Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 18
18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 24|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ SKELLIR OG SMELLIR COSTNERS  The Untouchables (1987). Glæponaópus Brians de Palma var fyrsti alvöru smellur Kev- ins Costners. Hann stóð sig vel í hlutverki kreppulöggunnar Elliots Ness, þótt höfundar kreistu tárakirtlana fullgróflega í lýsingum á fjölskyldulífi hans.  No Way Out (1987). Costner var breysk hetja í þessum bráðspennandi samsær- istrylli Rogers Donaldsons. Gene Hackman stelur þó senunni sem spilltur ráðherra.  Bull Durham (1988). Gamandrama Rons Shelton úr íþróttaheiminum með Costner einkar sjarmerandi og sannfærandi sem helsta rómantíska stjarna þessara miklu vel- gengnisára hans rétt fyrir 1990.  Field Of Dreams (1989). Smellirnir komu hver af öðrum og þessi var óvæntur: Eins konar táknlegt og stundum ljóðrænt íþrótta- drama Phils Aldens Robinsons, þar sem Costner sýnir fjölhæfni sína í túlkun á hvers- dagslegum bónda sem lendir í óhversdags- legri lífsreynslu.  Dances With Wolves (1990). Þessi stór- sigur Costners á kvikmyndasviðinu markaði einnig upphaf að langri eyðimerkurgöngu á þeim árum sem í hönd fóru.  Waterworld (1995). Fyrsti stórskellur Costn- ers er þrátt fyrir skrautlega framleiðslusögu, himinháan kostnað og meðfylgjandi tap frek- ar forvitnilegur og hugvitssamlega hannaður og sviðsettur framtíðarhasar.  The Postman (1997). Annað leikstjórn- arverkefni Costners er í flokki helstu bömm- era kvikmyndasögunnar, neyðarlegur belg- ingur, sem benti til þess að dómgreindin og sjálfsgagnrýnin væri víðs fjarri.  Message in a Bottle (1999). Og nú komu þeir í bunum, skellir í staðinn fyrir smelli. Þessi vemmilega ástarsaga er glötuð.  3000 Miles to Graceland (2001). Gam- ansöm spennumynd um spilavítisrán í Elv- isgervum er hvorki gamansöm né spenn- andi.  Dragonfly (2002). Yfirnáttúruleg spennu- mynd sem er yfirnáttúrulaus. Ýmsir höfðu spáð því að Kevin Costner væri heillum horfinn í kvikmyndunum eftir röð af mislukkuðum verkum. En sem betur fer hefur hann afsannað þessa kenningu með Open Range; hún hefur hlotið prýðis viðtökur, jafnt gagnrýnenda sem almennra bíógesta. Enda hefur Costner margt til brunns að bera, ekki síst sem leikari. Hann hefur aðlaðandi nær- veru á tjaldinu, reisn hinnar þöglu hetju í anda Garys Cooper og Clints Eastwood ekki síð- ur en alþýðleika hversdagsmannsins, og fjölbreytilega leikhæfileika sem nýtast hvort heldur sem er í léttu gamni eða dramatískri alvöru, auk líkamsburða hasarstjörnu – ef gæfan er með. En gæfa og gjörvileiki fylgjast ekki alltaf að, eins og kunnugt er. „Ég held að flestir viti að ég held mikið uppá vestra,“ segir Costner, sem braust til veru- legra metorða í Hollywood með þeim ágæta en ofurlanga Óskarsverðlaunavestra Dances With Wolves (1990). Hann leikstýrði myndinni, framleiddi og lék aðalhlutverkið, en að auki hefur hann leikið í tveimur vestrum annars leikstjóra, Lawrence Kasdan, Silverado og Wyatt Earp. Costner segir að fáir vestrar geti talist verulega góðar kvikmyndir; flestar snúist einfaldlega um kúrekann með hvíta hattinn sem berst við kúrekann með svarta hattinn. Í Open Range leikur Costner einfarann Charley Waite sem þó á sér þrjá fóst- bræður í kúrekstrinum; þá leika Robert Duvall, Diego Luna og Abraham Benrubi. Allir eru þeir að flýja fortíð sína og berjast við eigin drauga um leið og þeir glíma við náttúruöfl og ill öfl á borð við auðugan búgarðseiganda, sem breski stórleikarinn Michael Gambon túlkar. Og svo er það ástin (Annette Bening). Open Range hefur því flesta eðlisþætti sígilds vestra. Þessa hefð höfðu menn vestur í Hollywood að mestu afskrifað um hríð, en nú er að verða breyting þar á. Síðasti vestrinn sem gekk vel var Unforgiven Eastwoods fyrir meira en áratug. Það er því við hæfi að fram- leiðandi Unforgiven, David Valdes, og leikari og leikstjóri sem margir höfðu einnig af- skrifað, Kevin Costner, standi að endurkomu goðsagnarinnar um villta vestrið. En vel að merkja er sólin að hníga til viðar í því vestri. |ath@mbl.is Bræðralag síðustu frjálsu kúrekanna, sem ríða um héruð sem enginn á, með nautgripahjarðir sínar og reyna að lifa af í ver- öld sem er að hverfa – þannig er efnisrammi Open Range, hins nýja vestra Kevins Costner. Myndin hefur markað endurkomu hans sem leikstjóra og leikara og ekki síst stjörnu með að- dráttarafl í miðasölum. FR UM SÝ NT Út í sólsetrið Utan frá myndu eflaust margir álykta að mótmæla- aðgerðir og réttindabarátta Helga Hóseassonar húsa- smiðs gegnum marga áratugi væru ekki til marks um hugsjónir eða sannfæringu eða prinsipp eða réttlæti. Þær beri þvert á móti vott um einhvers konar þráhyggju, idjótí, ef ekki hreinlega brenglun og geðfirringu. En innan frá, semsagt frá sjónarhóli Helga, sem myndin lýsir svo vel, helgast, ef svo má segja, afstaða hans einmitt af hug- sjónum, sannfæringu, prinsipp- inu um einstaklingsfrelsi og siðferðislega réttlætiskennd. Hann gerir grein fyrir sínum málstað með sérstöku orðfæri og rök- semdafærslu, sem stundum er vissulega víðsfjarri norminu og öðrum stundum ill- skiljanleg. En málstaðurinn þarf ekki að vera rangur fyrir það. Hann gæti verið rétt- ur, a.m.k. að vissu marki, frá vissum sjón- arhóli. Heimildarmynd eins og Mótmælandi Ís- „Hugsjónir koma á undan reynslu en kaldhæðni á eftir,“ sagði reynsluboltinn. Stundum hefur líka verið sagt að eitthvað sé bogið við fólk sem ekki var sósíalistar á yngri árum en jafn mikið sé bogið við fólk sem er það enn á miðjum aldri. Ergó: Fullþroska maður sem er ídealisti hlýtur að vera einhver tegund af idjót. Svona vangavelt- ur koma m.a. uppí hugann þegar horft er á íslensku heimildarmynd- ina Mótmælandi Íslands. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson Ídealismi eða idjótí?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.