Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar TOYOTA kynnir um þessar mundir í Evrópu aðra kynslóð tvinnbílsins Prius sem er bæði knúinn bensínvél og rafmótor. Með þessu móti er bíll- inn sérlega sparneytinn og um- hverfisvænn, notar raforkuna við venjulegan akstur en bensínvélin tekur við þegar ökumaður vill snaggaralegra viðbragð. Prius kom fyrst á markað árið 1997 en Toyota hefur í fjóra áratugi unnið að þróun véla sem notað geta aðra orkugjafa en bensín eða dísil- olíu. Hugmyndin að baki Prius- tvinnbílsins er verkfræðilega ein- föld því hún byggist á því að nota það besta úr báðum kostum þessara véla. Prius gengur að mestu leyti fyrir rafknúnum mótor en notar að- eins bensínhreyfilinn þegar þörf er á sérstöku viðbragði eins og áður er getið. Þessu var öfugt farið með bíl- inn af fyrstu kynslóðinni, þar var bensínvélin aðalorkugjafinn en raf- mótorinn var til stuðnings. Eyðir um 5 l á hundraðið Það sem vinnst með því að blanda þessum kostum saman er sparneyt- nin, bíllinn er að hálfu leyti knúinn áfram af raforku og eyðir því aðeins broti af bensíni miðað við hefðbund- inn bíl. Segir framleiðandinn bílinn aðeins eyða um 5 lítrum á 100 km í bæjarakstri en um 4,3 lítrum í blönduðum akstri. Á hann að geta ekið um þúsund km á tankfylli sem þýðir að margir þurfa ekki að koma á bensínstöð nema einu sinni í mán- uði. Hleðslan fer fram þegar bíllinn er knúinn bensínvélinni og öll hreyfiorka er líka notuð til hleðslu þegar bíllinn hægir á sér og þegar hemlað er. Hleðslan fer aldrei niður fyrir 40% og því er alltaf talsverð orka fyrir hendi. Þessi hleðslumáti þýðir að ekki þarf að stinga í sam- band og það fylgir því ekkert „ves- en“ út af rafmagninu að nota Prius- tvinnbílinn. Með þessu móti er líka unnt að hafa rafgeyminn þokkalega fyrirferðarlítinn og léttan og það fer ekki mikið fyrir honum neðst í far- angursrýminu, innan við varahjólið. Þá má nefna að þegar staðnæmst er af einhverjum orsökum drepur bensínvélin á sér og fer ekki í gang nema ökumaður krefjist með við- bragði sínu, annars sér rafmótorinn um að bíllinn líði mjúklega af stað. Prius er tvímælalaust laglegur bíll og allur á mjúku nótunum. Hann er bogadreginn alveg milli framstuðara og afturstuðara og gef- ur þessi lína mjög lágan vindstuðul, aðeins 0,26. Þá er nánast ekkert vindgnauð að heyra þótt ekið sé á þokkalegri ferð. Lögð hefur verið sérstök rækt við að pæla í þyngd bílsins alveg frá yfirbyggingu að út- varpi og öskubakka með það fyrir augum að óþarfi sé að dragnast um með hitt og þetta, allt geti það spar- að orku. Allt venjulegt – en þó ekki Þegar sest er undir stýri á Prius virðist allt venjulegt – að minnsta kosti við fyrstu sýn. Mælaborð er frísklegt, útvarp og miðstöðvarstill- ingar á sínum stað og flestir rofar einnig. Mælarnir eru tölritaðir og í nokkurri fjarlægð frá ökumanni, sem hentar vel þegar augun hvarfla milli mælaborðs og vegar. Morgunblaðið/jt Toyota Prius er laglegur bíll og klýfur loftið vel. Umhverfisvænni Prius með skemmti- legum eiginleikum Toyota Prius gengur ýmist fyrir rafmagni eða bensíni eða báðum orkugjöfum ef þörf krefur. Jóhannes Tómasson prófaði gripinn í Englandi á dögunum og fannst hann áhugaverður og laglegur. EINS og komið hefur fram á þessum síðum er Saab að þróa sinn fyrsta jeppa og ætlar sér í harðan slag við erkikeppinautinn Volvo. Jafnframt hafa nú birst fyrstu teikningar af bílnum eins og talið er að hann muni líta út. Bíllinn er kallaður núna 9-7x en opinbert heiti verður 9-7. Hann verð- ur smíðaður á sama undirvagni og Cadillac SRX og verður frumkynnt- ur á bílasýningunni í New York í apríl næstkomandi. Helstu keppi- nautar hins nýja Saab-jeppa, sem kemur á markað 2005, verða auk Volvo XC90 BMW X5 og Mercedes- Benz M. Saab hefur samt ekki gefið það út opinberlega að bíllinn verði seldur í Evrópu. Móðurfyrirtækið, General Motors, rær að því öllum árum að koma Saab-merkinu á flot í Banda- ríkjunum og því er minni áhersla lögð á Evrópu um þessar mundir. 9-7 verður líka smíðaður í jeppaverk- smiðju GM í Morani, Ohio í Banda- ríkjunum. Saab-jeppi eingöngu í Banda- ríkjunum? Saab 9-7 eins og teiknari sér hann. FORD F 150 LARIAT ÁRG. 1998 4wd með öllum aukahlutum. 5,4 l mótor, cd, krókur, sóllúga. Áhv. 800 þús. Tilboð óskast. Uppl. í s. 896 0758 og 565 8294. VHF TALSTÖÐVAR RadíóRaf ehf., Smiðjuvegi 52, Kópavogi, s. 567 2100 www.radioraf.is TOYOTA LANDCRUISER 90GX 1/97 71 þ. km. 7 manna, sjálfskiptur, 35" breyttur er á 33" dekkjum, geisl- aspilari, rafmagn í rúðum, samlæsingar, er á mæli. Verð 2.150.000. Til sölu og sýnis hjá: Toppbílum, Funahöfða 5, sími 587 2000, www.toppbilar.is JÓLAGJÖFIN Í ÁR ER NÝ TOYOTA! Mikið úrval nýrra og notaðra saumavéla. Viðgerðir á flestum tegundum saumavéla. saumavelar.is — sími 892 3567. DODGE RAM 2500 4X4 CUMINGS SLT 2001, 6 manna, dísel, sjálfskiptur, leður. Verð 3.690.000 þ. Tilboð 3.290.000 staðgr. Toppbílar, Funahöfða 5, s. 587 2000, www.toppbilar.is HLEÐSLU VASALJÓS RadíóRaf ehf., Smiðjuvegi 52, Kópavogi, s. 567 2100. www.radioraf.is TIL SÖLU HUMMER, H2 6,0 V-8 VORTEC árg. 2003, ekinn 8 þús. mílur. Grár, metalic lakk, ljóst leður, sjálf- skiptur, topplúga, hiti í sætum, bose sound system, einn með öllu. Verð 10.500 þús. Upplýsingar í síma 899 0555. GOLIGHT LJÓSKASTARAR RadíóRaf ehf., Smiðjuvegi 52, Kópavogi, s. 567 2100. www.radioraf.is DVD SPILARAR OG SKJÁIR Í BÍLINN RadíóRaf ehf., Smiðjuvegi 52, Kópavogi, s. 567 2100, www.radioraf.is TOYOTA LANDCRUISER GX 90 árg. ‘98 til sölu. 35” breyting, filmur, grind og dráttarkúla. Ek. 140.000 km. Gott lán áhvílandi. Verð kr. 2.480.000. Uppl. í síma 896 8916.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.