Vísir - 06.03.1981, Qupperneq 1
Ferðaskrifstofur augiýsa ferðir i leiguflugi
sem ekki hefur fengist leyfi fyrir:
Sterling hefur ekkl
enn lagt inn umsókn
Feröaskrifstofan Samvinnu-
ferðir/ Landsýn hefur auglýst
hópferðir til Danmerkur og við-
ar á sumri komanda með
danska flugfélaginu Sterling.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Visir fckk hjá Steingrimi
Hermannssyni, samgönguráð-
herra, i morgun, hefur ekki ver-
ið veitt leyfi til þessa leiguflugs,
enda engin umsókn borist enn.
Flugleiðir fullyrða, að
Sterling hafi undirboðið þessar
ferðir og hjá forráðamönnum
Samvinnuferða hefur komið
fram, að Sterling bjóði verð,
sem Flugleiðir geti ekki keppt
við.
■B—■—
I*
-
• j/*Vc
Vísir hafði tal af Eysteini
Helgasyni, forstjóra Samvinnu-
ferða, i morgun og spurði, hvort
það væri rétt, að ferðaskrifstof-
an auglýsti leiguferðir með
Sterling, sem ekki væri búið að
veita leyfi fyrir. —Eysteinn
sagðist ekki vilja láta hafa neitt
eftir sér um málið að svo
stöddu.
Þá sneri Visir sér til Stein-
grims Hermannssonar, sam-
gönguráðherra, og spurði hvort
leyfi væri fyrir hendi.
„Það er ekki búið að sam-
þykkja þessar ferðir, en við
erum að kanna þetta hér”,
svaraði ráðherrann.
— En hefur verið sótt um
leyfi?
„Ja, umsókn var ekki komin i
gær. Ég veit ekki, hvort hún hef-
ur komið siöan”.
— Nú hafa Samvinnuferðir
auglýst þessar ferðir. Hafa þeir
þá fengið loforð um að fá leyfið?
„Nei, þeir hafa ekki fengið
neitt loforö, en Sterling flýgur
bæði á vegum Samvinnuferða
og Otsýnar. Þeir flytja farþega
hingað frá Danmörku. á vegum
Otsýnar, en Otsýn selur ekki i
vélarnar út, en Samvinnuferöir
eru með sölu til baka”.
Steingrimur Hermannsson
sagðist ekki geta sagt um, hvort
leyfi yrði veitt, en þaö væri ólik-
legt, að dönsk flugmálayfirvöld
yrðu ánægð meö neitun, enda
gagnkvæmir loftferðasamning-
ar i gildi. En nú væri verið að
kanna fullyrðingar Flugleiða
um undirboð Sterling.
„Við höfum reiknað þetta út
og Sterling hlýtur að borga með
þessu. Sterling er stórt félag
með 19 vélar og 162 flugmenn og
þegar þrengist á markaðinum
heima, reyna þeir að komast inn
hér, — kaupa sig inn — og ef
þeim tekst það, koma fleiri á
eftir”, sagði Sveinn Sæmunds-
son blaðafulltrúi Flugleiða i
morgun. —SG
■ j
| ' . ■
- ■. *■ ' ’
- : x -
Bilar voru viða fenntir inni i úthverfum borgarinnar I morgun. M.a. var mikili snjór i Arbæjarhverfinu, þar sem þessi mynd var tekin.
Visimynd: EÞS
• ■ - ' f 1 K J
Bjarni Guð- mundsson Jóel Guð- mundsson.
veður hamlar
leit í dag
Leit að mönnunum tveimur á
vélbátnum Báru VE hefur enn
reynst árangurslaus, en leitað
hefur veriö frá þvi á miöviku-
dagskvöld.
Bræðurnir tveir, Bjarni og Jóel
Guðmundssynir, eru Vestmanna-
eyingar en fluttust í Garðinn eftir
eldgosið í Eyjum og hafa siðan
stundað róðra frá Sandgerði.
Bjarni fæddist 10. ágúst 1938 ó-
kvæntur, og Jóel fæddist 1. júli
1936,kvæntur fjögurra barna fað-
ir.
Skipulögð leit hófst i fyrrakvöld
með 10 bátum og flugvél frá
Varnarliðinu. 1 gærmorgun fjölg-
aði leitarbátum i 30, auk þess sem
vélLandhelgisgæslunnar tók þátt
i leitinni. Um klukkan 21 i gær-
kvöldi fóru bátarnir að tfnast inn
eftir árangurslausa leit.l morgun
var ekki hægt að hefja leit vegna
veðurs. Fyrirhugað var að leita
úr lofti.en veður hefur hamlað þvi
að vélar kæmust upp. Veður var
hvasst á þessum slóðum á mið-
vikudag og slæmt sjólag. Heldur
hafði lægt i gær, en hvessti svo
aftur i nótt. —AS.
„Hreinn til-
búningur”
Rannsókn málsins stendur yfir
hér hjá okkur og meðan svo er tel
ég ekki eðlilegt að ræða gang
hennar opinberlega”, sagði Hall-
varður Einvarðsson, rannsóknar-
lögreglustjóri, þegar blaðamaður
Visis spurði hann i morgun,
hvernig „heimildarmannamál-
inu” svokallaða miðaði.
1 samtali við blaðamann Visis
fullyrti forstöðumaður Filadelfiu-
safnaðarins, Einar Gislason, að
frétt Dagblaðsins þess efnis, að
konan hafi játað fyrir honum að
hafa veriö völd að brunanum,
væri „hreinn tilbúningur og stað-
leysa”. Viðtaliö við Einar Gisla-
son er á bls. 11 iVisiídag.
—P.M.
Grímuball I Hollywood: sjá Mannlif á bls. 18—19. Visismynd: Frið-
þjófur.
Tunnu-
kóngur
Akur-
eyrar
Hér sést tunnukóngur Akur-
eyrar 1981. Snorri Snorrason,
hreykinn á svip. Sjá nánar I
opnu. Vlsismynd: GS/Akureyri.