Morgunblaðið - 23.12.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 23.12.2003, Síða 1
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 23.desember 2003 BÆ UR Hugsuðir sem breyttu menningu Saga útgerðarinnar á fyrrihluta 20. aldarinnar er saganaf því er sjávarútvegurinnvarð undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar,“ segir Jón Þ. Þór sagn- fræðingur, höfundur bókarinnar Uppgangsár og barningsskeið, saga sjávarútvegs á Íslandi 2. bindi. „Þetta bindi tekur yfir tímabilið 1902-1939, eða frá því að fyrst er sett vél í íslenskan fiskibát og til hausts- ins 1939 er seinni heimstyrjöldin braust út. Fyrsta bindið, sem kom út í fyrra, nær yfir allar aldirnar þar á undan, allt frá landnámi til ársloka 1901, árabáta- og skútuöldina. Þetta bindi er saga vélvæðingar fiskiskipa á Íslandi og til þess að setja þetta í samhengi þá er rakinn aðdragandi þess að Íslendingar vélvæddust; Bretar voru komnir hér með togara í lok 9. áratugar 19. aldarinnar. Ýms- ar tilraunir voru gerðar til tog- araútgerðar hér á síðasta áratug 19. aldarinnar en þar voru Danir og Bretar við stjórnvölinn,“ segir Jón Þ. Þór. Vélvæðingin gekk skjótt fyrir sig „Það var svo ekki fyrr en togarinn Coot kemur til landsins árið 1905 að fyrst kemst togaraútgerð af stað á Íslandi og úr því varð gríðarlega hraður vöxtur því árið 1911 voru ís- lenskir togarar orðnir 20,“ segir Jón. „Þetta voru gufuskip allt að 400 brúttótonn og sum þeirra voru ný, eins og t.d. Jón forseti sem var smíð- aður nýr fyrir Íslendinga 1907. Blómaskeið togaraútgerðarinnar stóð fram til ársins 1917 en þá var stór hluti togaraflotans seldur úr landi þar sem skipaskortur hrjáði styrjaldarþjóðirnar, eftirspurn eftir skipum var gríðarlega mikil og verð- ið nokkuð hátt. Margir hér heima sáu sér leik á borði að endurnýja en gættu ekki að sér. Verð á nýjum skipum var einnig hátt og menn voru bjartsýnir og slógu stór lán. Síðan hrundi verðið og menn stóðu uppi með stór og erfið lán sem skipin stóðu engan veginn undir. Margir þessara togara gengu kaupum og sölum á 3. áratugnum, bankarnir gerðu þá jafnvel út um hríð en eitt fyrirtæki stóð best og það var Kveldúlfur enda höfðu Kveldúlfs- menn beðið með að selja og end- urnýjuðu ekki skipin fyrr en verðið var orðið lágt aftur. Að mörgu leyti var vélvæðing bátaflotans svipuð. Hún gekk gríðarlega hratt fyrir sig því 1910 var nánast búið að vélvæða allan flotann. Þetta tók ekki nema 6-8 ár.“ Erfiðleikar á 3. áratugnum Báta- og skipaflotinn gjörbreytt- ist á örfáum árum og aflinn marg- faldaðist. Nú horfðu Íslendingar ekki lengur aðgerðalausir á útlend- inga moka upp fiskinum fyrir utan. „Þarna bættust líka í flotann stórir dekkbátar. Þeir og togararnir leystu skúturnar af hólmi og minni vél- bátar árabátana. Það má segja að út- gerð hafi staðið með miklum blóma fram undir lok fyrri styrjaldarinnar og þar skipta síldveiðar á hafi úti, sem hófust á fyrsta áratug 20. ald- arinnar, miklu máli. Mikinn þátt í velgengni íslenskrar útgerðar átti sú staðreynd að markaðurinn var gríð- arlega góður, verðið fyrir saltsíld, saltfisk og ísfisk var mjög hátt allt til loka styrjaldarinnar. En Íslendingar voru óvanir alþjóðaviðskiptum og virðast hafa haldið að ástandið gæti ekki breyst og það eina sem skipti máli væri að veiða nógu mikið til að geta selt nógu mikið. Þetta verður til þess að 1919 lenda þeir í síld- arkrakkinu þar sem stór hluti heild- arsíldarafla Íslendinga stendur nærri heilt ár á hafnarbakkanum í Kaupmannahöfn þar sem engir fundust kaupendur. Að lokum var þetta flutt heim aftur og fleygt í sjó- inn. Þetta var hrikalegt áfall.“ Jón segir að margir útgerð- armenn hafi aldrei náð að jafna sig eftir þetta áfall og ýmis önnur og all- an 3. áratug aldarinnar er íslensk út- gerð í hálfgerðu basli og síðan skell- ur kreppan á. „Í byrjun 4. áratugarins er gerð úttekt á stöðu sjávarútvegsins og niðurstaða henn- ar sýnir hversu slæm staðan hefur verið. Ein af ástæðum þess hve sjáv- arútvegnum gekk illa á þessum ár- um að koma fótunum undir sig var að árið 1925 var gengi íslensku krón- unnar hækkað og þá fengust færri krónur fyrir útflutningsafurðirnar en rekstrar- og launakostnaður lækkaði ekki í sama hlutfalli. Undir lok þessa tímabils má segja að íslensk útgerð hafi í rauninni ver- ið komin í þrot. Þá skall á „blessað stríðið“ og ástandið gjörbreyttist á örfáum mánuðum. Það er hreinlega ævintýralegt að sjá hvernig þetta hefur snúist við.“ Sjómannastéttin verður til „Fleiri þættir koma einnig veru- lega við sögu og þar vega þungt kjör sjómanna. Þeir afla góðra tekna en máttu sannarlega þræla fyrir laun- unum, ekki síst togarasjómenn. Þetta er tímabil mikillar rétt- indabaráttu og undirstaða þess er að þarna verður íslensk sjómannastétt í fyrsta sinn til. Vélskipaútgerðin ger- ir þjóðinni í fyrsta sinn í sögunni kleift að stunda fiskveiðar árið um kring. Áður hafði sjósókn verið eingöngu bundin við vertíðir bolfiskveiða. Með þessari grundvallarbreytingu verð- ur til íslensk sjómannastétt, menn sem stunda sjóinn allt árið. Um leið verður til stétt fiskverkafólks sem hefur vinnu allt árið, vertíð á vet- urna og síld á sumrin, og þetta veld- ur síðan vexti þéttbýliskjarna. Siglu- fjörður er gott dæmi en þar voru um aldamótin 1900 innan við 300 íbúar en árið 1918 eru þeir orðnir um 1200, en ennþá fleira fólk var á Siglufirði yfir síldveiðitímann á sumrin. Þetta er mikill umbrotatími í samfélaginu og sjávarútvegur verður grundvall- aratvinnuvegur þjóðarinnar. Tengsl fiskveiða og landbúnaðar rofna al- gerlega í fyrsta sinn. Ekki má held- ur gleyma að efnahagur þjóðarinnar gerbreytist. Bankar eru stofnaðir í byrjun aldarinnar og þjóðin sér pen- inga í fyrsta sinn. Íslenskt samfélag breytist úr einföldu hagkerfi vöru- og vinnuskipta í peningahagkerfi. Íslandsbanki sem er stofnaður 1904 fjármagnar töluverðan hluta togara- kaupanna ásamt Landsbanka og Fiskveiðasjóður sem stofnaður var 1905 fjármagnaði vélbátakaupin að verulegum hluta.“ Uppbygging á mörgum sviðum „Eitt skýrasta dæmið um þá breytingu sem verður með vélvæð- ingunni er að þá þarf allt í einu að fara að byggja hafnir um allt land. Áður hafði nægt að til staðar væri góð lending en uppbygging ís- lenskra hafna er mikil saga og hana þyrfti að skrifa sérstaklega. Þetta er ekki gömul saga því fyrstu haf- skipabryggjur á Íslandi eru gerðar á Ísafirði og Akureyri um miðja 19. öld og síðan hefst uppbyggingin ekki fyrr en 20. öld. Í Reykjavík er ekki komin nothæf hafskipabryggja fyrr en 1913 en fram að því hafði all- ur varningur verið fluttur á milli skips og bryggju með bátum og verkamenn- og konur báru hann á bakinu upp úr fjörunni. Það er svo margt sem verður til á þessum tíma sem okkur finnst sjálf- sagt í dag. Þó er þetta ekki lengri saga en raun ber vitni. Vélvæðingin varð auðvitað til þess að menn sóttu lengra á haf út og það hafði sín áhrif. Slysfarir á sjó hafa fylgt þjóðinni frá upphafi. Bátar fór- ust á hverri vertíð nánast. Um alda- mótin 1700 fórust allt upp í 180 menn á einum degi. Sjóslys á vélbát- unum urðu líka hrikaleg en með færri mönnum í áhöfnum voru slysin ekki alltaf eins mannskæð og á ára- bátunum og skútunum. Menn trúðu því framanaf að tog- arar gætu ekki farist úti á rúmsjó þar til Halaveðrið 1925 afsannaði þá kenningu. Þá fórust heilu skipshafn- irnar og þá verða slysin mannskæð- ari því heil togaraáhöfn taldi 20 manns eða fleiri. Slysin urðu kannski ekki fleiri en þau urðu mannskæðari. En ótvíræður kostur var að menn gátu frekar bjargað sér undan veðrum á vélskipunum. Toll- urinn sem slysin tóku var skelfilegur og það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum sem það fer að breytast að ráði. Þar kemur margt til, slysavarn- ir til sjós, veðurspár hafa batnað, til- kynningaskylda og ekki síst Land- helgisgæslan sem fjallað er um í þessu bindi. Saga hennar er rakin frá byrjun og það er alveg ljóst að þegar íslenska gæslan byrjar árið 1921 verður hún strax miklu öflugri björgunarþjónusta en danska gæsl- an var nokkurn tíma.“ Efni í margar bækur Þegar spurt er hvort ekki sé erfitt að koma öllu þessu efni fyrir í einni bók segir Jón svo vera. „Stóri vand- inn er að takmarka sig við það efni sem til er því hvert þessara sögu- sviða; vélvæðingin, slysavarnirnar, réttindabaráttan, hafnasagan, land- helgisgæslan o.fl. er hvert um sig efni í heila bók eða bækur. Í þriðja bindinu sem ég er þegar byrjaður að skrifa verður þessi vandi enn meiri þar sem fjölbreytni sögunnar verður sífellt meiri. Það bindi á að ná frá stríðsbyrjun til þess er kvótakerfið er sett á 1988. Það er mjög vanda- samt að takmarka sig því eftir stríð- ið þá vex sjávarútvegurinn svo gríð- arlega og alls konar stofnanir og þjónustufyrirtæki verða til sem gera sviðið mun flóknara. Það væri auð- vitað enginn vandi að skrifa 5-10 bindi um sjávarútveginn eftir seinni heimstyrjöldina, en ég verð að taka- marka frásögnina eftir föngum. Þessi ritröð er hugsuð sem yfirlits- og grundvallarrit sem aðrir geta síð- an byggt á og skrifað sér- eða ein- efnisrit um einstaka þætti, svæði, tímabil o.s.frv.“ Saga sjávarútvegs á Íslandi er samin að tilhlutan og með stuðningi sjávarútvegsráðuneyt- isins. Hún er í raun hluti af stærra verkefni, sem er ritun Fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs. Að því verkefni standa samtökin North Atlantic Fisheries History Association (NAFHA) og hefur Jón Þ. Þór verið forseti þeirra frá stofnun árið 1995. Reiknað er með að þessi saga verði í 2-3 bindum og mun 1. bindi vænt- anlega koma út á næsta ári. Það er um 1000 bls. að stærð og höfundar alls 17 frá ýmsum löndum beggja vegna Atlantshafs. Saga af sjálfstæði Morgunblaðið/Ásdís „Vélskipaútgerðin gerir þjóðinni kleift að stunda fiskveiðar allt árið.“  Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út Uppgangsár og barningsskeið, saga sjávarútvegs á Íslandi, 2. bindi, eftir Jón Þ. Þór. Gunnar Hersveinn ræðir við Ólaf Pál Jóns- son, ritstjóra Lærdómsrita Bókmennta- félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.