Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EIÐUR VERÐSKULDAR AÐ SPILA MEIRA / B3 Morgunblaðið/ÞÖK Haukar unnu nauman sigur á Vardar Skopje frá Makedóníu, 34:33, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á Ásvöllum í gær- kvöld. Hér má sjá Dalius Rasikevicius skora eitt af sjö mörkum sínum fyrir Hauka í leiknum. Hafnfirðingar þurfa nú líklega að ná jafntefli í síðari leik liðanna sem fer fram í Skopje til að halda áfram keppni í Evrópumótunum í vetur. Sjá nánar á B5. Nokkur lið hafa sett þrýsting áleikmenn sína, að þeir sleppi því að fara með landsliðinu til San Francisco í Bandaríkjunum, þar sem leikið verður gegn Mexíkó 19. nóv- ember. Ásgeir sagði að hann vissi að þjálf- arar hefðu rætt við leikmenn, til að óska eftir því að þeir færu ekki, þar sem þeir kæmu þreyttir til baka vegna tímamismunar. Lokeren, Charlton, Reading og Genk eru ekki áfjáð í að sínir menn fari, en það eru þeir Arnar Þór Viðarsson, Marel Baldvinsson, Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarsson, Hermann Hreið- arsson, Ívar Ingimarsson og Indriði Sigurðsson og þá vill Claudio Ran- ieri, knattspyrnustjóri Chelsea, ekki að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði landsliðsins, spili gegn Mexíkó. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að koma leikmönn- um tímanlega til Evrópu eftir lands- leikinn, sem fer fram á miðvikudags- kvöldi. Þeir leikmenn sem þurfa að leika með liðum sínum helgina eftir, fara frá San Francisco einum og hálf- um tíma eftir leikinn og verða komn- ir til London á fimmtudagskvöld, þannig að þeir fá góðan tíma til að jafna sig eftir ferðina,“ sagði Ásgeir. Knattspyrnusamband Íslands hef- ur sent Alþjóðaknattspyrnusam- bandinu, FIFA, fyrirspurn hvort sérsambönd hefðu ekki rétt á að fá landsliðsmenn sína lausa frá liðum sínum á alþjóðlegum leikdögum, sem FIFA og Knattspyrnusamband Evr- ópu, UEFA, hafa sett á. „Við bíðum eftir svarinu og ef það verður eins og við reiknum með, að við séum í rétti að fá leikmenn okkar lausa, verður gengið endanlega frá hvaða leik- menn verða í leikmannahópnum sem fer til Mexíkó,“ sagði Ásgeir. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að það verði farið með alla sterkustu leikmenn Íslands til San Francisco Það fær enginn frí frá leiknum gegn Mexíkó „ÉG sé ekki neinn tilgang í því að leika gegn eins sterku liði og Mexíkó er, ef við teflum ekki fram okkar sterkasta liði. Ég gef ekki neinum leikmanni frí frá þessu verkefni,“ sagði Ásgeir Sig- urvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.