Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 B 11 bílar Tvennt fangar hins vegar fljótlega athyglina undir stýri, eða kannski þrennt. Í fyrsta lagi gírstöngin. Hún er lítill hnúður á örstuttri stöng rétt við stýrið. Þar skiptir ökumaður í „drive“ eða afturábak, hlutlausan eða „park“ og enn einn möguleikinn er til að halda við þegar ekið er ofan brekku. Í öðru lagi er upplýsinga- skjár efst á mælaborðinu. Þar fær ökumaður að vita hvaðeina um ástand bílsins og eyðslu, þar er kortagrunnur til leiðbeiningar sem teymir ökumann áfram rétta leið (og dugar þó ekki alltaf til því það verður að líta öðru hverju á kortið!) og þar er einnig hægt að sjá hvort bíllinn er knúinn bensíni eða raf- orku og hvort hann eyðir rafmagni af geymi eða hleður inná hann. Það þriðja sem vekur athygli þeg- ar meðhöndla á bíllinn er gangsetn- ingin. Lykli er stungið á sinn stað og ýtt á hnapp en ekkert gerist, þ.e. nema að bíllinn er kominn í gang og ekkert heyrist samt sem áður. Ljós kvikna í mælaborði og gefið er til kynna að allt sé til reiðu. Ágætt viðbragð Í akstri er Prius venjulegur bíll að því leyti að ökumaður finnur ekki að ráði hvort rafmagn eða bensín knýr hann, nema hvað hann er ekki eins hljóðlátur þegar bensínvélin kemur inn. En það finnast engir hnökrar eða hik eða drunur þegar það gerist, allt er þetta mjúkt og hljóðlátt. Þá er fjöðrunin mjög í takt við stöðugan bílinn, stíf og góð. Við- bragðið er þokkalegt, ekkert ofur- viðbragð, en alveg nóg til að þjóna venjulegum aðstæðum og óskum. Rafmótorinn er 65 hestöfl og bens- ínvélin 77 hestöfl. Rafmótorinn veg- ur ekki nema 104 kg og rafgeym- irinn 39 kg og alls vegur bíllinn 1.300 kg sem er ósköp sambærilegt hliðstæðum bílum. Svo bætt sé við fleiri tölum má nefna að hámarks- hraðinn er 170 km og bíllinn er 10,9 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Vinnslan er með ágætum og það er ágætt pláss í framsætum og öll sætin eru stíf og góð og halda ökumanni sem farþegum vel skorð- uðum. Flestir fullorðnir myndu strjúka höfði við loft í aftursætum enda þaklínan mjög bogadregin eins og áður er nefnt. Uppfyllir óskir Eftir snaggaralega viðkynningu og meðhöndlun á sveitavegum ná- lægt Windsor-kastala í Englandi er sýnt að Prius er áhugaverður bíll. Hann uppfyllir ágætlega óskir um líflegan bíl og laglegan. Má auðveld- lega færa rök fyrir því að verja ör- lítið meira í kaupverð á bíl sem er sérlega sparneytinn og þægilegur umhverfinu. joto@mbl.is Morgunblaðið/jt Prius er að koma á markað í mörgum löndum Evrópu um þessar mundir. Hingað kemur hann með vorinu nema hvað sýn- ingarbíll er væntanlegur bráðlega. Morgunblaðið/jt Mælaborðið er líflegt og þar er ekki síst skemmtileg staðsetning og lag á gír- stöng. Morgunblaðið/jt Rafgeymirinn vegur 39 kg og er undir hlíf í farangursgeymslunni innan við varahjólið. TOYOTA ákvað að tvinnbíll eins og þessi væri sá möguleiki sem réttast væri á veðja á varðandi þróun um- hverfisvænna bíla,“ segir Björn Víg- lundsson, markaðsstjóri Toyota- umboðsins, P. Samúelssonar, í sam- tali við blaðmann Morgunblaðsins. Björn segir að forráðamenn Toyota telji að enn sé of langt í aðrar raun- hæfar lausnir en þessa til að nýta aðra orkugjafa en þá hefðbundnu. „Þeir telja að tvinnbíllinn sé raun- hæfasti kosturinn á þessu sviði, bíll á mjög samkeppnisfæru verði og bíll sem hefur alla sömu getu og mögu- leika og hefðbundinn fjölskyldubíll og er þá helst horft til hliðstæðra bíla með dísilvélum. Menn eru því hvorki að greiða of hátt verð fyrir að vera umhverfisvænir né þurfa að vera á bíl sem er eitthvað minni háttar eða frábrugðinn öðrum bílum. Menn þurfa með öðrum orðum ekki að fórna einu eða neinu fyrir það að aka á umhverfisvænum bíl,“ segir Björn. Fleiri gerðir sigla í kjölfarið Toyota mun á næstu árum bjóða fleiri bíla sína með þessari tvöföldu vél. Næstur í röðinni verður Lexus RX 400H, jeppi sem er hliðstæður RX 300 sem menn þekkja af göt- unni hér. Fleiri munu síðan sigla í kjölfarið. Björn segir Toyota líka vinna að tilraunum með vetnisbíla, m.a. til almenningssamgangna. Einn bíll af nýju Prius-gerðinni er væntanlegur til landsins í mán- uðinum og verður hann notaður til kynningar. Sala á að hefjast í vor hérlendis. Hún er að hefjast í sum- um löndum Evrópu um þessar mundir. Verð Prius er 2.690.000 kr. sem er tæplega 300 þúsund krónum meira en t.d. sjálfskiptur Toyota Avensis, sem er þó ívið stærri. Rík- isvaldið veitir fastan afslátt af vöru- gjöldum bíla af þessari gerð en þau eru 30% sem leggjast ofan á kaup- verð. Söluvænlegri en eldri gerðin Björn segist ekki í vafa um að Prius eigi eftir að seljast hérlendis enda ætli umboðið að markaðssetja hann hér sem „venjulegan“ fjöl- skuldubíl en hann hafi þann kost aukalega að vera sérlega sparneyt- inn og menga mjög lítið. „Nýja gerð- in er mun söluvænlegri en sú gamla sem var kannski einkum miðuð við markað í Japan en þessi er mun evr- ópskari í útliti. Ég hef því mikla trú á að hann muni fá góðar viðtökur.“ Morgunblaðið/jt Björn Víglundsson undir stýri í hinum nýja Toyota Prius skammt frá Windsor- kastala í Englandi. „Raunhæfasti kosturinn á þessu sviði“ SEINT á næsta ári kynni Jeep nýj- an Grand Cherokee. Ekki hafa ennþá birst myndir af bílnum en teikningin hér að ofan gefur hug- mynd um hvernig bíllinn mun líta út. Á teikningunni má greina að nýr Grand Cherokee verður með skarp- ari línum en áður og innanbúð- armenn segja að bíllinn verði stærri en núverandi gerð og jafnframt með lengra hjólhafi og meiri spor- vídd. En þrátt fyrir meiri stærð verður Grand Cherokee áfram einungis fimm sæta. Sagt er að Jeep sé nú að undirbúa þróun á öðrum bíl und- ir öðru heiti en þó á sama und- irvagni og Grand Cherokee sem verði sjö sæta. Ekki hefur enn ver- ið ákveðið hvaða vélar verði í boði í nýja bílnum. Áður en Jeep frumsýnir nýjan Grand Cherokee gefst mönnum kostur á að berja augum hug- myndabílinn Rescue á bílasýning- unni í Detroit í janúar í næsta mán- uði. Sá bíll á að vera til marks um þá stefnu í hönnun sem hinn banda- ríski armur DaimlerChrysler-sam- steypunnar mun taka. Rescue er byggður á Wrangler en gerður mun lengri og er því fimm dyra jeppi. Sagt er að honum verði beint gegn Hummer H2 jeppanum frá GM. Stjórnendur Jeep hafa staðfest að jeppi af svipaðri stærð, Wrangler Unlimited sem er 45 cm lengri en núverandi gerð Wrangler, verði sett í framleiðslu. Talið er að Rescue sé lítillega dulbúin útgáfa af þeim bíl. Nýr Grand Cherokee og Wrangler Nýr Grand Cherokee verður með hvassari línum en áður og stærri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.