Morgunblaðið - 25.10.2003, Page 4

Morgunblaðið - 25.10.2003, Page 4
F YRIR fáeinum árum var getuleysi karl- manna mikið feimnis- mál en með tilkomu rislyfja í töfluformi hefur umræðan opnast og nú þykir sumum nánast eins eðlilegt að nota gleraugu og taka töflur við ris- vandamáli. Talið er að á heimvísu hafi um helmingur karlmanna yfir fertugu átt í erfiðleikum með að ná og viðhalda stinningu. Hér á landi er álitið að um það bil 20.000 ís- lenskir karlmenn á aldrinum 40–70 ára eigi við risvandamál að stríða, einhvern tímann á ævinni. Vanda- málið er talið vaxa með aldrinum. Íslenskir karlmenn hafa verið fljótir að bregðast við Viagra og nú er svo komið að þeir ásamt Finn- um nota lyfið mest allra Evrópu- þjóða. Guðjón Haraldsson, þvagfæra- skurðlæknir á Landspítalanum, segir að ekki hafi verið gerðar far- aldsfræðilegar rannsóknir á ris- vandamálum hér á landi en miðað við aðrar þjóðir megi gera ráð fyrir að um 10–15% karlmanna eigi við ristruflanir að stríða og hafi not af risbætandi lyfjum. Gagnast að meðaltali í um 80% tilfella Hugsanlegar skýringar á mikilli notkun hér á landi, að mati Guð- jóns, er gott aðgengi að læknis- þjónustu en auk þess eiga Finnar og Íslendingar það sameiginlegt að vera komnir hvað lengst í upplýs- ingatækninni og því vel með á nót- unum hvað varðar nýjungar á heil- brigðisssviði. Guðjón tekur undir það að um- ræðan um risvandamál hafi opnast töluvert að undanförnu. „Það þykir ekki lengur jafnmikið feimnismál að taka rislyf sér í lagi vegna þess að nýju rislyfin eru auðveld í notk- un og hafa litla hættu eða auka- verkanir í för með sér ef undan eru skildir hjartasjúklingar sem taka nitroglyserin lyf eða svokallaðar sprengitöflur. Einu dauðsföllin af völdum rislyfja í eðlilegum skömmtum hafa orðið hjá hjarta- sjúklingum sem taka það lyf.“ Helstu aukaverkanir af völdum rislyfja segir Guðjón vera höfuð- verk og andlitsroða en að flestra mati eru það smámunir sé miðað við þá kosti sem lyfin hafa. Rislyfin eru ekki ávanabindandi en þau virka ekki á réttan máta nema til komi kynferðisleg örvun. Rislyf gagnast að meðaltali í um 80% tilfella, að sögn Guðjóns. Þá er átt við allan hópinn en gagn- semin er meiri í sumum hópum en lakara í öðrum. Hér á landi eru það aðallega heimilislæknar, hjartalæknar og þvagfæraskurðlæknar sem skrifa út rislyf en risvandamál tengjast oft hjarta- og æðasjúkdómum þar sem slíkir sjúkdómar geta skert blóðflæði í liminn. Fjölbreyttur hópur tekur rislyf Fjölbreyttur hópur karlmanna tekur rislyf að sögn Guðjóns. „Fjölmenn- ustu hóparnir eru sjúk- lingar yfir miðjum aldri með hjarta- og æðasjúk- dóma og sykursýkisjúk- lingar en einnig hafa lyfin nýst mænusködduðum vel og þeim sem fengið hafa blöðruhálskirtils- og rist- ilkrabbamein. Þá er ótalinn sá hópur karlmanna, sem taka lyfin án þess að líkamlegar ástæður séu fyrir ristrufl- unum. Andlegi þátturinn er stór ef menn lenda í vandræðum með kynlíf. Það er mjög þekkt. Þá gagnast oft vel að taka eina töflu til þess að kom- ast í gang aftur.“ Í erlendum blöðum hef- ur borið á umræðu um misnotkun lyfsins. Ungt fólk á þrítugs- og fertugs- aldri, karlar jafnt sem konur eru að taka lyfið inn til þess að auka kynlífs- úthaldið. Karlarnir glíma ekki við getuleysi heldur eru rislyfin ein- ungis notuð til þess að lengja og auka skemmtunina í bólinu. Greint er jafnframt frá því að ungir menn taki rislyf með eiturlyfjum á borð við kókaín og amfetamín og rislyf séu orðin hluti af vöruúrvali eitur- lyfjasala. Guðjón kannast ekki við að Ís- lendingar noti rislyf í þessum til- gangi og hann mælir alls ekki með því. „Það getur verið afar hættu- legt að blanda saman til dæmis amfetamíni og kókaíni við rislyf því öll þessi lyf stuðla að því að karl- mönnum stendur mikið og lengi sem getur verið mjög hættulegt ástand. Auk þess er hætta á að ris- stafirnir eyðileggist við slíka notk- un á lyfjunum. Rislyfjum einum og sér fylgir ekki langvarandi ris nema að þau séu tekin í of stórum skömmtum.“ Hvað varðar áhrif rislyfja á kon- ur, segir Guðjón, að verið sé að rannsaka áhrifin en enn sem komið er benda rannsóknir ekki til þess að r kven Sa getu hver á ri vand Viag fjóru frá 2000 ár. Vi heim Asíu lyfið selst ir um og g krón frá P Hér með mör Vi vöru Cola það mar Eng Í mar mán sem R lyfja „Þau verk aður sá a og v Ly málu hafa eins sögn anna þar spra E teyg reisn settu loftt að h A þeir um græ sem og þ Helstu aukaverkanir af völdum rislyfja eru höfuðverkur og andlitsroði, að sögn Guðjóns Haraldssonar sérfræðings í þvagfæraskurðlækningum. risið Umræðan um risvandamál karla hefur opnast töluvert að undanförnu en oft er unnt að lækna getuleysi með lyfja- gjöf. Notendur eru fjölbreyttur hópur karlmanna. Hrönn Marinósdóttir getur sér til um að risið sé orðið hátt á íslensk- um körlum sem nota Viagra hvað mest allra Evrópuþjóða. Varað er við misnotkun á ris- lyfjum en fréttir hafa borist af því erlendis frá að ungir og frískir karlar og konur noti lyfin til þess að bæta og auka kynlífið. Hátt á sumum DAGLEGT LÍF 4 B LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 Gul taska úr þæfðri ull með ýmsum litbrigðum eftir Ásdísi Birgisdóttur. 2 Prjónað net sem er plastað myndar hér tösku sem kom bæði í hvítu og svörtu. Höf- undar eru Ragnheiður Guðmundsdóttir og Þorbjörg Valdimarsdóttir undir merkinu R3T9 hjá Verksmiðj- unni. 3 Bleik flauelstaska með krosssaumi eftir Hildi- gunni Smáradóttur. 4 Steinbítsroð er hráefnið í þessari tösku Arndísar Jóhannsdóttur hjá Kirsuberjatrénu. 5 Andstæður mætast í tösku Guðlaugar Halldórsdóttur hjá Má Mí Mó þegar bleikar pallíettur og fiskroð koma saman. 6 Þæfð ull var vinsælt efni og hér er ein af tösk- um Snjólaugar Guðmundsdóttur. 7 Músarmottur í nýju hlutverki, önnur græn og hin appels- ínugul, saumaðar saman með bast- þræði. Höfundur er Þórdís Sigmars- dóttir. Sunnevu Hafsteinsdóttur fra kvæmdastjóra. Um helmingur þeir eiga töskur á sýningu baki menntun í hönnu handverki, aðrir eru sjálfmenntaðir eða námskeið. Sunneva segir greinilegt að m á handverki og listiðnaði meðal almenni megi merkja í mikilli þátttöku í samkepp og hönnunar. Frá árinu 1999 hefur Hand hönnun staðið fyrir fimmtán sýningum, far samkeppni sem efnt hefur ve sýningarnar. Þar hafa um 4 verk sín sem ella hefðu k komið fyrir sjónir alm og Sunneva bendir Í þetta skipti va skipuð þeim Elís arsdóttur innan Maríu Kristínu dóttur hönnuð Karlsdóttur fu aðarráðuneyti hverja samkep ný dómnefnd s segir mikilvæg þess að fjölbrey fái hljómgrunn. ásamt starfsmann og hönnunar, Fjólu dóttur og Birnu Kris formanni stjórnar, sjá u upp sýninguna. steingerdur@mbl.is TÖSKUR af öllum stærðum og gerðumstreymdu inn í samkeppni á veg-um Handverks og hönnunar á dögunum. Dómnefnd valdi úr á þriðja hundrað töskum á sýningu sem verður opnuð í dag í húsakynnum Handverks og hönnunar við Aðalstræti. Ein sendi ellefu töskur í samkeppnina og margir fleiri en eina, en alls eiga 35 manns tösku á sýningunni sem stendur til 16. nóv- ember. Töskurnar eru af öllum stærðum og gerðum. Þær eru úr plasti, garni, pappír, basti, ull, leðri, skinni eða músarmottum og hugmyndaflugi töskugerð- arfólksins virðist engin tak- mörk sett. Dómnefndin lagði form, notagildi og útlit hverrar tösku til grundvallar við mat- ið, ásamt heild- arsvip sýningar, en nöfn eða menntun þeirra sem hönn- uðu töskurnar kom þar hvergi nálægt. Það er í samræmi við stefnu verkefn- isins Handverks og hönnunar sem er ríkisstyrkt og hefur það markmið að stuðla að eflingu handverks- og listiðnaðar og auka gæða- vitund í greininni, að sögn Handverks og hönnunar Töskusýning Ull, bast og pla1 2 4 5 6 7 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.