Vísir - 03.02.1981, Blaðsíða 1
Keppa við
bestu ðku-
Póraheims
Bræðurnir Ómar og Jón Ragn-
arssynir héldu utan ineð Flug-
leiðaþotu í morgun til að taka þátt
i alþjóðlegri rall-keppni erlendis,
fyrstir islendinga. Keppnin er
haldin i Sviþjóð og nefnist
Swedish International. og er eitt
af meiri háttarröllum, sem haldin
eru og taka allir helstu rall-öku-
þórar heims þátt í því.
Ómar og Jón munu undirbúa
sig og læra keppnisleiðina, sem er
1350 kilómetra löng, þar til rallið
hefst 13. febrúar.
Þeir bræður voru nokkuð
spenntir, er þeir lögðu af stað i
morgun, en þreyttir. Til dæmis
svaf Ómar ekkert i nótt. Hann var
að vinna við undirbúning, vinnu,
sem hann tafðist frá vegna elds-
umbrotanna i Gjástykki. Sagði
Ómar, að þetta væri i fimmta
skipti, sem eldsumbrot hæfust,
þegar hann væri að fara i rall-
keppni. —ATA
Þriöjudagur 3. febrúar 1981, 27. tbl. 71. arg.
Bensínkaupin skýrast
Rannsókn Kötlufelismálsins er
haldið áfram, og að sögn Þóris
Oddssonar, vararannsóknarlög-
reglustjóra, telur lögreglan sig nú
hafa vissu fyrir þvi, hvar og hve-
nær bensinið var keypt, sem not-
að var til voðaverksins.
Eins og Visir skýrði frá i gær
hafði rannsóknarlögreglan spurst
fyrir um það hjá leigubilstjórum,
hvort þeir hefðu skömmu fyrir at-
burðinn ekið með konuna á
bensinstöð og siðan til heimilis
hennar með bensinbrúsa. —AS
Allt tast í uærkvdld
Litiðgekk i samningaviðræðum
Vinnumálanefndar rikisins og
samninganefndar starfsmanna
rikisverksmiðjanna i gærkvöldi.
Eiga samningaaðilar eftir að
ganga frá nokkrum atriðum
varðandi heildarsamningsdrögin
og héldu báðir fast við sinar kröf-
ur i þeim efnum. Var i morgun
óljóst, hvaða stefnu málin kynnu
að taka á fundinum, sem boðaður
hafði verið kl. hálf ellefu i dag.
—JSS
Jón og Ómar Ragnarssynir ásamt Renault-bflnum sinum um borð í Flugleiðaþotunni i morgun.
Visismynd: Ólafur Guðmundsson.
Tllraunlr með nvja pakkningu hjá SH:
„STÆKKUÐ ÚTFÆRSLA fl
GÖMLU PAKKNINGUNNI”
„Fimm punda pakkningin er
áratugagömul og hefur dugað vel,
en við verðum að fyIgja þróuninni
og erum að reyna að þróa upp
nýja pakkningu sem segja má að
sé stækkuð útfærsla á þeirri
gömlu”, sagði Markús Waage
deildarstjóri Eftirlitsdeildar
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
annai samtali við Visi i morgun.
Að undanförnu hafa menn frá
SH unnið að þvi i húsakynnum
Bæjarútgerðar Reykjavikur að
gera tilraunir með hinar nýju
pakkningar. Að sögn Markúsar
Waage er verið að leita eftir hag-
kvæmum leiðum sem geta fallið
vel að vinnslunni án þess að vera
of dýrar, en nokkuð ör þróun hef-
ur verið i þessum málum i
Bandarikjunum að undanförnu.
Heyrst hefur að ástæðan fyrir
þessum tilraunum SH sé að Kan-
adamenn hafi boðið mun hag-
kvæmari pakkningar á Banda-
rikjamarkaði og hafi forráða-
menn SH nú hafið tilraunir til að
vera með i þeirri þróun en taliö er
að þessi mál geti haft talsverð
áhrif á sölumöguleika okkar i
samkeppninni við Kanadamenn á
Bandarikjamarkaðinum.
gk—•
Ráðherra
hefnir
harma
sinna
Úmar og Jón héldu
utan í morgun:
Pelsar úr
mannshári
BIS. 18
Reykjavík
undir
ráðstjórn
BIS. 27
Annríki á
útsðlum
BIS. 14-15
Kona
forsætis-
ráðherra
Noregs?
Bls. 5 og
RÍKISSTJÚRNIN RÆÐIR VAXTAMALIN:
TILLÖGIIM SEBLA-
BANKANS HAFNAÐI
Rikisstjórnin ræddi tillögur
Seðlabankans i vaxtamálum á
fundi sinum i morgun, en Visir
hefur eftir áreiðanlegum
heimildum að þær verði ekki
samþykktar óbreyttar.
Helstu athugasemdirnar, sem
gerðar hafa -verið i rikisstjórn-
mm við þessar tillögur Seðla-
bankans, varða það atriði, að
allt niður i eins árs lán skuli
vera verðtryggð. Ef svo stutt
lán verða verðtryggð.hljóti það
óhjákvæmilega að hafa áhrif til
hækkunar vaxta á vixillánum og
öðrum skammtimalánum, og
slikt gengi þvert á stefnu rikis-
stjórnarinnar.
Óttast menn að bankarnir
myndu hafa tilhneigingu til þess
að verðtryggja svo gott sem öll
útlán, en innan rikisstjórnarinn-
ar eru menn þeirrar skoðunar
að verðtryggðu lánin skuli ekki
vera til skemmri tima en
þriggja ára.
Búist er við að rikisstjórnin
taki ákvörðun i dag eða á morg-
un um verðtryggingu á sex
mánaða innlánsreikningum i
samræmi við bráðabirgðalögin,
en aðrir þættir i tillögum Seðla-
bankans sem Visir greindi frá i
gær, verði látnir biða.
—P.M.