Vísir - 03.02.1981, Síða 11
Þriöjudagur 3. febrúar 1981
Framtalseyðublöö eru borin til
landsmanna þessa dagana.
Leiðbeiningar um
sKattaframtal:
100.000
bæklingum
dreift með
eyðublöðum
,,Ég hef ekki tiltækar heildar-
tölur um kostnaðinn og get þvi
ekki gefið neinar hugmyndir um
hann. En það er ljóst að hann er
lýgilega litill, bæði hvað varðar
prentun og dreifingu, og má geta
þess, að leiðbeiningunum var
dreift með framtalseyðublöðun-
um", sagði Kristján Ossur Jónas-
son skrifstofustjóri hjá Rikis-
skattstjóra, er Visir ræddi við
hann um leiðbeiningabæklinga
þá, sem aö þessu sinni var dreift
með eyðublöðum til skattafram-
tals. Voru prentuð um 100.000 ein-
tök og þeim dreift á nánast hvert
húshald.
Fram til þessa hafa leiðbein-
ingar um skattaframtal verið
birtar i fjölmiðlum, en i ár voru
þær prentaðar sérstaklega og
dreift með framtalseyðublöðun-
um. Aðspurður um, hvers vegna
þessi hátturinn hefði verið hafður
á nú, sagði Kristján, að það væri
gert m.a. til að koma upplýsing-
um beint til fólks. Væru þær
hafðar i þvi formi, að hentugt
væri að geyma þær og hafa til-
tækar þegar kæmi að þvi að út-
fylla framtalið. Þá gæti fólk
geymt leiðbeiningarnar með sinu
framtali og hugsanlega haft gagn
af þeim, þegar álagning lægi
fyrir.
„Þótt ég vilji alls ekki lasta þá
þjónustu sem fjölmiðlar hafa
veitt, þá vona ég að þarna sé um
enn betri þjónustu að ræða”,
sagði Kristján. ,,Ég geri ráð fyrir
að það hefði orðið ódýrara að
greiða blöðunum fyrir birtingu,
eins og áður var gert. En þá er
eftir að meta hvort leiðbeiningarn
ar komi ekki að betra gagni með
þessu fyrirkomulagi”.
— JSS
Gleraugnamidstödin
Laugavegi 5*Simar 20800*22702
Gleraugnadeildin
Xiisturstra’li 211. — Simi llátitii
k j
VÍSIR
r---------------------
11
TALSVERT ATVINNU-
í LEVSI A AKUREYRI
A rætur að rekja til samdráttar í byggingariðnaði
„Atvinnuleysið hér er talsvert meira nú, en verið hefur á sama tima á
undanförnum árum”, sagði Heiðrekur Guðmundsson á Vinnumiðlunar-
skrifstofu Akureyrar, i samtali við Visi. Svipaða sögu var að segja á Dal-
vik, olaísfirði, Húsavik, Raufarhöfn og Þórshöfn, en á þeim stöðum má að
nokkru rekja atvinnuleysið til gæftaleysis, sem ekki er óalgengt á þessum
árstima eða bilana i togurum.
20. janúar voru 120 manns
skráðir atvinnulausir á Akur-
eyri, 98 karlar og 22 konur. Ber
þar mest á verkamönnum úr
byggingariðnaðinum, en einnig
er um að ræða 17 vörubilstjóra,
15 verkakonur og 7 iðnaðar-
menn svo einhverjir séu
nefndir. Þá sagði Heiörekuj; að
ljóst væri, að atvinnuleysið væri
meira hjá iðnaðarmönnum en
þessi taía gæfi til kynna, þvi
margir þeirra heföu ekki bóta-
rétt og létu þeir þvi ekki skrá
sig. Er atvinnuleysiö mest hjá
múrurum og máiurum, en
einnig hjá smiöum.
„Það sem er eítirtektarverð-
ast núna, er að karlar eru mun
fleiri en konur, en þaö hefur
ekki verið óalgengt, aö konur
hafi átt við timabundiö atvinnu-
leysi á þessum árstima. Hér er
nær eingöngu um verkamenn ur
byggingariönaöinum aö ræöa,
en hann heíur dregist mikið
saman og risjótt tiöarfar hetur
lika gert erfitt fyrir um uti-
vinnu", sagði Heiörekur.
A Dalvik voru 10 á atvinnu-
leysisskrá, en þar hefur annar
togarinn veriö bilaöur. 1 Olaís-
firði er ekkert atvinnuleysi eins
og er, en „aðeins” unnir 8 timar
ifrystihúsunum. Eitthvað hefur
borið á atvinnuleysi hjá bygg-
ingariðnaðarmönnum, en þeir
hafa þá íarið i fiskvinnu. A
Rauíarhöfn voru 14 á atvinnu-
leysisskrá og á Þórshöln hefur
verið viöloðandi atvinnuleysi,
eins og titt er þar á þessum árs-
tima. Til aömynda voru þar 30 á
skrá á mánudaginn, en færri i
gær, þar sem bátar hafa róðið.
Atvinnuástand var slæmt á
Húsavik framan af mánuöinum,
þar sem Fiskiöjusamlagiö var
stopp. Þar er hafin vinna á ný,
en samdráttur er i byggingum
og atvinnuleysi af þeim sökum.
Einnig hefur veriö atvinnuleysi
hjásjómönnum á smærri bátun-
um vegna gæltaleysis.
Nýr
Samúel
á nœsta
blaðsölustað