Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 24|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ J A M I E O L I V E RKR YD D Í T IL VE RU NA Jamie Oliver býr í heimi þar sem ávallt er til nóg af kryddjurtum á hagstæðu verði. Hann birtist á skjánum á ný á Stöð 2 á mánudaginn kemur í þættinum Eldhús Jamies (Jamie’s Kitch- en). Þar fylgjumst við með Jamie opna fyrsta veitingahúsið sitt og verða pabbi. Veitingahúsið Fifteen í London er ekki gróða- fyrirtæki heldur góðgerðarstarfsemi en hann hefur tekið að sér að kenna fimmtán atvinnulausum ungmennum að verða færir atvinnukokkar. „Við höfum verið mjög heppin. Allir hafa lagt mjög hart að sér til að láta þetta ganga upp,“ segir Jamie um veitingastað- inn, sem nú þegar hefur fengið verðlaun og er bókaður marga mánuði fram í tímann. Í viðkynningu er Jamie sérstaklega viðkunnanlegur, létt- lyndur og hæverskur, rétt eins og í þáttunum. „Við gætum ver- ið fullbókuð næsta árið en mér finnst ekki gott að taka bókanir meira en þrjá mánuði fram í tímann. Annars er hætta á að fólk gleymi,“ segir hann. „Veitingastaðurinn er bara eins góður og starfsfólkið. Þetta er ekki mér að þakka, ég skrifa bara matseðlana. Þú verður að hafa gott starfsfólk og kokka á bak við þig,“ segir hann og bætir við að fæðing Fifteen, sem fylgst er með í þáttunum hafi verið mjög erfið. Á ýmsu hefur gengið. M.a. var einn starfsmaðurinn í raun blaðamaður í dulargervi að skrifa fyrir breskt götublað. „Grein- in var jákvæð en mér fannst ég mjög berskjaldaður fyrir vikið.“ Óhætt er að segja að Jamie hafi breytt ímynd kokksins og matargerðar. Hann er opinskár og jákvæður og segist vilja hvetja fólk til að gera tilraunir í eldhúsinu. „Ég reyni að vera hvetjandi. Kokkar eru ekkert öðruvísi en hárgreiðslufólk eða smiðir. Alls konar týpur. Markmið mitt í bókunum og þáttum er að fá fólk með. Ég get útskýrt uppskrift á ruglingslegan hátt eða á þann hátt, sem lætur þér finnast að þú getir eldað rétt- inn,“ segir hann og bætir við að hann vilji gefa fólki góð ráð, sem það geti notað næst þegar það eldar fyrir mömmu eða kærustuna. „Það er svo skemmtilegt að elda fyrir fólk. Margir ungir strákar í Englandi hafa verið feimnir við að elda. Það var svolítið hommalegt fyrir stráka að tala um eldamennsku og þannig hluti en ég held að það hafi alveg breyst.“ Finnst þér mikilvægt að vera góð fyrirmynd? „Flestallt er mögulegt ef viðhorfið er rétt og fólk kann að hlæja og hafa gaman af hlutunum. Eldhús Jamies er dæmi um það. Í upphafi höfðum við ekkert en núna erum við með verðlaunað veitinga- hús með afburðafólki, sem kunni ekki að elda fyrir nokkrum mánuðum.“ Jamie hefur gaman af því að versla og á í góðu sambandi við marga af birgjum sínu og finnst skemmtilegt að prófa nýtt hrá- efni. „En það er líka hægt að gera spennandi rétti úr hefð- bundnu hráefni. Maður þarf bara að beita hugarfluginu enn frek- ar.“ Hann segir að á Fifteen breytist matseðillinn daglega samkvæmt því hráefni, sem er ferskast hverju sinni. „Maður verður að hafa augun opin.“ Skyldi Jamie þekkja eitthvað til Íslands? „Íslenski fiskurinn er heimsfrægur,“ segir hann. „Ég hef líka unnið með íslenskum kokkum í gegnum tíðina.“ Hann býr alltaf til eigin barnamat fyrir dótturina Poppy Honey, sem hann á með eiginkonunni Jools. Hún er um eins og hálfs árs gömul og kann Jamie að gefa góð ráð í því sambandi eins og öðru. „Hún er yndisleg og þetta hefur allt gengið vel. Henni finnst gaman að borða. Við búum alltaf allt til handa henni og kaupum ekkert tilbúið. Hún borðar núna fasta fæðu og borðar að hluta til það sama og við. Ég nota þá ekki mikla feiti, bara smáólívuolíu og ekkert salt. Þetta virkar þannig að ég elda mat fyrir fjölskylduna. Tek smá út fyrir mig og Jools og krydda og geri meira við það en brytja hennar skammt meira niður. Suma hluti þarf að varast, „chilli“ til dæmis, en það er ekkert mál að nota kryddjurtir. Börn elska kryddjurtir.“ |ingarun@mbl.is 27. október Þáttaröðin Eldhús Jamies hefur göngu sína á Stöð 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.