Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SPÁNVERJAR fögnuðu sigri í Risabikarkeppninni, Super Cup, í handknattleik sem lauk í Þýska- landi í gær. Spánverjar lögðu Þjóð- verja í æsispennandi úrslitaleik, 29:28, og skoruði Juan Garcia sig- urmark Spánverja úr vítakasti framhjá Henning Fritz þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Evrópumeistarar Svía höðu bet- ur gegn heimsmeisturum Króata í leik um þriðja sætið, 24:21. Sebast- ian Seifert var markahæstur í liði Svía með 4 mörk og Jonas Erlind skoraði 3 en hjá Króötum var Vori með 6 mörk og Lackovic 5. Það var mikil spenna í leik Þjóð- verja og ríkjandi heimsmeistara, Króata, er liðin mættust í undan- úrslitum keppninnar. Liðin áttust við í úrslitaleik HM í Lissabon í jan- úar á þessu ári þar sem Krótatía hafði betur 34:31, en að þessu sinni hafði Þýskaland betur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 27:27, og var gripið til þess að fá fram úrslit með vítakeppni þar sem heimamenn höfðu betur. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, sendi Henning Fritz í markið í víta- keppninni en hann hafði ekki leikið eina mínútu í leiknum. Hann þakk- aði traustið með því að verja frá þeim Slavko Goluza, Ivano Balic og Vedran Zrnic. Spánverjar lögðu Svía í hinni undanúrslitaviðureigninni, 29:27. Jon Belausteuri skoraði sex mörk fyrir Spán en Jonas Ernelind var með fimm mörk fyrir Svía. Spánverjar unnu risabikarinn í Þýskalandi GERARD Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, vísaði í gær á bug fréttum ensku götu- blaðanna um að Michael Owen væri á leið til Real Madrid fyrir 25 milljónir punda. Owen á eitt og hálft ár eftir af samingi sínum við Liverpool og sagði Houllier að engin tímamörk væri búið að setja á Owen að gera nýjan samning. Stuðningsmönnum Liverpool svíður enn þegar Steve McManaman fór til spænska stórliðsins án greiðslu en Holl- ier sagði að Owen bæri svo sterkar tilfinningar til félags- ins að hann færi aldrei frá því án þess að það fengi eitthvað. „Ég er alveg viss um að hann verður áfram hjá okkur og á einhverjum tímapunkti verður sest niður með honum og rætt við hann um nýjan samning. Allir sem að Liverpool koma dá Owen. Hann er ekki nema 23 ára gamall svo hann á bara eftir að verða betri.“ Owen fer hvergi  KENYON Martin verður ekki eins lengi frá keppni með liði sínu New Jersey Nets Í NBA-deildinni í körfu- knattleik, og haldið var í fyrstu. Martin meiddist á ökkla gegn Minnesota s.l. föstudag og var búist við því að framherjinn sterki yrði frá keppni í nokkrar vikur. Hann reynd- ist ekki vera með slitin liðbönd en verður frá keppni næstu daga.  NORÐMENN báru sigurorð af Dönum, 27:24, á æfingamóti í Nor- egi í gær en Norðmenn fögnuðu sjö marka sigri gegn Dönum fyrir helgina í leik sem háður var í Árós- um. Báðar þjóðir léku án margra sinna sterkustu leikmanna og til að mynda léku Glenn Solberg og Frode Hagen, leikmenn Barcelona, ekki með Norðmönnum.  NORÐMENN og Ungverjar hlutu fimm stig en þjóðirnar skildu jafnar, 31:31. Ungverjar unnu Dani með einu marki, 33:32 en Danir urðu í þriðja sæti á mótinu. Hollendingar steinlágu í öllum leikjum sínum og urðu neðstir.  HÅVARD Tvedten leikmaður norska landsliðsins sýndi fádæma öryggi af vítalínunni í leikjum norska liðsins. Hann tók 19 vítaköst og skoraði úr þeim öllum.  ÓÐINN Ásgeirsson lék í 12 mín- útur með Ulriken í norsku úrvals- deildinni í körfuknattleik í gær er liðið tapaði á útivelli gegn Bærum í Ósló, 95:83. Óðinn skoraði 2 stig, varði 1 skot, tapaði knettinum tví- vegis og gaf eina stoðsendingu. Þetta var fyrsti tapleikur Ulriken á tímabilinu en fimm umferðir eru búnar.  UM helgina, fór fram sundmót í Sundhöll Reykjavíkur, á vegum Sunddeildar Ármanns. Mótið var að þessu sinni A-mót, þannig að þátt- taka var bundin við keppendur sem höfðu náð lágmarksárangri í ein- hverri grein.  ALLS tóku 12 lið þátt, en alls voru 225 sundmenn á bak við 1090 skrán- ingar. Guðni Emilsson setti Íslands- met í flokki drengja en hann er fæddur árið 1989 og synti 100m fjór- sund á tímanum 1.05,17 mín.  BANDARÍKJAMAÐURINN Michael Manciel sem leikur með úr- valsdeildarliði Hauka í körfuknatt- leik tekur flest fráköst að meðaltali í leik eða alls 16,2 í þeim fimm leikjum sem hann hefur leikið.  NÆSTIR í röðinni er Leon Brisport, Þór Þorl., með 13 fráköst en félagi hans Raymond Robins er einnig með 13 fráköst.  FAHEEM Nelson úr liði Hamars er með 12,8 fráköst. Næstir eru Ced- rick Holmes, Breiðablik 11,3. Mirko Virijevic, Breiðablik 11,2. Guð- mundur L. Bragason, Grindavík 11,2. Nick Boyd, Tindastól 11. FÓLK forystu um miðjan síðari hálfleik. FH-stúlkur lögðu samt ekki árar í bát með fimm mörk í röð en það dugði ekki til. „Þurftum lengri tíma“ „Við áttum að vinna þennan leik, það er alveg á hreinu,“ sagði Kristín María markvörður FH eftir leikinn. „Við byrjum vel en svo kemur kafli þar sem við lendum mörgum mörk- um undir og erum sem eftir lifir leiks að vinna það upp. Sex mörkin í lokin hleyptu spennu í leikinn en við hefð- um þurft örlítinn tíma til viðbótar enda lá á að koma boltanum fram til að jafna. Það var engin pressa á okk- ur fyrir leikinn, við ætluðum að hafa Í Kaplakrika höfðu FH-stúlkurstrax góðar gætur á Ramune en það dugði skammt því þá lék Harpa Melsteð lausum hala og þegar lögð var vinna í að halda aftur af henni tók Anna G. Halldórsdóttir við á línunni. Engu að síður var jafnt fram í miðjan fyrri hálfleik en þegar Haukastúlkur bættu vörnina tókst þeim með 6 mörkum á móti tveimur að ná góðri forystu. FH hélt þó í horfinu fram í síðari hálfleik en þá sleit Ramune sig lausa og þegar Kristine Matuzeviðiüté markvörður tók sig líka til náðu Haukar 21:14 gaman af að spila og vinna þær. Ramone er langbest í Haukaliðinu en við vorum með yfirfrakka á henni og hún gerði meira af að svekkja sig á því.“ Þórdís Brynjólfsdóttir, Dröfn Sæ- mundsóttir og Björk Ægisdóttir voru bestar hjá FH. „Ekki of gott“ „Ég er nú bara fegin að hafa unnið þennan leik því þetta var ekkert of gott hjá okkur,“ sagði Anna G. Hall- dórsdóttir, sem fór mikinn á línunni hjá Haukum. „Mér fannst þetta ekki góður leikur hjá okkur, vörnin var afleit ef ekki slök og skotin ekki sem best en það vantaði samt ekki uppá keppniskapið. Við vorum allan tím- ann að hvetja hvor aðra áfram og fórum ekkert að rífast. Við höfum þegar tapað tveimur leikjum en þar sem úrslitakeppnin er ekki byrjuð er þó skömminni skárra að tapa núna. Nú er beina brautin framundan.“ Sem fyrr segir átti markvörðurinn Kristina góðan leik og Ramune einn- ig þegar hún tók við sér. Anna og Harpa voru einnig góðar en þrjár síðastnefndu skoruðu 20 af 24 mörk- um liðsins. Valsstúlkur urðu að sjá á eftir sínu fyrsta stigi í vetur þegar Grótta/KR náði 19:19 jafntefli að Hlíðarenda á laugardaginn. Gestirnir byrjuðu bet- ur og náðu forystu með sterkum varnarleik, sem heimasæturnar að Hlíðarenda áttu ekkert svar við. Fyrir vikið hafði Grótta/KR forystu í leikhlé en síðan sneri Valur taflinu við á meðan allt gekk á afturfótunum hjá gestunum, sem tóku þó á sig rögg og Ragna Karen Sigurðardóttir jafnaði tíu sekúndum fyrir leikslok. „Erum aðeins skugginn af sjálfum okkur“ „Ég sá engan mun á getu hjá þess- um liðum,“ sagði Aðalsteinn Jónsson þjálfari Gróttu/KR eftir leikinn. „Við tókum á í vörninni því að Valur fleyt- ir sér langt á flatri 6-0 vörn og okkur tókst það ágætlega. Við höfum oft í vetur verið skugginn af sjálfum okk- ur, of róleg í sókninni og vantað að taka af skarið svo að ég hef á tilfinn- ingunni að ef stelpurnar vakna rösk- lega sé allt hægt,“ sagði Aðalsteinn Jónsson. Morgunblaðið/Árni Torfason Eyjakonurnar Ana Yakova og Birgit Engl eru hér ákveðnar í vörninni gegn Víkingi og það er greini- legt að Önnu Kristínu Árnadóttur, leikmanni Víkings, líst ekkert á blikuna. Haukastúlkur sterk- ari í nágrannarimmu NÚ er lag sögðu FH-ingar á laugardaginn og vildu sjá langþráðan sig- ur kvennaliðsins á Haukum í efstu deild kvenna í Kaplakrika. Til að byrja með var von til þess en þrautreyndar Haukastúlkur náðu yfir- höndinni – ekki þó betur en svo að þær unnu með einu marki, 24:23, eftir að FH hafði skorað fimm síðustu mörk leiksins og fengið tæki- færi til að jafna síðustu 9 sekúndurnar eftir að Kristín María Guð- jónsdóttir varði skot stórskyttunnar Ramune Pekarskyté. Að Hlíðar- enda tapaði Valur sínu fyrsta stigi í vetur eftir 19:19 jafntefli gegn Gróttu/KR þegar Ragna Karen Sigurðardóttir jafnaði fyrir gestina rétt fyrir leikslok. Eyjastúlkur unnu Víkinga 29:23 í Víkinni og Stjarn- an vann ÍR 25:20 í Garðabæ. Í botnslagnum tók Fram á móti KA/Þór í Safamýrinni en stúlkurnar að norðan unnu örugglega 32:24. ■ Staðan/B10 ■ Úrslit/B10 Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.