Vísir - 06.03.1981, Page 6
6
VlSIR
Föstudagur 6. mars, 1981
Lokað í kvöld vegna
einkasamkvæmis
SNEKKJAN *
Þessi salur er leigður út fyrir hverskonar
mannfagnaði og fundarhöld.
ATH!
Hagstætt verð á mat og veitingum.
engin leiga fyrir salinn
Opnum fyrir 10 manns
salurinn tekur 40 manns.
•
Laugardagur:
Versala-hlaðborð með heitum pottréttum
12-15.
Verð kr. 85.— pr. mann.
Borðapantanir i sima 45688
Sunnudagur:
Danskt kaffihlaðborð frá kl. 15-18
Steikhúsið Versalir
:::::::::;::::::::::::::::::::::::: ::::• ••:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: ••:::
:::::::::::::: iiiii iiiii iiiii iiiii:::::::::: iiiii::::::::::::::::::::::::::::::::::: ••••'••••••::::::::::
Vilt þú selja
hljóm tæki?
Við kaupum og seljum
Hafið samband strax
UMBODSSALA MEÐ
SKl'DA VÖRUfí OG HUÖMFLUTNINGSTjEKI
GftENSÁSXEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 m
I liiil iiiii ilill iiiii I jjjj iiiii ÍjH: :HEE :H:i :::FI HH: ÍHH HH: H!l!
■ ■•■■• ■■•■■ •■■•• ■■••■ aMta ■■■•■ ••■•• ••••• •■••• •••■• •■■•• ■■■■■ •■■■• ■■■■■ ■•■■• ■■■•■ ■•••■ ■■■*■ ■•■•■ ■■■■•
Þegar að er gáð!
Næturferðin
tii Rouen...
- sem aldrei var
HVAÐ SKEÐI — í
FRAKKLANDI? Þessi
spurning heyrist nú úr
öllum áttum. Þetta er
ekki ný spurning, eftir
að landslið íslands i
handknattleik hefur tek-
ið þá tt í HM-keppninni —
þessarar spurningar var
spurt 1970, eftir HM-
keppnina i Frakklandi,
1978 eftir HM-keppnina i
Danmörku og nú — eftir
B-keppnina i Frakk-
landi.
Þegar ég hef veriö spurður
þessarar spurningar, svara ég
aðeins á einn veg: „Viö fórum
enn einu sinni frá islandi sem
heimsmeistarar — komum aftur
til baka sem lúbarðir hundar”.
Hvort þetta svar sé rétt, læt ég
aöra dæma um. Þvi er þó ekki
hægt að neita, að við höfum ávallt
fallið ofan i sömu gryfjuna — of-
metnast af góðum árangri lands-
liðsins i vináttuleikjum i Laugar-
dalshöllinni, rétt fyrir brottför út i
alvöruna. Leikmenn hafa farið út
fullir bjartsýni, en siöan hafa þeir
ekki þolað pressuna, þegar á móti
blés — skýjaborgimar hafa hrun-
iö. Ég féll eiimig i þessa gryfju —
hélt með sama hugarfari og leik-
menn til Frakklands.
Ég fékk þó aövörun, sem ég
hlustaði ekki á. Hver var það,
sem aðvaraöi mig? Jú, það var
Hilmar Björnsson, landsliösþjálf-
ari.
Hilmar Bjömsson, landsliðs-
þjálfari, varaöi við of mikilli
bjartsýni fyrir Frakklandsferð-
ina. — Viö erum meö ekkert sýn-
ingarliö og enginn mótherji er
unninn fyrirfram —og þvl höfum
viö ekki byggt okkur skýjaborgir.
Viö munum aöeins hugsa um einn
leik I einu — og stefna aö þvi aö
komast sem lengst. Möguleikar
okkar byggjast á þvl, aö strák-
arnir sýni góöan handknattleik og
vinni vel saman, sagði Hilmar i
viðtali við Vísi, áöur en landsliðið
hélt til Frakklands.
Þó að Hilmar varaði við bjart-
sýni, settu leikmenn liðsins
markið hátt, eins og alltaf þegar
islensk landsliö hafa haldið i
erfiða keppni. Fyrst kom góöur
leikur gegn Austurriki, þar sem
allt gekk upp — eins og i sögu.
tslenska liðið fékk miög mikið
„Engínn
móthepji
er unninn
fypiplram'
- seglr Hllmar Blörnsson
landsiiosblðiiari. sem ssrsr vio ol mlkllll
Diartsýnl lyrlr B-keDonlne I Frakklondl
hrós fyrir leikinn — og ég er viss
um að stórsigurinn gegn Austur-
riki hefur orðið til þess, að leik-
menn islenska liðsins ofmetnuð-
ust. Siðan kom þessi sigur gegn
Hollandi og lifið var létt i Frakk-
landi. ........
,, Rigningardagurinn
mikli”
Sviar voru næstu mótherjar Is-
lands og það var létt yfir leik-
mönnum islenska liðsins — á
ferðinni til Grenoble, þar sem
lákið var gegn Svium. Þegar
komið var til borgarinnar, var
þar rigning og þokuslæða. Þegar
við renndum upp að iþróttahöll-
inni þar, sagði einn af bestu sókn-
arleikmönnum islenska liðsins
viðmig: „Þessa dags veröur allt-
af minnst, sem rigningardagsins
mikla”— hann átti við, aö Sviar
yröu auöveld bráð — sigraöir á
rigningardegi i Grenoble.
Landsliösþjálfarinn varaöi viö
of mikilli bjartsýni. Hér aö of-
an sést fyrirsögn úr VIsi.
,,Næt',urferðin til
Rouen”
Þvi er ekki að neita, að islenska
liðiö var óheppið að tapa gegn
Svium — það vantaði aðeins
herslumuninn, að sigur ynnist.
Leikmenn islenska liðsins voru
niöurliítir eftir leikinn, en þeir
tóku fljótlega gleöi sina — á ieiö-
inni frá Grenoble til Lyon, þar
sem liöið bjó, voru nokkrir þeirra
byrjaðir að tala um feröina til
Rouen, þar sem leikurinn um 5.-6.
sæti færi fram. Þeir voru farnir
að kviða feröinni þangað, enda 8
tima akstur frá Dijon, þar sem is-
lenska liðiö átti að leika sinn síð-
asta leik i A-riðli — gegn Pólverj-
um. Þessi ferð áttiað vera nætur-
ferð — þaö átti að halda I hana
strax eftir leikinn gegn Pólverj-
um.
„Strákar, hættiö þessu tali —
viö skulum fyrst hugsa um ieikinn
gegn Frökkum annaö kvöld I
Lyon, áöur en byrjaö er aö ræöa
um einhverja næturferö”, sagði
Július Hafstein, formaöur HSÍ,
við þá leikmenn, sem ræddu þetta
sin á milli. Þeir lokuðu eyrunum
viö þessum ummælum Júliusar
og enn var rætt um NÆTUR-
FERÐINA.
Þaö var greinilegt á öllu, að
leikmönnum fannst litið til leiks-
ins gegn Frökkum koma — þeir
yrðu auðveld bráð, eins og Sviar
áttu að verða.
Svona var hugsunarhátturinn
hjá leikmönnum — bjartsýnin og
sjálfsöryggið keyrði um þverbak.
— Hvað gerðist svo. — Jú,
Frakkar rassskelltu islensku
leikmennina og gamanið var búið
—, þá var hætt að ræða um
NÆTURFERÐINA TIL ROUEN.
Menn sátu þrumu lostnir og
spurðu hver annan — hvað hefur
gerst?
,,Gerðum ekki það, sem
lagt var fyrir okkur”
Eftir leikina gegn Svium og
Frökkum, voru leikmenn sam-
mála um, að þeir heföu ekki gert
það, sem fyrir þá hafði veriö lagt.
Þeir höföu spennt sig um of — sú
spenna kom ekki frá landsliös-
þjálfaranum, heldur þeim sjálf-
um. Leikmennimir byggðu sér
skýjaborgir, sem hrundu.
„Þaö er ekki nóg aö hafa uppi
stór orö fyrir leikina — gera siöan
HILMAR BJÖRNSSON...
„Möguleikarnir byggjast á
þvi, að strákarnir sýni góöan
handknattleik og vinni vel
saman”
ekki þaö sem lagt er fyrir I leikj-
unum. Einstaklingsframtakiö réö
rikjum og leikmenn fóru ails ekki
eftir því, sem viö þá var sagt”,
sagði einn landsliðsmaðurinn.
Baráttuandann vantaði
Eftir að hafa séð íslenska liðiö
leika IFrakklandi, kom eitt fram,
sem hefur vantað i islenskt lands-
lið undanfarin ár — baráttu.
Gamli góöi baráttuandinn var
ekki til staðar, heldur réð kæru-
leysið og einstaklingsframtakið
rikjum. Þaö var eins og leikmenn
teldu sig svo góöa, að þeir þyrftu
ekki að hafa fyrir þvi að leggja
mótherjana að velli.
Hvað er að gerast?
...Þessi spurning kom oft upp i
Frakklandi. Leikmenn reyndu að
svara henni — þeir héldu fundi og
leikmönnum var skipt niöur i hópa
til að ræða málin. Fengust svör?
— Nei, leikmennimirsjálfirhöföu
ekki svör viö spurningunum —
engin tæmandi svör. Þeir tóku
allir þátt i' harmleiknum i Frakk-
landi — þvi væri það skortur á
skynsemi aö reyna að hengja einn
mann. Þeir sögðu sjálfir, að liös-
andinn væri góður og samvinnan
mjög gdð.
Leikmenn voru sammála um,
aö þeir höföu ekki gert það, sem
fyrir þá var lagt — fyrir leikina
gegn Svíum og Frökkum. Þeir
fóru ekki eftir þvi, sem Hilmar
lagöi fyrir. Ekki var það Hilmar,
sem lék inni á vellinum — það
voru leikmennimir, sem léku
leikina og þaö voru þeir, sem
framkvæmdu hin fjölmörgu mis-
tók, sem áttu sér stað i leikun-
um. Þeir byrjuöu með 65,8%
sóknarnýtingu gegn Austurriki —
slöan kom 52,2%nýting gegn Hol-
landi, 38,4% nýting gegn Svium,
32,6% nýting gegn Frökkum og
Pölverjum og loks 40,4% nýting
gegn Israelsmönnum.
t einu orði sagt — leikmenn is-
lenska liðsins léku illa — þeir
mættu til leiks allt of bjartsýnir
og það var eins og þeir væru hver
og einn að leika fyrir sjálfan sig
en ekki ísland. Sllkur hugsunar-
háttur hefur aldrei góðri lukku
stýrt. —SOS