Vísir - 21.11.1980, Side 3

Vísir - 21.11.1980, Side 3
r- vism________ MJÓLKURFLUTNINGAR MRF M HJEKKA MJOIK- URVERBB UM 40 AUM? ,,Það eru engin vandræði og ómögulegt að verði nein vandræði,” sagði Gunnar Guðbjartsson þeg- ar Visir spurði hann hversu stór mjólkurvand- ræði Reykvikinga verða i vetur. ,,Það verður sjálfsagt að flytja rjóma að norðan, en hversu mikið ræðst af hver þróunin verður i framleiðsl- unni hér, iþað er ekki hægt að spá.” Föstudagur 21. nóvember 1980 RiOstelna Manneidis- lélags Islands: MatarDðrl og næringarUörf ungra barna Mannréttindafélag íslands gengst fyrir fundi um matarvenj- ur og næringarþörf ungra barna n.k. laugardag 22. nóvember og verður fundurinn haldinn kl. 14 i Lögbergi, húsi lagadeildar Há- skólans. Fimm framsöguerindi verða flutt, Jóna Sigurjónsdóttir for- maður dagmæðra i Reykjavik ræðir um viöhorf dagmæðra til mataræðis barna, Gyða Sigvalda- dóttir fóstra ræðir um félagslegt og menningarlegt gildi máltiða fyrir börn, Unnur Stefánsdóttir fóstra um áhrif uppeldis á matar- venjur barna, Gunnar Biering læknir talar um ókosti einhæfs mataræðis og Helga Hreinsdóttir næringarfræðingur talar um nær- ingarþörf barna. gk — Gunnar var spurður hvort eft- ir honum hefði verið haft i sjón- varpsfréttum að flytja þyrfti 4-5 milljónir lftra mjólkur að norð- an. ,,Nei, það var ekki haft eftir mér, það eru sjálfsagt einhverj- ar spár, sem eru á kreiki manna á meðal, sem ekki eru byggðar á neinum staðreyndum, en það er augljóst mál að það þarf að flytja talsvert magn af rjóma.” Þá var Gunnar spurður hver kostaði flutningana að norðan. „bað er sérstakur flutninga- sjóður, sem var stofnaöur fyrir 5 árum og er myndaður með þvi að taka 20 aura af hverjum seld- um mjólkurlitra og stendur undir kostnaði á mjólkurflutn- ingum milli sölusvæða.” — Hvað er hann sterkur? „Hann er veikur eins og er, það þarf að auka fjármagn hans.” Gunnar sagði að sjóðgjaldið þyrftiað hækka um 30-40 aura á lltra og sú hækkun yrði að koma fram sem hærra mjólkurverð. Þangað til það fengist myndi Framleiðsluráð landbúnaðarins leggja flutningskostnaðinn fram. Hákon Sigurgrimsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, sagði Visi að Mjólkur- samsalan hefði gert áætlun um að ef samdráttur i mjólkur framleiðslu yrði 10%, þyrfti að flytja 162 þúsund litra að norð- an, af mjólk, og 328 þúsund litra af rjóma. Yrði samdrátturinn hins vegar 15%, þarf að flytja um eina milljón litra af mjólk. Aðspurður um horfurnar, taldi Hákon liklegt að samdrátt- urinn mundi jafna sig upp með að verða um 10%. s.V. örfáum klukkustundum eftir að Gunnar Guðbjartsson for- maður Framleiðsluráðs land- búnaðarins sagöi Visi að ekki væri hægt að spá um hversu mikið af rjóma þyrfti að flytja að norðan, sendi ráöið frá sér fréttatilkynningu þar sem segir m.a. að ílytja þurfi 50-60 þúsund litra af rjóma að norðan i des- ember. Þar segir einnig að þaö sé svipað magn og flutt hefur verið til Reykjavikur á þessum árstima að meöaltali siðustu 12 ár. Þá er þvi bætt við að verði veöur og samgöngur með eðli- legum hætti, verði öllum þörf- um markaðarins fullnægt. SV „Mallaus og heyrnarlaus” - sagðl Nlatthías Bjarnason um rlklssljörnina Stjórnarandstæðingar gerðu harða hrið að rikisstjórninni i umræðum á alþingi i fyrradag og kröfðust upplýsinga um efna- hagsráöstafanir þær, sem stjórn- in hefur boðað. Sérstaklega var lagst að Tómasi Arnasyni við- skiptaráðherra aö útskýra um- mæli sin um frestun á launaverð- bótum um næstu mánaðamót. Rikisstjórnin sat þó sem fastast og Matthias Bjarnason kvaö hana bæði „mállausa og heyrnarlausa” Gunnar Thoroddsen forsætis- ráöherra endurtók fyrri um- mæli sin um að verðbólgan væri á niðurleið, og Tómas Arnason við- skiptaráðherra svaraði þvi til að hannhefði nú semJður mælt með samræmdum aðgeíöum þar sem skoriö væri á vexti, fiskverð, verðlag og launaverðbætur sam- timis. Yfirlýsinga væri að vænta frá rikisstjórninni, þegar málið hefði verið endanlegt i rikis- stjórninni. Þaö hefur ekki mikið veriö skrifaö um islensku kvennasveitina I skák sem keppir á Olympiumótinu á Möltu á næstunni. Karlasveitin hefur haft algjöran forgang f fjölmiöium en kvennasveitin er samt sem áöur talin vera sú sterkasta sem viö höfum getað komiö saman. Sveitina skipa, taliö frá vinstri á myndinni: Ásiaug Kristinsdóttir, Birna Norö- dahl, óiöf Þráinsdóttir og Sigurlaug Friðþjófsdóttir. Bætur almannatrygg- inga hækka um 9.52% Bætur almannatryggina hækka um 9,52% frá og með 1. desember næstkomandi. Eru þær hækkaðar til sæmræmis við hækkun kaup- gjaldsvisitölu, að þvi segir i frétt frá heilbrigöis- og tryggingar- málaráðuneytinu. Að þessari hækkun meötalinni hafa bætur al- n.annatrygginga hækkað samtals um 53,72% á árinu og tekjutrygg- ing hefur hækkað um 63.64% á sama tima. — JSS TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í ÍSLENSK ÍSLENSK FYRIRTÆKI1980 er uppseld. íslensk fyrirtæki 1981 er væntanleg í ársbyrj- un 1981. Hafið samband og pantið ítarlega skráningu fyrir fyrirtæki yðar og aug- lýsingu í Vöru- og þjónustuskrá/Út- fiutningsskrá/Dagbók/skipaskrá eða á þínum stað. ÍSLENZK FYRIRTÆKI Frjálst framtak hf., Ármúla 18, símar 82300 og 82302 FYRIRTÆKI Eina uppsláttarritið um íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir Hver er hvað? í bókinni verður að þessu sinni kynnt nýjung, skrá yfir leiðandi aðila í viðskipta- athafna- og þjóðlífi og helstu starfs- menn fyrirtækja og félaga. Hver selur hvað? I vöru- og þjónustuskrá er skrá-yfir 1500 vöruflokka og hver selur hvað og hver framleiðir hvað. ítarlegustu upplýs- ingar sem til eru á einum stað. Umboðaskrá. í bókinni er yfirgripsmesta umboðaskrá sem gerð hefur verið hingað til yfir erlend og innlend merki og umboð. Skipaskrá. Fyrsta skipaskráin með við- skiptalegum upplýsingum um útgerðaraðila allra skipa og báta á íslandi niður að 12 tonn- um, nafnnúmer þeirra og hvar er hægt að ná í þá. Fyrirtækjaskrá. Gefur upplýsingar um öll starfandi fyrirtæki á landinu, nafn, heimils- fang, síma, nafnnúmer, söluskattsnúmer, tel- ex, stjóm, stjómendur, helztu starfsmenn, starfsmannafjölda, starfssvið, tegund rekst- urs, viðskiptabanka ásamt margvíslegum öðmm upplýsingum. Iceland to-day. Viðskiptalegar upplýsingar á ensku um fsland í dag. Útflytjendaskrá gef- 'ur uppýsingar um útflutningsvörur og útflytj- endur. Dagbók með erlendum sýningum. í dagbók er skrá yfir kaupstefnur og sýningar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.