Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI C hrister Villard, banka- stjóri Kaupthing Bank Sverige, lauk lagaprófi árið 1975 og hefur starfað í fjármálageir- anum í Svíþjóð frá árinu 1985. Árið 1997 var hann ráðinn forstjóri verð- bréfafyrirtækisins Aragon, sem Kaupþing keypti árið 2001, og hann hélt áfram sem forstjóri eftir kaup- in. Ári síðar sameinaði Kaupþing Aragon og bankann J.P. Nordiska. „Í upphafi var ætlunin að sá sem stýrði J.P. Nordiska yrði forstjóri sameinaðs fyrirtækis og ég settist í stjórn þess,“ segir Villard, „en fljót- lega kom upp ágreiningur um hvernig reka ætti bankann í framtíð- inni. Sigurður Einarsson reyndi að fá stjórn og yfirmenn J.P. Nordiska til að gera breytingar og ég studdi þær hugmyndir. Ég taldi þessar hugmyndir réttar og gat ekki tekið þátt í því sem fyrri stjórnendur vildu gera. Þegar svo var komið vildi Sig- urður skipta út forstjóranum og ráða mig í hans stað, en stjórnin hafnaði því. Sigurður var ósáttur við þetta því hann taldi að hann ætti að hafa nokkuð um þetta að segja þar sem Kaupþing ætti 30% í bankanum. Hann kallaði saman hluthafafund til að skipta um stjórn og yfirmenn. Á sama tíma gerði Kaupþing yfirtöku- tilboð í hlutabréf J.P. Nordiska og varð meirihlutaeigandi í bankanum. Fimmtánda október á síðasta ári var skipt um stjórn og yfirmenn og ég var ráðinn forstjóri bankans.“ Fjögur erfið ár Villard segir að síðustu fjögur ár hafi verið afar erfið á sænskum fjár- málamarkaði og nauðsynlegt hafi verið að taka fast í taumana til að snúa taprekstri sameinaðs banka í hagnað. „Kaupthing Bank Sverige samanstendur í raun af fimm fyr- irtækjum,“ segir Villard, „fjórum verðbréfafyrirtækjum og einum banka. Fyrir fjórum árum störfuðu samanlagt 550 manns hjá þessum fimm fyrirtækjum, en nú eru hjá bankanum 180 starfsmenn, sem seg- ir talsverða sögu um þróun verð- bréfamarkaðarins í Svíþjóð á síðustu þremur til fjórum árum. Nú verðum við vör við lítilsháttar uppsveiflu og ég hef trú á því að næsta ár verði all- gott og að við munum sjá svartar tölur það ár.“ Villard segir að í byrjun þessa árs hafi ástandið verið slæmt og að bankinn í Svíþjóð hafi verið rekinn með tapi. Nauðsynlegt hafi verið að spara á öllum sviðum, svo sem með fækkun starfsfólks, lækkun launa og með því að draga úr kostnaði vegna upplýsingatækni. Hann segir verð- bréfamiðlara til dæmis helst vilja hafa fjóra tölvuskjái með upplýsing- um frá ýmsum veitum, en ákveðið hafi verið að spara með því að hver hefði aðeins tvo skjái. Um launamál- in segist hann hafa ákveðið að setja þak sem enginn færi yfir, hvort sem um yfirmenn væri að ræða eða ekki. Hann hefði kallað þá til sín og skýrt frá þessu og á þetta hefðu allir fall- ist. Með þessu hefði sparast um ein milljón sænskra króna á mánuði, eða sem svarar um tíu milljónum ís- lenskra króna. Aðspurður segir hann bankann nú rekinn eins hagkvæmt og hægt sé og þrátt fyrir væntanlega uppsveiflu séu ekki fyrirhugaðar miklar mannaráðningar. Þó segir hann að líklega verði á næstu mánuðum ráðnir nokkrir sérfræðingar á ákveðnum sviðum, en þeir verði þó ekki fleiri en fimm. „Frá því í ágúst hefur bankinn verið rekinn með hagnaði og við munum skila hagnaði á þessu ári,“ segir Villard. Tímasetningin hárrétt Þú segir að aðstæður á sænskum fjármálamarkaði hafi verið slæmar á síðustu árum, þ.e. á þeim tíma sem Kaupþing fór inn á sænska mark- aðinn. Hvernig meturðu áhættuna fyrir Kaupþing af því að fara inn á sænska markaðinn á sínum tíma, var þetta mikið hættuspil eða mátti sjá fyrir þann árangur sem náðst hefur? „Bankinn og Sigurður Einarsson hafa þá sýn að bankinn verði leið- andi fjárfestingarbanki á Norður- löndum. Til að ná þessu er nauðsyn- legt að hafa starfsemi í Stokkhólmi, því borgin er fjármálamiðstöð Norð- urlanda. Hefði Kaupþing reynt að koma inn á markaðinn árið 1999 þegar all- ir á markaðnum högnuðust mikið, þá hefði Kaupþing ekki átt möguleika á að kaupa sænskan banka. Á þeim tíma vissi enginn neitt um Kaup- þing, þannig að ég mundi segja að tímasetning yfirtökunnar hefði verið hárrétt fyrir Kaupþing. Ég held að Kaupþing hafi vitað að í þessu fælist nokkur áhætta. Ekki að hætta væri á að fyrirtækin sem voru keypt væru verri en önnur, heldur að markaðurinn gæti haldið áfram á niðurleið. Hægt er að líta svo á að Kaupþing hafi tekið áhættu en þó ekki svo mikla. Kaupþing hefði getað lent í því að þurfa að setja fjármagn inn í bankann í Svíþjóð til að hann kæm- ist af, en það hefur í raun ekki gerst og við höfum náð mjög góðum árangri og erum í góðri stöðu til að takast á við aukin viðskipti þegar markaðurinn tekur við sér.“ Spurður um stærð og starfsemi bankans segir Villard að bankinn sé lítill en hann sérhæfi sig og starfi á ákveðnum sviðum og sé þess vegna í raun ekki fyrir alla. Höfuðstöðvarn- ar séu í Stokkhólmi en útibú séu í Gautaborg og Malmö. Þetta sé fjár- festingarbanki sem einbeiti sér ann- ars vegar að viðskiptum við efna- meiri einstaklinga sem stundi mikil verðbréfaviðskipti og hins vegar við fyrirtæki. Stílað sé inn á útlán til fyrirtækja þar sem bankinn taki einnig að sér ráðgjöf, svo sem vegna yfirtöku stjórnenda, frumútboð og þess háttar. Umfjöllunin hefur breyst „Markmið okkar er að verða einn af þekktustu fjárfestingarbönkum Norðurlanda á næstu tveimur til þremur árum,“ segir Villard, og hann segist telja að það sé raunhæft markmið enda sé bankinn sá eini sem sé í stöðu til að ná því markmiði. Villard segir að nýlega hafi ráð- gjafarfyrirtæki í Svíþjóð birt könn- un sem gerð sér árlega á fyrirtækj- um sem stundi fjárfestingar- bankastarfsemi og verðbréfamiðlun. Viðskiptavinunum sé skipt niður eft- ir stærð og staða fjármálafyrirtækj- anna könnuð hjá hverjum hópi fyrir sig. Hjá stærstu viðskiptavinunum sé Kaupthing Bank Sverige nefnd- ur, en sé í sjötta sæti. Hjá næst- stærsta hópnum deili Kaupthing Bank þriðja sætinu með þekktum fjármálafyrirtækjum. Í fyrra hafi bankinn ekki verið nefndur í þessari könnun, en markmiðið fyrir næsta ár sé að hækka á listanum í hópi stærstu viðskiptavinanna og hækka í fyrsta eða annað sæti í næst- stærsta hópnum. Í frétt í Svíþjóð var sagt frá gagn- rýni eins greinanda á markaðnum vegna þess að afskriftir útlána Kaupþings Búnaðarbanka hefðu aukist mikið á þriðja fjórðungi þessa árs, og þá sérstaklega vegna kjöt- markaðarins hér á landi. Kannastu við kvartanir vegna þessa í Svíþjóð? „Nei. Ég veit að einn greinandi hefur bent á að í tilteknum geira sé nokkuð um slæm útlán, en þetta er ekki af þeirri stærðargráðu að þetta hafi verið til umræðu í fjölmiðlum.“ Villard segir að í upphafi, þegar Kaupþing hafi verið að kaupa J.P. Nordiska, hafi fjölmiðlaumfjöllunin ekki verið jákvæð og hann segist telja að þeirri umfjöllun hafi verið stýrt af þeim sem ekki vildu að Kaupþing keypti sænska bankann. Að undanförnu hafi umfjöllunin breyst og margt jákvætt hafi verið skrifað um bankann. Eðlilegur kaupauki Hvað um umræðuna hér á landi um kaupréttarsamninga Sigurðar Ein- arssonar og Hreiðars Más Sigurðs- sonar, hefur hún haft áhrif í Svíþjóð? „Þetta var rætt í sænskum fjöl- miðlum og neikvæð fjölmiðlaum- ræða er auðvitað ekki góð fyrir okk- ur, því við erum að reyna að skapa okkur góða ímynd. Á hinn bóginn er það svo, að ef þetta kaupaukakerfi Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar hefði verið kynnt eins og það er í raun, þá hefði ekkert verið skrifað um það í Svíþjóð. Þetta var illa kynnt, en ef þetta hefði verið kynnt þannig að þeir ættu kauprétt að hlutabréfum í Kaupþingi Búnað- arbanka á tilteknu gengi, sem væri yfir markaðsgengi, þá væri ekkert skrýtið við það. Í Svíþjóð eru slíkir samningar algengir.“ Og þá er miðað við að gengið í samningnum sé yfir markaðsgeng- inu? „Já, samningsgengið er yfir mark- aðsgenginu þegar samningurinn er gerður. Ef markaðsgengið fer síðar yfir samningsgengið eiga menn möguleika á að kaupa bréfin á um- sömdu gengi. Ef þetta hefði verið kynnt með þessum hætti hefði þetta ekki orðið svona mikið mál. Samn- ingur Sigurðar og Hreiðars snýst nefnilega ekki um kauprétt heldur sölurétt. Þeir keyptu hlut í bank- anum með rétt til þess að selja hann eftir fimm ár. Kaupverð á genginu 156 að viðbættum vöxtum í fimm ár jafngildir sölurétti að þeim tíma liðnum á genginu 225 á meðan mark- aðsgengi bankans í lok nóvember var um 210. Mér sýnist umræðan á Íslandi hafa misst af þessu aðalat- riði. Mér skilst að þetta hafi orðið að stóru máli í íslenskum fjölmiðlum og ég hef heyrt af því að forsætisráð- herra Íslands hafi tekið peningana sína út úr bankanum. En ég held að við verðum að fallast á það að Sig- urður Einarsson og Hreiðar Már, en þó sérstaklega Sigurður Einarsson, eru fyrsta kynslóð raunverulegra fjármálamanna á Íslandi. Og ef upp- hæðirnar sem þeir hefðu getað feng- ið greiddar samkvæmt samningn- um, ef allt hefði gengið að óskum á næstu árum, eru bornar saman við árangurinn sem þeir hafa náð og myndu ná á næstu árum, þá eru þær ekki mjög háar heldur eðlilegar.“ Villard segir að síðan sé hægt að deila um það nákvæmlega hversu háar fjárhæðirnar eigi að vera, en þegar þær séu eins og verið hafi í Kaupþingi Búnaðarbanka séu þær innan þeirra marka sem teljist við- unandi. Málið sem hafi nýlega komið upp í Svíþjóð vegna greiðslna til stjórnenda Skandia sé hins vegar allt annars eðlis. Þar sé um að ræða bónusgreiðslur til stjórnenda sem nemi nokkur hundruð milljónum sænskra króna, nokkrum milljörð- um íslenskra króna, á hverju ári. Slíkar greiðslur séu algerlega fárán- legar. „Skilum hagnaði á þessu ári“ Bankastjóri Kaup- thing Bank Sverige segir að harðar sparn- aðaraðgerðir innan bankans hafi snúið taprekstri á fyrrihluta ársins í hagnað fyrir árið í heild. Haraldur Johannessen ræddi við Christer Villard um innkomu Kaupþings á sænskan fjármála- markað, rekstur og horfur hjá Kaupthing Bank Sverige og um- deilda kaupréttar- samninga. haraldurj@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Christer Villard tók við starfi forstjóra Kaupthing Bank Svergie í október á síðasta ári þegar skipt var um stjórn og yfirmenn í bankanum. ’ „Markmið okkarer að verða einn af þekktustu fjárfest- ingarbönkum Norð- urlanda á næstu tveimur til þremur árum.“ ‘ ’ „… við verðumað fallast á það að Sigurður Einars- son og Hreiðar Már, en þó sér- staklega Sigurður Einarsson, eru fyrsta kynslóð raunverulegra fjár- málamanna á Ís- landi.“ ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.