Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI                                      !    " #       $          % #        ! &  #     &   (   !  ) *         (          %         &   $#   "   %   % #          +,--- (  W alt Disney fyrirtæk- ið bandaríska á nú í harðvítugri deilu við tvo fyrrverandi stjórnarmenn sína sem nýlega sögðu af sér, þá Roy Edward Disney, bróðurson hins eina sanna Walt Disney, og Stanley Gold. Gold er framkvæmdastjóri Shamrock Holdings sem er fjárfestingararmur fjölskyldu Roy Disney, sem á stóran hlut í Walt Disney fyrirtækinu. Afsögnin eykur á vandræðagang í kringum Michael D. Eisner forstjóra og stjórnarformann félagsins, sam- kvæmt FT.com, en hann hefur sl. eitt og hálft ár unnið að því að fjölga óháð- um stjórnarmönnum í félaginu til að verjast ásökunum um klíkuskap. Með brotthvarfi þeirra Golds og Disney, og reyndar tveggja annarra stjórn- armanna sem hverfa frá sökum ald- urs, vantar núna fjóra menn í stjórn- ina. Þeir Gold og Disney eru harðorðir í afsagnarbréfum sínum sem bæði hafa verið gerð opinber og fara þar fram á afsögn Eisner, sem þeir segja ekki rétta manninn í brúna hjá Disn- ey – í raun hefði hann átt að hverfa úr stöðu sinni fyrir mörgum árum. Gold segist í bréfi sínu harma það að tilraunir hans til að koma á nauð- synlegum breytingum innan fyrir- tækisins hafi einungis orðið til þess að stjórnin hafi forherst og samanstandi nú af þröngsýnum varðhundum for- stjórans, sem girði fyrir alla gagnrýni og ábyrgð stjórnenda fyrirtækisins. Hefur kraumað lengi Atburðarásin, sem á sér reyndar tíu ára forsögu þar sem ágreiningur hef- ur kraumað undir niðri allan tímann, hófst með því að Roy Disney sagði af sér sem varaformaður stjórnar Disn- ey fyrir rúmri viku eftir að gengið var framhjá honum í útnefningu til end- urkjörs í stjórn, vegna aldurs, en fé- lagið er með ákveðin aldursmörk starfsfólks. Gold segir reyndar í bréfi sínu að þessar reglur gildi ekki um stjórnarmenn sem einnig eru stjórn- endur í fyrirtækinu, en Disney var yf- irmaður yfir þeirri deild sem fram- leiddi teiknimyndir í fullri lengd. Disney er 73 ára gamall. Í afsagn- arbréfi sínu fer Roy Disney fram á af- sögn Eisner. „Það er mín einlæg trú að það sért þú en ekki ég sem ættir að vera á förum frá fyrirtækinu,“ segir hann í afsagnarbréfi sínu. Síðar segir hann: „...eftir 19 ár við stjórnvölinn ert þú ekki lengur besti maðurinn til að reka Walt Disney fyrirtækið. Þú áttir 10 mjög góð ár í félagi við Frank Wells, og fyrir það tek ég ofan fyrir þér. En, frá ótímabærum dauða Frank árið 1994, hefur félagið misst einbeitinguna, sköpunarkraftinn, og arfleifðina.“ Disney og Gold hafa ítrekað kvart- að undan stefnu fyrirtækisins undan- farin ár, en þó að mestu óopinberlega. „Núna, án þess að vera bundnir af stjórnarsetu, munum við byrja að hitta hluthafa, stóra og smáa, og segja þeim skoðun okkar á fyrirtæk- inu og stjórnun þess,“ sagði Gold í samtali við New York Times. Fáir búast hinsvegar við því að þeir geti komið Eisner frá völdum. „Það verður á brattann að sækja,“ er haft eftir Sarah Teslik, forstjóra stofnana- fjárfestaráðsins svokallaða, sem er ráðgjafahópur fyrir stofnanafjár- festa. Í stjórnunartíð Eisners hefur eign- arhald fyrirtækisins dreifst svo mjög, að því er segir í New York Times, að sérfræðingar segja að það verði erfitt að byggja upp samstöðu meðal fjár- festa um óánægjuna með stefnu fé- lagsins. „Disney og Gold gætu átt erf- itt með að verða áhrifameiri utan stjórnarherbergisins en innan þess,“ segir í blaðinu. Rekstrarárangur Disney fyrirtæk- isins, aðallega í kvikmyndadeildinni, hefur batnað að undanförnu, sam- kvæmt frétt New York Times og verðið á hlutabréfum félagsins hefur nærri tvöfaldast síðan það var lægst í ágúst árið 2000. „Við erum ekki að horfa til þess að bæta rekstrarárangur frá einum fjórðungi til þess næsta,“ segir Gold í samtali við blaðið. „Þetta gerist ekki á einni nóttu. Þegar ég get sannfært fólk um að félagið sé rekið undir getu og stjórnunin sé slök, þá mun ég byrja að ná árangri.“ Endurtekið efni Aðgerðir þeirra Gold og Disney eru nokkurskonar endurtekning á svip- aðri aðgerð sem þeir stóðu fyrir árið 1984, en þá hættu þeir í stjórnini og stóðu að því að koma þáverandi for- stjóra, Ron Miller, tengdasyni Walt Disneys, frá völdum og réðu Eisner í staðinn. Eftir afsögn félaganna tveggja er Disney nú komið ofaní skotgrafirnar og býst til þess að halda uppi vörnum fyrir félagið, ræða við viðskiptavini og fjárfesta og aðra hlutaðeigandi aðila. Óháðir stjórnarmenn Disney sem fyrr í vikunni sátu stjórnarfund í New York, svöruðu gagnrýni Golds og Disneys fullum hálsi og segja í til- kynningu að ástæða þess að Gold og Disney hafi sagt af sér og hafi ákveðið að beita sér gegn félaginu, eins og það er orðað, sé sú staðreynd að aðriri stjórnarmeðlimir hafi neitað að taka þátt í því að koma Eisner frá völdum í félaginu. Þeir segja að ásakanirnar séu ósannar og óréttmætar. Deilt um Disney Óánægja sem lengi hefur kraumað undir hjá Walt Disney fyrirtækinu hefur nú brotist upp á yfirborðið. Tveir stjórn- armenn í félaginu, sem um árabil hafa gagnrýnt stefnu og stjórnun fyrirtæk- isins, hafa sagt af sér og ætla að berjast fyrir brotthvarfi forstjórans, sem er löngu kominn á tíma, að þeirra mati. Félagið er þegar komið í skotgrafirnar. Reuters Walt Disney og Mikki Mús. ROY Disney segir Walt Disney- fyrirtækinu undir stjórn Michaels D. Eisners hafa brugðist bogalistin með margvíslegum hætti. Í afsagn- arbréfi sínu til fyrirtækisins rekur hann í sjö liðum mistök Eisners og fyrirtækisins. Hann beinir orðum sínum til Eisners: 1. Fyrirtækinu hefur mistekist að ná ABC Prime Time-sjónvarpsstöð- inni úr þeirri hyldýpisgjá minnk- andi áhorfs sem stöðin hefur verið í síðastliðin ár og einnig hefur þú verið ófær um að stýra ABC Family Channel inn á rétta braut. Hvor tveggja þessi mistök hafa haft, og munu áfram hafa, mikil neikvæð áhrif á virði hlutafjár í fyrirtækinu. 2. Of mikil áhersla þín á rekstur út frá skammtímasjónarmiðum hef- ur haft áhrif á starfsandann í fyr- irtækinu. 3. Kjarkleysi einkennir stjórnun á uppbyggingu skemmtigarða fé- lagsins. Í Disney-garðinum í Kalíf- orníu, í París og í Hong Kong, hef- urðu reynt að byggja garða á „ódýran“ hátt, eins og sést svo greinilega. Þetta endurspeglast svo í aðsókninni. 4. Sá skilningur allra hlutaðeig- andi aðila; neytenda, fjárfesta, starfsmanna, dreifingaraðila og birgja að fyrirtækið sé gráðugt og sálarlaust, alltaf að leita að skjót- fengnum gróða frekar en að horfa á langtímavirði, leiðir til þess að almenningur missir trúna á fyr- irtækinu. 5. Hugmyndaþurrðin sem verið hefur við lýði síðastliðin ár er raunveruleg og viðvarandi og skað- ar fyrirtækið því hæfileikaríkir ein- staklingar hverfa þaðan frá störf- um. 6. Mistök þín liggja líka í að geta ekki viðhaldið og komið á uppbyggjandi sambandi við sam- starfsaðila okkar á skapandi svið- inu, einkum Pixar, Miramax og kapalsjónvarpsstöðvarnar sem dreifa vörum okkar. 7. Þú hefur þráfaldlega neitað að búa til skýra arftakaáætlun. Athugasemdir Roy Disney

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.