Vísir - 06.03.1981, Page 14
14.
Allir fengu popp.
Glatt á hjalla í Múlaborg á öskudaginn:
Grímubaii og dopp
Það er ekkert bakk, nema menn
tuskist aðcins. Visismyndir Emil.
Það var heldur betur glatt á
hjalla á barnaheimilinu Múla-
borg í fyrradag. Þá var öskudag-
urinn haldinn hátiðlegur með til-
heyrandi uppákomum.
Krakkarnir mættu grimu-
klæddir eftir hádegið og þá byrj-
aði ballið i þess orðs fyllstu merk-
ingu. Það var nefnilega grimuball
á dagskránni. Fóstrurnar létu sitt
ekki eftir liggja og höfðu a.m.k.
sumar farið i „betri fötin” i tilefni
dagsins. Svo var dansað og sungið
fram eftir degi og mátti sjá hinar
óvenjulegustu verur á gólfinu.
Þarna voru álfmeyjar, kúrekar,
álfakóngar, indiánar, ballerinur
og öll gervi sem nöfnum tjáir að
nefna.
Krakkarnir fengu lika að fara i
leiki og ekki mátti poppið vanta.
Þvi var poppað i grið og erg, þar
til allir höfðu fengið eitthvað i
sinn maga.
Grimuböllin, sem eru árviss at-
burður á Múlaborg, hafa ekki
minna gildi fyrir það, að á einni
deild barnaheimilisins af þrem
eru einungis fötluð börn. Þau
mættu vitaskuld, uppábúin eins
og aðrir I salinn þessa dagstund
og skemmtu sér hið besta við
söng og leik. Er ekki að efa að
margir hafa farið þreyttir heim
eftir ánægjulegan og atburðarrik-
an dag á Múlaborg. —JSS
*
Þetta gæti allt eins verið einn af geimgrlsunum.
Þau yngstu urðu sum obbolltiöhrædd viö alla álfana og tröllin.
Föstudagur 6. mars ’981
r ostuaagur 6. mars 1981
- Alltaf sama stemmingin á Akureyri á ösku
daglnn. bðtt siðlrnlr hafi breysi l timanna rás
„Sú skal fá það óþvegið”.
,,Megum við syngja
manni”, spurðu nokkrir
snaggaralegir strákar,
sem snöruðu sér inn i
Hafnarbúðina á Akur-
eyri i gær, á öskudaginn.
,,Já, alveg sjálfsagt, en
þið verið að syngja ein
10 lög”, svaraði Guð-
mundur Stefánsson,
verslunarstjóri. ,,En við
kunnum ekki nema
þrjú”, sögðu þá strák-
arnir heldur lúpulegir.
Vlsismyndir G.S. / Akureyri. Það var fjölmenni við kattarslaginn á Káðhústorgi og hér er jeppi Rafvcitunnar notaður fyrir útsýnispall.
En þó lagavalið væri
ekki fjölbreytt, þá kom
það ekki að sök. Guð-
mundur lét sér nægja 3
lög.
Þessisiður Akureyrskra barna,
að ganga syngjandi um bæinn i
alls konar múnderingum á ösku-
daginn, er sennilega nærri þvi að
vera jafngamall Akureyri, sem
kaupstað. Fyrirkomulagið hefur
þó breyst mikið i timanna rás. A
öðrum áratug aldarinnar voru til
dæmis ekki nema tvö lið, lið Inn-
bæinga og lið Otbæinga. Hélst
hverfaskijjtingin lengi vel, til að
mynda stóðu Innbæingar saman
fyrir 20 árum eða svo, þegar
undirritaður blaðamaður skipaði
lið þess bæjarhluta.
Oftast var um
hænu að ræða
Þá voru liðsmenn ræstir kl. 6
um morguninn. Að sofa yfir sig á
sjálfan öskudaginn, það var eitt
að þvi verstasem fyrirgat komið.
Var einn liðsmanna, sá
áririsulasti, látinn hlaupa um
hverfið og þeyta lúður til að ræsa.
Siöan var kötturinn sleginn úr
tunnunni. Varð sá tunnukóngur
sem sló siðasta botnstafinn úr
tunnunni, en sá kattarkóngur,
sem hjó i sundur kaðalinn er hélt
„kettinum” uppi, en i minni sveit
var það oftast um hænu að ræða.
Eftir kattarslaginn var gengið
um hverfið og sungið fyrir þá sem
T e x t i o g
myndir: GIsli
Sigurgeirs-
son, Akureyri
vildu, en að sjálfsögðu varð aö
greiða fyrir sönginn. Þegar búð-
irnar höfðu verið opnaðar var
stormað i bæinn og sungið og þar
voru launin venjulegast i ein-
hverskonar gotterii. Svo var lika
farið i verksmiðjurnar og ekki
þótti nú dónalegt að fá pylsur i
Pylsugerð KEA eða belgja sig út
af gosi i Sana.
jlelgubll í helmsökn tll
kvennaskolastulkna
Þessu var lokið um hádegið, en
eftir matinn var gotteriinu skipt
bróðurlega, en það var allur
gangur á hvaö menn gerðu við
peningana. Ef vel aflaðist kom
fyrirað splæst var i leigubil fyrir
liðið og siðan ekið fram að Lauga-
landi og kvennaskólastúlkur
heimsóttar. Var biltúrinn há-
punktur dagsins, enda drossiur
ekki i eigu hverrar fjölskyldu i þá
daga. Þá þóttumst við lika menn
með mönnum, þegar við vorum
„Litill, stærri stærstur”, sagöi einhver. Akureyringar fylgdust spenntir meö úrslitum kattarslagsins.
sestir við hlaðið veisluborð hjá
kvennaskólastúlkunum. Er mér
ekki alveg grunlaust um að ein-
hverjir okkar hafi siðar á lifsleiö-
inni lagt leið að Laugalandi og þá
i öðrum erindum.
í samræmi vlð annan
tlðaranúa
Yfirbragð öskudagsins á Akur-
eyri var meö nokkuð öðrum hætti
sl. miðvikudag, en hér hefur veriö
lýst. Liðsskipanir eru ekki eins
fastbundnar og mun færri eru i
hverju liði. Fámennasta „liðið”
sem ég rakst á taldi tvo. Nokkur
lið skera sig hins vegar úr hvað
varðar söng og annað yfirbragð,
en þeim virðist fara fækkandi, þvi
miður. Þá hefur aldur þeirra sem
taka þátt í gleði öskudagsins
lækkað, en það er ef til vil I sam-
ræmi við annan tiðaranda. Þá
heyrir til undantekninga, ef þær
undantekningar eru þá einu sinni
til, að kötturinn sé sleginn úr-
tunnunni i hverju hverfi fyrir sig.
Hins vegar hafa starfsmenn raf-
veitunnar seð til þess að þessi sið-
urhefurekki aflagast með þvl að
efna til kattarslags á Ráðhús-
torgi. Er það vel, því ekki veitir af
aö viðhalda þeim fáu uppákom-
um, sem hressa upp á gráan
hversdagsleikánn.
Þrátt fyrir að siöimir breytist,
þá er alltaf sama stemmingin á
Akureyri á öskudaginn. Og þótt
söngæfingar séu ekki haldnar oft I
viku, 1 einhverju „vaskahúsinu” i
hverfinu, eins og titt var, þá efast
ég um að söngurinn sé almennt
nokkuð verri. Allavega ekki ef
sungið er af hjartans lyst.
G.S./Aureyri