Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 6
6 VtSIR Laugardagur 20. desember 1980 DULARFUL Brennur hafa löngum þótt hagkvæm aðferð til þess að koma fólki fyrir kattamef. Menn brenndu gjarnan ofan af andstæðingum sinum og þá með ef tækifæri gafst. í styr jöldum hafa borgir og byggðar- lög verið eydd með eldi. Þessar brennur flokkast að sjálfsögðu undir ólöglegt athæfi en aftökur manna á báli hafa þó i eina tið talist góðar og gildar. í Evrópu ber auðvitað hæst spánska rannsóknarréttinn og galdrabrennuraar, þar sem gifurlegur fjöldi fólks lét lifið i eldi og ekki var lögð veruleg áhersla á að láta aftökuna ganga fljótt fyrir sig. Smátt og smátt lagðist þessi siður af og brennur lifandi fólks urðu fátiðar. Þvi kemur það mjög á óvart að á undanföraum árum hefur brennur manna æ oftar borið á góma i fréttum fjölmiðla. Fram- kvæmd brennanna er þó oftast með nokkuð öðrum hætti en áður var. Hér er um að ræða sjálfseyðingu þ.e. fórnarlambið brennir sig sjálft til bana og notar i flestum tilfellum til þess bensín. Þetta verður að kallast einkennileg öfugþróun þó svo hún sé e.t.v. að einhverju leyti tákn vorra tima. Aftaka með eldi sem fóraarlömb fyrri tima óttuðust öðrum dauðdögum frekar er nú framkvæmd af fórnarlömbunum sjálfum. Vist verður að taka tillit til þess að bálfarar fyrri tima höfðu ekki bensin við hendina til þess að flýta fyrir athöfninni né heldur nutu þeir ágætrar að- stoðar fjölmiðla til útbreiðslu fréttarinnar af dáðinni eða ódæðinu og var það alit til þess að gera athöfnina litt áhugaverða. Hann fór fyrst til Marie-France en gat lítið annað gert en virða hana fyrir sér og þó varla það þvi hún var vafin sáraumbúðum ;frá hvirfli til ilja,sem voru baðaðar i vökva. Augu konunnar voru opin og þóttist lögreglumaðurinn geta lesið úr þeim ómælda skelfingu og kvöl. útilokað var að ná sam- bandi við hana. Hjúkrunarkonan sem annaðist Marie-France sagði að hún veinaði og styndi af og til en ekkert skiljanlegt orð hefði enn komið yfir varir hennar. Lögreglumaðurinn hafði varla jafnað sig eftir hina óhugnanlegu sjón þegar hann skömmu siðar gekk inn i sjúkrastofuna þar sem Marcel Gerard lá. Frásögn eiginmannsins Það var nokkrum erfiðleikum bundið að taka skýrslu af eigin- manninum. Hvað eftir annað varð lögreglumaðurinn að gera hlé á spurningum sinum vegna þess að Marcel brast i grát. Hann hafði eftir þvi sem best varð séð verið mjög hrifinn af eiginkonu sinni og þegar honum hafði verið tilkynnt að þrátt fyrir hetjulega tilraun hans til þess að bjarga lifi konu sinnar, þá yrði henni ekki lifs auðið, var eins og honum væri öllum lokið. Hann sagði lögreglumanninum að þau hjónin hefðu verið mjög samrýmd og i alla staði farið mjög vel á með þeim. Aðeins eitt hefði náð að skyggja á hjóna- bandssæluna en það var að henni hefði verið ómögulegt að fá full- nægingu þegar þau hjónin hefðu haft samfarir. Henni hefði fundist hún vera minni kona fyrir vikið. Hún hefði lagst i þunglyndi af þessum sökum og það jafnvel gengið svo langt að hún hefði haft orb,á þvi að fremja sjálfsmorð. Gerard bætti þvi við að þó svo aþ þau hefðu verið gift i 9 ár hefðu þáu ekki átt nein börn cg heíðu þau kúmið sér saman um að láta það biða þar sem þau hefðu hrein- lega ekki haft efni á þvi að ala upp börn. Þaðhefði að öllum likindum verið misráðið hjá þeim, þvi hefðu þau átt börn hefðu þau trú- lega getað dreift áhyggjum Marie-France og þessi voðalegi atburður e.t.v. aldrei átt sér stáð. Lögreglumaðurinn spurði nú hvort Marie-France hefði oft haft orð á þvi að fyrirfara sér. „Alveg frá þvi á brúðkaups- nóttina” svaraði Gerard. Þetta fannst lögreglumanninum ein- kennilegt svar og vildi fá nánari útskýringu. „Hún talaði að visu ekki beint um sjálfsmorð” sagði þá Gerard ,,en hún sagðist hafa átt ham- ingjusnauða æsku og nú kæmi i ljós að hún gæti ekki heldur lifað Sú sjálfseyðingarathöfn sem hér veröur fjallað um virðist ekki hafá verið framkvæmd af neinni köllun eða i nafni neins sérstaks málstaðar. Eingöngu ósk um að fá að yfirgefa þennan táradal. Það að brottfararstundin yrði svo langdregin og kvalafull virðist ekki hafa hvarflað að fórnar- lambinu. Ekki var samt hægt að halda þvi fram að hin þrituga Marie-France Gerard væri heimsk kona. Hún hafði að visu verið óhamingjusöm i æsku. Kom frá barnmargri fjölskyldu og þurfti snemma að taka þátt i að vinna fyrir heimilinu og átti þvi stutta skólagöngu. Hvað sem liður öllumwanga/ veltum um ástæðurnarwar þib samt staðreynd að á gjörgæslu^ deifdinni i Lovertal sjúkrahúsinu i Charleroi i Belgiu lá Marie-France nú og liktist meir sviðnum viðarbút en þeirri lag- legu ungu konu sem hún hafði verið. Eiginmaður hennar Marcel Gerard sem hafði brennst illa við björgun konu sinnar lá á annarri stofu i sama sjúkrahúsi. Þvi miður er það nú einu sinni svo aðsum slysatilfelli eru svo al- varleg að jafnvel fullkomustu sjúkrahús geta ekki orðið að nokkru liði. Svo var i slysi Marie-France. Þvi hringdi yfir- læknir gjörgæsludeildarinnar til aðalstöðva lögreglunnar i Char- leroi og tilkynnti að konan ætti i mesta lagi tvo sólarhringa eftir ólifaða. Hún hefði hlotið alvar- legan þriðjugráðu bruna um allan likamann. Lögregluforinginn vildi fá upp- lýsingar um hvort hér væri um sjálfsmorðstilraun að ræða og hvort tekin hefði verið skýrsla af konunni. Læknirinn sagði honum að konan hefði verið með- vitundarlaus þegar komið hefði verið með hana og hún hefði ekki enn komist til meðvitundar. Hún væri undir áhrifum mjög sterkra deyfilyfja,svo sterkra að likurnar á þvi aö fá nokkrar upplýsingar væru mjög takmarkaðar. Ef að dregiö yrði úr deyfingunni myndi sjúklingurinn varla gera annað en æpa af kvölum. Hún væri meira að segja mjög kvalin nú þrátt fyrir deyfinguna. Sjálfsmorðsyfirlýsingin var þvi eingöngu studd frásögn eigin- mannsins og lögregluforinginn vildi fá að vita hversu illa hann væri haldinn. Læknirinn sagði hann vera illa brenndan og yrði hann aö dveljast að minnsta kosti eina viku á spitalanum. Lögreglumaöur var nú sendur til sjúkrahússins til að freista þess að yfirheyra málsaðila. Marcel Gerard brenndist illa þegar hann að eigin sögn reyndi að forða konu sinni undan eldinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.