Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 C 3 NFRÉTTIR ÞÝSKAR vöru- og þjónustusýn- ingar eru vel þekktar og mikið sótt- ar, en þátttaka í þeim er ekki alveg einföld og það er alls ekki sama hvernig að henni er staðið. André Minier starfar hjá Þýsk-danska verslunarráðinu og er jafnframt umboðsmaður Hamburg Messe í Kaupmannahöfn, eins af stærstu skipuleggjendum vörusýninga í Þýskalandi. Minier, sem hefur starfað í tengslum við vörusýningar í átta ár, segir Íslendinga lítið nýta sér þær, en ef rétt sé á málum haldið megi hafa af þeim mikið gagn. Sé illa staðið að undirbúningi og eftirfylgni sé hins vegar lítið á þátttökunni að græða. Sýningar í Þýskalandi eru fjöl- margar og á vegum Hamburg Messe eru til að mynda haldnar um 40 sýningar árlega. Að flatarmáli er sýningarsvæðið í Hamborg tæplega 65.000 fermetrar innandyra, en til samanburðar má nefna að aðalsalur Laugardalshallarinnar ásamt hlið- arsal er að gólffleti 2.300 fermetrar. Undir þaki í Hannover, sem er stærsta sýningarsvæði heims, eru hins vegar talsvert fleiri fermetrar, eða rúmir 495.000. Sýningarsvæðið í Hamborg er það tíunda stærsta í Þýskalandi, sem gefur góða mynd af því hversu umfangsmiklar sýn- ingarnar þar í landi eru. Undirbúningur Minier segir að stærð svæðisins eða sýningarinnar skipti þó ekki öllu máli, meira máli skipti að fyrirtæki gæti þess vel að velja rétta sýningu. Þegar úrvalið er jafn mikið og raun ber vitni er þetta ekki alveg einfalt og Minier mælir með því að þeir sem hyggjast sýna fari fyrst sem gestir til að kynnast sýningunni vel. Einnig sé hægt að kynna sér sýn- ingarnar á Netinu og hann bendir sérstaklega á slóðirnar www.au- ma.de og www.fkm.de, sem gefi gott yfirlit yfir sýningar í Þýska- landi. Minier segir að fyrirtæki geti kosið að taka þátt í sýningum af ólíkum ástæðum. Ein geti verið að afla nýrra viðskiptavina, önnur að styrkja tengslin við núverandi við- skiptavini og sú þriðja geti verið að kynna nafn og vörur eða þjónustu fyrirtækisins. Mikilvægur þáttur sé einnig að skoða það sem keppinaut- arnir bjóða, en sýningar séu kjörinn vettvangur til þess. Miklu skiptir að sögn Miniers að undirbúa og hanna sýningarbásinn vel, hafa kynningarefni tilbúið tím- anlega og gæta þess að þeir starfs- menn sem á sýningunni verði hafi góða þekkingu á fyrirtækinu og vörum þess. Einnig þurfi að huga að því að allir aðrir í fyrirtækinu viti af þátttökunni og séu til dæmis við því búnir að pantanir berist fljótt svo þeim verði vel sinnt. Þá þurfi að taka afstöðu til þess hvort allir eigi að vera í eins fatnaði, hvort bjóða eigi gestum íslenskan mat og drykk og svo framvegis. Og til að allt gangi hnökralaust segir hann að nauðsynlegt sé að koma á staðinn að minnsta kosti tveimur dögum áð- ur en sýningin hefst til að allt verði tilbúið í tíma. Gisting krefst enn meiri forsjálni, því Minier segir að til að tryggja sér gistingu sé yf- irleitt nauðsynlegt að panta hana með sex til tólf mánaða fyrirvara. Hann segir einnig að rétt sé að gera kostnaðaráætlun og fylgja henni vel til að kostnaður fari ekki úr böndum, en reikna megi með 20.000 til 40.000 króna kostnaði á hvern fermetra sýningarbássins. Eftirfylgni Eftirfylgni er að sögn Miniers ekki síður mikilvæg en undirbúningurinn og sýningin sjálf. Hann segir ástæðu til að verja jafn miklum tíma í að hafa samband við áhugasama sýn- ingargesti eftir sýninguna eins og hafi farið í undirbúning sýningarinn- ar og nauðsynlegt sé að hafa síma- samband við alla áhugasama. Einnig sé mikilvægt að svara fyrirspurnum sem fyrst, í síðasta lagi tveimur til fjórum vikum eftir sýningu, því að gott sé að hafa forskot á keppinaut- ana með því að vera fyrstur til að hafa samband við væntanlega við- skiptavini. Loks segir André Minier að ástæða sé til að fara yfir og meta ár- angurinn af þátttökunni í sýning- unni, til að læra af því sem vel var gert og átta sig á hvað betur megi fara. Sýningarhallirnar í Hannover eru 495.000 fermetrar, sem er á við 215 Laugardalshallir með hliðarsölum. Þátttaka í þýskum vörusýningum Umboðsmaður Hamburg Messe segir Íslendinga lítið nýta sér vörusýningar, en hægt sé að hafa af þeim mikið gagn. kringlan/leifsstö› sími 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s HRINGUR 29.900 kr . 20 hlekkir úr silfri 1 hlekkur úr 18 kt. hvítagulli með demöntum. HRINGUR 93.100 kr . 18 hlekkir úr 18 kt. gulli. 138 .900 kr . EYRNALOKKAR DIMENSION SKART 18 kt. hvítagull með demöntum. ARMBAND 25.800 kr . Stál HÁLSMEN 29.900 kr . 1 hlekkur úr 18 kt. hvítagulli með demöntum. 42 cm keðja úr 18 kt. hvítagulli. HÁLSMEN 26.900 kr . 1 hlekkur úr 18 kt. gulli með demöntum. 42 cm keðja úr 18 kt. gulli. Upplögð gjöf fyrir músíkalska starfsmenn og viðskiptavini Meðal viðburða á vormisseri 2004: • Brúðkaup Fígarós • Werther • Hádegistónleikar Ópera fyrir alla Fjölbreytt dagskrá: Stuttar og langar óperur, gamlar og nýjar, gaman og alvara, fyrir unga sem aldna Miðaverð við allra hæfi: Frá 1.000 kr. (hádegistónleikar) upp í 6.000 kr. (stúkusæti á óperusýningu) – og allt þar á milli Má bjóða þér í Óperuna? Gjafakort Gjafakort seld í miðasölu, kl. 14-18 virka daga, sími: 511 4200www.opera.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.