Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. desember 1980 r....... vísnt STRIÐIÐ SEM VANNST - Um Lofl Guttormsson rika g Maður hét Loftur Guttorms- . son, nefndur hinn riki. Hann var | uppi um aldamótin 1400, kominn . af ættSkarðsverja,og varsú ætt merk og auöug. Svo sýnist sem . Loftur hafi erft mestallan auð ■ ættarinnar eftir Svartadauða, ■ og fékk hann þá fljótlega sitt ■ viðurnefni. Var Loftur Gutt- ormsson einn auðugasti og valdamesti maður á landi hér um skeið, og hann var t.d. hirð- stjóri á þriðja tugi fimmtándu aldar. Hann mun ekki hafa búið lengi að Skarði á Skarðs- I strönd, höfuðbóli ættar sinnar, heldur fyrir norðan. 1 fornum skjölum segir, að Möðruvellir i Eyjafirði hafi verið „hof- garður” hans og við það merka setur er hann venjulega kenndur. Völd og auður, - þetta, sem margir sækjast nú hvað mest eftir á landi hér, eru ekki til þess fallin að varðveita minningu nokkurs manns. Það sýnir _ sagan af Lofti, ekki hvað sizt nú, | er stundir margar hafa liðið fram. Valdsmaðurinn er dauður ■ og bein auðmannsins liggja gleymd i mold. Þeir hafa báðir farið veg allrar veraldar. En I hvers vegna er Loftur Gutt- ormsson ekki gleymdur? Það er af þvi að hann var breyzkur maður og hugsjúkur og festi á blöð það, sem lengst lifir alls, skáldskap. Hann festi á blöð sitt hugarstrið. — Það er skáldið sem lifir. Kristin hét kona, Oddsdóttir. Var faðir hennar lögmaður. Með Kristinu þessari bjó Loftur um árabil og átti með henni a.m.k. þrjá sonu. Telja sumar heimildir, að það muni hafa verið vestur á Skarði, sem þau bjuggu, aðrar tengja sambúð þeirra Möðruvöllum. Hvort heldur var, skiptir ekki máli. En Loftur kvæntist aldrei Kristinu. Hún er ýmist nefnd frilla hans eða unnusta. Er þau skildu samvistum, mun Loftur hafa farið utan og dvalist þar um hrið, en er hann kom heim aftur, var Kristin gift öðrum manni, og skömmu þar á eftir kvæntist Loftur annarri konu. Eftir þetta mun Loftur hafa tekið að heyja hið erfiðasta af öllum striðum, hugarstriðið. Hann tregar Kristinu alla ævi og yrkir til hennar 100 visur „með allra handa bragarhætti, skulu vera tiutigi, og fannst i treyju- ermi hans, þá hann var dauður”. Þannig segist einum fræðimanni frá er kominn var af Lofti i 7. lið. Af visúnum 100 eru nú ýmsar týndar, aðrar ef til vill afbak- aðar, en þó eru nú til um 90 þeirra, og eru bragarhættirnir um það bil jafnmargir. Hátta- lykill er kvæðið kallað. í einni visunni lýsir Loftur eflaust Kristinu, en um hana er afar- litið vitaö annað en það, sem lesa má af ljóðum Lofts. „Fyrstan vil ég kjörinn kost kjósa, að hafi min drós. Hærð sé vel og hagorð, hyggin og ráðdygg , dægilega miðmjó, menntuð best og fagrhent, fótsmá og vel virt, væneygð og örkæn”. Þessi visa er snilld en betur gerði Loftur er hann hafði misst Kristinu. Þá fyrst lyftir hann sér til flugs. Þá fyrst kemst hann i röð beztu skálda er hann rimar sitt hugarstrið. Bilar ganga fyrir bensini, hrærivélar fyrir rafmagni, kaf- bátar fyrir kjarnorku, en skáld- in ganga fyrir trega. „Hljóör er ég hvert kvöld siðan hrund, að við skildum fundi, gullbaug, grimur allar gefn drepr fyr mér svefni, þvi veldur minu meini margt að kemur i hjarta, spöngin gulls muna ganga grátin svefns i bátinn”. Visurnar eru nær allar fullar af trega og eftirsjá. „Mitt er eigi mein stutt misst hefi ég falds rist”, stendur i einni. í annarri segir: „Haukur fékk harms inni hugar i borg minni”. Ein visan hefst svo: „Mér er æ fyrir augum eðla drósin ljósa”. og önnur þannig: „Mér er æ fyrir augum itrust brúðrin hvita” Þá skal geta þeirrar visu, sem kunnust er og ætið mun lifa. Hún mun liklega vera ort áður en Loftur fór utan og þá hafa ein- hverjir þeir meinbugir verið komnir i ljós á sambúð þeirra Kristinar, að ekki yrðu burtu felldir, en hverjir meinbugir þessir hafa verið geta heimildir ekklen skyldleiki hefur ef til vill þótt of mikill á þessari tið. Get ég látið mér i hug koma, að visan sé beinlinis ort á sið- asta samfundi þeirra: „Kyssumst, kæran/vissa kemr ein stund sú, er meinar, sjáum við aldrei siðan sól af einum hóli. Meinsemdir eru mundar minir frændr og þinir. öllum gangi þeim illa, sem okkur vilja skilja. En svo fór sem fór, og Loftur riki Guttormsson, einn auöug- asti og voldugasti maður sinnar samtiðar, sat við öllum stund- um og rimaði sina sorg. Sá, sem trúir varlega, að hann hafi ort öllum stundum, ætti að lita i Háttalykil. Slikar visur, sem þar eru, yrkir enginn á skammri stund. Einhvern tima hlýtur is- lenskur rithöfundur að skrifa sögu um ástir og lif þeirra Lofts og Kristinar. Þar biður gott efni sins tima. Visur þessar og hin afaróljósa ástarsaga eiga erindi til allra karla og kvenna, sem unna ljóð- um og þekkja mannlegan trega af eigin raun. Getum við ekki öll sagt um ástina, sem við áttum: „Sjáum við aldrei siöan sól af einum hóli”? Sagan um ást þeirra Lofts og Kristinar er hugljúf og heillandi enn i dag, þvi að hún er ljúfum trega blandin — og upp af spratt ódauðlegt. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Skemrnuvegi 36 Kóp. Simi 73055 Frank Ponzi tsland á 18. öld lsland á 18. öld er listaverkabók með gömlum lslandsmyndum. Þær eru allar úr tveímur visindaleiööngrum sem hingaö voru farnir frá Bretlandi á 18. öld — leiöangri Banks 1772 og leiöangri Stanleys 1789. Flestar þessara mynda eru nú i fyrsta sinn prentaöar beint eftir frummyndunum. Sumar hafa aldrei birst áöur i neinni bók. Þessar gömlu lslandsmyndir eru merkileg listaverk. En þær eru einnig ómetanleg- ar heimildir um löngu horfna tið.sem risljóslifandi uppaf siöum bókarinnar. Frank Ponzi listfræðingur hefur haft allan veg og vanda af bókinni og ritar formála um þessa tvo lslandsleiðangra og þá listamenn sem myndirnar geröu. Dags hriðar spor Leikrit — Valgarður Egilsson Dags hriöar spor er fyrsta skáldverk Valgarðs sem birtist á prenti og er gefið út samhliða þvi aö verkið er tekið til sýningar i Þjóöleikhúsinu. Helgi fer i göngur Svend Otto S. Svend Otto S. er viökunnur danskur teiknari og barnabókahöfundur. Siöastliöiö sumar dvaldist Svend Otto S. um tima á íslandi og birtist nú sú barnabók sem til varö i þeirri ferö. Nýjasta bók Grahams Greens Sprengjuveislan eða Dr. Fisher i Genf Dr. Fisher er kaldhæðinn og tilfinningalaus margmilljónari. Mestá lifsyndi hans er að auðmýkja hina auðugu „vini” slna. Hann býður þeim reglulega i glæsilegar veislur og þar skemmtir hann sér við að hæða þá og niðurlægja. islenskt orðtakasafn 2. bindi eftir Halldór Halldórsson. önnur útgáfa aukin 1 ritinu er að finna meginhluta islenskra orðtaka, frá gömium tima og nýjum, og er ferill þeirra rak- inn til upprunalegrar merkingar. Islenskt orðtaka- safn er ómissandi uppsláttarrit. Ný skáldsaga eftir Jón Dan Stjörnuglópar Jón Dan er sérstæöur höfundur og alltaf nýr. Nú verður honum sagnaminnið um vitringana þrjá að viðfangsefni — fært i islenskt umhverfi bænda og sjómanna á Suðurnesjum. Jónas Hallgrimsson og Fjölnir eftir Vilhjálm t>. Gislason Ýtarlegasta ævisaga Jónasar Hallgrimssonar sem viö hingaö til höfum eignast. Sýnir skáldiö i nýju og miklu skýrara ljósi en viö höfum átt aö venjast. Liðsforingjanum berst aldrei bréf skáldsaga eftir Gabriel Garcia Marques í þýöingu Guöbergs Bergssonar. Liösforinginn hefur i 15 ár beöiö eftirlaunanna sem stjórnin haföi heitiö honum, en þau berast ekki og til stjórnarinnar nær pnginn, og alls staöar, þar sem liösforinginn knýr á, er múrveggur fyrir. Veiðar og veiðarfæri eftir Guðna Þorsteinsson fiskifræðing Bókin lýsir i rækilegum texta veiðiaðferðum og veiðarfærum sem tiðkast hafa og tiðkast nú við veiði sjávardýra hvar sem er f heiminum. Bókin er með fjölda mynda og nákvæmum skrám yfir veiðarfæri, nöfn þeirra bæði á ensku og fslensku. Hún er 186 bls. að stærð og i sama bókaflokki og Fiskabók AB og Jurtabók AB. island i siðari heimsstyrjöld Ófriður í aðsigi eftir Þór Whitehead Ofriður i aðsigi er fyrsta bindi þessa ritverks. Meginefni þess er samskipti Islands við stórveldin á timabilinu frá þvi HiUer komst til valda i Þýskalandi (1933) og þangað til styrjöld braust út (1939). Þjóöverjar gáfu okkur þvi nánari gaum sem nær dró ófriðnum, og valdsmenn þar sendu hingaö einn af gæðingum sinum, SS-foringjann dr. Gerlach, til að styrkja hér þýsk áhrif. Prinsessan sem hljóp að heiman Marijke Reesink Francoisc Trésy gerði myndirnar. Þessi fallega og skemintilega myndabók er eins konar ævintýri um prinsessuna sem ekki gat fellt sig við hefðbundinn klæðnað, viðhorf og störf prinsessu og ekki heldur við skipanir sins stranga föður, konungsins. Þess vegna hljóp hún að heiman. Heiðmyrkur ljóð — Steingrimur Baldvinsson. Steingrimur i Nesi var merkilegt skáld, og móöúrmálið lék honum á tungu. Hér er að finna afburðakvæði svo sem Heiðmyrkur, sem hann orti er hann beiö dauða sins i gjá i Aðaldalshrauni i fimm dægur og var þá bjargað fyrir tilviljun. Matur, sumar, vetur, vor og haust Sigrún Davíðsdóttir Þetta er önnur matreiðslubókin sem Almenna bókafélagið gefur út eftir Sigrúnu Daviösdóttur, hin fyrri heitir MATREIÐSLUBOK HANDA UNGU FOLKI A ÖLLUM ALDRI, kom út 1978 og er nú fáanleg i þriðju útgáfu. Flestum finnst ánægjulegt að borða góðan mat, en færrihafa ánægju af þvi að búa hann til. En hugleiöiö þetta aðeins. Matreiðsla er skapandi. Það er þvi ekki aðeins gaman að elda sparimáitið úr rándýrum hráefnum, heldur einnig aö nota ódýr og hversdagsleg hráefni á nýjan og óvæntan hátt. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Austurstræti 18 Simi 25544.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.