Windows-af- brigði: 93,84%, Makka-gerðir: 2,96%, Linux: 0,57%, FreeBSD: 0,01%, óþekkt 2,57%, kannski einhver Amiga í því?). Samkvæmt wildlist.org voru 853 Windows-vírusar/ormar á ferð í júlí, þar af 234 sem komast inn á aðallista (byggt á því hve margir til- kynntu um þá). Á sama tíma voru fimm slíkir til fyrir PC-vélar sem nota önnur stýrikerfi, tveir fyrir Linux, tveir almennir og einn fyrir Solaris. Vissulega hefur uppbygging stýri- kerfanna sitthvað að segja, til að mynda getur almennur Linux-not- andi litlu spillt á vél sinni, svo fram- arlega sem hann er ekki það heilalaus að vera alltaf ofurpaur, en mér þykir líklegt að hægt sé að skrifa orm sem nýtt geti sér Kmail, Evolution eða álíka myndræn póstforrit fyrir Linux ekki síður en Microsoft Outlook eða Eudora svo dæmi séu tekin. Linux-netþjónar ekkert öruggari? Linux-netþjónar eru ekkert öruggari en Windows-þjónar ef þeir eru ekki settir rétt upp og þeim ekki sinnt; menn þurfa að vera á tánum við að sækja viðbætur, setja fyrir öryggis- leka, sparsla í sprungur og svo má telja. Víst hefur sjálfgefin uppsetning á Windows-netþjónum verið stórgöll- uð, en það er líka hægt að klúðra upp- setningu á Linux-boxi, skilja allt of mörg port eftir opin, nota óbætta út- gáfu af bind eða sendmail og svo má telja. Líkt og kerfisstjórar Windows- netþjóna þurfa Linux-menn að halda vöku sinni, vera duglegir að uppfæra hugbúnað eða kjarna eftir því sem þörf krefur og sífellt að vera að fín- stilla öryggismál á vélum þeim sem þeir eru með í sinni umsjá. Fyrir skemmstu komst í veffréttir að í ágúst sl. hefði þrjótum oftar tek- ist að brjótast inn í Linux-vefþjóna en Windows-þjóna. Þær tölur virðast reyndar gallaðar að mörgu leyti, ekki síst fyrir það að þær eru frá bresku öryggisþjónustunni mi2g sem er fræg fyrir óvönduð vinnubrögð og sérkennilega túlkun gagna, en þrátt fyrir það má lesa úr þeim forvitnilega þróun, sem sé að innbrotum í Wind- ows-netþjóna hefur fækkað á undan- förnum mánuðum miðað við sama tíma fyrir ári. Það bendir til þess að Microsoft sé að ná árangri í þeirri við- leitni sinni að gera stýrikerfið örugg- ara á meðan Linux-árásum fjölgar. Víst eiga Microsoft-menn langt í land; þar á bæ hafa menn gert því skóna að það taki fyrirtækið fimm til tíu ár að gera stýrikerfi og hugbúnað sinn nógu traustan til að innbrotum og árásum, vírusum og ormum, linni að mestu, en það er víst að aldrei verður hægt að setja alveg fyrir þann leka. Svo ég velti því fyrir mér sem nefnt er í upphafi; er eitt helsta vandamál tölvunotenda að þeir eru allir að nota sama stýrikerfið? Svar við þessu er ekki einhlítt; þótt tvö stýrikerfi skiptu með sér stýrikerfamarkaði getur það líka gerst að ráðist sé á bæði samtímis eða að smíðaður yrði ormur/vírus sem lagt gæti bæði að velli. Víst væri gott ef fjölbreytnin væri meiri, meiri samkeppni á mark- aði, þá hefði hugsanlega verið búið að bæta úr öryggisvandamálum mun fyrr. Það þarf líka varla að fara mörg- um orðum um kostina við að dreifa áhættunni og það myndi eflaust ger- ast ef fleiri stýrikerfi næðu verulegri markaðshlutdeild. Það breytir því þó ekki að vilji Linux-vinir ná árangri er ýmislegt ógert í öryggismálum þar á bæ. Lesið í ormafár Sótt hefur verið að Microsoft úr ýmsum áttum fyrir grúa ör- yggisvandamála sem hrjá Windows-stýri- kerfin. Árni Matthías- son veltir því fyrir sér hvort Linux sé nokkuð öruggara þegar allt kemur til alls. Reuters Orma- og vírusauppákomur lúta ákveðnum lögmálum; upp kemst um einhverjar öryggisholur og þrjótar nýta sér þær. arnim@mbl.is Í BYRJUN september átti ég von á pakka frá Bretlandi og þar sem mér lá á honum óskaði ég eftir því að hann yrði sendur með hraðþjónustu, sem kostaði skildinginn. Þótt viðkomandi pakki hafi farið frá Bretlandi í tíma dróst að hann bærist til mín – tölvukerfi hraðþjónustunnar var í lamasessi vegna Sobig-F-ormsins. Nærri getur að ég hugsaði Microsoft og kerfisstjóra hrað- þjónustunnar þegjandi þörfina, en svo var þetta nú víst ansi víða síðsumars og í haust; fjölmargar sögur eru af fyr- irtækjum og opinberum stofnunum sem lentu í hremmingum vegna ormafárs. Það er þeim væntanlega lítil huggun að ormurinn var að nýta galla í Windows sem löngu var búið að lagfæra – kerf- isstjórinn átti að vera búinn að sækja viðbætur fyrir stýrikerfið og búa sig undir póstflóð fyrir löngu (aukinheldur sem hann átti að vera löngu búinn að stilla póstsíur svo að allar keyrsluskrár eru klipptar af). Hægfara hraðsendingar ● PARKI ehf. hefur opnað sérversl- unina Parki Interiors að Dalvegi 18 í Kópavogi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að í versluninni verði boðið upp á parket og parketvörur frá heims- þekktum framleiðendum en sér- staklega beri þar að nefna fjölda teg- unda af fyrsta flokks gegnheilu og krosslímdu parketi. Þá segir einnig í tilkynningunni að fyrirtækið hafi 30 ára reynslu í sölu, lögn og meðhöndlun á gegnheilu parketi. „Í þessari nýju verslun er boðið uppá fjölbreyttara vöruval en áður og má þar nefna nýjungar eins og kross- límt parket og plastparket ásamt nátt- úrusteini. Einnig selur Parki fallegar gegnheilar sedrusviðar-útihurðir og vandaðar þýskar innihurðir í mörgum gerðum,“ segir í tilkynningu Parka. Parki Interiors opnað í Kópavogi ll STUTT ◆ ● AUGLÝSINGASTOFAN ABX hefur skipt um nafn og heitir nú Himinn og haf – auglýsingastofa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu fyr- irtækisins. Þar segir einnig að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá fyrirtækinu á síðustu vikum og mánuðum, sem felist meðal ann- ars í því að nýtt fólk hafi komið til liðs við stofuna og að samstarf hafi verið tekið upp við Pro PR varðandi almannatengsl og tengda þjónustu. Hjá Himni og hafi og Pro PR starfa nú samtals um 17 manns og í tilkynningunni segir að meðal viðskiptavina stofunnar séu SPRON, Iceland Express, Skýrr, Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins, Ístak, Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ferðamálaráð, Íslensk erfðagrein- ing, Menntamálaráðuneytið og Netbankinn nb.is. ABX verður Himinn og haf ◆ ● LANDSTEINAR hf. og Strengur hf. hafa formlega gengið frá samn- ingum um sameiningu fyrirtækjanna en greint var frá því að félögin myndu sameinast í júlí sl. Heiti sam- einaðs félags er Landsteinar Streng- ur hf. og er forstjóri þess Jón Ingi Björnsson. Fyrirtækið selur og þróar Micro- soft-sérlausnir, meðal annars versl- unarlausnirnar Landsteina Retail og Infostore, sem hafa verið þýddar á 30 tungumál og er dreift um net nær 100 erlendra söluaðila í 40 löndum, að því er fram kemur í tilkynningu. Landsteinar og Strengur formlega sameinaðir Frá hugmynd að fullunnu verki Katlaþjónusta H ön nu n: G ís li B .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.