Vísir


Vísir - 06.03.1981, Qupperneq 8

Vísir - 06.03.1981, Qupperneq 8
8 Föstudagur 6. mars, 1981 WtV'iVj VÍSIR VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjdri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Elrikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, slmi 86611, 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Visir er prentaður I Blaðaprenti, Siðumúla 14. Alenglsböl ungllnga Hér er vakin athygli á grein Kristjáns J. Gunnarssonar, fræöslustjóra, sem birt er i timariti S.A.A.. Þar er gerö grein fyrir þvi, hvernig uppeldi og umhverfi getur ýtt börn- um og unglingum út á glapstigu og áfengisneyslu. Margoft hefur verið á það minnst hér í blaðinu, hversu áfengisbölið er útbreitt og alvar- legt vandamál. Á seinni árum hefur verið gengið út frá því við alla meðferð og endurhæfingu drykkjumanna, að óhófleg á- fengisneysla væri sjúkdómur en. ekki vesaldómur. Hvort sem sú kenning stenst eða ekki, þá má fullyrða, að í flestum tilfellum megi rekja drykkjusýki til sálfræðilegra vandamála, mót- læti, uppeldi, skipbrot í vinnu eða heimilislíf i, allt hef ur það áhrif á geðheilsu manna og andlegt þrek. Þetta á við um fullvaxið fólk. En hvað veldur því, að hálfþroskaðir unglingar, jafnvel börn, hneigjast til víndrykkju? Ekki hafa þau orðið fyrir áföllum og mótlæti hins lífs- þjakaða manns. I fróðlegri grein, sem Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri ritar í nýútkomið tímarit S.Á.Á. kemst hann einmitt að þeirri niður- stöðu, að sálrænir erf iðleikar séu helsti hvatinn að ógæf u unglinga, sem lenda á villigötum áfengis- neyslunnar. Börn lenda útundan. Ýmist eru þau innhverf í eðli sínu, eða vilja fela einhver vandamál, sem þau eða f jölskylda þeirra eiga við að stríða, og ekki falla inn í hinn venjulega farveg. Kristján segir: ,,Ef menn þurfa að fela ein- hverja vankanta, hvort sem það eru vankantar þeirra sjálfra eða fjölskyldna þeirra og heimila, getur það orðið mjög erfitt að nálgast aðra manneskju og öðlast vináttu hennar. Slík börn verða hér um bil strax á fyrstu dögum utangarðs- fólk í skólanum. Barnið verður einstæðingur, ef svo má að orði komast, í sínu nýja skólahverf i. Og þá gerist eitt af tvennu; annað hvort brotnar barnið niður í einsemd, fer inn í sjálft sig, sem getur leitt til mikillar tauga- veiklunar eða geðveiki, eða það gerir uppreisn, reynir að fela það, sem þarf að fela með því að vekja athygli á sér með sýndar- og gervimennsku, sem oftast beinist að þvi að valda röskun á umhverfi." ,,Þarna höfum við uppreisnar- mennina", segir Kristján, „vandamálin okkar i skólanum. Þeir mynda venjulega minni- hlutahóp, sem berst sinni baráttu, sem oft er meira eða minna vonlaus, en þeir geta þó fengið vissa uppreisn í því að gera eitthvað, sem aðrir þora ekki eða vilja ekki gera og fengið takmarkaða virðingu útá það". Síðan heldur Kristján áfram og segir: „Eftir að börnin hafa verið tekin fyrir af félögunum i skólanum, byrja þau venjulega að skrópa. Umhverfið verður þeim óbærilegt og þau mynda nýtt samfélag utan skólans, þar sem þau leita til sinna líka. Þarna höfum við upphafið að nýrri kynslóð utangarðsmanna í þjóðfélaginu, hvort sem þeir verða venjulegir alkóhólistar, sem flækjast um, eða menn sem lenda í kast við lögin eða hvort- tveggja". Þessi hugleiðing fræðslu- stjórans flytur ekki aðeins þann boðskap, að áfengisneysla sé sprottin af sálrænum f lækjum, — hún bendir jafnframt á, að sálarf lækjan. örvinglan barnsins sé háð uppeldi og umhverf i. Upplausn á heimili, áfengis- drykkja og önnur óhamingja inn- an f jölskyldunnar gerir barnið að einstæðingi í skólanum, uppreisnarmanni sem hlýtur þau örlög, sem lýsteraðframan. Slíkar ádrepur, áminningar eiga erindi til allra þeirra, sem ala önn fyrir börnum og heimili. Hver er sinnar gæf u smiður, seg- irmáltækið. En hann er einnig að smíða gæfu barns síns með hátt- erni sínu og umgengni. fÍLNÍNARÍ'ÍífHUdUNÍR Um þessar mundir halda margir framhaldsskólar lands- ins, svonefndar opnar vikur eða menningarvikur. Þar gefst nemendum þessara skóla tæki- færi til að kynna sér ýmsa þætti þjóðlifsins t.d. með heimsókn- um i ýmis fyrirtæki og stofnan- ir. Ein stofnun hefur þó orðið verulega útundan i öllu þessu kynningarflóöi, en það er Há- skóli tslands. Mjög margir framhaldsskólanemendur hyggja á frekara nám að loknu stúdentsprófi og stór hluti þeirra mun hefja háskólanám. Numerus Clausus og ná mskynningar Fyrst vil ég nefna ónógar upp- lýsingar um háskólanám og nauðsynlega undirstöðu sem hinar ýmsu deildir gera kröfur til. Besta leiðin til að bæta úr þessum upplýsingaskorti hlýtur að vera sú að stórauka náms- og starfskynningar, allt frá upp- hafi framhaldsskólanáms, til siðari ára háskólanáms. Meðal atriða sem leggja þarf áherslu á i námskynningu vil ég nefna: — Bæði menntaskólar og fjöl- brautaskólar bjóða uppá a 11- nokkra valkosti í námi, en þvf fylgir aö um leiö og nemendur velja námsbraut á fyrstu miss- erum náms, hafna þeir náms- greinum á siðari hluta. Það er þvi augljós nauösyn að náms- kynningar komi strax viö upp- haf framhaldsskólanáms, jafn- vel sem þáttur I námi. — Námskynningar þurfa að vera hlutlausar og um leið itar- legar og leggja verður jafna á- herslu á kynningu á öðrum skól- um s.s. Tækniskóla tslands og Kennaraháskóla islands. Einn- ig er nauösynlegt að fyrir hendi séu upplýsingar um atvinnu- möguleika í þeim starfsgreinum sem háskólanám veitir aögang aö, auk spár um þróunina i þeim málum 5-10 ár fram í timann. — Ég þykist þess fullviss aö þótt þessi kynningarstarfsemi yrði e.t.v. kostnaðarsöm, þá myndu þeir fjármunir sem til hennar vrði varið skila sér aftur í markvissara námsvali stúdenta. — Námskynningar eru ekkert einkamál Háskólans, heldur brýnt viðfangsefni allra þeirra sem með stjórn menntamála fara og tel ég það skyldu stúd- enta að leggja þessum málum lið og gera þaö sem í þeirra valdi stendur til að bæta úr þessu ófremdarástandi, þótt lengi hafi veriö talað fyrir dauf- um eyrum. 1 umræðum um Háskólann hefur uppá siðkastiö, svo sem reyndar oft áður, borið á góma nokkuð sem á latinu kallast Numerus Clausus, þ.e. fjölda- takmarkanir. Numerus Clausus felst i þvi, að fyrirfram ákveðn- um fjölda nemenda er hleypt inn á ákveðin námsár og er þvi ekki nóg að standast prófkröfur þær sem viðkomandi deildir gera. Um fjöldatakmarkanir eru sem von er skiptar skoöanir, en ljóst er, að sá háttur sem nú er hafður á varðandi beitingu þeirra, er í raun ekki lausn á þvi vandamáli, að fleiri vilja sitja i Háskólanum, en hann getur með nokkru móti rúmað. Marg- ir þeir stúdentar sem hef ja nám við Háskólann komast á fyrstu vikum námsins, að þeirri ó- þægilegu staöreynd, aö þeir eiga ekki samleið með öllum sessunautum sinum. Fyrir þessu eru eflaust marg- ar ástæður, en ég vil leyfa mér aö benda á nokkrar, sem ég tel að of litill gaumur hafi verið Eiríkur Ingólfsson, við- skiptafræðinemi, skrifar um málefni Háskólans, en þar fara fram stúdentaráðskosningar á miðvikudaginn. Réttur minnihlutans Þann 11. mars n.k. fara fram kosningar til Stúdentaráös og Háskólaráös. Þrir listar bjóöa fram: Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta og Félag vinstri manna, auk lista umbótasinn- aöra stúdenta. Stúdentum gefst nú kostur á aö sýna vilja sinn i verki og er á- riðandi að þeir athugi gang sinn vel þegar þeir velja fulltrúa sina i ofangreind ráð. Einnig ber að hafa i huga, aö hagsmunabarátta stúdenta byggist ekki aöeins á þvi aö greiða atkvæði, heldur einnig á sifelldri umræðu og skoðana- skiptum og má af þvi tilefni minna á að eitt af grundvallaat- riðum lýðræðislegs stjórnarfars er, að réttur minnihlutans sé virtur. Eirikur Ingólfsson. viöskiptafræðinemi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.