Vísir - 03.02.1981, Side 27

Vísir - 03.02.1981, Side 27
" VI','.' ■ . • ' Þriðjudagur 3. febrúar 1981 ttáSÍM 17 i i I Á Litla sviði Þjóðleikhússins: Bodies eftir James Saunders Likaminn — annað ekki I Þýðing: Örnólfur Xrnarson I Lýsing: Páll Ragnarsson | Leikmynd og búningar: Jón Svanur Pétursson | Leikstjóri: Benedikt Árnason. I I | Likaminn — annað ekki, segir ■ frá tvennum hjónum, Onnu og * Margeir, (komin af miðjum | aldri) og Helenu og Davið |(nálgast miðjan aldur). I eina tið voru þau öll miklir vinir en | fyrir niu árum slitnaði upp úr . þeim vinskap vegna framhjá- I halda i kross má segja og siðan I hafa þau ekki sést. Hver hjón _ fyrir sig hafa fundið leið til að I búa við trúnaðarbrotið og hvort | annað. Þegar leikritið byrjar J eru endurfundir eftir þessi niu I ár yfirvofandi og þegar þvi lýk- ■ ur liggur fortiðin i valnum. Auk * þessa fjögurra kemur við sögu | ungur nemandi Margeirs, sem ■ reyndi að fremja sjálfsmorð og J liggur nú i lifsgjafarvél á I sjukrahúsi. Liklega er þetta ágætis efni i I leikrit, en er þó, að þvi er virðist I ekki hugðarefnið, sem höfundur vill koma til skila, þ.e. gildi ein- I kvænis og afleiðingar fram- | hjáhalda. Söguþráðurinn er 1 hlaupinnfleiri snuröum töluvert | háspekilegri en þeirri Ispurningu, hvernig leysa megi þá rembihnúta sem reyra hjón | saman. Lifið er flóknara en svo. ■ Hvers vegna þjáist mannskepn- ■ an? Er þjáning nauðsynleg for- | senda skapandi lista? Er ■ óhamingja nauðsynleg til þess I við getum þekkt hamingjuna, | verði hún á vegi okkar? Hvort . hefur meira gildi, lif skáldsins I þyrnum stráð, eða ljóðin sem I það skilur eftir sig? Engar nýj- ar spurningar svo sem og heldur I engin ný svör. Davið og Helena ■ hafa fundið allsherjarlausn, [ „meðferðina”. Verður lifsþján- | ingunni aflétt með patentlausn Ifrá Ameriku sem hægt er að fá með afborgunum? I Það má vera, að hefði höfund- ■ ur lagt minni áherslu á að við- * halda illkvittninni forvitni ■ L--. áhorfandans — hvernig skyldi þetta endurfundapartý fara? og meiri áherslu á sitt raunveru- lega viðfangsefni hefði það ver- ið eftirminnilegra að sýningunni séðri. Hvort skipti meira máli, sú staðreynd að nemandi Mar- geirs reyndi að drepa sig, eða hitt hvenær verður hann tekinn endanlega úr sambandi? Sú spurning viðheldur vissri spennu en sá grunur læðist að mér, að fyrri staðreyndin hafi verið mergurinn málsins. Þetta jafnvægisleysi milli inntaks leikverksins og tækninnar sem mótuð er til að smiða rammann utan um það, varð til þess að Likaminn — annað ekki, varð mér ekki nema miðlungsleikrit, eftir á að hyggja. Þó er það meira á meðan sýn- ingu stendur. Hún er meira en miðlungssýning. Það var mér gleðiefni að sjá nær hnökra- lausanleik innan um sviðsmuni sem i hógværð sinni gáfu rétta mynd. Svona til að bera nú ekki tóm- ar klisjur á borð, er e.t.v. ekki úr vegi að útskýra hvað ég á við með „hnökralausum leik”. Það vildi ég fá að gera með þvi að lýsa þvi, sem mér finnst ekki vera hnökralaus leikur i sliku leikriti sem Likaminn — annað ekki, er. Þaöer, t.d. ef leikari er svo upptekinn við að leika, að i stað þess að leika mann, leikur hann leikara að leika mann. Þá notar hann t.d. handahreyfing- ar, sem enginn raunverulegur maður notar, eða þá röddin er svo annkannalega hátt stillt, að þurfi hún að færa sig örlitið of- ar, klemmist hún og hljómar óeðlilega. Eða þá að leikari með langar setningar, langt eintal, flytur þær eins og utanbókar- lærdóm, i stað þess að haga sér eins og raunveruleg manneskja gerir þegar hún ætlar að segja langt og mikið mál. Hún fikrar sig þá áfram eftir þvi sem hugsanirkoma i kollinn á henni, klórar sér bak við eyrað, nuddar á sér hökuna, tvitekur orð, hugsar sig um og byrjar upp á nýtt o.s.frv. o.s.frv. Þ.e., hún er ekki búin að læra það, sem hún ætlar að segja utanað, löngu áð- ur. Má ég leyfa mér að taka Gisla Alfreðsson sem dæmi? 1 fyrri hluta leikritsins Likaminn — annað ekki, fór hann með langt mál einn og sér eins og aðrir. Honum lá mikið á, flutti mál sem hann hafði lært utanað og flýtti sér að koma þvi út úr sér. Flýtti sér svo mjög, að hann þurftiaðanda á vitlausum stöö- um, svo svelgdist honum á og mismælti sig og byrjaði upp á nýtt með röddina á óþægilegum stað i hæðinni. En þegar leiö á leikritið, sprakk hann út ( ef ég má leyfa mér að taka svo til orða!) i rullunni, hægði á sér, náði þviað tala eins og orðglaði, málvisi maðurinn sem hann var að leika, nógu hægt til að geta lagt áhersluþungann á orðin, sem máli skiptu en þó nægilega hratt til að það virtist rétt, þeg- ar hann var ásakaður um að vera froðusnakkur. Sem sagt — hann skapaði raunverulegan mann. Raunar held ég að Gisli Alfreðsson hafi unnið sigur sem leikari i hlutverki Margeirs skólameistara. Steinunn Jóhannesdóttir, Kristbjörg Kjeld og Sigmundur Orn Arngrimsson „svikú eng- an”. Þeim tókst sem sagt lika að vera eðlileg. Raunar þóttu mér konurnar báðar vera of unglegar og kannski er það eina, sem ég get séð athugunar- vert við leikstjórn Benedikts Arnasonar vandræðanlegar handahreyfingar Steinunnar i fyrri hlutanum . Það kom skrýti- lega óeðlilega fyrir sjónir að sjá þessa konu næstum uppáklædda standandi upp á annan endann allsendis aðgerðarlausa i stof- unni heima hjá sér og eins og Steinunni fyndist það lika, þvi hún reyndi að lagfæra þetta með þvi að leggja hendurnar i kross, stilla þeim upp á mjöðmunum eða eitthvað álika. Leikstjórum væri e.t.v. hollt að velta þvi fyr- ir sér hvers vegna karlar þurfa ekki annað en stinga höndun um i vasann tilað lita eðlilega út! En þetta smáatriði með hendurnar á Steinunni mun óhætt að skrifa á reikning Bene- dikts og dregur ekki úr aðdáun minni á leikkonunni. Það var gaman að fylgjast með þvi hversu fast bæði Steinunn og Kristbjörg sátu i hlutverkum sinum og léku þau út i ystu æsar með finlegum látbrögðum lika þegar aðrir höfðu orðið. Sig- mundur Örn þótt mér einkum sannfærandi i siðari hlutanum þegar hann var i raun og veru eins og köttur með rjóma rétt eins og maðurinn sagði — strok- inn og sibrosandi i barnslegri sannfæringu sinni um rétta lausn á gátunni. Eiginlega vant- aði ekkert nema gula sokkana til að undirstrika ameriskan naivisman, þið afsakið! Um þýðinguna er það að segja, að hún heyrðist vera á réttu talmáli handa þessu fólki, þótt óneitanlega brygöi fyrir orði og orði, sem skaut skökku við. Þjóðleikhúsið má vel við þessa sýningu una, hún er stofn- uninni samborin og fullnægir a.m.k. þeim kröfum sem gera má til leiks og uppfærslu þótt leikritið sjálft liggi milli hluta. Þær kröfur þykja mér svo sjálf- sagðar þ.e. að þjóðleikararnir hafi stil og tækni af svo rikum mæli, að það ætti aldrei að sæta furðu, þótt þeir beri það með sér i leik sinum. Leikstjóri ætti lika að vera þannig valinn, aö hann viti hvar hæfni og kunnátta hvers njóti sin best. 1 Þjóðleik- húsinu ætti það þvi ekki að vera neitttil að hrópa húrra fyrir, þó svo eðlilegum kröfum sé fullnægt. Húrra! Ms I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I VerOur borgin áfram unflír ráðstjórn? Rikisútvarpiö hefur dyggilega flutt nær daglega fréttir af svo- nefndum skoðanakönnunum, sem rauðvinspressan hefur staðið fyrir að undanförnu. Þessar kannanir eru allar gerð- ar i einu lagi, að þvi er virðist — þ.e. hringt er i 600 manns, að sögn, eftir simaskrá og þeir spurðir álits á fjölmörgum hlut- um. Síðan eru svörin við hverri spurningu fyrir sig tiunduð með miklum tilfæringum sem sjálf- stæð skoðanakönnun og auglýst senj slik af fréttamönnum einkaútvarpsins við Skúlagötu. Sumir virðast halda að þessar skoðanakannanir séu merkileg- ar, og byggja það á þvi glópa- láni rauðvinspressunnar að hafa eitt sinn spáö nokkurn veg- inn fyrir um kosningaúrslit — þótt skoðanakönnun sé auðvitað alls ekki spá og þurfi ekkert að segja til um úrslit kosninga sem fara fram á öðrum degien þeim sem könnunin nær til. Engu að siður viröasteinhverjir halda að þetta séu einhver visindi. Það er misskilningur. Þessar skoðana- kannanir eru að sjálfsögðu engu meiri visindi en'annað það, sem rauðvinspressan stundar, svo sem að gutla með ýmsar vinteg- undir hér og þar um heiminn og þykjast hafa vit á þvi hvað sé gott vin og hvaö vont. Síðasta uppákoman I skoð- anakönnunarmálum rauðvlns- pressunnar var að iáta rúmlega tvö hundruð manns, sem svör- uðu i sima I Reykjavik, segja til um fylgi borgarstjórnarmeiri- hiutans. Þar af voru hátt i hundrað óákveðnir eða neituðu að svara, svo ósköp var nú þunnur hópurinn, sem var lát- inn segja til um fylgi flokkanna i Reykjavik. Með þessum makalausa hætti færDagblaðiö þá niðurstöðu, að fast að þvi helmingur kjósenda i höfuðborginni fylgi þeim vinstrimeirihluta, sem stundað hefur stjórnleysi hér slðustu ár- in. Þetta er án efa fjarri sanni, eins og ljóst má verða þegar rætt er við fólk I borginni. Sá meirihluti, sem borgarbúar kusu yfir okkur illu heilli, hefur brugðist vonum jafnvel ötulustu stuðningsmanna sinna og reynst jafn hörnrulegar og sjálfstæðis- menn höfðu varað við. Allt bendir nú til þess, að næstu kosningar verði einmitt bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingar. t þeim kosningum er mikið I húfi. Hvernig þær fara ræðst fyrst og fremst af þvi, hvernig sjálfstæðismenn halda á spilunum I innanflokksmálum sinum. Alþýöubandalagsmenn, sem unnu stærstan sigur i sið- ustu borgarstjórnarkosningum, sitja nú uppi rúnir trausti allra nema gervisona, sem telja út- lenda vandræöamenn mikil- vægari en islenskt alþýðufólk. Kjósendur munu þvi ekki velja slika forystu yfir sig á ný nema tilneyddir vegna sundrungar sjálfstæðismanna. Það styttist nú óðum I lands- fund Sjálfstæðisflokksins. Þess er að vænta, að þar verði gengiö hreint til verks við aö lcysa for- ystuvandamál flokksins. Sjálf- stæöisir.enn hafa ýmsum vösk- um mönnum á að skipa, sem hæglega gætu tekið að sér for- ystuhlutverk, eins og oft áður liefur verið bent á. Þaö tækifæri verður að gripa, þvi mikið er i húfi. Þótt samstarf meirihluta- flokkanna i borgarstjórn hafi oft gengið illa, og þar logað i deil- um á milli forystumanna, þá er lítil von til þess að hægt verði að riðla þeim meirihluta ef þessir þrir flokkar fá áfram meira en hélming borgarfull- trúa i næstu kosningum. Það dugar þvi ekkert annaö en meirihlutasigur Sjálfstæðis- flokksins til að koma Alþýðu- bandalaginu frá völdum i höfuð- borginni. Þaö yrði meiriháttar slys ef sundrung sjálfstæðismanna yrði til þess nú, að borgin héldist á- fram i klóm Aiþýöubandalags- manna að loknum næstu borg- arstjórnarkosningum. Það fer ekki á milli mála, að Alþýðu- bandalagið á allt sitt undir þvi, aðsú sundrung og forystuleysi, haldi áfram. Hversu lengi ætla menn að halda áfram að skemmta skrattanum? Svarthöfði.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.