Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 10

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 10
10 r-------------------------------- ■ A allra siöustu árum hafa bók- | menntafræðingar byrjað að nota ■ aöferðir félagsvisinda til að rann- I saka ýmis bókmenntaleg fyrir- I bæri. Bókmenntarannsóknir geta I gefið veigamiklar upplýsingar I um samfélagslegan veruleika og I oft upplýsingar af þvi tagi, sem erfitt væri aö fá vitneskju um I eftir öðrum leiðum. Dæmi um ■ slikar raiínsóknir er t.d. rann- * sóknir á hugmyndum manna um I hlutverkaskiptingu kynjanna, svo ■ aðeins eitt dæmi sé nefnt. Það er * heldur ekkiýkja langt siðan menn | byrjuðu að velta fyrir sér, hverjir ■ læsu hvaða bækur og til hvers. Ein er sii tegund bókmennta ef ■ 'bókmenntir skyldi kalla, sem . dregið hefur að sér athygli bæði I félagsvisindamanna og bók- | menntafræðinga viða um heim. A J ég við afþreyingabókmenntir, en I svo eru þær bækur kallaðar, sem ■ menn lesa sér til dægrastytting- 1 ar, án þess aö ætlast til annars af | þeim, en þær fái timann til að ■ liða. Eða svo skyldi maður ætla. | Ekki eru þó bækur þessar neitt ■ nýtt fyrirbæri. Skemmtilesning ■ og minna metnaðarfullar bækur, | hafa alltaf verið til jafnframt al- * varlegribókmenntum.Enmargir I hyggja að þótt fyrirbærið sé ekki | nýtt af nálinni, hafi það kannski . breytt um eðli og hlutverk. Til I þess benda m.a. þær nýstárlegu I aðferðir, sem notaðar eru við framleiðslu og sölu þessara bóka. I Erlendis er nU verulegur hluti af- | þreyingabóka framleiddur af 1 stórum verslunarhringum eins og I hver annar varningur. Fram- ■ kvæmdar eru markaöskannanir 1 af til þess ráðnum sérfræðingum | og varan — bækurnar,gerð á ■ grundvelli þeirra. Fólk fær það * sem það vill. Höfundaheiti bókanna eru nær ■ alltaf dulnefni og er hvorttveggja I til að einn höfundur skrifi bækur | undir fleiri dulnefnum eða að ■ margir höfundar dyljist bak við I eitt. Dæmi um hið fyrr nefnda er | danski rithöfundurinn Erling ■ Paulsen, sem auk þess að nota I eigið nafn, notar nöfnin Bodil | Forsberg, ElsaMarie Nohr og . Eva Steen. I Ollu algengara er þó triílega | 'nitt, að margir höfundar standi á J bak viö eitt dulnefni. SUkt gerist I t.d. i þeim tilvikum að ritröð ■ verður svo vinsæl að það borgar 1 sig að halda henni úti i áratugi. | Ritröðin um Nick Carter byrjaði ■ t.d. göngu sina um aldamótin ■ siðustu. Fyrirbærið afþreyingarbók- I menntirhefurekkibara dregiðað ■ sér athygli fræðimanna, heldur I hafa bæði stjórnmálamenn og _ fulltrúar menningarlifs látið sig I máliö varða. Sýnist oft sitt hverj- I um um vöxt og viðgang þessa . fyrirbæris. Sumir telja alla slika I lesningu af hinu illa. Þeir halda | þvi fram að útbreiðsla af- þreyingarbókmennta sé á | kostnaö annars og betra lesefnis vtsm og þvi beri að sporna gegn með menningarpólitiskum aðgerðum. öðrum finnst slikur hugsunar- háttur bera vott um fordóma af verstu tegund og jaðra við fasisma. Skýr einkenni Hvað er það þá sem einkennir slikarbókmenntirogá hvaða hátt skilja þær sig frá öðrum bók- menntum? Munurinn er meiri og greinilegri en margur ætlar, þótt vissulega séu til bækur sem liggi á mörkunum. Eitt aðaleinkenni afþreyinga- bóka er, að þær eru gerðar sam- kvæmt fyrirfram gerðri uppskrift eða mynstri. Persónur eru steyptar i tilbúin mót og hlutverk þeirra fastskorðuð. Atburðarásin er einnig bundin. Og yfirleitt veit lesandi fullvel, þegar hann byrjar lesturinn hvernig hún muni enda. Maður skyldi ætla að slikt fyrir- fram ákveðið og siendurtekið mynstur drægi úr spennu bókar- innarog skapaði leiða hjá lesand- anum. En svo er ekki. Endur- tekningin virðist skapa öryggi hjá lesandanum og spennunni er haldið uppi innan þessa gefna ramma, oftast með æsilegri og ótrdlegri atburöarás. Enn eykur það á öryggi lesandans, aö hann getur veriö nokkurn veginn öruggur fyrir þvi að honum sé iþyngt meösálfræðilegum vanga- veltum eða þjóðfélagslegri gagn- rýni. Ekki er lesandanum stillt upp frammi fyrir þeim vanda að þurfa að taka afstöðu til persóna bókanna, þvi þær eru oftast al- góðar eða alvondar. Annað einkenni þessara bók- mennta er að þær greinast inn- byrðist i flokka og er höfuðflokka- skiptingin háð kynferði lesand- ans. Bækur sem konum eru ætlaðar fjalla nær undan- tekningarlaust um ást. Þ.e. uppi- staða sögunnar er ástarsaga, þótt ivafiðgeti veriðaf ýmsu tagi. T.d. getur söguhetjan ánetjast eða orðið fyrir barðinu á glæpalýð. Þó er afbrot eða sakamál aldrei uppistaða slikra sagna og glæpir mega ekki vera of áberandi eða blóðugir. Þessi kvennalesning tengist gjarnan sérstöku um- hverfi. T.d. eru lækna eða sjúkra- hússögur nær eingöngu ætlaðar konum. Sama er að segja um herragarössögur. Sögusvið ásta- sagna er oftast þröngt, afmarkað og lokað. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að bækur ætlaðar kon- um eru nær eingöngu lesnar af konum. Karlmenn eiga sér einnig sina lesningu. En nú bregður svo undarlega við, að þær bækur, sem framleiðendur ætla körlum, les- ast einnig i nokkrum mæli af kon- um. Þetta ber þó ekki að túlka sem svo að þessar bækur taki hefðbundnum kvennasögum fram. Hér er á ferðinni sama munstur og við sjáum svo viða i kringum okkur. Konur eru lik- legri til að svipast um i heimi karla en karlar i heimi kvenna. Mig langar til að skoða nokkra þætti þessara kvennabókmennta nánar og vonast til að geta gert karlbókmenntunum sambærileg skil siðar. Dæmigerða kvennabók- in t dæmigeröri kvennabók er söguþráðurinn oft eitthvað á þessa leið: Ung einstæð stúlka flytur i nýtt umhverfi, þar sem hún kynnist nýju fólki. Stúlkan er nær alltaf vinalaus og á hvorki foreldra á lifi né nokkra nákomna ættingja. Osjaldan á stúlkan að baki óhamingjusama bernsku, hefur kannski misst aðstand- endur i voveiflegu slysi og alist upp hjá vandalausum. Oftast er viðkomandi litt menntuð og ef hún hefur hlotið einhverja starfs- menntun skiptir framgangur hennar i starfi minna máli en framgangur i ástum. Söguhetja okkar er dyggöug og ljúf og þar sem hún er i senn bæði einlæg og litiUát, á hún erfitt með að standa á eigin rétti og frábitin þvi að koma sjálfri sér á framfæri. Hún verður þvi gjarnan leiksoppur vondra manna. Keppinautur hennar, vonda konan, er aftur á móti búin öllum eiginleikum framsækinnar konu. Sú kona er næstum alltaf bæði glæsileg og góðum gáfum gædd. Hún er einnig viljasterk og keppir ódeig að settu marki. Ofter einnig hægt að finna tvær gerðir karlmanna i þessum bók- um. Söguhetjan getur staðið frammi fyrir þvi vandasama viö- fangsefni að velja á milli sterka og hrjúfa glæsimennisins og þess glaðværa og hjálpsama. Ósjaldan kemur i ljós að durturinn, þ.e. sterka og hrjúfa glæsimennið býr yfir heitum ástriðum sem sögu- hetjan ein getur leyst úr læðingi. Glaðværi og hjálpsami drengur-. inn reynist varmenni eða hverfur burt úr sögunni um leið og hin sanna hetja tendrar ástriðubloss- ann. Karlmenn kvennabókanna eru nær undantekningarlaust duglegir hæfileikamenn og nýtir þjóðfélagsþeganar. Hvað konurn- ar eru að dútla ef við undanskilj- um hjúkrunarkonurnar, er oft óljóst. Og aldrei gefa þær sig óskiptar að neinni sýslu, til þess er hugur þeirra of upptekinn af Laugardagur 20. desember 1980 Laugardagur 20. desember 1980 vtsm. - llm afpreyingarbúkmenntir í ijósi bókmenntaiegra rannsúkna .J þvi að leysa tilfinningamálin. Karlsöguhetjan er alltaf eldri en kvensöguhetjan. Hann er vilja- sterkur og tekur frumkvæði, meðan hún er hlédræg og óvirk. Eiginlega líkist hann oft meir föður en elskhuga. Það er konan, sem gengur inn i lif karlmannsins i sögulok og ef hún hefur átt ein- hverja sjálfstæða tilveru gefur hún hana upp á bátinn. Hamingja hennar er ekki að VERA, heldur að VERA HLUTI AF LIFI KARL- MANNS. Hverjir lesa svo þessar bækur og hvað gefa þær lesendum sinum? Þar sem reynt hefur verið að kortleggja hverjir lesi afþrey- ingabókmenntir hefur komið i ljós, að sá hópur er bæði stærri og dreifðari en menn ætluðu. Aður fyrr var gengið Ut frá þvi sem gefnu að þessar bækur væru nær eingöngu lesnar af lltt menntuöu fólki, sem ekki bæri skynbragð á alvarlegri bókmenntir. Nú hafa rannsóknirleitti ljós að vissulega eiga þessar bókmenntir sinn stærsta og tryggasta lesendahóp meðal fólks með tiltölulega litla menntun en jafnframt hefur kom- ið I ljós að þessar bækur eru einn- ig mikið lesnar af ágætlega menntuðu fólki. 1 báöum þessum hópum eru afþreyingabókmennt- ir verulegur hluti af lesningu barna- og unglinga. Hefur siðast talda atriðið valdið áhyggjum þeirra, sem gera sér grein fyrir uppeldislegu mikilvægi bóka. Þvi það er viðbúiö að reynslulitlir unglingar eigi erfiöara með að sjá i gegnum gerviheim þessara bóka en þeir sem eldri eru og reynslu- meiri. Um eðli þessarar lesningar segir nafngiftin afþreyingarbæk- ur þó nokkuö. En það þarfnast skýringa hvers vegna svo margir taka slæmar bækur fram yfir góðar bækur þegar völ er á hvoru tveggja. í fljótu bragði ætti ekki að vera verri afþreying i góðum bókmenntum. Þýskur fræðimaður, Peter Nusser hefur reynt að skýra þetta undarlega val i ljósi stéttamót- setninganna i eigin landi. Hann telur afþreyingarlesningu i senn vel til þess fallna aö afvegaleiða verkalýðinn og sætta hann við hlutskipti sitt. A vissan hátt styður danski afþreyingarbóka- höfundurinn, Erling Paulsen þessa skoðun, þótt hann byggi ekki skoðanir sinar á stéttagrein- ingu. Hann segir að hann viti af eigin raun hvað fátæklingar og þeir sem minna mega sin vilji lesa, siðan hann var sjálfur aö al- ast upp i fátækrahverfum Kaup- mannahafnar. Og hann segir að þeim sé ekki of gott að geta yljaö sérvið draum og blekkingar i skorti a öðru. Skoðanir sænska fræöimanns- ins Ake Lundqvist stangast á eng- an hátt á við skoðanir hinna tveggja. Hann heldur þvi frain að þessar bækur byggi vinsældir sin- ar á þvi að þær höfði til tilfinn- inga, sem séu i senn einlægar og afar viðkvæmar. Hann likir lestrarupplifun fólks við lestur þessara bóka viö þá lestrarupplif- un, sem margir hafa kynnst viö lestur ljóða. Hann segir að trú- lega hræri þessi lesning við þeim hluta sálarlifsins sem viökom- andiekki gerir sér fyllilega grein fyrir sjálfur, þ.e. leyndum draumum og siðgæðiskennd. Ake Lundqvist heldur þvi fram að all- ar manneskjur séu samsettar og geti ein og sama manneskja verið isennþroskuðog vanþroskuð. Þe. manneskja með þroskaða sið- gæðiskennd og góða dómgreind alið innra með sér óþroskaða og fordómafulla manneskju, sem einnig þarf sitt. Lestur af- þreyingabóka seðji hungur þess- arar óþroskuðu manneskju, sem svosjaldan fær að njóta eölis sins. Ef við beitum hugmyndum Ake Lindqvist á afþreyingarbækur ætlaðar konum kemurí ljós aö við konur (þ.e. þær sem hafa gaman af ástarsögum) ölum innra með okkur litla manneskju, sem er ósköp hjálparlaus i allri sinni meðalmennsku og sjálfselsku. Ég vona að mér gefist kostur á siðar aö skoða „litlu stóru” manneskjuna sem býr væntan- lega innra með karlmönnum. Flestaf því sem hér hefurveriö sagt byggir á erlendum rann- sóknum. Þetta ætti þó ekki aö koma eins mikið að sök og virst getur i fljótu bragði, þvi hér á Is- landi búum við nær eingöngu við þýddar afþreyingarbókmenntir. Getur þú hugsað þér jól án lifandi blóma? Hýasintur hafa lengi verið' kjörblóm íslenskra heimila á jólahátíðinni Hvers vegna? Þær hafa unaðslega ilmrík blóm. Þær varpa hátíðarblæ á umhverfið. Þær auka + j jólastemmninguna 11^111161060(111^ ^Blóma

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.