Vísir - 06.03.1981, Side 2

Vísir - 06.03.1981, Side 2
2 Föstudagur 6: mars, 1981 Hvernig f innst þér söngvakeppni sjónvarpsins? Susanna Poulsen, verslunarmær: Ekkert sérstök. llögnvaldur Hreiöarsson, poka- tæknir: Alveg þrælgóö. Rósa Ingólfsdóttir: Bara ágæt. Sólveig Asbjarnardóttir: Það er litið i hana variö. Bjarni Guömundsson, lager stjóri: Agæt, gæti samt veriö betri. VÍSIR „Einu sinni var unn- sagnarbréfiö tilbúiö segír Hafsteinn Þorsteinsson símstjóri, sem hefur unnlð allan sinn starfsaldur hjá símanum „Tja, strax eftir fermingu reyndi maður að fá eitthvað að gera, og það vildi svo til að það losnaöi sendilsstarf hjá simanum og ég fékk þaö.” Hafsteinn Þor- steinsson símstjóri i Reykjavik og ritstjóri simaskrárinnar segir þannig frá þvi hvernig hann hóf starf hjá símanum, en hjá þeirri stofnun hefur hann starfað allan sinn starfsaldur. Þaö vildi þannig til að þegar blaöamaður Visis talaöi við Haf- stein i gær og spurði hvar og hvenær hann væri upprunninn, var afmælisdagur hans. „Það var i Vestmannaeyjum fyrir réttum 63 árum, 5. mars 1918.” Hann byrjaði sem sendill, eins og gerist í æfintýrunum, og vann sigupp i að verða forstjóri. Aður en hann varð tvitugur var hann búinn að læra simritun og starfa sem simritari i Vestmannaeyjum og i sildinni á Siglufirði á sumrin. — Hvað gcrði simritari? „Það var áður en teleprinted og telex-tækin komu, þá var þetta allt miklu frumstæðara. Þá komu skeytin sem punktar og strik á pappfrsstrimlum og við vélrituð- um þau upp.” Tvitugur fór Hafsteinn i sim- virkjanám, varö simvirki i Reykjavik og siðan stöðvarstjóri á Reyðarfirði, þegar fjölsiminn var tekinn i notkun þar. Siðan aft- ur til Reykjavikur, 1947 og varð fulltrúi i tæknideild og varð rit- stjóri simaskrárinnar, ásamt Magnúsi Oddssyni 1952. Magnús lét af störfum 1962 og siðan hefur Hafsteinn ritstýrt simaskránni einn. Næsta skref á framabraut- inni var að verða skrifstofustjóri bæjarsimans 1958 og 1975 varð hann simstjóri. — Er ritstjórn simaskrárinnar ekki mikið verk? „Ég hef starfsfólk og það er Sigriður Oddsdóttir fulltrúi, sem það starf mæðir mest á, en ábyrgðin og úrskurðarvaldið er hjá mér. Það hafa auðvitað orðið miklar breytingar á skránni þessi tæp þrjátiu ár, sem ég hef ritstýrt henni. A si'num tima breyttum við brotinu i A-1 til að fá meira pláss á hverri siðu og siðan þriggja dálka, þegar við minnkuðum letr- ið. Núna höfum við von um að geta stækkað letriö um a.m.k. 10%, með þvi aö færa saman Hafsteinn Þorsteinsson, simstjóri dálkana, og koma þannig til móts við þá sem mest kvarta. Núna erum við að koma með skrána i tölvu, og þá verður hægt að vinna hana miklu hraðar. Ef fólk sendir inn breytingar um leið og þær verða, en biða ekki með það, höfum við hana alltaf rétta og tilbúna. Þetta er mikið atriði fyrir okkur. Upplag skrárinnar hefur nærri fjórfaldast á þessum árum, 1952 var það 28.500 en nú 110.000. 1952 voru 10.960 sima- númer i' Reykjavik en nú eru þau 54.400. — Þú hefur unnið allan þinn starfsaldur hjá simanum. Hefur þér aldrei dottið i hug að yfirgefa stofnunina? „Jú, æði oft, jújú. Það var t.d. i striðinu, þá var mikla peninga að hafa i siglingum og þá tók ég mér sumarfri' i siglingar, sem loft- skeitamaður. Hugurinn var mikill þá, þegar maður var yngri, en ekki nú seinni árin. Einu sinni var uppsagnarbréfið tilbúið, en þá löguðust launakjörin aðeins og ég sendi það ekki inn,” sagði Haf- steinn Þorsteinsson. SV veiðiferð Eiginmaöu rinn kom hcim úr veiðiferð, heldur framlágur eftir eitthvaö allt annað en veiðiskap. Ekki nóg mcð að hann hefði vcrið i dýrustu laxveiöiá landsins, veiðin var engin. „Og þú kemur bara heim tómhentur”, sagði ciginkonan með offorsi, „manni skildist svo sem áður en lagt var af stað, að laxarnir kæmu æðandi með opið ginið og bitu á um leið og þú veifaðir litla putta". „Það eru nú kannski ekki alveg allir jafn ein- faldir og þú, góða min”. • Allt I lagi Nonni litli kom heim allur rifinn og tættur, með gloðarauga og sprungna vör. „Hvað á ég að þurfa að segja þér oft að vera ekki að fljúgast á við ókunn- uga stráka, Jón", sagði mamma hans höst. „Ég var ekkert að þvi mamma mín", svaraði Nonni sakleysislega. „Það var Villi vinur minn, sem ég rotaði núna”. Hver ekur eins og ijón? Kristjana Milla Thor- steinsson viðskiptafræö- ingur hefur verið talsvert i sviðsljósinu að undan- förnu fyrir afskipti sin af flugmálum. Það var ein- mitt af þeim sökum, sem Helgarpósturinn tók hana Kristjana Milla fer ekki gangandi á fundina hjá Fjöleign s.f. til yfirhcyrslu á dögun- um. I kynningu sagði að Kristjana Milla ætti enga bifreið o.s.frv. Það skyldi þó enginn halda að hún þyrfti að paufast um i ófærðinni á tveim jafnfljótum. Kristjana Milla ekur nefnilega um á rennileg- um Mercedes Benz, sem Flugleiðir eiga og greiða allan kostnað af. LÚIH skammaður Haukur Már Haralds- son blaöafulltrúi ASt tók heldur betur I lurginn á flokksbróður sinum Lúðvik Jósepssyni, i Morgunblaðinu i gær. Astæðan var margum- rædd heimsókn, Þjóðvilj- ans á vélaverkstæði J. Hinrikssonar, eftir hverja blaðið lýsti hrikalegum aöbúnaði verkamanna á Lúðvik fór á vinnustaða- vapp með Mogganum og hlaut ómældar skammir Hauks Mas að launum. staðnum. Þrem vikum siðar vappaði Lúðvik svo i spor þeirra Þjóðvilja- manna, — en i fylgd með Morgunblaðsmönnunt. Síðan var Lúövik látinn vitna í Mogganum og þá var umræddur vinnustað- ur skyndilega orðinn til fyrirmyndar i alla staði. „1 raun var hann (þ.e. Lúðvík) látinn gefa það fyllilega i skyn að lýsing Þjóðviljans hafi verið lygi”, segir Haukur Már i grein sinni, sem fékkst raunar ekki birt i Þjóð- viljanum. Og Haukur heldur áfram: „Hér er um að ræða siðlevsi manns, sem gefið hefur sigútsem fulltrúa alþýö- unnar á þingi og utan þess. Hér er um að ræða fullkomið virðingarleysi sama manns fyrir baráttumálum verka- lýðshreyfingarinnar....” Einhverjunt varð vist að orði, að þarna væri krækiberiö farið aö skamma lvngið. Álengisvandl Jói sifulli var hjá lækn- inum, sem sagöi honum að hann yrði að minnka drykkjuna, ef ekki ætti að fara illa fyrir honum. „Og ef þú lendir i vandræðum með áfengið, Jóhann minn, þá skal ég liðsinna þér”. Nokkrum dögum siðar kom Jói á þeysispretti og stansaði ekki fyrr en inn I stofu hjá lækninum. „Ég lenti i helv... vandræðum með áfengið læknir, þvi það var búið að loka þegar ég komst þangað. Þú verður að láta mig hafa eina”. Bráðabirgða- nensa Og nú sígur hún Guðrún blessunin Helgadótt- ir bisperrt á þingi Norðurlandaráðs, þrátt fyrir allt og allt. Það muna vist allir eft- ir fjaðrafokinu sem varð, þegar það fór að kvisast, að Guðrún hefði fullan huga á að „sigla” og sitja þingið. Þótti það ekki gott mál, þar sem vara- mannarunan gæti komið á eftir henni og heimtaöi hið sama. Hefði slíkt litið annað en ómældan pen- ingaaustur i för með sér. Guörúnu var þvi neitað um það sem hún sagðist aldrei hafa beðið um. En hún fór samt, i veik- indaforföllu m Stefáns Jónssonar. Segja gár- ungarnir að Stefán hafi Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaöamaður skrifar: skyndilega fengið bráða- birgðaflensu, og Guðrún þar með tækifæri til að heimsækja „elskuvina- klúbbinn” í Danariki. Allur er varinn... Veit nokkur hvers vegna Hafnfirðingar taka alltaf hurðina af, þegar þeir fara á salernið? Til þess að enginn geti kikt á skráargatið. Lokslns Þetta gerðist hjá sál- fræðingi. „Mér liður svo illa, þvi mér finnst ég vera allt annar maður en aörir segja að ég sé”. „Nú, hver heldurðu að þu sért?”. Ég veit að ég er enginn annar en Jósep smiður” -Vertu velkominn”, sálfræðingurinn blíðlega”, ég er nefnilega María mey”.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.