Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 12
RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jóns- dóttir, landsliðskonur í badminton, féllu út í átta manna úrslitum í tví- liðaleik á opna ungverska meistara- mótinu í badminton sem haldið var í Búdapest um helgina. Ragna og Sara öttu kappi við stöllur sínar frá Suður-Kóreu og urðu að láta í minnipokann í tveimur lotum, 15:6 og 15:7. Sara komst einnig í átta manna úrslit í einliðaleik en þar beið hún lægri hlut fyrir Susan Hughes frá Skotlandi í tveimur lotum, 11:6 og 11:7. Sara vann áður Alexöndru Gabrielu Olariu frá Rúmeníu 11:5, 3:11 og 11:5, en Ragna mátti þola tap fyrir Tatjönu Vattier frá Frakklandi 11:8 og 11:7. Stefnan er á ÓL í Aþenu Ragna og Sara hafa verið á ferð og flugi undanfarnar vikur – ferðast um Evrópu og til Bandaríkj- anna, en þær stöllur hafa sett stefn- una á að tryggja sér rétt til að keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu næsta sunar. Þær eru nú í 28. sæti á styrkleikalista Alþjóða- badmintonsambandsins og hafa hækkað sig um þrjú sæti. Þær hafa einnig fært sig upp á heimslistanum í einliðaleik – Ragna upp um fjögur sæti og er í 54. sæti og Sara upp um eitt sæti – í nú 61. sæti. Heimsmet- hafi í liði Ovaranse ÍSLANDS- og bikarmeist- aralið Keflavíkur í körfu- knattleik karla tekur á móti Ovaranse frá Portúgal í Bikarkeppni Evrópu á mið- vikudaginn. Í portúgalska liðinu er athyglisverður leikmaður frá Bandaríkj- unum – Michael Wilson, sem lék m.a. með sama háskóla- liði og Penny Hardaway í Memphis, sem lék með liði Harlem Globetrotters á ár- unum 1996-2002. Wilson á heimsmet í því að troða knettinum í körfuna, sem var hækkuð í 3,62 metra – venjuleg karfa er í 3,05 metra hæð. Það er því ljóst að Wilson getur stokkið hærra en flestir aðrir. Ovar- anse er sem stendur í efsta sæti í portúgölsku 1. deild- inni – með fjóra sigra og eitt tap. Ég er auðvitað ekki ánægður meðað hafa ekki náð lengra að þessu sinni en núna er ég reynslunni ríkari – enda í fyrsta sinn sem ég tek þátt í slíku móti,“ sagði Sigurpáll Geir Sveinsson að loknum fjórða og síðasta keppnisdegi úr- tökumótsins fyrir Evrópumótaröð- ina í golfi. Sigurpáll Geir lék á 75 höggum á lokadeginum og var samtals á fjór- um höggum yfir pari. „Ég hefði þurft að leika á 68 höggum á lokadeginum, eða þremur undir pari, en það gekk ekki upp.“ Að mati Sigurpáls voru það púttin sem reyndust honum erfið á þessum fjórum dögum. „Ég var að slá ágætlega af teig og inná flatirnar en púttin duttu ekki niður. Ég vil ekki meina að ég hafi púttað illa en boltinn krækti oft framhjá holunni. Það er fljótt að telja í slíkri keppni.“ Akureyringuinn var samt sem áð- ur viss um að hann yrði klár í slaginn að ári. „Eftir að hafa kynnst þessu er það planið að gera allt til þess að mæta til leiks á ný í úrtökumótin og þá fer maður alla leið. Það er góður hópur manna sem hefur staðið vel við bakið á mér í þessu ferli og ég vil nota tækifærið til þess að þakka þeim kærlega fyrir,“ sagði Sigurpáll Geir Sveinsson. „Malasía er næsta verkefni“ Björgvin Sigurbergsson lék á samtals einu höggi yfir pari vallar eða 285 höggum en hann var ekki í vafa um hver flöskuhálsinn var að þessu sinni. „Pútterinn sveik mig al- veg – ef við getum sagt svo. Ég fékk mín pör, var að slá vel úti á vellinum en setti ekkert niður af 2-4 metra færi. Ef það gerist ekki þá er maður ekkert að skora vel. Ég er einn yfir pari í heildina en hefði átt að gera mun betur,“ sagði Björgvin en hann mun taka þátt í móti í Malasíu á næsta ári sem er hluti af Evrópu- mótaröðinni. „Ég veit ekki hvað ger- ist í framhaldinu, enda veltur þetta allt saman á því fjármagni sem við höfum úr að spila. Það eru litlar líkur á því að ég leiki á Europro-mótaröð- inni líkt og í fyrra. Kannski fer ég á eitt og eitt mót. En ég ætla að setjast niður þegar ég kem heim og fara yfir stöðuna.“ Björgvin sagði að púttin hefðu lengi verið akkillesarhæll hjá honum en hann hefði náð ágætum tökum á þeim í sumar. „Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja að maður hafi púttað illa og endað einu yfir pari á 72 holum. En til þess að ná í gegn á slíku móti þá þarf maður að „negla“ niður pútt sem gefa manni fugla. Ef það gerist ekki þá kemst maður ekki í gegn,“ sagði Björgvin. „Skiptast á skin og skúrir“ Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson var að vonum ekki sátt- ur við að komast ekki lengra að þessu sinni en líkt og hjá félögum hans úr íslenska hópnum var lítið að gerast á flötunum hjá Birgi. „Ég var að leika vandræðalaust golf, en fékk til að mynda aðeins einn fugl á síð- asta deginum en átti ágæta mögu- leika á 6-7 fuglum á lokadeginum. Þetta var bara ekki okkar vika og á „venjulegum“ degi hefði maður „drepið“ fleiri fugla við þessar að- stæður. Auðvitað eru þetta vonbrigði en svona eru íþróttirnar, skiptast á skin og skúrir.“ Birgir sagði að nú þegar draum- arnir hefðu ekki að ræst þyrfti að gera aðrar áætlanir. „Ég fer nú bara að leita mér að vinnu en síðan þarf að skoða hvaða möguleikar eru í stöð- unni. Auðvitað langar mann að reyna á ný við að komast inná mótaröðina en það er ekki hægt að svara því í dag hvað maður gerir næsta haust. Íslensku kylfingarnir komust ekki áfram á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björgvin Sigurbergsson, Sigurpáll Geir Sveinsson og Birgir Leifur Hafþórsson. Fátt gekk upp á Perelada ÍSLENSKU atvinnukylfingarnir þrír sem léku á öðru stigi úrtöku- móts fyrir Evrópumótaröðina í golfi á Perelada-vellinum á Spáni komust ekki áfram á þriðja úrtökumótið sem jafnframt er það síð- asta í þessu ferli. Björgvin Sigurbergsson lék 72 holur á samtals einu höggi yfir pari, 285. Sigurpáll Geir Sveinsson var samtals á fjórum yfir, 288, og Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson var fimm yfir pari, eða á 289 höggum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson  MARCEL Koller, 42 ára Sviss- lendingur, var í gær ráðinn þjálfari þýska knattspyrnuliðsins FC Köln. Koller, sem var þjálfari Grasshopp- ers í Sviss - liðsins sem Sigurður Grétarsson lék með á árum áður og var Svisslandsmeistari með, tekur við starfi Friedhelm Funkel, sem var látinn taka poka sinn fyrir þrem- ur dögum. „Ég sé ekki annað en við ætlum að taka lyftuna upp,“ sagði Koller brosandi, en Köln er í sex- tánda sæti af átján liðum í þýsku 1. deildarkeppninni. „Það er takmark okkar að halda sæti okkar ofarlega, þannig að við tökum ekki lyftuna nið- ur,“ sagði Koller.  KEVIN Kurany, landsliðsmiðherji Þýskalands, skoraði tvö mörk er Stuttgart lagði Freiburg að velli, 4:1. Stuttgart hefur ekki tapað leik í Þýskalandi, og er á toppnum eftir ellefu umferðir.  BÆJARAR máttu þola tap fyrir Schalke í Gelsenkirchen, 2:0. Það er greinilegt að meistarar Bayern er langt frá sínu besta. Þeir léku tíu mest allan leikinn, þar sem Thomas Linke fékk að sjá rauða spjaldið á 32. mín., fyrir að gefa Niels Oude Kamphuis olnbogaskot.  SEBASTIAN Deisler varð að fara af leikvelli – meiddur og er það áfall fyrir Bæjara.  ENN hitnar sætið undir Huub Stevens, þjálfara Herthu Berlín, eft- ir að liðið tapaði á útivelli fyrir Wolfsburg, 3:0. Argentínumaðurinn Diego Klimowicz skoraði tvö mörk.  DORTMUND komst í hann krapp- an gegn Hamborg á Westfallen leik- vangnum í Dortmund í gær. Gest- irnir komust í 2:0 eftir klukku- tímaleik en Dortmund náði að snúa leiknum sér í vil og sigra, 3:2. Jan Koller jafnaði metin með mörkum á 64. og 66. mínútu og Brasilíumaður- inn Ewerthon skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar.  SIR Alex Ferguson knattspyrnu- stjóri Manchester United gæti þurft að blæða fyrir ummæli sem hann við- hafði eftir að dómur féll í máli Arsen- al sem höfðað var gegn því eftir leik Manchester United og Arsenal í síð- asta mánuði. Ferguson var ekki sátt- ur við niðurstöðu dómsins og sagði að forráðamenn Arsenal hefðu örugglega gert samning við enska knattspyrnusambandið um niður- stöðuna. FÓLK Sara og Ragna á ferð í Búdapest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.