Vísir - 03.02.1981, Síða 14

Vísir - 03.02.1981, Síða 14
Þriðjudagur 3. febrúar 1981 Þriðjudagur 3. febrúar 1981 VlSIR ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - „Eins mikið að gera og í Ríkinu á Þorlðksmessu’ ? Okkar landsfrægu — okkar viðurkenndu — okkar vinsæla — okkar stórkostlega......!! Setningar i þessum dúr hefur mátt sjá á siðum dagblaðanna að undanförnu, og hafa þær oft- ar en ekki staðið i sambandi við auglýsingar verslana á þvi skemmtilega fyrirbrigði sem nefnist ÚTSALA. bar er oftast boðið upp á verulegan afslátt á vörum og þeir eru margir sem rjúka upp til handa og fóta og gripa tækifærið. Aðallega'hefur þetta átt við fatnað fram til þessa, en nú eru þess dæmi að útsölur séu hafnar i skartgripaverslunum, bygg- ingavöruverslunum og jafnvel i verksmiðjum, en þá heitir fyrir- brigðið vist verksmiðjuútsala og þykir vist ekki eins fint. Annars þótti það vist fremur - „ófint” til skamms tima að versla á útsölum, og það þýddi til dæmis litið að bjóða ungling- um upp á slikt hér áður fyrr. ,,Fólk á öllum aldri” Verslað á bóndana! Þá eru lika til fleiri afbrigði af söluaðferðum verslana. Nefna má rýmingasölur og bútasölur sem dæmi og allt virðist þetta hafa jafnmikið aðdráttarafl.- 1 gær brugðum við okkur i nokkrar verslanir i höfuðborg- inni þar sem boðið var upp á vörur á útsölu, og var viðast 1 Karnabæ á Laugavegi hófst útsala i gær, og þar hittum við verslunarstjórann Jón Bjark- lind. „bað má segja aö allar þær vörur sem við vorum með i versluninni hér hafi farið á út- söluna”, sagði Jón. ,,Við bjóð- um afslátt sem er á bilinu 16—60%, og erum svo með jakkafötá sérstöku tilboðsverði. Við erum ekki með jakkaíötin á útsölunni, þetta eru alveg ný föt, en við gefum þó 15—20% af látt á þeim”. — Jón sagði að tilgangur út- sölunnarhjá þeim væri aö rýma til fyrir nýjum sumarfatnaði og fólk fengi gott tækifæri til að versla vandaðan fatnaö á hag stæðu verði. „Það er liðin tið að það sé eingöngu sett eitthvert gamaltdraslá útsölurnar, þetta eruallt nýlegar og góðar vörur” sagði hann, þegar við spurðum hann hvað þeir hefðu til sins máls sem segðu að á útsölum væri bara drasl. Ólafla Ingvarsdóttir og Sæunn Grendal sem versluðu á eiginmennina i Karnabæ. I Karnabæ hittum við tvær ungar konur sem voru á leiðinni út úr versluninni meö poka i höndum. „Við förum á útsölu einu sinni „Ég náði I nokkrar skræpóttar”. — vanda. Hermann Gunnarsson hress aO þröngt á þingi og mikið skoðað, þuklað og gramsað. á ári, og förum þá hingað” sögðu þær. „Hér fást góð herra- föt á góðu verði eða á helmings- afslætti og við erum báðar bún- ar að kaupa buxur og skyrtu á eiginmanninn” sögðu þær Ólafia Ingvarsdóttir og Sæunn Grendal. ,,Meira slegið af” „stelpur sjáið þið þessar peysur, þær eru alveg æði!!.... Þessi setning og fleiri i svip- uöum dúr flugu um loftið i versl- uninni 17 á Laugaveginum. Þar hófst útsala i gær sem standa mun út þessa viku, og þröngt var á þingi. — Að sögn af- greiðslustúlknanna er veittur um 50% afsláttur á öllum vör- um, ,,og það er alveg vitlaust að gera” eins og þær orðuðu það. „Já það kemur fyrir að ég fer á útsölu” sagði Jóhanna Sumar- liðadóttir sem var þar að versla ásamt dóttur sinni. „Það er „Nóg aö gera viö aö pakka inn” sagöi Sæbjörn Valdimarsson i Herrahúsinu. Vísismyndir. E.P.S. miklu betri vara á útsölunum i dag en áður var, og meira slegið af, og aðallega kaupi ég peysur og skyrtur” sagði hún. „Skræpótt” ,',Ég gleymdi alveg að kaupa sumarfatnaðinn 1979 og hafði þess vegna vaðið fyrir neðan mig núna” sagði útvarps- maðurinn kunni Hermann Gunnarsson sem við hittum klyfjaðan á leiðinni út úr einni útsölunni, nánar tiltekið i Adam á Laugavegi. „Eg lagði áhersluna á að kaupa skræptóttan fatnað núna, það er siðasta hálmstráiö að kaupa skræpótt þegar maður er að reyna að halda i táninga- aldurinn” sagði Hermann og þeysti niður Laugaveginn, sennilega i leit að fleiri útsölum. „Miklu betri vara en áöur var á útsölum" sagöi Jóhanna Sumar- liöadóttir. „Eins og i Rikinu”. „Viðerum sem betur fer bún- ir með okkar útsölu að þessu sinni” sagði Sæbjörn Valdimarsson verslunarstjóri i Herrabúðinni i Aðalstræti er við rákumst þar inn. „Útsölur hljóta að vera nokk- uð gamalt fyrirbrigði hérlend- is” sagði Sæbjörn. „Þær hafa verið við lýði svo lengi sem ég man eftir, sennilega hefur þetta verið tekið upp á striðsárun- um”. „Það er búið að vera vitlaust að gera, þetta var eins og i Rik- inu á Þorláksmessu, maöur hafði bara nóg aö gera við að pakka innfólkiö afgreiddi sig að mestu leyti sjálft. Þetta er sama fólkið sem kemur til okkar ár eftir ár á útsölurnar enda afslátturinn ver'ulegur eða allt upp i 60%.” — Sæbjörn sagði að á útsölun- um hjá þeim væru „restar” hreinsaðar upp og litir og væri þetta mjög góð vara. beir hefðu tvær útsölur á ári, aðra i janúar en hina um mánáðarmótin ág- úst/september þvi þaö væri sá timi sem leyfðar væru útsölur. —gk.—. Jón Bjarklind aöstoöar viöskiptavin i Karnabæ UTSOLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSOLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR - ÚTSÖLUR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.