Morgunblaðið - 16.12.2003, Síða 3

Morgunblaðið - 16.12.2003, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 B 3 BÆKUR Ævisögu Halldórs Laxness hefur verið beðið. Fyrir sumum blandaðist biðin hins vegar einhvers konar ónotalegum hrolli þegar fréttist að Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, ætlaði að ríða á vaðið og gera lífshlaupi þessa mesta rithöfundar Íslands á tuttugustu öld skil. Ekki er þörf á að rekja ástæðurnar fyrir því að sumum þótti Hannes óheppilegur ævisagnaritari Hall- dórs, fjölmiðlar hafa síð- ustu mánuði gert slíkum skoðunum og svörum Hannesar rækileg skil – og er þeim aukinheldur ofaukið, og þetta er kjarni málsins, því ævisagan komin út, fyrsti hluti af þremur, öllu heldur, og það er verkið sem talar máli höf- undar. Hér er fjallað um ævi Halldórs fram til þrítugs, að útgáfu Sölku Völku. Úr miklu er að moða, skáldið fór ungt að heiman og út í heim þar sem það tók heils hugar þátt í alþjóðlegum hrær- ingum í menningu, trúmálum og list- um. Gerðist kaþólskur og skrifaði sína fyrstu merku bók, Vefarann mikla frá Kasmír, í klaustri. Fór til Bandaríkj- anna, reyndi fyrir sér í Hollywood, og varð enn róttækari í stjórnmálum. Ögraði stjórnmálamönnum heima á Íslandi og reitti heilu þjóðfélagshóp- ana til reiði með róttækum skrifum um menningar- og þjóðmál, þ.á m. um raflýsingu sveitanna, þrifnað og sósíal- isma. Flestir þekkja þessa sögu í gróf- um dráttum. Sömuleiðis kannast þeir sem lesið hafa sjálfsævisögur Halldórs við frásögn hans af ýmsum atvikum í barnæsku og árunum í Mosfellsdal. Líkt og um marga þá einstaklinga sem áhrif hafa á samtíma sinn, standa í ólgu hans miðri og móta samfélagið, er lífshlaup Halldórs Laxness þjóðinni kunnugt, upp að ákveðnu marki. Þá hafa verk Halldórs talsvert verið rannsökuð, og nokkur fræðirit um þau komið út, ásamt fjölda greina í tímarit- um. Þó er nú svo að einhver beygur hefur verið í fræðimönnnum við að ráðast í verkefni sem telja má mik- ilvægan grundvöll sérhæfðari rann- sókna, og það er heildstæð ævisaga þar sem gert er grein fyrir lífshlaupi og ævistarfi skáldsins á skipulegan hátt. Í slíku verki má búast við lýsingu á mótun og þroska þar sem hið smáa er sett í samhengi við hið stóra, greint frá áhrifavöldum og þeirri þróun sem leiddi til sköpunar verkanna sem halda nafni skáldsins á lofti. Framtak af þessu tagi á þó aldrei síðasta orðið um viðfangsefnið, heldur hlýtur að teljast sjálfsögð tilraun til að draga upp eins konar kort af áhugaverðu en að sumu leyti ókunnu landsvæði, kort sem í framhaldinu getur reynst þeim sem hyggja á nákvæmari og sértækari útleggingar ómetanlegur leiðarvísir, stökkpallur og viðmið. Utan vel þekktra hornsteina og tímamóta í lífi Halldórs, og til hliðar við það líf skáldsins sem lifað var fyr- ir sjónum almennings, er þó að mörgu að huga ef ætlunin er að skapa heildstæða mynd af rithöfund- inum. Sú er ætlun Hannesar Hólm- steins og hefur hann því tekist á við það hvort tveggja, að safna saman minna og lítt þekktum heimildum um skáldið sem og þeim sem betur eru kunnar. Í tilviki síðarnefnda efnis- flokksins, en í hann falla sjálfsævi- söguleg skrif skáldsins ásamt um- sögnum og frásögnum samtímamanna sem birst hafa á prenti, felst verkefni ævisöguritar- ans kannski einna helst í úrvinnslu og sköpun samfellu, ásamt því, í sum- um tilfellum, að staðfesta stað- reyndagildi. Hins vegar kallar verk- efnið einnig á sjálfstæða rannsóknarvinnu og virðist Hannes, af heimildaskrá bókarinnar að dæma, hafa ágæta yfirsýn yfir þann fjársjóð sem geymdur er í einkabréf- um og ólíkum skjalasöfnum. Undir leiðsögn Hannesar fylgist lesandinn þannig með Halldóri vaxa úr grasi og taka á sig þá mynd sem þekkt varð. Halldór var með ein- dæmum efnilegur rithöfundur, orð- inn vel þekktur á Ís- landi er hann losaði tvítugt, en líka ævin- týragjarn og sóttist eftir reynslu bæði inn- anlands og utan. Frá- sögnin er alla jafna lát- laus og færist mjög í aukana þegar skáldið unga tekur upp þann sið að senda vinum og vandamönnum sendi- bréf um hugðarefni sín, sem mörg hver hafa varðveist. Mynd er brugðið upp af bráðþroska manni sem býr yfir takmarkalaus- um metnaði til að ná árangri á sínu kjörna sviði skáldskaparlistarinnar. Halldór var greinilega „gení“ að mörgu leyti þótt hann hafi einnig sýnt af sér hroka, stundum um efni fram, en skýrlega er sýnt fram á að ákveðnar skoðanir, og vilji til að koma þeim á framfæri, voru órjúfanlegur þáttur í því sem gerði Halldór að manninum sem hann var. Greint er frá ástamál- um höfundar án skinhelgi, en líka án æsingar, og fæst þannig fram raunsæ mynd af einstaklingi sem, þegar að málum hjartans kom, var ekki ýkja frábrugðinn öðrum þótt í ljós komi snemma að var hann reiðubúinn að fórna miklu fyrir hug- sjónir. Halldór var maður sem átti vini og óvini. Stundum færðust menn úr öðr- um hópnum í hinn, líkt og var með Jónas Jónsson frá Hriflu, en algeng- ara var að tekin væri afstaða til Hall- dórs, hvort sem viðkomandi voru honum kunngir eður ei, og síðan staðið við hana. Kannski breytti Nóbelsmedalían þar einhverju um, en einn af kostum bókar Hannesar er hvernig skýr mynd birtist af þeirri blóðlínu sem persóna Halldórs og verk hans ristu í sandinn í íslenskum menningarheimi. Þrítugur var hann orðinn þjóðþekktur einstaklingur sem fáir komust hjá að taka afstöðu til. Kemur hér að vinum Halldórs og Unuhúsi. Ef saga íslenskra bók- mennta á 20. öld á sér heimilisfang er það óneitanlega á Garðastræti. Það vinarþel sem ríkti milli Halldórs og þeirra kumpána Þórbergs og Er- lendar er hjartað í bókinni, og þar er sannarlega mikil saga á ferð sem vert væri að gera skil í sérstöku verki. Hannes tekur sér hlutlausa stöðu, sem það framast er hægt í verki sem þessu, og gerir sér far um að halda sig í ákveðinni fjarlægð frá hugar- heimi Halldórs þegar heimildir skortir. Þetta er aðferð sem ekki verður gagnrýnd, hún er ábyrg og örugg, en vissulega ekki sú eina sem hægt er að fara. Bókmenntatúlkanir Hannesar halda sig sömuleiðis á svæði sem ljóslega er fyrirfram af- markað – fjallað er um verk Halldórs stuttlega og aðallega leitast við að finna fyrirmyndir að sviðsetningum og söguhetjum. Þannig heldur Hann- es sig nokkuð til hlés þegar að bók- menntatúlkunum kemur, og er þar vafalaust um meðvitaða ákvörðun að ræða. Hugsanlegt er að Hannesi hafi fundist styrkleikar sínir liggja ann- ars staðar, og því skynsamlegt að fylgja þeirri stefnu. Það er reyndar í köflunum sem fjalla um bókmennta- verk Halldórs sem rödd ævisagnarit- arans kemur helst fram. Þannig bregst Hannes við róttækum póli- tískum skoðunum Halldórs, til dæm- is í umfjöllun sinni um Alþýðubókina og Sölku Völku, og hreyfir nokkrum mótmælum. Kannski væri réttara að segja að höfundur bendi á veikleika þar sem athugsemdir í þessum til- fellum eru skynsamlegar. Ólíkt því sem margir kunna að hafa haldið reynist hlutleysi Hann- esar e.t.v. helsti galli bókarinnar. Er hér aðallega átt við ákveðna fælni við að leggja út af heimildum og stað- reyndum, og nokkuð sker Hannes við nögl tækifærin til að gera Halldór að spegli samtíðar sinnar. Of langt er að sjálfsögðu hægt að ganga í því en stundum fannst mér of stuttlega vik- ið að ytra samhengi atburðarásar- innar. Þetta breytist þó í síðasta þriðjungi verksins þegar gott jafn- vægi finnst við að gera grein fyrir ís- lenskum stjórnmálum um það leyti sem Halldór kastar sér út í þjóð- félagsumræðuna. Að öðru leyti eru ættartölum og staðháttum vissulega gerð skil, líkt og þykir hæfa í íslensk- um ævisögum, en mér fannst til að mynda nokkuð einkennilegt hversu hratt var horfið yfir dvöl Halldórs í Berlín í kjölfar fyrra stríðs, og sömu- leiðis efast ég um að skáldsaga Stef- áns Zweig, Veröld sem var, sé kjarn- besta heimild sem fáanleg er um ástandið þá, þótt ágæt sé. Upp úr stendur þó að fyrir hina ís- lensku 20. öld var Halldór Laxness afar mikilvægur. Halldór hreyfði við þjóð sinni, kom henni bókstaflega á ið, hann bar hróður hennar víða um heim, og skapaði henni nútímalega sjálfsmynd á fleiri vegu en upp verða taldir. Hann var um áratugaskeið menningarmiðja, viðmið en líka upp- spretta illinda og deilumála. Heiður- inn sem honum hlotnaðist árið 1955 með Nóbelsverðlaununum gerði hann kannski að lokum hálfheilagan í augum þjóðarinnar, en það eru þó ekki síst afrekin sem hann vann fyrir verðlaunin sem skipta máli. Og Hannes hefur hér sögu þessara af- reka og gerir þeim verðskulduð skil. Halldór er hvorki gerður fullkominn né er skammast út í hann að óþörfu. Útkomu ævisögu Halldórs Lax- ness hefur þannig ekki einungis ver- ið beðið í haust vegna þess að óvænt- ur höfundur réðst í verkið. Ævisögu Halldórs hefur einfaldlega verið beð- ið. Mikilvægt, knýjandi, safaríkt, um- fangsmikið, miðlægt og æsispenn- andi viðfangsefni beið þess ár eftir ár, og jafnvel áratug eftir áratug, að fræðimaður, eða einfaldlega fróður maður, tæki sér fyrir hendur að gera því skil. Reyndar felst ákveðin vís- bending um fræðilegt framtaksleysi í þeim augljósa skorti sem þjóðin enn býr við um faglegar og metnaðarfull- ar ævisögur um flest höfuðskáld ís- lensk á 20. öldinni. Orku fræðimanna er fyrst og fremst beint í öruggan farveg fortíðarinnar, þar sem bók- menntum frá Íslendingasögunum til Hallgríms er gerð skil í þaula, sumir hætta sér alla leið inn í rómantíkina, en svo er nútíminn skilinn eftir upp- námi, en þar eru styttri greinargerð- ir oftast látnar duga. Hér var Hall- dór lengi skýrasta óminnisgapið, í senn sorglegt og furðulegt hversu lengi þurfti að bíða eftir að í það væri fyllt. Og á því Hannes Hólmsteinn Gissurarson ekki hrós skilið einvörð- ungu fyrir ágæt vinnubrögð heldur – og reyndar í ljósi þeirra – einnig fyrir sjálft framtakið. Að láta vandasaman og margflókinn nútímann ekki festa sig í bönd heldur ráðast í risavaxið verkefni og sinna fyrsta hluta þess afbragðsvel. Skáldatími ÆVISAGA Halldór: 1902–1932 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON 620 bls. Almenna bókafélagið. Reykjavík. 2003 Björn Þór Vilhjálmsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson Vængjuð spor, saga Sigríðar Jóhannesdóttur Hansen, er eftir Oddnýju Sen. Hér kallast á tvær sögur úr nútíð og fortíð þar sem nútíma- konan Sigríður kemst á snoðir um átakamikla ævi formóður sinn- ar. Skáldverkið er byggt á ævi Sigríð- ar Jóhannesdóttur Hansen, sem var uppi á 19. öld. Í nútímanum og á nítjándu öld fléttast saman vandamál kvenna sem eru tímalaus; fóstureyðingar nútímans taka á sig blæ dulsmála nítjándu aldarinnar. Á meðan á heimildaleitinni stend- ur kynnist Sigríður nútímans manni með dularfulla fortíð og takast með þeim ástir. Hún þarf einnig að gera upp hug sinn varðandi óhugnanlegt sakamál. Í lokin tvinnast líf beggja kvennanna saman á örlagaríkan hátt. Þess má geta að Sigríður Jó- hannesdóttir Hansen var amma Oddnýjar Erlendsdóttur Sen, en höf- undur skrifaði bók byggða á lífi hennar, Kínverskir skuggar, sem kom út 1997. Útgefandi er Bókaútgáfan Salka. Björg Vilhjálmsdóttir hannaði kápu og Litróf sá um prentun. Verð: 3.980 kr. Söguleg skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.