Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÚNAR Kristinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Lokeren gerði sér lítið fyrir og sigraði Club Brügge í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugar- dagskvöld, 2:0. Lokeren lék sinn besta leik á tímabilinu sem var sá fyrsti undir stjórn Franky Van Der Elst, sem tók við þjálfarastarfi liðs- ins af Paul Puts í sl. viku eb honum var sagt upp vegna slaks gengis liðsins. Doba skoraði fyrra mark Loker- en strax á 3. mínútu – eftir fyr- irgjöf Rúnars og Rúnar var svo á ferðinni sjálfur er hann nýtti sér mistök markvarðar Club Brügge, á lokamínútu fyrri hálfleiks. Rúnar fór fyrir liði Lokeren og þá áttu Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson mjög góðan leik. Marel Baldvinsson fékk aðeins að spreyta sig í nokkrar mínútur og kemur örugglega til með að eiga á brattann að sækja hjá nýja þjálf- aranum, en hann sagði í sjónvarps- viðtali eftir leik Genk og Lokeren á dögunum að Marel ætti ekki heima í liði Lokeren. En það var auðséð á leik Lokeren að Van Der Elst hefur blásið nýju lífi í liðið og kallað fram sjálfs- traust leikmanna, sem var nánast horfið eftir afleitt gengi liðsins í haust. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Ég gerði leikmönnum mínum það ljóst fyrir leikinn að þeir ættu að koma knettinum á Rúnar, þar sem hann er einn af hættulegustu leik- mönnum Belgíu – þegar hann er með knöttinn,“ sagði Van Der Elst, sem var ánægður með sigurinn. Indriði Sigurðsson lék sinn fyrsta heila leik fyrir Genk, sem sigraði Antwerpen, 3:1. Indriði lék í stöðu vinstri bakvarðar. Rúnar Kristinsson fór fyrir liði Lokeren Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rúnar Kristinsson SVÍINN Fredrik Jacobson og Spán- verjinn Carlos Rodiles þurftu að fara í umspil um sigurinn á Volvo Masters mótinu sem fram fer á Valderama vellinum. Þeir voru jafnir á 15 holu á þrett- án höggum undir pari, á næstu holu tapaði Rodiles einu höggi en Jacob- son tapaði tveim höggum þeirri sextándu, Rodiles var með pálmann í höndunum fyrir síðustu holuna en hann fékk skolla á hana á meðan Jacobson náði parinu. Þeir luku því báðir leik á tveim höggum undir pari í dag, samtals á 12 höggum undir pari eftir alla fjóra keppnisdagana. Jacobson bar sigur úr býtum á fjórðu holu um- spilsins. Sænski kylfingurinn fær um 52 millj. kr. í sinn hlut en Rodiles fær aðeins um 35 millj. kr í verðlaunafé. Jacobson hafði betur eftir umspil Reuters Fredrik Jacobsen heldur hér á sigurlaununum. CLAUDIO Pizarro, sóknarleik- maður Bayern München og lands- liðsmaður frá Peru, sagði fyrir helgina að Hollendingurinn Roy Makaay ætti stóran þátt í vanda- málum Bayern, eða réttara sagt ímynd hans. Makaay hefur skorað ellefu mörk í síðustu tólf leikjum Bæjara. Hann var keyptur fyrir metfé frá La Coruna á Spáni fyr- ir keppnistímabilið. Á Spáni hafði hann verið mesti markvarðahrell- ir landsins í þrjú ár og marka- kóngur þar í landi. Þegar Mak- aay var keyptur til Bayern voru miklar vonir bundnar við hann. „Það er kannski höfuðverkur okkar. Við höfum ætlast til of mikils af Roy,“ sagði Pizarro, sem hefur skorað næst flest mörk Bæjara, eða fimm. Hann hefur átt í erfiðleikum með að skora mörk síðan Makaay byrjaði að leika með liðinu. Hollendingurinn er ekki eini leikmaðurinn sem miklar vonir hafa verið bundnar við, en draumur forráðamanna Bayern hefur verið að endurtaka leikinn frá 2001, er Bayern varð Evrópu- meistari – fagnaði sigri í Meist- aradeild Evrópu. Michael Ballack er annar leikmaður, sem miklar væntingar hafa verið gerðar til og einnig má nefna Sebastian Deisler, sem er á ný kominn á ferðina eftir þrjár skurðaðgerðir á hné. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bay- ern, hefur verið óánægður með leik liðsins að undanförnu og hef- ur sagt að Bæjarar hampi engum verðlaunagrip þetta keppnistíma- bilið ef leikmenn halda áfram á þeirru braut, sem þeir eru komn- ir á. Pizzaro er sammála Hitzfeld og sagði; „Það hefur verið þannig hjá okkur að undanförnu, að leik- menn liðsins hugsa aðeins um sjálfa sig – eru ekki að leika sem liðsheild.“ Pizarro má reikna með að vera kallaður á teppið hjá forráða- mönnum Bayern og sektaður fyr- ir að vera með yfirlýsingar í blöðum. Því fékk Ballack að kynnast fyrr á árinu, þegar hann sagði sitt álit á leikskipulegi Bay- ern – að liðið léki of mikinn varn- arleik, sem hefti allar sóknar- aðgerðir. Til of mikils ætlast af Makaay É g lagði meðal annars upp með það atriði fyrir leik- ina að reyna sem flesta leikmenn, freista þess að stækka hóp þeirra leik- manna sem geta leikið. Mér fannst það takast,“ sagði Guðmundur þegar rætt var við rétt eftir að flautað var af í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þá hafði að sjálfsögðu ekki gefist tími til að skoða allt niður í kjölinn. Næstu dagar fara í það hjá Guðmundi að rýna í hverja hreyfingu leikmanna áður en hann sýður saman þá upp- skrif sem hann vill að liðið leiki eftir þegar í alvöruna á EM í Slóveníu verður komið. „Ég notaði sautján af þeim átján leikmönnum sem ég valdi fyrir leikina, þar af tefldi ég fram fjórtán leikmönnum í hverjum leik. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu innan leikjanna þá fannst mér leikur þess ekki breytast mikið, greinilegt var að leikmenn eru klárir í spila og halda uppi þeim hraða og því leik- skipulagi sem viljum vera með. Þetta fannst mér gríðarlega jákvætt og eitt þeirra góðu atriða sem þessir þrír leikir við Pólverja drógu fram að mínu mati. Síðan fannst mér varnarleikurinn ganga betur en ég átti von á, því í hann vantar okkur leikmenn eins og Sigfús Sigurðsson og Patrek Jó- hannesson, sem leikið hafa mjög stór hlutverk hjá okkur. Varnarleikurinn batnaði eftir því sem á leið leikina að því undanskildu að í síðari hálfleik í síðasta leiknum lentum við í ákveðnum vandræðum með einn leikmann pólska liðsins, skyttuna Karel Bielecki. Í raun má segja að hann hafi skotið mjög utarlega á markið og því ekki alveg hægt að skella skuldinni á vörnina. En þetta atriði verðum við að skoða betur, sérstaklega með tilliti til samvinnu varnar og markvarðar. Við reyndum síðan mörg ný atriði í sókninni, svo sem þegar við vorum einum fleiri, það gekk misjafnlega vel. Eins feng- um við góða prófraun á sóknarleik þegar Ólafur Stefánsson er tekinn úr umferð. Það atriði gekk vel upp, við höfðum svör á reiðum höndum sem við gátum notað,“ sagði Guðmundur. Vandamál þegar tveir eru teknir úr umferð „Í öðrum leik þjóðanna kom upp mikil vandræði hjá okkur í sókninni þegar tveir leikmenn voru teknir úr umferð, það var gott að fá þann veik- leika upp á borðið núna. Við þessu höfum við þegar brugðist, fórum yfir leikaðferðir í þeim efnum á æfingum í í morgun [sunnudagsmorgun]. Í heildina má segja að við höfum grætt mjög margt á þessum leikjum því andstæðingurinn var svo sterk- ur, mótstaðan var marktæk og gott að draga af henni marktækan lær- dóm. Í raun má segja að við höfum fengið mjög mörg svör við spurning- um okkar. Mörg atriði komu upp sem við getum nú sest yfir og fundið svör við og verið vel undirbúnir þeg- ar loka undurbúnningurin hefst fyrir evrópumótið í byrjun næsta árs,“ sagði Guðmundur. Nýjar leikaðferðir voru reyndar þegar íslenska liðið var einum leik- manni fleiri. Þetta var eitt þeirra at- riða sem Guðmundur lagði ríka áherslu á fyrir leikin. Þessar leikað- ferðir gengu vel upp til að byrja með í gær en í síðari hálfleik snérust vopnin í höndum íslenska liðsins. Guðmundur segir leikmenn þá ekki hafa leikið eins fyrir þá var lagt, þeir voru, ekk nógu ákveðnir að „keyra“ á vörn andstæðinganna.„Menn komu ekki á vörn Pólverjana af þeim krafti sem þeir áttu að gera. Þetta vitum við best sjálfir og ég hef engar áhyggjur af því að við getum ekki bætt okkur í þessu. Við sýndum það í leikjunum að við getum vel nýtt okk- ur þessa stöðu og til þess að það ger- ist ekki bara stundum heldur alltaf þá þarf bara að æfa þetta meira. Ég óttast ekki að þetta atriði lagist þeg- ar á líður. Margt ógert í varnarleiknum Finnst þér liðið standa betur að vígi nú en þú reiknaðir með? „Að hluta til get ég viðurkennt það. Margt gekk betur en ég átti von á en það er alveg ljóst að það er mikil vinna fyrir höndum við að slípa fjöl- mörg atriði áður en við verðum klár- ir í slaginn fyrir EM. Í því sambandi verðum við að huga að varnarleikn- um því þótt hann hafi á tíðum verið góður þá er enn margt ógert í hon- um. Að hluta er það vegna þess að okkur vantar lykilmenn í vörnina. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, Fyrsti liður í undirbúningi íslenska lands- liðsins í handknattleik á þessu hausti fyrir EM í handknattleik lauk í gærkvöldi þegar flautað var til leiksloka í þriðju og síðustu viðureign á Íslands og Póllands á jafn- mörgum dögum. Ísland vann tvær viður- eignir en gerði jafntefli í einni. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari segir í samtali við Ívar Benediktsson margt hafa gengið vel og í raun sé liðið í betra standi en hann þorði að vona fyrirfram. Margt gott en mikil vinna er fyrir höndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.