Vísir - 21.11.1980, Síða 9
Föstudagur 21. nóvember 1980
9
VÍSIR
rrf TYýjnm lVSlnim
Heimkynni við sjó eftir
Hannes Pétursson.
lít er komin ný ljóðabók eftir
Hannes Pétursson. Nefnist hún
Heimkynni við sjóog geymir sex-
tiu tölusett ljóð. Útgefandi er Ið-
unn. Þetta er fyrsta ljóðasafn
Hannesar i niu ár, eða frá þvi að
Rimblöð komu út 1971. Fyrir
þremur árum kom heildarútgáfa
á ljóðum Hannesar, Kvæðasafn
1951-1976.
„Skáldið leitast við að lýsa með
persónulegum hætti skynjun lifs
og heims, finna sér stað i heim-
kynni við sjó þar sem stórmerk-
ii> birtast i hversdagsleikanum: i
fjöru, á grænum grundum, hjá
tjörmjm.ilitbrigðum landsins um
ársins hring. Þetta er fágætlega
vandaður og sannur skáldskapur,
jafnt að innviðum sem ytra
búnaöi. Ef til vill hefur orðlist
Hannesar Péturssonar aldrei
verið fágaðri en hér”.
Heimkynni við sjó er 70 blað-
siðna bók. Oddi prentaði. Ljós-
mynd á bókarkápu tók Haukur
Hannesson.
Bernska min í Rúss-
landi.
Tatarakonan Guysel Anrárik
(fædd 1942) rekur i þessari bók
bernskuminningar sinar. Hún ólst
upp i Moskvu við mikla fátækt og
erfiðleika og virðist sömu sögu að
segja um flesta af hennar ætt-
flokki i Sovétrikjunum. Sultur,
sjúkdómar og strangleiki i upp-
eldi setja mark sitt á bernsku
hennar en samt sem áður rætist
úr fyrir henni. Fyrir heppni kynn-
ist hún málara nokkrum, sem
strax kemur auga á listræna
hæfileika hennar, vekur hjá henni
áhuga á menningu og listum og
kennir henni að mála. Bernsku-
sögunni lýkur þegar hún er orðin
sjálfstæður listmálari.
Svo giftist hún rithöfundinum
Andrej Amalrik sem gerðist and-
ófsmaður gegn stjórninni. Hún
deilir örlögum með honum m.a. I
útlegð i Siberiu og segir frá þvi I
viðbæti við bókina.
Þau Amalrikhjónin eru nú i
hópi sovéskra útlaga á Vestur-
löndum.
Bergur Björnsson er þýðandi
bókarinnar. Hún er 143 bls. að
stærð gefin út sem pappirskilja.
Ljóstollur eftir ólaf
Gunnarsson.
Út er komin skáldsagan Ljós-
tollur eftir Ólaf Gunnarsson. Ið-
unngefur út. Þetta er fjórða bók
höfundar.
Ljóstollur er samtiðarsaga úr
Reykjavik. Sögumaður er ungur
piltur, Stefán að nafni og lýsir
sagan reynslu hans i fjölskyldulifi
og á vinnustað.
Ljóstollur er i þrjátiu köflum,
148 biaðsiður að stærð. A kápu er
myndin Leikir furstans eftir Al-
freð Flóka.Steinholt hf. prentaði.
Striðandi öfl
Striðandi öfl er ný skáldsaga
eftir Stefán Júliusson sem er ný-
komin á markaðinn.
Skiptist sagan i meginkafla.
Nefnist sá fyrri: Lifsins kyngi
kallar og hinn siðari: Kolbitarnir
risa. Hefst sagan 1925 og er hún
sögð af sextugum manni sem rifj-
arupp fortiðsina. Hann þarf jafn-
framt að bregðast við gangi lifs-
ins i nútiðinni.
Bókin Striðandi öfler sett, um-
brotin og prentuð i Prentstofu G.
Benediktssonar en bundin i
Arnarfelli hf. Káputeikningu
gerði Bjarni D. Jónsson. Út-
gefendur Orn og Orlygur.
Kvennaklósettið
Iðunn hefur gefið út i islenskri
þýðingu hina viðkunnu skáldsögu
Kvennaklósettið (The Women’s
Room) eftir bandariska höfund-
inn Marilyn French. Elisabet
Gunnarsdóttir þýddi. Saga þessi
kom fyrst út i Bandarikjunum
1977. Hefur hún siðan verið þýdd á
fjölmörg tungumál og hvarvetna
vakið mikla athygli og umræður,
jafnt meðal karla sem kvenna.
Kvennaklósettið skiptist i sex
mislanga hluta. Hún er 458 blað-
siður meö drjúgu lesmáli. Prent-
rún sf. prentaði.
BRIAN CAU.ISON
sprengJu
SKIPiD
spennuhöfundurinn«dag“
AKlST.vm MACI-liAk "
, ’^fíOUNNJ
Sprengjuskipið
Iðunn hefur gefið út söguna
Sprengjuskipið eftir breska höf-
undinn Brian Callison. — Brian
Callison sækir jafnan efnivið i
bækur sinar til striðsins og lýsa
sögur hans einkum hernaðarað-
gerðum á sjó. Þessi saga segir frá
flutningi á vetnissprengju með
skipi og gerast afar spennu-
þrungnir atburðir i þvi sambandi.
Sprengjuskipið er þýtt af
Andrési Kristjánssyni. Bókin er
205 blaðsiður. Prentrún prentaði.
Stöðugt I lifshættu
I þessari nýju bók sinni fer
Gavin Lyall á kostum. Hér er allt
á fullri ferð. Æsispennandi og
ógnvekjandi atburðir fylla siður
bókarinnar.
Umsagnir um Gavin Lyall og
bækur hans:
„Gavin Lyall er sannkallaður
meistari fullkominnar rittækni og
heldur lesendum sinum i stöðugri
spennu og eftirvæntingu”.
Liverpool Daily post.
„Ein besta skemmtiskáldsaga
ársins”.
Daily Herald.
„Bækur eins spennandi og þessi
eru sjaldgæfar”.
The Daily Telegraph.
„Miskunnarlaus og gripandi...
frábær ritleikni”.
New York Times.
„Látið mig vita þegar út kemur
skáldsaga sem er meira spenn-
andi en þessi”.
P.G. Woodhouse.
Skúli Jensson þýddi bókina sem
er 203 bls. Hún er prentuð i Prent-
verki Akraness hf. og bundin i
Bókfelli hf útgefandi er Hörpuút-
gáfan.
Er jafnari kosningaréttur
lykill aö betri lífskjörum?
Stjórnarskrámefnd sú sem
tilnefnd var skv. þingsályktun i
maf 1978 hefur skilað áfanga-
skýrslu. 1 henni er ýmislegt að
finna varðandi endurskoðun
stjdrnarskrárinnar, en varla
verður sagt, aö skýrslan sé sú
álitsgerö eða hafi að geyma þær
ákveðnu tillögur, sem nefndinni
var falið að skila innan tveggja
ára eins og segir I ályktun
Alþingis. 1 lok ályktunarinnar
frá 1978 er tekið fram, að nefnd-
in skuli sérstaklega taka fyrir
kjördæmaskipun, kosninga-
ákvæði og starfshætti Alþingis.
Valdið er hjá
þjóðinni,
en ekki hjá landinu
Langflestir landsmenn biða
með óþreyju eftir þvi að Alþingi
breyti núverandi kjördæma-
skipan eða kosningatilhögun i
þá átt að jafna atkvæðisrétt
manna i landinu. Kjördæmis-
breytingar hafa veriö tiðar
siðan Islendingar tóku stjóm-
mál þjóðarinnar i eigin hendur
Allar breytingar sem gerðar
hafa verið á þessari öld hafa
miðað að þvi að jafna atkvæðis-
réttinn, þótt jafnframt hafi ver-
ið hugað aö öðrum merkum atr-
iöum. Kosningarétturinn er
hluti af mannréttindum og hon-
um á að beita til að leiðrétta
mismunandi stöðu vegna búsetu
og annarra félagslegra þátta.
A þetta sjónarmið fallast
flestiri dag, þótt menn greini á,
hve langt i átt til jöfnunar eigi
að ganga. Búseturöskunin sem
hér hefur átt sér stað undan-
farna áratugi hefur aftur og aft-
ur gert það að verkum að endur-
skoða hefur þurft kjördæma-
skipunina og sú breyting, sem
nú verður gerð, er ekki endan-
leg, ef að líkum lætur Við slikar
breytingar koma stundum upp
viðkvæm mál einkum þegar heil
byggðarlög telja sig afskipt i
þessum efnum. En við verðum
að hafa hugfast að það er þjóðin
sem hefur kosningaréttinn, en
ekki landið. Þessa hugsun orð-
aði Ólafur Thors þannig:
„Þungamiðja valdsins hlýtur að
flytjast til með fólkinu sjálfu”.
Jöfnun kosninga-
réttar er stærsta
iðnþróunarmálið
Umræður um kosningarétt og
kjördæmaskipan snúast venju-
lega nær einvörðungu um það,
hvort einn hafi meiri rétt en
neðanmáls
Friðrik Sophusson
alþingismaður skrifar
hér um þörfina á jöfnun
kosningaréttar meðal
landsmanna og bendir
meðal annars á að
breyting á kosningatil-
högun og kjördæma-
skipan geti ef til vill
verið stærsta iðnþró-
unarmálið.
annar. Minni gaumur er þvi gef-
inn, hvað I raun og veru gerist I
atvinnu- og efnahagsmálum,
þegar kjördæmaskipunin
verður Urelt og kosningaréttur-
inn margfaldlega misjafn eftir
búsetu. Þá hættir Alþingi aö
vera spegilmynd af þjóðarhags-
munum eins og þeir eru hverju
sinni — heldur eins og þeir voru
fyrir löngu siðan. Meirihluti
þingmanna ber eðlilega hag
hefðbundnu atvinnugreinanna
sérstaklega fyrir brjósti, vegna
þess að þar þekkja þeir best til.
Sjávarútvegur og landbúnaður
eiga öfluga talsmenn á þingi —
ogþað berað lofa en ekki lasta.
Hins vegar eiga nýjar atvinnu-
greinar og framtiðartækifæri
erfiðar uppdráttar og minni
skilningi að mæta. Breyting á
kosningatilhögun og kjördæma-
skipan er þvl ef til vill stærsta
iðnþróunarmálið.
Þetta er ekki sagt þingmönn-
um til hnjóðs. Þeir eru að sjálf-
sögðu velviljaðir. En eins og
allir vita eru atkvæðin súrefni
stjórnmálamannanna. An
þeirra lifa þingmenn ekki af i
^stjórnmálabaráttunni. Vægi at-
Kvæðanna er mest í strjál-
býlinu, þar sem sjávarUtvegur
og landbUnaður eru nánast einu
atvinnugreinarnar. Sú stað-
reynd gerir sitt til að viðhalda
þvi sem erá kostnað þess, sem
koma skal.
Af þessu sést að jöfnun kosn-
ingaréttar er ekki aðeins einfalt
mannréttindamál heldur einnig
lykillinn að þeim þróunarmögu-
leikum, sem við verðum aö
nýta. Gifurlegur landflótti og
sifellt lakari lifskjöreru áminn-
ing um, að nauðsynlegt sé að
leita nýrra, arðgæfra tækifæra,
sem stöðvalandflóttann og bæta
lifskjörin. SjávarUtvegur og
landbUnaður halda að sjálf-
sögöu áfram að vera undirstöðu
atvinnugreinar. En fleiri skut-
togarar og meiri landbUnaðar-
framleiðsla eru ekki réttu svör-
in i stöðunni.
Við verðum að snUa okkur að
frekari nýtingu orkulinda og
nýjum iðnaðartækifærum, svo
að mögulegt verði að bæta lifs-
kjörin i þessu landi. Kjördæma-
breyting og jöfnun kosninga-
réttar getur verið óhjákvæmi-
legur undanfari slikrar hugar-
farsbreytingar. Um þetta snýst
kjördæmamálið öðrum þraeði.
Þess vegna er beöiö eftir
árangri af starfi stjórnarskrár-
nefndar.
Friðrik Sophusson, alþm.
I