Vísir - 03.02.1981, Síða 17

Vísir - 03.02.1981, Síða 17
Þriðjudagur 3. febrúar 1981 VISLR 52. þáttur. Umsjón: Hálfdán Helgason. IIPPBOÐ F.F. OG FÉLAG FRÍMERKJA- SAFNARA A AKUREYRI Fyrsta frimerkjauppboð ársins hérlendis verður haldið laugar- daginn 14. februar n.k. Fyrir þvi gengst Félag frimerkjasafnara og er þaö hið 34. i röðinni sam- kvæmt upplýsingum á forsiðu uppboðslistans. Eins og að venju verður uppboðið haldið i ráð- stefnusal Hótels Loftleiða og hefst það kl. 13.30. Rétt er að vekja at- hygli á meinlegri prentvillu á for- siðu uppboðsskrárinnar þar sem segir að uppboðið fari fram þann 7. febrúar. Þetta getur verið bagaleg villa lesi menn ekki áfram en neðar á siðunni kemur réttilega fram að uppboðsefnið verði til sýnis að Amtmannsstig 2, laugardaginn 7. febrúar kl. 15—17 og á uppboðsstað þann 14. febrúar kl. 11—13. Sem sagt: UPPBOÐIÐ VERÐUR HALDIÐ LAUGAR- DAGINN 14. FEB. Á uppboðinu verða boðin upp 455 númer ásamt aukanúmeri og eins og ávallt á uppboðum finna þar flestir eitthvað við sitt hæfi. Að undanskilinni áðurnefndri prentvillu er skráin skýr og aðgengileg fyrir bjóðendur, efni flokkað og vel lýst. Sú nýung verður viðhöfð að þessu sinni að ekkert lágmarksverð er á uppboðsnúmerum en listaverð er til viðmiðunar og er það i nýkrónum. Þeir sem ekki hafa tök á að vera viðstaddir uppboðið geta sent skrifleg boð og verða þau að hafa borist uppboðsnefnd Félags frimerkjasafnara, póst- hólf 171, Reykjavlk fyrir fimmtu- daginn 12. febrúar. Frá Félagi frimerkjasafnara á FÉLAQ FRlMERKJASAFNARA PÓSTHÖLF171 REYKJAVÍK - iSLANO FRÍMERKJAUPPBOÐ ÍSLAND n i rAdstefnusal hútels LOFTLEIÐA LAUGARDAGINN Þ. 7. FEB. 1981 KL. 13.30 FF« * AOAMTMANNSSrtQí LAUQARDAQINN Þ. 7. FEBflÚAfl kl. 1S-17 O&A OPPBOOSSTAO Þ. 1«. FEBRÚAR Forsfða uppboðsskrárinnar en þar slæddist inn meinleg prent- villa þar sem segir að uppboðið fari fram 7. febrúar. Hið rétta er að UPPBOÐIÐ VERÐUR HALDIÐ LAUGARDAGINN 14. FEBRCAR. rf Iti W rm w /1TB\ ll 8HF3IÍH] apo.j 0 HUIfH rfmm m m m m uj MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Akureyri berast þær fréttir að næstkomandi fimmtudag verði aðalfundur félagsins haldinn. 1 félaginu munu vera rúmlega fimmtiu félagar og er vonandi, já reyndar mjög trúlegt, að þeir séu samhentir i stuðningi við stjórn félagsins, sem á undanförnum árum hefur unnið mikið og gott starfiþágu safnara ogfrimerkja- söfnunar. Nýjasta framtak hennar verður mjög liklega til þess að afla félaginu enn fleiri liðsmanna þvi nú i vetur hafa birst i Akureyrarblaðinu Degi, frimerkjaþættir i nafni félagsins. Munu þeir birtast mánaðarlega og vekja athygli á félaginu og starfi þess. I þáttum þessum er komiðviðavið og t.d. fjallaði einn þeirra um jólamerki, sem mun vera vinsælt söfnunarefni i félag- inu, annar þáttur tók fyrir sýninguna FRIM 80, sem haldin var hér i Reykjavik og nokkrar hugleiðingar um hana, sem gaman væri að kikja nokkru nánar á við tækifæri, og i þriðja þættinum, sem mér hefur nýlega borist er fjallað nokkuð um fri- merkjaútgáfuna á siðastliðnu ári. Til gamans læt ég fylgja með hér nokkrar linur úr niðurlagi þáttarins: „En eitt er það mynd- efnið, sem orðið hefur útundan á árinu. Arftaki Hólaskóla hins forna — Menntaskólinn á Akur- eyri —átti 100 ára afmæliá árinu. Mynd hins stilhreina skólahúss með aldamótareisn sina, myndi ekki siður sóma sér á frimerki en Landspitalinn og Alþingishúsið. Hér með er skorað á póststjórn- ina að gefa út á næsta ári írimerki með mynd Menntaskólans á Akureyri.” Rétt þykir mér að taka það fram að þáttur þessi mun hafa birst fyrir áramótin. í.fiROYAR FftR-OYAR l OltO’i YR FOROYAR' Nýjar útgáfur Frá Póst- og sima- málastofnuninni hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning um um ný frimerki. ,,Fyrstu frímerki ársins koma út i febrúar og hafa að myndefni tvo merka íslendinga, þá Finn Magnússon (1781—1847) og Magnús Stephensen, dómstjóra (1762—1833). Verðgildi þeirra verða 170 og 190 aurar. Næstu frimerki verða hin svonefndu Evrópu- frimerki, sem fyrir- hugað er að komi út i byrjun mái. Myndefni þeirra verður að þessu sinni sótt i Þjóðsögur. Önnur frimerki, sem ákvörðun hefur verið tekin um, eru frimerki i tilefni af Alþjóðaári fatl- aðra, frimerki i tilefni af 1000 ára afmæli kristni- boðs á íslandi og frí- merki með jarðstöðina „Skyggni” að myndefni, en i haust verða liðin 75 ár frá þvi ísland komst i símasamband við önnur lönd. í undirbúningi eru ennfremur nokkur frimerki með islensk dýr að myndefni og verður nánar til- kynnt um þau síðar.” Postverk Föroya hefur einnig kynnt útgáfuáætlun sina fyrir þetta ár og fyrstu merkin sem út koma eru 4 talsins með myndum frá Tinganes, sem mun vera elsti bæjarhluti Þórshafnar. Merkin eru teiknuð af færeyska lista- manninum Ingálvur av Reyni og grafin af engum öðrum en Slania sjálfum. Siðan koma Evrópu- merkin út i júnimánuði. Þau verða tvö og myndefni þeirra verður færeyski hringdansinn sem sagöur er eiga uppruna sinn i þeim hringdönsum sem dansaðir voru viða i Evrópu á miðöidum. Þessi merki verða einnig grafin af Slania, en hann mun nú vera ráðgjafi færeysku póststjórnar- innar i' útgáfumálum. Er greini- legt að póststjórnin leggur kapp á að koma þvi á framfæri og sem dæmi um það má nefna að með útgáfuáætlun sinni sendi hún nýútkominn bækling „Czeslaw Slania, liv og viriíe”, sem er listi yfir öll þau 500 frimerki, sem hann hefur grafið. Nú, siðla árs, eða I október mun koma út ný seria en vegna væntanlegra burðargjaldahækkana 1. október, hefur ekkienn verið tekin ákvörð- un um fjölda merkja eða verð- gildi. Og að venju lýkur svo. út- gáfuárinu i nóvember en þá koma út jólamerkin og ársmappan verður tiibúin en eins og allir vita er hún orðin mjög vinsæl safn- gripur. Þann 26. febrúar gefa Sviar út frimerki með mynd af fálka (Falco rusticolus). Verðgildið er mjög hátt, það hæsta sem um geturá frimerki a.m.k. á Norður- löndunum, eöa 50 kr. sænskar en það jafngildir tæpum 70 kr. islenskum. Ekki kæmi það mér á óvart þótt þetta frimerki eigi eftir að vera hátt skrifað i frimerkja- verðlistum. V-Þjóðverjar minna á umhverfisvernd með frimerki, sem þeir gefa út 12. feb. n.k. og er verðgildið 60Pf. 17 I» • .• i/ L/ \ LramiOauRí! Frímerki Islensk og erlend, notuð, ónotuð og umslög Albúm, tangir, stækkunar - gler o.fl. ávallt fyrirliggjandi. Póstsendum. FRIMEmOAMIÐITOÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 21A, PÓSTHÓLF 78, 121 RVK. SfMI 21170 Skrifstofuhúsnæði á Akranesi óskast Óskað er eftir að taka á leigu skrifstofu- húsnæði fyrir skattstofu Vesturlandsum- dæmis, Akranesi, frá 1. janúar 1982 að telja. Æskileg stærð 300-500 ferm. Góð bilastæði þurfa að fylgja. Aðeins gott og hentugt húsnæði kemur til greina. Tilboð óskast send undirrituðum. Akranesi 20. janúar 1981 Skattstjóri Vesturlandsumdæmis Jón Eiriksson DLADDURÐADÖRK óskast í KEFLAVÍK Upplýsingar í símo 0466

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.