Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
1
2
0
3
trufla ekki. Einu sinni las ég mikið af
glæpareyfurum en ég fékk alveg upp
í kok og þoli ekki glæpasögur. Nema
bækurnar eftir Arnald. Ég les þær en
það er af því hann er svo góður höf-
undur og nær að búa til svo sterkt
andrúmsloft og ég umber söguþráð-
inn.“
Ætlaði ekki að
skrifa meira
– Það eru sjö ár síðan þú sendir frá
þér Íslandsförina. Er Náðarkraftur af-
rakstur yfirlegu og umskrifta í sjö ár?
„Nei, síður en svo. Ég skrifaði ekki
neitt árum saman eftir að Íslands-
förin kom út.“
– Hvers vegna?
„Mér fannst ég ekki hafa neitt að
segja við samtíma minn. Ég fann mig
ekki í tímanum. Þetta voru tímar sem
hentuðu öðrum höfundum betur en
mér. Ég vil hafa eitthvað að segja. Ég
vil ekki kreista út úr mér bók bara til
að vera með bók. Að skrifa skáldsögu
er ekki eins og að vinna í uppmæl-
ingu.“
– Er það tilviljun að fjölskyldan
býr í Karfavoginum? Götunni sem þú
ert sjálfur alinn upp í.
„Tja, það er nú það. Lengi vel var
hús fjölskyldunnar í Hlíðunum og svo
flutti ég það inn í Smáíbúðahverfi,
þar sem þetta hús hefði sómt sér vel.
Einn góðan veðurdag færði ég svo
húsið og alla íbúa þess inn í Karfavog.
Þetta er nú það skemmtilega við að
skrifa skáldsögu. Maður getur ráðsk-
ast með fólk og fasteignir. Þetta hef-
ur í sjálfu sér enga merkingu nema
Karfavogurinn var að vísu einu sinni
geysileg kommagata, þar voru í mínu
ungdæmi bornir út fleiri Þjóðviljar
miðað við íbúafjölda en í nokkurri
annarri götu í Reykjavík. Svo hæfa
Vogarnir svona fólki mjög vel. Ég
orða það þannig í bókinni að Vogarnir
hættu að vera úthverfi en þeir urðu
aldrei innhverfi. Svona eins og
vinstrimenn.“
– Þetta er ekki fyrsta skipti sem
Vogarnir verða bakgrunnur skáld-
sögu.
„Umræðan um að ekki mætti
skrifa bernskuminningar sínar úr
Vogunum fannst mér svo óbærilega
vitlaus að ég er að hugsa um að láta
allar þær sögur sem ég á eftir að
skrifa gerast þar. Ég hef einhverja
tilfinningu fyrir hverfinu sem ég á
eftir að skila. En fólk þarf samt að
átta sig á því að þetta er skáldsaga,
allt skáldað. Staðsetning sögunnar í
Vogunum er ekki lykill að fyrir-
myndum persónanna. Þetta er skáld-
saga um hugmyndir og hvernig hug-
myndir birtast í fólki en ekki leyni-
saga um Mumma og Jónu á númer
þrettán eða eitthvað annað fólk sem
uppi hefur verið. Ég þykist svo sem
vita að það þýði ekkert fyrir mig að
segja þetta því Íslendingar líta á allar
skáldsögur sem dulbúnar ævisögur –
en svona er þetta nú samt: Náðar-
kraftur er ekki um fólk sem var til,
heldur um fólk sem gæti hafa verið
til.“
Mál og menning hefur gefið út skáld-
söguna Náðarkraft eftir Guðmund
Andra Thorsson.
MÆLSKUMENN og ræðusnilling-
ar hafa löngum notið virðingar í mann-
heimum. Á miðöldum var mælskulist
(eða mælskufræði) talin til hinna sjö
frjálsu lista sem kenndar voru í klaust-
ur- og dómskólum um alla Evrópu og
Rómverjar hinir fornu höfðu mælsku-
list í hávegum. Á síðari öldum hefur
vegur þessarar fornu listgreinar dalað
nokkuð, ef til vill vegna útbreiðslu
prentaðs máls og síðan útvarps og
sjónvarps. Þetta kann að hljóma mót-
sagnakennt, en mælska er hið sama og
munnræpa. Mikil mælskumaður er sá
sem segir það sem segja þarf, þegar
það á við og á þann hátt að eftir er tek-
ið. Orð hans hafa áhrif á áheyrendur,
festast þeim í minni og stundum hrífur
mikill mælskumaður
fólk, jafnvel heilar þjóð-
ir, með sér. Skiptir þá
miklu máli hvernig
hlutir eru sagðir en
einnig rödd og fas
ræðumanns. Af fræg-
um ræðu- og mælsku-
mönnum síðari tíma má
nefna Sir Winston
Churchill. Í samanburði
við hann bliknuðu
margir helstu stjórn-
málamenn veraldar,
urðu að hálfgerðum
blaðurskjóðum. Churc-
hill var hins vegar ekki
einn þeirra sem tóku til máls við hvert
tækifæri.
Þessar hugleiðingar sóttu að mér
þegar ég sat og las bókina, sem hér er
til umfjöllunar. Í henni er mikið efni
og fróðlegt, margar skemmtilegar og
hnyttnar athugasemdir, ræðubrot og
tilsvör, en ósköp lítið um eiginlega
mælsku. Það kann að stafa af ein-
hverju leyti af því að list mælsku-
manna kemst ekki alltaf
til skila á prenti og
kannski hefur ekki verið
svo mikið um mælsku-
menn á Alþingi Íslend-
inga síðustu áratugina
þótt margir hafi talað
mikið.
Bókin Með leyfi for-
seta hefur að geyma eins
konar úrval úr ræðum
þingmanna, eða öllu held-
ur Alþingistíðindum frá
árunum 1944–2000. Mjög
misjafnt er hve mikið er
haft eftir einstökum þing-
mönnum og ýmsir þeir er
sátu lengi á þingi á þessum tíma kom-
ast ekki á blað. Við því er auðvitað ekk-
ert að segja en vandasamt hlýtur að
vera að velja efni í svona bók og verður
líklega aldrei gert svo öllum líki.
Margt er gagnlegt við þessa bók en
helsti gallinn við hana er sá, að hún
verður varla lesin nema fólk hafi ann-
aðhvort næsta óbrigðult minni og hafi
fylgst náið með þingsögunni, eða hafi
gott uppflettirit um sögu Íslands á 20.
öld við höndina. Bókinni er skipt í
kafla eftir þingum og síðan birt ræðu-
brot eða -bútar frá hverju þingi fyrir
sig. Ræðumanns er vitaskuld alltaf
getið og listabókstafs (sem segir þó
ekki alltaf mikið) og á eftir hverju
ræðubroti segir í mjög stuttu máli
hvenær viðkomandi orð hafi fallið og
af hvaða tilefni. Þessar skýringar
hefðu þurft að vera ýtarlegri, enda
hætt við að lesendur eigi oft erfitt
með að átta sig á samhenginu. Nútím-
inn er fljótur að gleyma og þingmenn
og afstaða þeirra gleymist nánast
jafnskjótt og þeir hverfa úr sviðsljós-
inu, ef ekki fyrr. Af þeim sökum er
hætt við að fólk sem enn hefur ekki
náð miðjum aldri eigi t.a.m. erfitt með
að skilja hvers vegna Einar Olgeirs-
son var svona mikið á móti hernum og
NATO eða hvers vegna Pétur Otte-
sen var svo ákafur í landhelgismálum.
Og hverjir voru þeir? Mörg fleiri slík
dæmi mætti nefna.
Mælskumenn og þrasarar
BÆKUR
Ræðubrot
MEÐ LEYFI FORSETA
Hugsjónir, hnyttni, tíðarandi. Leifur
Hauksson valdi efnið. Útgefandi: Al-
menna bókafélagið 2003, Reykjavík.
526 bls.
Jón Þ. Þór
Leifur Hauksson
FRAMTÍÐ handan hafs er í meg-
indráttum cand.mag.-ritgerð Helga
Skúla Kjartanssonar frá árinu 1976.
En það eru fleiri sem koma að verk-
inu, því Steinþór Heiðarsson sagn-
fræðinemi á MA-stigi við Háskóla Ís-
lands bjó bókina til prentunar og það
er Sagnfræðistofnun Háskóla Ís-
lands sem gefur út, undir ritstjórn
Gunnars Karlssonar. Steinþór telst
einnig meðhöfundur Helga Skúla að
bókinni, því saman endurunnu þeir
tölfræðihluta ritgerðarinnar. Sú end-
urskoðun var byggð á Vesturfara-
skrá Júníusar Kristinssonar frá
árinu 1983, þar sem vönduð heimild-
arvinna liggur að baki lista yfir Ís-
lendinga sem sigldu vestur um haf á
tímabilinu. Steinþór og Helgi Skúli
hafa útbúið 19 töflur yfir fjölda vest-
urfara eftir árum, aldursskiptingu
hópsins, flokkun eftir starfi og stöðu,
siglingar til Íslands og fleiri atriði
sem máli skipta fyrir sögu og sam-
hengi þessa mestu mannflutninga Ís-
landssögunnar eftir landnámið sjálft.
Það er gagnlegt fyrir sagnfræðinga
og fróðlegt fyrir aðra áhugamenn um
Ameríkuferðir Íslendinga að geta nú
nálgast þessar tölur á því formi sem
þarna er að finna. Þetta er í þremur
af níu köflum bókarinnar, en kafli
sem fjallar um heimildir er einnig
endurunninn að miklu leyti.
Þá eru enn ótaldir hinir fimm kafl-
arnir sem reifa sögu vesturferða, bæði
í alþjóðlegu og íslensku samhengi og
velt er upp spurningum um orsakir og
afleiðingar. Þeir kaflar eru lítt endur-
unnir. Í heimildaskránni taldist mér
að 12 heimildir væru yngri en frá 1976.
Þar af eru fjórar greinar eftir Helga
Skúla, en hinar eru flestar töl- og lýð-
fræðilegs eðlis og tilheyra því töl-
fræðihlutanum og er Vesturfaraskrá
Júníusar þar meðtalin. Ein þeirra er
reyndar talin tvisvar og fækkar því
nýjum heimildum niður í 11. Af þeim
eru fimm yngri en frá 1990.
Helgi Skúli segir í formálanum: „Á
háskólaritgerð, sem farin er að halla í
þrítugt, hljóta ellimörkin að vera
nokkuð tilfinnanleg, ekki síst í því að
þar er talað framhjá heilli kynslóð
fræðirita, en umræðu
haldið uppi við eldri
höfunda um sjónarmið
sem síðan hafa breyst.“
(10) Þetta má til sanns
vegar færa, því rit
sagnfræðings er ekki
annað en innskot í alda-
langt samtal um heim-
ildir sem breytast lítið
eða ekki, en hvert inn-
legg ber keim af þeim
tíðaranda og þeirri
samræðu sem á sér
stað innan greinarinn-
ar og í skyldum grein-
um um þær mundir. Til
þess að sagnfræðibæk-
ur séu gefnar út löngu eftir að þær eru
skrifaðar þurfa þær oftast að hafa
sannað að þær standi enn fyrir sínu
þrátt fyrir þetta. Þess vegna nægir
ekki að hafa fyrirvara á ellimörkum til
þess að uppfylla þau skilyrði sem sett
eru fyrir fræðilegri útgáfu.
Því er óhjákvæmilegt að spyrja
hvað hafi ráðið því að Sagnfræði-
stofnun ákvað að gefa út svo gamla
rannsókn í ritröð fræðirita, en frá því
er ekki sagt. Fyrst sú leið var farin að
endurskoða ekki alla bókina, hefði
verið nauðsynlegt að hafa fræðilegan
formála þar sem gerð væri skýr
grein fyrir stöðu rannsóknarinnar í
samhengi fræðaumhverfi samtím-
ans. Ef til vill mætti slaka á þeim
kröfum ef útgáfan væri hjá einhverju
almennu bókafélagi, en jafnvel þá
græfi formálaleysið undan trausti
lesandans, því hann getur engan veg-
inn verið viss um hvað hann hefur í
höndunum nema lesa sér mikið til
annarstaðar. Það er ekki aðeins að
fjölmargt hafi bæst við vesturferða-
rannsóknir Íslendinga á síðastliðn-
um árum, eins og talið er í formál-
anum, heldur hafa slíkar rannsóknir
einnig blómstrað í öðrum löndum
undanfarið og fræðileg umræða hef-
ur tekið stakkaskiptum ef litið er á
málin í stærra samhengi, bæði í fé-
lagssögunni og almennt í vísinda-
heiminum.
Heimildaskráin er kapítuli út af
fyrir sig. Á einum stað er heimild tví-
tekin, eins og áður var getið, og
furðulegt hlýtur að teljast að notast
sé við tvær leiðir til að skrá ártöl í
jafn stuttri skrá og samt er í því
ósamræmi. Kommur vantar sum-
staðar, svigi lokast óforvarendis og
stafabil eru stundum tvö og stundum
eitt. Í einni færslu taldi ég tíu villur!
Það hvarflar að manni að óvart hafi
gamalt vinnueintak lent í útgáfu.
Hvar var prófarkalesarinn? Það
kann að vera að sumir kunni að telja
svona athugasemdir smámunasemi,
en það er nú einu sinni hún sem er
stolt og leiðarljós sagnfræðinnar.
Framtíð handan hafs er tvískipt
bók. Hluti hennar stendur fyrir sínu
sem sagnfræðiútgáfa á 21. öldinni, en
hinn hlutinn er heimild um vandaða
aðferðafræði og umræður eins og
gerðist í byrjun síðasta fjórðungs 20.
aldar. Hvor hlutinn um sig er áhuga-
verður á sinn hátt, en gildi hennar
hefði aukist til muna ef fræðilegur
formáli hefði fylgt.
Vesturfræði – nýtt og bætt
SAGNFRÆÐI
Framtíð handan hafs. Vesturfarir
frá Íslandi 1870–1914
Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heið-
arsson
Studia historica, ritstjóri Gunnar Karls-
son, 176 bls. Útgefandi Sagn-
fræðistofnun og Háskólaútgáfan 2003
Lára Magnúsardóttir
Helgi Skúli Kjartansson Steinþór Heiðarsson
ÉG VEIT af hverju trén eru með
lauf og sitthvað fleira um plöntur
nefnist fræðibók sem þýdd hefur
verið á íslensku. Mun hún vera ein úr
flokki slíkra bóka sem gefnar hafa
verið út undanfarin ár og ætlað er að
koma til móts við fróðleiksfúsa unga
lesendur. Fá þeir enda að vita hvað
plöntur eru, hvar þær vaxa og hvert
eðli þeirra er, svo dæmi séu tekin af
fyrstu síðunum, en á hverri opnu eru
2-4 spurningar ásamt svörum, stutt-
um fróðleiksmolum og góðum mynd-
skreytingum. Spurt er hvaða blóm
lykti verst, hvaða plöntu fylgi einka-
sundlaug, hvaða planta vaxi hraðast,
hvaða plöntur séu elstar, af hverju
tré séu með þyrna og svo framvegis.
En þeir sem hafa gleymt af hverju
trén fella laufin á haustin og annarri
grundvallarvitneskju úr líffræði
verða líka margs vísari.
Bókin hentar bæði börnum sem
farin eru að lesa og þeim sem yngri
eru og spá mikið í lífið og tilveruna.
Textinn er léttur og vel unninn.
Trén eru með lauf er í stuttu máli
sagt fræðandi og skemmtileg lesning
fyrir börn og fullorðna.
Fræðsla fyrir
stóra og smáa
BÖRN
Trén eru með lauf
ANDREW CHARMAN
32 bls. Þýðing Sigrún Á. Eiríksdóttir.
Æskan 2003
Helga K. Einarsdóttir
Víkingslækj-
arætt VIII bindi
er komið út.
„Nú er enn
fram haldið út-
gáfu þessa
merka og
mikla ætt-
fræðiverks
sem hófst að
nýju á síðast-
liðnu ári eftir
nokkurt hlé. Ættin er kennd við Vík-
ingslæk í Rangárvallasýslu og er út-
gáfan núna byggð á fyrri útgáfum
Péturs Zophaníassonar með mikl-
um viðbótum.
Í þessu bindi er 3. hluti h-liðar
ættarinnar, niðjar Stefáns Bjarna-
sonar, í þessari lotu niðjar Guð-
mundar Brynjólfssonar á Keldum og
fyrstu konu hans, Ingiríðar Árna-
dóttur,“ segir í fréttatilkynningu frá
útgefanda.
Útgefandi er Skjaldborg ehf.
Bókin er 333 bls.
Verð: 5.480 kr.
Ættfræði