Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 B 5 BÆKUR ER KOMIÐ Í VERSLANIR Draumalandið er nýstárleg og alíslensk bók um drauma Íslendinga fyrr og nú. Fjallað er um tengsl svefns og drauma og ýmsa flokka drauma svo sem berdreymi, skýrdreymi, skapandi dreymi, drauma á meðgöngu, drauma barna og drauma af látnum. Bókin er bæði fróðleg og skemmtileg og kjörin fyrir þá sem vilja afla sér skilnings varðandi táknræn skilaboð hins djúpa draumheims. Á slóð skepn- unnar er eftir Isa- bel Allende í þýð- ingu Kolbrúnar Sveinsdóttur. Þegar Alexand- er Cold er sendur til Kate ömmu sinnar veit hann ekki að hans bíður óvænt ævintýri. Kate er nefnilega engin venjuleg amma, heldur heims- þekktur blaðamaður og ferðagarpur sem tekur hann umsvifalaust með í dularfullan leiðangur inn í frumskóga Amason. Ferðinni er heitið á slóð „skepnunnar“, dularfullrar veru sem sagnir herma að búi þar inni í myrkv- iðinum. Með samúð og skopskyni lýsir Isa- bel töfrandi veröld þar sem heillandi menning hinna innfæddu íbúa Ama- son rekst harkalega á þá sem vilja sölsa undir sig verðmæti frumskóg- anna. Útgefandi er Mál og menning. Kápumynd tók Sandro Soddano en kápuhönnun var í höndum Bjargar Vil- hjálmsdóttur. Bókin er prentuð í Odda hf. Verð: 2.990 kr. Skáldsaga Á lífsins leið er hin sjötta í sam- nefndri ritröð. Í því segja 22 þekktir karlar og konur frá minnisstæðum at- vikum og fólki sem ekki gleym- ist. „Frásagnirnar eru að venju ýmist hugnæmar, gáskafullar, fróðlegar eða umhugsunarverðar – en að þessu sinni einnig dulrænar. Af þessum dæmum um heiti frásagna má ráða hve fjölbreyttar þær eru: Að verða að manni, Dagur skelfingar, Draumar – veruleiki, Inni í björtustu Afríku, Kyn- legur uggur, Lán í óláni, Sumarið ́69, Sushirétturinn í Japan, Töfrar hrauns- ins, Um óskýrða atburði í lífi mínu,“ segir í frétt frá útgefanda. Útgefandi er Stoð og styrkur. Bókin 162 bls., prentuð í Odda hf. Bókin er gefin út til styrktar Barnaspítala Hringsins og forvarnastarfi IOGT með- al barna. Æskan ehf. dreifir bókinni. Verð:4.380 kr. Frásagnir Syndirnar sjö er eftir finnska guð- fræðinginn Jaakko Heinimäki í íslenskri þýðingu Aðalsteins Dav- íðssonar. Jaakko hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Í bókinni dustar Heinimäki rykið af dauðasyndunum sjö – hroka, ágirnd, öfund, heift, munúð, nautna- sýki og andlegri leti – rekur sögu þeirra og tengir lífi nútímamannsins. Höfundur sameinar gamansemi og al- vöru þegar hann fjallar um þau heim- spekilegu og siðferðilegu álitamál sem snerta okkur dýpst. „Upphaflega var hugmyndin að þessi bók færi í dreifingu um eða eftir næstu áramót en af gefnu tilefni hef- ur forlagið ákveðið að dreifa bókinni nú þegar. Hér er á ferðinni skyldulesn- ing fyrir alla sem vilja taka þátt í þjóð- málaumræðunni, fylgjast með henni eða einfaldlega rækta sinn innri mann,“ segir í frétt frá útgefanda. Útgefandi er Bókaútgáfan Bjartur. Bókin er 110 bls. Bókin er prentuð í Odda, mynd á kápu er eftir Jónu Þor- valdsdóttur. Verð: 1.480 kr. Siðfræði SÖGURNAR um Ragga litla eru nú orðnar sjö. Í þessari sögu sofnar stráksi dauðþreyttur undir vörðu og í drauma- heimi fer hann á fund tröllskessunnar sem hann hefur lengi lang- að að hitta. Skessu- greyið er hölt og hefur stóran stein undir öðr- um fætinum til að jafna ganginn en þrátt fyrir það dettur hún og brýt- ur galdrastafinn sinn. Raggi aðstoðar hana við að binda stafinn saman og í staðinn fær hann brot úr stafnum og með honum getur hann flogið um himingeiminn ekki síður en Harrý Potter. Stafurinn gerir líka gagn við að komast inn í fjöll og hitta fleiri tröll og stafurinn getur líka stækkað hluti og minnkað. Krummi verður gríðarstór við að hann er snertur með stafnum og get- ur þar með lyft Ragga eins og ekk- ert sé. Raggi og tröllkonan klifra upp og niður Hallgrímskirkjuturn og upp á Esjuna. Þá flýgur Raggi á stafnum en skessan breytir band- spotta í flughest sem hún nýtir til ferðalags- ins. Brian Pilkington er löngu orðinn tröllasér- fræðingur landsins og myndir hans eru lífleg- ar og skemmtilegar. Skessurnar eru glaðar og broshýrar á sinn forljóta hátt. Skemmti- leg sjónarhorn eru sýnd í fluginu, bæði í kringum Hallgríms- kirkju og aðra staði sem flogið er um. Texti bókarinnar hentar betur til upplestrar en til eigin lestrar lítilla barna og letrið er of smátt fyrir þá sem eru að byrja að feta sig áfram á lestrarbrautinni. Leikið við tröllin BARNABÓK Raggi litli og tröllkonan HARALDUR S. MAGNÚSSON 32 síður. Myndskreyting: Brian Pilk- ington. Pjaxi ehf. 2003. Sigrún Klara Hannesdóttir Haraldur S. Magnússon SÖNGKONAN Madonna gaf út sína fyrstu barnabók „Ensku rós- irnar“ með mikilli viðhöfn ekki alls fyrir löngu. Nú hefur söngkonan góðkunna sent frá sér aðra bók, „Eplin hans Peabo- dys“, og fjallar sú saga, öfugt við hina fyrri, um drengi. Þungamiðja bókarinn- ar hverfist reyndar um góðhjartaðan kennara. Peabody er bæði virtur og vinsæll sögu- kennari í grunnskóla í rólegum smábæ í Bandaríkjunum. Hvern einasta laugar- dag á sumrin skipu- leggur hann keppni fyrir Litla liðið sitt gegn einhverju öðru hafnaboltaliði í öðrum skóla. Á leiðinni heim af leiknum hefur hann fyrir sið að velja sér fallegasta epl- ið af söluborði ávaxtasalans Funka- delis og stinga því í töskuna sína. Tommy Tittlebottom verður vitni að því að Peabody tekur epli af borðinu og af því að hann sér ekki kennarann borga fyrir eplið gerir hann ráð fyrir að hann hafi stolið því frá ávaxtasalanum. Ekki líður á löngu þar til orðrómurinn frá Tommy um að Peabody sé þjófur veldur því að aðeins Billy Little, sérstakur vinur Peabodys, mætir til að taka þátt í hafnaboltaleik á hefðbundnum tíma á laugardegi. Eftir að Peabody hefur áttað sig á því hvað hefur gerst leiðir hann Billy fyrir sjónir að um misskilning sé að ræða. Hann borgi nefnilega fyrirfram fyrir eplin á laugardags- morgnum. Fyrir milligöngu Billys hittir Peabody Tommy og biður hann að koma með dúnkodda út á hafnaboltavöll. Efst uppi á áhorf- endapöllunum biður Peabody hann svo að klippa dúnkoddann í tvennt svo fjaðrirnar feykist út í veður og vind. Hann biður hann síðan að tína allar fjaðrirnar upp aftur. „Ég held að það sé alls ekki hægt að finna fjaðrirnar aftur,“ sagði hann (Tommy). „Það er alveg jafnerfitt að bæta fyrir skaðann sem þú hef- ur gert með því að segja öllum að ég sé þjófur, sagði Peabody.“ (Bls. 27.) Sagan er ekki að öllu leyti hug- arsmíð Madonnu. Hún hefur fært 300 ára gamla sögu eftir Baal Shem Tov, „Meistara hins góða nafns“ frá Úkraínu, í nýjan búning. Einhverj- ir velta því eflaust fyr- ir sér hvers vegna Ma- donna velji að endurvekja þessu gömlu sögu. Svarið felst einfaldlega í því að sumar sögur eru svo góðar að þær eiga erindi við kynslóðirnar – kynslóð fram af kyn- slóð. Ekki aðeins er boðskapur sögunnar um áhrifamátt orðanna sígildur held- ur er líkingin við fjaðrirnar í dúnkodd- anum með eindæmum áhrifarík. Madonnu tekst ágætlega að færa þessa gömlu sögu í nútímabúning þótt óneitanlega beri hún sterkan keim af banda- rísku umhverfi. Af því tilefni verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei getað skilið af hverju er talað um knatttré eins og gert er í sögunni en ekki hafnaboltakylfu. Orðið knatttré þarf að útskýra fyrir ung- um hlustendum/lesendum. Hafna- boltakylfa skýrir sig sjálft. Myndir Loren Long skipa stórt hlutverk í bókinni, t.d. eru fyrstu tvær opnurnar hreinar myndaopn- ur. Skugginn færist svo yfir sögu- sviðið eftir því sem alvaran vex. Óvenjulegt sjónarhorn veldur því að myndin af Peabody og Tommy uppi á áhorfendapöllunum og því hvernig fjaðrirnar fjúka út í um- hverfið verður sérstaklega áhrifa- rík. Enda þótt Eplin hans Peabodys teljist vart til meistarastykkis af hálfu Madonnu er sagan óneitan- lega ágætt innlegg í íslenska barnabókaflóru. Sagan nær vel til barna auk þess að mynda grunn til að hefja á samræður um jafn mik- ilvægt málefni og mátt orða. Gömul saga og ný BARNABÓK Eplin hans Peabodys MADONNA Myndskreytingar gerði Loren Long. Ís- lenskur þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir. Bók frá Callaway, Mál og menning, 2003. Anna G. Ólafsdóttir Madonna FREMST í nýrri bók, Landslag er aldrei asnalegt, eftir nýjan höf- und, Bergsvein Birgisson, er vél- ritað bréf til útgefanda frá oddvita Hneitisstaðahrepps. Þar er fullyrt að hjálagt bókarhandrit sé unnið upp úr dagbókum aðalsöguhetj- unnar Halldórs Benjamínssonar. Oddvitinn og kona hans gægjast síðan af og til fram á síðum bók- arinnar sem einskonar sjálfskipað- ir ritstjórar, eða höfundar, og þau skrifa m.a.s. sjálf kaflabrot þegar Halldór þrýtur örendið. Bókin „hefur að sínu viðfangi mannlífið í Geirmundarfirði norður hér“ eins og segir í bréfinu. Halldór er ung- ur sjómaður í sálarkreppu sem hef- ur leitað í öryggi, friðsæld og visku trillukarla í deyjandi sjávarplássi. Þegar félagarnir auglýsa eftir ráðskonu í verbúðina verður knýj- andi fyrir Halldór að takast á við sársaukafulla fortíð sína. Í lok sög- unnar kemur í ljós hvað plagar hann og hefur hrakið hann að heiman í þennan eyðilega fjörð. Hver kafli hefst á veðurlýsingu í anda dagbóka sem bændur og sjó- menn héldu fyrr á öldum. Mynd- mál veðurlýsinganna er víða fornt og kraft- mikið eins og stíll sög- unnar reyndar allur. Halldór lýsir dagleg- um veruleika í firðin- um, aflabrögðum, heimsóknum á bæi í sveitinni, böllum og fylliríum, angist yfir kvenmannsleysi, vangaveltum um lífið og tilveruna. Persónur sögunnar eru erkitýp- ur frekar en einstak- lingar; trillukarlar eins og hinn ódauðlegi Gusi sem ræðir heim- speki á bryggjusporðinum og vill frekar deyja en missa krókaleyfið, presturinn sem efast og býsnast yfir því hvert heimurinn stefni, skáldmaðurinn Snægrímur sem kryfur innstu rök tilverunnar og segir að Reykjavík sé ekkert annað en samsafn af fólki í tískuklæðum að rembast við að gleyma fortíð sinni (48). Sjálfur er Halldór brjóstumkennanlegur í kvöl sinni og einsemd, sjúklega feiminn og einhvern veginn ekki á réttum stað í lífinu: „Í gær flugu gæsirnar suð- ur með ströndunum með norðang- ustinn í rassinn og alltaf þegar ég sé oddaflug gæsanna sækir hún að mér þessi kennd, að kannski sé ég ekki staðsettur þar sem ég ætti að vera. Að hér sé stöðn- un og lömun en ein- hvers staðar annars staðar líf og hreyfing. Að örlögin vilji ekki að ég sé í Geirmundar- firði heldur á öðrum stað þar sem ég næ að opna mig og er geisl- andi og ágætur“ (94). Sérkennilegasta per- sóna bókarinnar er Jónmundur, skáld í kör, en úr ræðu hans er bókartitillinn kom- inn. Jónmundur er málsvari kærleika, náttúru, ástar og sátt- ar og með boðskap sínum frelsar hann Halldór frá hugmyndum sín- um um sjálfan sig. Umræða um byggðaþróun og kvótastefnu er áberandi í bókinni og birtist einna best í háleitum samtölum. Einn trillukarlinn spyr áleitinnar spurningar sem oft heyr- ist: „Ég hef róið héðan í fimmtíu ár og þó á ég ekki eitt einasta kíló af kvóta, og hvernig getur þá fólk í Reykjavík sem aldrei hefur migið í saltan sjó átt fiskinn hér fyrir ut- an?“ (80). Beinskeytt þjóðfélags- ádeila einkennir orðræðu persón- anna, sérstaklega prestsins sem sífellt skammast yfir nútímanum og segir í einni eldræðu sinni að fólk sé orðið „tilfinningasljótt af stanslausri peningalöngun, mublu- græðgi og kynlífsfíkn og því ekki fært um að skynja lífið sem annað en peninga og hold…“ (100). Hug- myndir prests um að splundrast í flísar og sameinast blámanum bak við nýsortnuð fjöll minna á hug- myndafræði annars prests á Snæ- fellsnesi forðum. Ádeila bókarinnar beinist að nútímalegri efnishyggju, neyslumenningu og yfirborðs- mennsku en í sjávarplássi þar sem takast þarf á við náttúruöflin með berum höndum, rafmagnið fer reglulega af og internetið hefur ekki numið land er hægt að finna frið í sálinni. Landslag er hvöss, heimspeki- leg, gamaldags og einkar þjóðleg saga sem dýpkar við nánari kynni og er það ekki síst kjarnyrtum stílnum að þakka. Textinn er rammíslenskur, myndmál mergjað og vísanir í íslenskar bókmenntir, bæði í persónusköpuninni sjálfri og orðfæri sögunnar, eru víða. Stund- um verða lýsingar á aflabrögðum og veðurfari þreytandi og sögulok- in eru ansi yfirdrifin. Okkur er sagt til syndanna í þessari bók og gömlum gildum haldið hátt á loft. Yfirleitt eru bókarkápur frá Bjarti sérlega smekklegar en þessi er undantekning; landslag teiknað eins og konubrjóst ER asnalegt. Ráðskona óskast SKÁLDSAGA Landslag er aldrei asnalegt BERGSVEINN BIRGISSON 206 bls. Bjartur 2003. Steinunn Inga Óttarsdóttir Bergsveinn Birgisson Stef úr steini – lófafylli af ljóðum er fjórða ljóðabók Jóns Bjarmans og geymir bæði frumsamin ljóð og þýdd. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 68 bls. Verð: 2.500 kr. Ljóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.