Vísir - 03.02.1981, Page 16

Vísir - 03.02.1981, Page 16
16 vísm Alvarlegt er aö missa fólk úr hinni fámennu sjómannastétt i hendur keppinauta okkar. Aö kunna aö fara með Dessar fáu krðnur G. Guðmundsson skrif- ar: Þaö gerist æ oitar, að forráða- menn sjónvarps barma sér undan peningaleysi, og nú siöast hefur verið svo djúpt i árinni tekið að rætt helur verið um að hætta al- gjörlega innlendri dagskrárgerð nema fréttaþátta. Það er hryllileg staðreynd, ef af þessu verður, og annað en íagurt til eftirbreytni. Aö við skulum ekki geta veitt Sjónvarpinu það fjármagn sem þarf til að fram- leiða þann litla hluta innlends efnis sem helur verið á hinni ailt of stuttudagskrá, dagskrá sem er allt að helmingi styttri en gerist hjá öðrum þjóðum. En þaö er ekki nóg að barma sér yfir peningaleysi og kunna svo ekki að fara með þær krónur sem til eru og nothæíar eru til innlendrar þáttagerðar. Þvi mið- ur hefur mér fundist sem bruðlað væri með þetta fé i dagskrárliöi sem litið erindi á til almennings. Er nærtækast að neína þætti Björns Th. Björnssonar „Leiftur úr listasögu”, en þessir þættir hafa verið á dagskrá sjónvarps- ins i vetur. Hafa forráðamenn þessarar dagskrárgerðar gert á þvi könnun hvað þetta efni á erindi til mikils hluta sjónvarpsgreiðenda? Ég get svarað þessari spurningu fyrir þá sjálfur, þvi ef sú könnun hefði verið gerð og farið eftir niðurstöðum hennar þá hefðu þættirnir aldrei verið sýndir, svo einfalt er það mál. Sennilega eru þessir þættir ekki dýrir i íramleiðslu, en þeir eru þó dæmi um það hvernig peningun- um er sóað. Fólk væri ánægt með sjónvarpið sitt þótt dagskráin væri stytt, ef i staðinn væri kapp- kostað að hafa á boðstólum efni sem þorri fólks vill sjá, en ekki t.d. þætti eins og þennan, sem höfðar alls ekki til fólksins. Og svona er þetta með fleiri þætti. Garðar Björgvinsson útgerðarmaður á Rauf- arhöfn skrifar: Það er nú ljóst orðið að núver- andi efnahags- og stjórnkerfi þjóðarinnar er að liða undir lok og er það vonum seinna. Þreituhljóð mikil kveða nú við i öllum burðarásum þjóðfélagsins. Flótti dugandi fólks úr landinu eykst með degi hverjum og alvarlegt er að missa fólk úr hinni fámennu sjómannastétt og færa um leið keppinautum okkar i fiskiðnaði dýrmæta þekkingu og reynslu. Vandræði þau er við blasa og aukast sifellt eru öll heimatilbúin og ekki þarf að leita lengi til að sjá að kölski sjálfur er viða að verki. Ég er alveg undrandi á þvi hvað prestar landsins eru mak- ráðir og sofandi á verðinum þvi svo greinilega eru ill öfl á sveimi meðal vor að ekki verður um villst. „Nýtum vatnsaflið i land- inu til að koma afkomu fólks á réttan kjöl” segir Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendiverksmiðj- unnari Visi mánudaginn 19.janú- ar. Þetta eru traustvekjandi orð og i framtiðinni getum við svo sannarlega nýtt vatnsöfl til hags- bóta fyrir upprennandi kynslóð. Landsmenn allir takið eftir orð- um minum og leggið þau á minn- ið. Látið ekki skammsýna menn og jafnvel útsendara illra afla villa ykkur sýn með fagurgala um aukið flóð verðlausra seðla og styttri vinnutima. Fyrir það fyrsta er mesta hamingjan fólgin i þvi að hafa gaman að vinnu sinni svo að hver dagur virðistallt of stuttur. 1 öðru lagi er samdráttur i öllum iðnaði i heimi og þó að þeir huglausu sem sifellt horfa gráðugum augum á imyndaða auðhringa erlenda séu að kvaka á fundum til að villa um fyrir auðtrúa fólki ber að láta það sem vind um eyru þjóta. Ef stjórnmálamenn ætla að halda áfram fávislegri iðju sinni að bæta sifellt á skuldabagga næstu kynslóðir lýsi ég þá hér með rétta og slétta landráða- menn. Þeir sem hugsa sér að kasta fé i stóriðju með erlendum fjárglæframönnum ættu ekki að- vera fjárráða sjálfir hvað þá að framkvæma fyrir aðra. Hefur enginn leitt hugann að þvi hvar við stæðum með verkefnalausa stóriðju? Reiknum með að stóriðja gæti gengið og gæti skilaðarði, þá get- um við samt afskrifað hana þvi mér finnst þessir vesalingar sem stjórna þessari þjóð vera búnir að fremja nógu mörg heimskupör gagnvart henni þótt þeir fari ekki að dæma efingja landsins i færi- bandaþrældóm. Það er sanngjarnt að þeir aðil- ar, sem taka eiga við skulda- summu sem óforsjálir forverar stofna til, fái að ráða einhverju um hvernig þeir vinna hana af sér. Ef við dæmum góða og hrausta æsku þessa lands til að vinna þegnskylduvinnu i stóriðju- verum þessara imynduðu auð- hringa, þá er kölski sjálfur þar að verki. Það eru ekki nema 5-8 ár þar til búið er að yfirstiga þau fáu atriði sem upp á vanta til að hægt verði að selja raforku til annarra landa i gegn um gervihnetti. Þannig getum við selt orku okkar án þess að óhreinka og svivirða landið og án þess að hneppa æsku okkar i lifstiðar þrældóm. Það er enginn vandi að gera Island að Paradis á jörð, það vantar bara eitt höfuð með heilbrigða dóm- greind og huga sem sér langt fram i timann. Bækurnar morandi af villum Guðm. Guðmundsson, Flyðrugranda 4, skrif- ar: Út hafa nú komiö tvö bindi af sjálfsævisögu Steingrims Stein- þórssonar, forsætisráðherra. Hefur sú bók verið auglýst sem merkt ritverk og áreiðanlegt, enda samið eftir dagbókum höf- undar. Við lauslega athugun hefur komið i ljós, að bækur þessar eru morandi af villum, svo að furðu sætir. Skulu hér nefnd nokkur dæmi: 1., bls. 211: Höfundur nefnir þá Hermann Jónasson og Eystein Jónsson, og segir m.a.: „Hófst nokkur kynning með okkur á sumarþinginu 1931”. — Gallinn viö þessa frásögn er sá, að hvor- ugur þeirra félaga átti sæti á þingi þá. Eysteinn var fyrst kos- inn á þing 1933, en Hermann 1934. 1., 261: Um Ásgeir Asgeirsson segir höf.: „Skömmu eítir kosn- ingarnar (1934) gekk hann i Al- þýðuflokkinn”. Ekki er þarna ná- kvæmt frá skýrt, enda kemur þaö fram siðar i bókinni. 1., 266-267: Höf. segir réttilega, að „Rauðka” hafi verið sett á laggirnar 1934. En á bls. 267 segir höf., að árið eftir hafi Emil Jóns- son tekiö þar við formennsku, og hafi hann þá verið „litið yfir fer- tugt”. Hið rétta er, að þá var Emil Jónsson rúmlega þritugur (f. 1902). 11., 38-40: Þegar höf. nefnir ald- ur búnaðarþingsfulltrúa, á auka- þingi 1936, segir hann um Ólaf Jónsson, tilraunastjóra: „Hann var fertugur um þetta leyti”. (Ó.J. var f. 1895, d. 1980). Þetta segir nú höf. á bls. 39, en á næstu siðu segir hins vegar um Svein á Egilsstöðum: „Hann var yngstur fulltrúanna, 43 ára” (?). II., 43. Þar er rætt um þá Jón tvarsson og Þorberg Þorleifsson, og kemst höf. svo að orði: „Þeir vorulitlirvinir Jón og Þorbergur, en Þorbergur varð hlutskarpari”. Þar gætu menn, ókunnugir stjórnmálasögunni, spurt: Um hvað var keppt? Það kemur hvergi fram, en vafalaust hefur það verið þingsætið i Aust- ur-Skaftafellssýslu sem um var deilt. II., 88: Þar er rangt farið með nafn oddvitans á Hvammstanga (1939). Hann er nefndur Eðvarð, en sá maður heitir raunar Eð- vald. Asömu bls. er Hannes Jóns- son, fyrrv. alþingism., sagður fluttur brott frá Kirkjuhvammi. Það stenst ekki, þvi að þar hafði H.J. aldrei aðsetur, að þvi er ná- kunnugur maður segir. II., 130: Skýrt er frá þvi, er höf. og Bjarni Asgeirsson hittu Asgeir Asgeirsson á ferðalagi á Vest- fjörðum árið 1939, að þeir hafi allir verið „nákunnugir og flokks- bræður enn”. Ekki stenst þetta, enda segir höf. á bls. 158, að As- geir Asgeirsson hafi boðið sig fram og náð kosningu fyrir Al- þýðuflokkinn árið 1937, eða tveimur árum fyrr. II., 157: Höf. segir: „Skúli Guð- mundsson þingmaður V-Hún- vetninga og kaupfélagsstjóri á Hvammstanga var nýr þingmað- ur i minum augum þótt hann hefði setið á siðustu þingum”. Ekki er þetta rétt: Skúli Guömundsáon sat aldrei á þingi fyrr en eftir kosningarnar 1937. II., 158: Höf. telur þar Sigurö Bjarnason frá Vigur meðal nýrra þingmanna Sjálfstæðisflokksins 1937. Þarna er rangt frá skýrt: Sigurður Bjarnason kom ekki á þing fyrr en fimm árum siðar, 1942. II., 165: Höf. segir, að 17. april 1939 hafi rikisstjórnin verið endurskipulögð, og að Haraldur Guðmundsson hafi farið úr stjórninni. Hið rétta er, að Har- aldur fór úr stjórninni ári fyrr, eða 1938. og tók þá Skúli Guð- mundsson sæti hans, og var ráð- herra um eins árs skeið. — Enda kvaðSkúli, 1939er ráðherrum var fjölgað i fimm: Ég sat eitt ár, en sumir voruskemur, þvi sætið það er regni og vindi háð. En ég er fús að þoka fyrir þremur, sem þrá að komast upp i stjórnarráð. Mannlýsingar eru margar og oft hinar furðulegustu, i Stein- grimssögu, og ekki er höf. alltaf sjálfum sér samkvæmur. Dæmi: A bls. 135 segir höf. um Snæbjörn á Stað á Reykjanesi, að hann hafi verið „heldur litill maður vexti”, en á bls. 201 er sagt um sama mann: „Snæbjörn var meöal- maður á vöxt, heldur grannvax- inn”. Margar fleiri villur og óná- kvæmni i bókinni mætti tina til, en hér verður látið staðar numið að sinni. Heldur gerir höf. litið úr þeim flokksbræðrum sinum, er reyndu að koma sér i mjúkinn hjá flokks- mönnum annarra flokka. Ekki virðisthöf. þó laus við þann kvilla sjálfur: A bls. 54 i II. bindi segir hann frá ferð norður i land, með viðkomu á Akureyri. Þar skoðar hann Gróðrarstöðina hjá hinum merka manni ólafi Jónssyni (sem nú er nýlátinn), og kemst þá svo að orði: „Þar var allt i sóma og blóma, og ég talaði margt við Olaf, þvi að mér reið á að halda trausti hans vegna óhægrar að- stöðu minnar i Búnaöarfélaginu, þótt þar væri orðið friðvænlegra en áður”. Höf. virðist hafa rekið fyrir- greiðslupólitik i rikum mæli, og kemur það viða fram. I siðara bindi sögunnar, bls. 202 segir höf. frá bónda i kjördæmi, þar sem hann (höf.) var i framboði, og vildi bóndinn fá „simalinu og veg” og skiptingu „i tvö býli og leigðá erfðafestu”. Höf. bætir þvi við, að allar óskir bóndans hafi „ræst 1942, og átti ég ekki svo lit- inn þátt i þvi”. Athyglisverð er notkun ráð- herrabila á timabili „stjórnar hinnar vinnandi stétta”, þvi að höf. (og stundum einnig fjöl- skylda hans) virðist hvað eftir annað vera á ferð i þeim (þetta er löngu áður en hann varð ráð- herra). Þá virðist varðskipið Ægir einnig hafa verið i pólitisk- um snattferðum (sbr. II., 138). Augljós sýnist ástæða þess, að handrit ævisögunnar lá árum saman hjá Búnaðarfélagi Is- lands, sem mjög virðist hafa hik- að viö að gefa söguna út. Kunnug- irtelja,að þar hafi ráðið úrslitum dómharka höf., og það hversu stórorður hann er, og haldinn til- hneigingu til að uppnefna póli- tiska andstæðinga. Dæmi: „Ekkiþótti N.N. hreinlyndur og litill mannasættir”. „Afar metnaðargjörn og skap- hörð”. „Talaði fagurt upp i eyrun, naumast eins á bak, aö ég hygg”. „N.N. er mjög lágur vexti, rek- inn saman, geysilega breiðleitur, leikur oft flærðarlegt glott um varir hans, gefinn fyrir slúður og kjaftasögur — illmálgur maður, svo að ég hefi engan þekkt slik- an”. Einum Búnaðarþingsfulltrú- anna lýsir höf. svo á bls. 38 (II.), að hann hafi verið „stór og digur, svarkur i skapi, atkvæðamaður og duglegur”. Nokkuð bætir höf. úr á bls. 65 og segir þar um sama mann, að hann hafi verið „ákveð- inn, öruggur, djarfur”. — Það skyldi þó aldrei vera, að allnokk- uð af þessari lýsingu mætti heim- færaá ævisöguhöfundinn sjálfan? Læt ég þessi dæmi nægja, að sinni, um samstarfsmenn höf., sveitunga og pólitiska andstæð- inga. Loks er þess að geta, að útgef- endur sýnast hafa „teygt úr” ævi- sögunni úr hófi fram, með stóru letri og með þvi að búta söguna sundur i ótal smákafla. Astæðan til þess, að undirrjtað- ur stakk niður penna um þessa bók er sú, að gera verður kröfu til þess, að ævisögur, sem sagðar eru skráðar eftir dagbókum, séu ekki morandi af villúm og óná- kvæmni. Af gefnu tilefni eru þeir sem senda inn bréf til birtingar beðnir um að stytta mál sitt eins og kostur er.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.