Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Stefánsson skoraði 10 mörk í gær þegar Ciudad Real gerði jafntefli, 34:34, við Lemgo frá Þýskalandi á heima- velli í Meistaradeild Evrópu í handknatt- leik. Sex markanna skoraði hann úr víta- köstum. Liðin eru efst og jöfn í sínum riðli með 5 stig eftir þrjá leiki og eru nokkuð örugg með að komast í 16-liða úrslitin en þau hafa ekki verið í teljandi vandræðum með Zaporzhye frá Úkraínu og Convers- ano frá Ítalíu. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda og liðin voru með forystuna til skiptis. Ciudad Real komst í 15:12 og það var mesti munurinn í leiknum. Lemgo var yfir í hálfleik, 19:18. Entrerrios kom næstur á eftir Ólafi í markaskoruninni hjá Ciudad með 8 mörk og Talant Dujshebaev skoraði 4. Christan Schwarzer skoraði 10 mörk fyrir Lemgo, Florian Kehrmann 6 og Volker Zerbe 5. Tíu mörk Ólafs gegn Lemgo RÓBERT Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, var markahæstur hjá Århus GF í báðum leikjum liðsins við Boavista frá Portúgal í EHF-bikarnum í handknattleik um helgina. Leikirnir voru báðir leiknir í Ár- ósum og á laugardag skoraði Róbert 9 mörk þegar lið hans sigraði, 39:24. Í gær gerði hann síðan 8 mörk þegar Århus GF sigraði, 36:25. Þorvarður Tjörvi Ólafsson skoraði eitt mark fyrir danska liðið í hvorum leik. Danska liðið FC Köbenhavn átti enn greiðari leið áfram um helgina en liðið mætti HC Tbilisi frá Georgíu í tveimur leikjum í Kaupmannahöfn. Danirnir unnu fyrri leikinn 39:13 og þann síðar með hvorki meira né minna en 38 marka mun, 43:5. Róbert skoraði 17 mörk gegn Boavista Heimamenn voru skrefinu á und-an nánast allan tímann, en gestunum tókst alltaf að halda spennu í leiknum. Leikurinn var bráð- fjörugur og ágæt skemmtun, enda hafa leikir þessara liða verið hörkurimmur í gegnum tíðina. FH-ingar náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, og náðu góðum kafla sem skilaði þeim auðveldum mörkum úr hraðaupp- hlaupum. Stjarnan svaraði því hins vegar undir lok fyrri hálfleiks, þar sem Rússinn David Kekelija skoraði þrjú mörk í röð. Forysta FH var því aðeins eitt mark í hálfleik, 15:14. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt, FH-ingar með yfir- höndina en Stjörnumenn aldrei langt undan. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum kom þjálfarinn Sigurður Bjarnason inn á í lið Stjörnunnar. Var forskot heima- manna þá orðið fimm mörk, 22:17, en Sigurði tókst að hleypa lífi í leik sinna manna og tókst þeim að minnka muninn mest niður í eitt mark, 25:24. Á lokakaflanum misstu Stjörnumenn einbeitinguna og fóru að pirra sig á öllum hlutum. Leik- reyndir leikmenn FH nýttu sér það vel og kláruðu leikinn af öryggi. Úr- slit leiksins urðu 30:26 og mikilvæg stig í höfn hjá FH. Óhætt er að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir góða baráttu en þó gengu menn fullhart fram á köflum sem skilaði sér í þrettán brottvís- unum. Jóhannes Jóhannesson, varnarjaxl hjá Stjörnunni, var úti- lokaður frá leiknum þegar um sex mínútur lifðu af leiknum, eftir að hann missti stjórn á skapi sínu og braut klaufalega af sér. Liðin léku bæði 6-0 vörn allan tímann og gekk það misjafnlega, en þjálfarar lið- anna eru tæplega ánægðir með að fá á sig meira en 25 mörk. FH-ingar voru klókir þegar á reyndi og tókst að halda sér í bar- áttunni um að komast upp úr riðl- inum. Hornamennirnir Guðmundur Petersen og Hjörtur Hinriksson voru bestu menn liðsins og nýttu færin sín mjög vel. Arnar Péturson var sterkur í vörninni og Magnús Sigmundsson varði ágætlega í síðari hálfleik. Logi Geirsson var þeirra markahæstur eins og oft áður en var með slaka skotnýtingu. Í liði Stjörnunnar var markvörðurinn Jarek Kowal bestur og varði 18 skot, þar af eitt vítakast. Kekelija átti einnig góðan leik og skoraði úr öllum skotum sínum í leiknum. Vil- hjálmur Halldórsson er þeirra hættulegasti maður, en líkt og Logi þá virtist hann ekki alveg finna sig þrátt fyrir að vera markahæstur gestanna, og brenndi til að mynda af tveimur vítaköstum. Sigurður Bjarnason kom sterkur inn eins og áður segir, en annar þrautreyndur leikmaður, Gústaf Bjarnason, skil- aði hins vegar sáralitlu í þessum leik og hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir Stjörnumenn. Valsmenn betri á öllum sviðum Hið unga lið Aftureldingar hittisvo sannarlega fyrir ofjarla sína þegar Valsmenn heimsóttu þá í Mosfellsbæinn síð- degis í gær. Leik- menn Afturelding- ar, sem slógu FH- inga út í bikar- keppninni á fimmtudagskvöldið, áttu aldrei erindi í einbeitta leik- menn Vals sem voru betri á öllum sviðum, lokatölur 32:18, eftir að munurinn að loknum fyrri hálfleik var átta mörk, 13:5. Valsmenn sluppu með skrekkinn í fyrri leik liðanna í haust og ætluðu þeir greinilega ekki að láta Mosfell- inga sljóta sér skelk í bringu að þessu sinni. Leikurinn var í járnum fyrstu tíu mínúturnar, staðan 3:3. Eftir það var sem eitt lið væri á vell- inum. Valsmenn lokuðu vörninni, fengu að gera það sem þeim sýndist óáreittir í sókninni auk þess sem lukkudísirnar voru á þeirra bandi. Eftir það þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Síðari hálfleikurinn bar síðan keim af þeim yfirburðum sem Valsmenn náðu í fyrri hálfleik og einstefnan var algjör af hálfu Hlíð- arendapilta. „Við lékum góða vörn frá byrjun, markvarslan var fín og þannig náð- um við góðu forskoti. Leikmenn lögðu sig alla fram og voru stað- ráðnir í að gera sitt besta og það tókst,“ sagði Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Vals. „Við vissum að fenginni reynslu að við yrðum að leika vel til að vinna því Aftureld- ingar-liðið hefur staðið sig vel til þessa og við berum virðingu fyrir leikmönnum þess því þetta er ungt og afar efnilegt lið, þetta er fyrsti skellur liðsins á keppnistímabilinu. Í ljósi árangurs Aftureldingar til þessa vissum við að það þýddi ekk- ert annað en að koma af fullum krafti í leikinn og það tókst og þar með skildi leiðir,“ sagði Óskar. Fyrsti sigur Selfyssinga Þeir voru ekki margir sem reikn-uðu með því að leikur Breiða- bliks og Selfoss í suðurriðli undan- keppni Íslandsmóts karla í handknatt- leik myndi verða skráður í sögubæk- ur fyrir glæsileika. En þeir voru heldur ekki margir sem áttu von á þeim hörmungarleik sem liðin buðu uppá í Smáranum í gær. Leikurinn reis aldrei uppúr því hnoði og moði sem byrjendur í bolt- anum sýna á köflum. Gestirnir frá Selfossi sigruðu örugglega, 34:30, og fóru heim með stigin tvö, sem eru þau fyrstu sem liðið vinnur sér inn í vetur. Selfyssingar voru staðráðnir í að hefna tapsins á heimavelli fyrr í vet- ur og keyrðu upp hraðann í leiknum sem mest þeir máttu. Þeir skoruðu 12 af 19 mörkum sínum í fyrri hálf- leik úr hraðaupphlaupum. Blikarnir vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið en vonir þeirra og væntingar lágu fyrst og fremst í þeim slaka varn- arleik sem Selfyssingar buðu uppá og náðu að setja 13 mörk í fyrri hálf- leiknum. Eitthvað hefur Brynjar Freyr Stefánsson, þjálfari Breiðabliks, átt uppí erminni í leikhléinu því á fyrstu sjö mínútum seinni hálfleiks minnk- uðu Blikar muninn í 2 mörk, 19:21, og hleyptu örlítilli spennu í leikinn. Hún var þó fljót að fjara út, gest- irnir þurftu enda ekki mikið til að laga leik sinn og unnu 30:34 sigur sem fyrr segir. Stefán Guðmundsson lék best í liði Breiðabliks ásamt Birni Óla Guðmundssyni en hjá Selfyssingum lék Haraldur Þorvarðarsson best ásamt þeim nöfnum Ramunas Mikalonis og Kalendauska. Mikilvægur sigur FH gegn Stjörnunni FH-INGAR sigruðu nágranna sína í Stjörnunni, 30:26, í suðurriðli 1. deildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gær. Sigurinn var þeim mikilvægur til þess að halda sér í baráttunni um efstu sætin í riðl- inum. Að sama skapi missti Stjarnan af gullnu tækifæri til þess að skilja FH eftir í neðri hlutanum. Kristján Jónsson skrifar Ívar Benediktsson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Vignir Svavarsson, línumaður Hauka, brýst í gegnum vörn Varda Fram að tíundu mínútu var jafnt á meðliðum komið en síðan gekk allt á aft- urfótunum hjá Fram þegar níu af tíu sókn- um þeirra fóru í súginn. Víkingum hinsvegar efldust við hvert mark þar til for- skotið var 12:7. Þá tók þjálf- ari Fram leikhlé og setti í kjölfarið skyttur Víkinga, Bjarka Sigurðs- son og Tomas Kavolius, í stranga gæslu í sókninni auk þess að Héðinn Gilsson var sendur á vettvang til að treysta sóknarleik Fram. Það skilaði sér strax en ekki að fullu fyrr en í síðari hálfleik þegar Framarar jafna 17:17. Í stað þess að láta kné fylgja kviði virtust þeir bíða eftir að forystan færð- ist yfir til þeirra en með góðan baráttusigur í seilingarfjarlægð lögðu Víkingar allt í söl- urnar og ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Egidjusar Petkevicius í marki Fram hefði sigur Víkinga orðið stærri. „Við höfum einmitt verið að klúðra svona leikjum í vetur en það kom ekki til greina núna þótt þetta væri tæpt,“ sagði Andri Berg Haraldsson, skytta í Víkingi, sem átti góðan leik á laugardaginn. „Þeir tóku tvo úr umferð hjá okkur og það tók nokkurn tíma að finna lausn á því en svo var þetta bara barningur sem eftir lifði leiks. Það er alltaf svona erfitt á móti Fram, liðið gefst al upp. Við höfum alls ekki sýnt mikið af sem við getum því við höfum aldrei náð ur á strik í vetur en tókst þó að hafa sig þessum. Við erum eftir sem áður ekki í g stöðu svo við tökum einn leik fyrir í ein sjáum hvað það gefur okkur.“ Ásamt An átti Reynir Þór Reynisson markvörður an leik og Þresti Helgasyni tókst ágæt að halda uppi spili hjá Víkingum undir lo Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram, ómyrkur í máli eftir leikinn. „Við spilu gríðarlega illa og það má víst ekkert s um dómara, svo að ég sleppi því. Menn m ír spiluðu hvorki vörn né sókn eins og f var lagt. Í vörninni voru menn aðalle hliðar-saman-hliðar sporum og snertu v mótherja á meðan Víkingar voru í slags um,“ sagði Heimir eftir leikinn. „Við hö verið í vandræðum og söknum Björg Þórs og Hjálmars, sem gátu ekki verið og Héðinn hefur ekki getað æft á milli le vegna meiðsla svo að við ætluðum að h hann í sókninni en menn höndluðu það heldur spiluðu eins og krakkar og gáfu s leikinn í lokin.“ Egidijus, Héðinn og V mar Þórsson voru bestir hjá Fram en A Þór Sæþórsson og Jón Björgvin Pétur áttu góða spretti. Loks þraukuðu Víkingar til enda Stefán Stefánsson skrifar LOKS er Víkingum tókst að þrauka heilan leik fengu þeir það rækilega launa með góðum baráttusigri á Fram í Víkinni á laugardaginn, 24:23. Fram misst fyrir vikið af efsta sæti norður-riðils deildarinnar en siglir samt lygnan sjó á meðan allt verður að ganga upp hjá Víkingum til að þeir eigi möguleika á að komast í úrvalsdeildina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.