Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 5

Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 B 5 BÆKUR EF einhverjum dettur í hug að spyrja: Hvers vegna er verið að þýða Miðnæturbörn á íslensku núna, tuttugu og tveimur árum eftir að hún kom út á frummálinu og vakti heimsathygli, fékk Booker- inn og maður veit ekki hvað? Er þetta ekki of seint í rassinn gripið? Eru ekki allir hættir að hugsa um þessa bók? Ættum við ekki að einbeita okkur að því að þýða Booker þessa árs og aðrar bækur sem eru að sigra heiminn í þessum töluðu orðum? Ef ein- hverjum dettur í hug að spyrja svona, þá er svarið þetta: Miðnæturbörn er þýdd núna vegna þess að það er aldrei of seint í rassinn gripið þegar um meistaraverk er að ræða. Miðnæturbörn er þýdd núna vegna þess að við vitum að ef íslenskt mál og íslenskar bókmenntir eiga ekki þessa sögu og eru ekki í snertingu við slíkar bókmenntir þá veslast þær upp og deyja, hægum, leiðinlegum dauða. Og Miðnæturbörn er þýdd núna vegna þess að það er til þýðandi einmitt nú sem treysti sér til þess að leggja í verkefnið sem er skal ég segja ykkur ekkert áhlaupaverk. En það er svo annað mál að bókina hefðum við auðvitað átt að hafa rænu á að þýða þeg- ar hún kom út og var sjóðheit, spúandi hrauni yfir gamalt landslag heimsbókmenntanna. Nei, því mið- ur, við misstum af því gosi, sváfum það af okkur. Og vitanlega eigum við að reyna að koma í veg fyrir að slíkt hendi aftur, við eigum að halda vöku okkar svo tungan og bókmenntirnar hér uppi á hjaranum haldi lífi. Þetta er spurning um líf og dauða. Hvorki meira né minna. Og það eru víst einhverjir að spyrja þessara spurninga, heyrir maður. Núna, í byrjun tuttugustu og fyrstu aldarinnar! Og það er kannski eins gott að svara þeim svo fólk gangi ekki um með einhverjar ranghugmyndir. Og því er kannski vert að end- urtaka herópið: Þýðingar eru lífsnauðsynlegar fyrir okkur! Og þess vegna þurfum við líka að þakka þeim sem sinna þeim verkum. Árni Óskarsson á sannarlega þakkir skildar fyrir að hafa snarað Mið- næturbörnum eftir Salman Rushdie á íslensku. Og hann hefur unnið sitt verk með ágætum. Árni leggur greinilega mikla áherslu á að halda geysilega flókinni og oft og tíðum lotulangri setn- inga- og málsgreinaskipan Rushdies og tekst það vel. Frumtextinn er iðulega brotin upp með svigum og öðrum innskotum sem gera hann erfiðan aflestrar og raunar annarlegan (ef marka má umsagnir enskumælandi gagnrýnenda) og með því að halda þessum einkennum í þýð- ingu orkar textinn oft tyrfinn, jafnvel svolítið höktandi, kannski svolítið þýð- ingarlegur á köflum en verður fyrir vikið sannfærandi. Frumtextinn er einnig fullur af rími, orðaleikjum og öðru stílskrauti sem þýðandanum tekst oft að koma til skila. En það má ímynda sér að tvennt í viðbót hafi vald- ið þýðanda sérstökum erfiðleikum. Í frumtextanum er Rushdie að þýða ind- verska menningu og indverskt sam- félag inn í engilsaxneskan viðtökuheim og þótt hann byggi þar á hefð þá er það nokkuð sem þýðandi hlýtur að þurfa að hafa í huga. Að auki er sagan morandi í bókmenntalegum vísunum sem þýðandi verður að vera mjög vakandi fyrir ef hann ætlar ekki að vængstífa söguna sem flýgur léttilega á milli aðskiljanlegustu texta í bókmenntasögunni, allt frá Þúsund og einni nótt til Tristram Shandy og allt fram til verka samtímahöfunda á borð við Grass og Márquez. Í þessum stutta ritdómi gefst ekki tóm til þess að liggja yfir ýtarlegum samanburði á frumtextanum og þýðingu en við samlestur fyrstu tíu síðnanna eða svo kom í ljós að Árni er vakandi fyrir þessum þátt- um. Fátt í þýðingunni vakti raunar spurningar eða efasemdir en þó fannst einn klaufalegur galli; á síðu ellefu vantar í þýðinguna þar sem hið ógurlega ætt- arnef er kynnt til sögunnar. Afi sögumannsins hafði til að bera nef sem „bylgjaðist eins og snarvitlaus mjölbanani á miðju andlitinu,“ eins og segir í þýð- ingunni, en í lok sömu efnisgreinar vantar eftirfar- andi lýsingu úr frumtextanum: „Ingrid announced, “You could cross a river on that nose.” (Its bridge was wide.)“ Þetta ógurlega nef er eins konar leiðarstef í gegnum bókina og er raunar ein af skírskotununum til sögu Laurence Sterne frá átjándu öld, The Life and Opinions of Tristram Shandy, Gentelman. Hið sama mætti segja um frásagnarhátt Rushdies sem einkennist af endalausum útúrdúrum, truflunum og sögum sem sagðar eru innan sögunnar og innan þeirra sagna og þannig koll af kolli. Á köflum hlýtur lesandinn að verða allruglaður í ríminum enda bæt- ist við að sagan leysist stundum upp í súrrealísku ímyndunarafli höfundar. Talað var um töfraraunsæi á ritunartímanum en þá var áðurnefndur Gabriel García Márquez talinn meistari þess forms og hafði áhrif um allan heim. Og raunar er söguþráðurinn allur af yfirnáttúrulegum toga frá upphafi til enda. Miðnæturbörn segir ævisögu Sal- eem Sinai sem var eitt af eitt þúsund og einu barni sem fæddist á mið- nætti fimmtánda ágúst 1947 en ein- mitt þá stundina hlaut Indland sjálf- stæði. Saleem sjálfur er sögumaðurinn og rekur hann ævi sína til 32 ára aldurs eða til ársins 1978. Einnig rekur hann sögu for- eldra sinna og afa síns og ömmu 32 ár aftur í tímann. Bókin er þó annað og meira en saga þessara persóna því henni er ætlað að vera breið lýsing á indversku þjóðlífi og indverskri stjórnmálasögu á tuttugustu öld, allt frá því að það barðist til sjálfstæðis fullt af vonum og þar til þessar vonir höfðu margar snúist upp í andhverfu sína á síðari hluta aldarinnar. Eins og önnur börn sem fæddust á miðnætti þetta ágústkvöld 1947 er Saleem gæddur sérstök- um hæfileika, hann getur horft inn í hjörtu og hugi manna. Annar drengur fæddist á sama fæðingar- heimili í Bombai og Saleem en hann var nefndur Shiva og hafði hlotið hernaðarkunnáttu að gjöf. Sal- eem er sonur fátæks götusöngvara en Shiva er komin af ríkum aðalsættum. Hjúkrunarkona ruglar þessum tveimur drengjum saman á fæðingarheim- ilinu þannig að Saleem elst upp hjá ríku aðalsmönn- unum og Shiva hjá götusöngvaranum. Upp frá þessum ruglingi hina göldróttu nótt eru drengjun- um sköpuð þau örlög að vera fjandvinir til æviloka. Sagan er á köflum óborganleg skemmtun. Sprúð- landi sagnagáfa Rushdies fær að njóta sín óheft. En stundum reynir hún einnig á þolrifin. Á köflum er engu líkara en höfundur sleppi sér algerlega og sagnargerið verði yfirgnæfandi. Rushdie er agaðri í síðari bókum sínum. Ef til vill er Hinsta andvarp márans hans besta bók vegna þess að þar tekst hon- um að beisla ímyndunaraflið. En hvað um það. Þessa bók þurfa Íslendingar að lesa. Og nú geta þeir lesið hana á íslensku. Það er auðvitað einn af stórviðburðum þessarar bókavertíðar. Einn af stórviðburðunum ÞÝDD SKÁLDSAGA Miðnæturbörn SALMAN RUSHDIE Árni Óskarsson þýddi. 459 bls. Mál og menning, Reykjavík 2003. Þröstur Helgason Salman Rushdie ÉG er ekki vel að mér í lista- sögu. Hef ekki hugmynd um hvort eitthvað er vitað með vissu um fyr- irsætu málverksins Stúlka með perlueyrnalokk eftir Johannes Vermeer. Tracy Chevalier setur sem betur fer ekki svoleiðis smá- muni fyrir sig og lætur hvorki þekktar né óþekktar staðreyndir aftra sér frá því að segja í fyrstu persónu sögu fyrrnefndrar fyrir- sætu í skáldsögu sem ber sama heiti og málverkið. Stúlkan stóreyga með perlu- eyrnalokkinn heitir Griet og er vinnukona hjá fjölskyldu Ver- meers í hollensku borginni Delft árin 1664–1666. Dáir málarann takmarkalaust, er ástfangin af honum og verður bæði aðstoðar- kona hans og fyrirsæta, konu hans til mikillar skapraunar. Af hlýst auðvitað heljarinnar drama, en ég ætla ekki að spilla fyrir væntan- legum lesendum með því að rekja það hér. Segi bara að það verður enginn svikinn af því að lesa þessa bók. Hún er vel skrifuð, myndræn, dramatísk og spennandi og upp- fyllir allar kröfur sem maður gerir til sögulegrar skáldsögu. Persón- urnar eru flestar vel dregnar og sannfærandi, þótt það trufli mann einstaka sinnum hve nútímalegar þær eru í hugsunarhætti, einkum Griet. Aldarfars- og staðháttalýs- ingar eru meistaralegar og allur andblær sögunnar mystískur og tregafullur einsog gamalt málverk sem farið er að mást. Lesandinn gengur rakleitt inn í söguum- hverfið og flyst aftur um rúmar þrjár aldir í einu vetfangi. Sér bátana líða áfram á síkjunum, finnur blóðfnykinn á kjötmark- aðnum, skynjar vanmáttuga reiði þeirra fátæku og lágt settu, fylgist með málverkum meistarans verða til frá fyrstu pensilstroku og andar að sér sterkri lyktinni af línolíunni á vinnustofunni. Sogast inn í þenn- an heim sem er svo framandi bæði í tíma og rúmi og langar ekkert að snúa til baka. Ekki spillir fyrir að hafa myndirnar af málverkum Vermeers af stúlkunni með perlu- eyrnalokkinn og borginni Delft á bókarkápunni. Það gerir trúverð- ugleikann enn meiri og fær mann næstum til að trúa að sagan sé sönn, þótt hér sé auðvitað rakinn skáldskapur á ferðinni. Þýðing Önnu Maríu Hilmars- dóttur er kapítuli út af fyrir sig. Þrautunnin og úthugsuð og hvergi feilnóta. Það er hrein nautn að lesa þýðingu sem rennur einsog frum- skrifaður íslenskur texti án minnstu merkja um þá skelfilegu ísl/ensku sem tröllríður flestum þýðingum samtímans úr ensku. Einhvers staðar las ég að Stúlka með perlueyrnalokk væri kvennabók en ég á bágt með að trúa að karlmenn séu hættir að njóta þess að lesa vel skrifaðar sögur jafnvel þótt þær séu sagðar frá sjónarhóli konu. Þetta er bók sem ætti að lesast af öllum bók- menntaunnendum hvers kyns sem þeir eru og á hvaða aldri sem þeir eru og jafnvel þeir sem ekki lesa nema eina bók á ári ættu að velja þessa. „Konur fyrri alda impra á sannindum“ BÆKUR Skáldsaga STÚLKA MEÐ PERLUEYRNALOKK Tracy Chevalier, þýðandi Anna María Hilmarsdóttir, PP Forlag 2003, 235 bls. Friðrika Benónýs ÞEGAR menn taka til við að iðka einhverja íþrótt þá verða menn gjarnan gagnteknir af henni. Þetta á ekki síst við um golfíþróttina og finnst sjálfsagt mörgum nóg um að menn skuli nota bjartasta tíma ársins hér á hjara veraldar til að slá litla bolta út um grænar grundir daginn inn og daginn út í stað þess að taka til hendinni í garðinum heima hjá sér. Dr. Ingimar varð gagntekinn af golfi fyrir áratug eða svo þegar hann hóf að leika golf af einhverri alvöru, eins og hann segir í formála. Hann lét sér ekki nægja að spila golf yfir bjartasta tímann heldur grúskaði hann einnig í skammdeginu. Afrakstur þessa grúsks og golfiðkunar hans er nú komið á prent í þessari bók. Helj- arinnar bók sem er 352 blaðsíður með miklum fjölda mynda og teikn- inga, meðal annars af öllum 18 holu golfvöllum landsins. Bókin er gríðarlega yfirgripsmikil og þegar menn hafa lesið sér aðeins til í henni komast menn að því að hún er ágætlega upp sett og í raun þægi- legt að nota hana sem uppflettirit. Í upphafi virkaði hún dálítið ruglings- leg þar sem höfundur setur hana upp í stafrófsröð, eins og titill bókarinnar ber reyndar með sér. Þannig er allt sem viðkemur golfi og byrjar á A haft undir þeim staf, sama hvort um er að ræða erlendan kylfing, lista yfir sigurvegara á Artic Open á Akureyri eða útskýringu á hvað sé „annar bolti“. Þannig er farið í gegnum allt stafrófið. Í bókinni er að finna mikinn fróð- leik, íslensk orð yfir flest allt sem við- kemur golfi, frægir erlendir kylfingar koma við sögu og margir íslenskir auk þess sem nokkrir golfvellir víða um heim eru nefndir til sögunnar. Raunar get ég ekki séð hvernig að- ferðum hefur verið beitt í þeim efn- um því sem dæmi má nefna að af þeim fjölmörgu frábæru golfvöllum sem eru í Algarve-héraði í Portúgal sé ég ekki nándar nærri alla þá nefnda sem mér hefði þótt ástæða til að hafa þar inni – fyrst verið er að nefna einhverja. Sömu sögu er að segja af völlum í Englandi og Skot- landi og Bandaríkjunum einnig. Til- gangurinn með því að nefna þá sem nefndir eru en ekki aðra liggur ekki í augum uppi og sýnist þetta sannast sagna hálf-tilviljunarkennt. Á sama tíma og bókin er full af gagnlegum upplýsingum þá finnst mér fullmikið af því góða á stundum. Þannig eru talin upp helstu afrek fjölmargra íslenskra kylfinga og er gaman að renna yfir það – sumt í það minnsta. En algjörlega finnst mér óþarft að talja upp sigur þeirra á ein- hverjum opnum mótum í gegnum ár- in. Opin mót eru það mörg að þetta hefur í raun enga þýðingu og verður alls ekki tæmandi. Þannig má til dæmis sjá að Sigurður Pétursson, sá gamalreyndi kylfingur og golfkenn- ari, „sigraði m.a. á SR móti hjá GL 1979, Jonnie Walker móti GR og á Flugleiðir Open hjá GK 1984, stiga- móti hjá GR 1986...“ eins og segir í bókinni. Síðan heldur upptalningin áfram og lesandi kemst að því að hann sigraði líka nokkrum sinnum á Landsmóti lögreglumanna, enda hef- ur kappinn starfað þar um árabil. Alfræðibókin um golf A-Ö er fín uppflettibók, sérstaklega þegar menn hafa áttað sig á hvernig hún er upp- sett, en ég fer ekki ofan af því að á stundum er upptalningin fullmikil þar sem hún er heldur ekki tæmandi. Full af fróðleik ÍÞRÓTTIR Alfræðibókin um golf A-Ö DR. INGIMAR JÓNSSON umbrot: Pjaxi ehf., prentun: Pjaxi ehf/ Delo tiskarna í Slóveníu. Kápuhönnun: Pjaxi ehf./Guðrún Birna Ólafsdóttir. Sportútgáfan 2003 Skúli Unnar Sveinsson SKOTVOPNAEIGN er töluvert al- geng hér á landi og er það ekki síst vegna þess að veiðimennska, til sjós og lands, er mörgum Íslendingum í blóð borin. Þá hefur skotfimi, af ýmsu tagi, verið stunduð hér um árabil. Til marks um það er að Skotfélag Reykjavíkur mun vera elsta íþróttafélag landsins, stofnað 1867. Þegar bók Egils J. Stardal, Byssur og skotfimi, kom fyrst út árið 1969 hafði lítið verið skrifað um skotvopn og með- ferð þeirra á íslensku. Vissulega höfðu veiðimenn sagt frá vopnum sínum í skráðum endurminningum og veiðisög- um, en hér fengu íslenskir skotmenn fyrst í hendur greinargott yfirlit yfir sögu skotvopna, þróun þeirra og gerðir. Þá var gerð grein fyrir þeim skotvopn- um sem algengust eru hér á landi, haglabyssum og rifflum, og nokkrum undirstöðuatriðum í skotvopnafræðum. Bókin var endurprentuð 1976, en hefur nú lengi verið illfáanleg. Sú endurskoðaða útgáfa Byssna og skotfimi sem nú kemur fyrir augu les- enda hefur verið umskrifuð að töluverð- um hluta. Enn sem fyrr er hér ágrip af sögu skotvopna og fjallað um hagla- byssur í mismunandi útfærslum svo og riffla. Höfundur fjallar um þær skot- hylkjastærðir, sem algengar eru hér á landi, og eiginleika þeirra. Þá er gerð grein fyrir miðunartækjum riffla og kaflar um tækni við skotveiðar, svo sem að skjóta fugla á flugi, og ýmis und- irstöðuatriði riffilskotfimi. Þar eru margir fróðleiksmolar sem koma skot- mönnum vel. Einnig er lesendum leið- beint um hreinsun og meðferð skot- vopna, veiðiferðir og hvernig skynsamlegt er að búa sig til veiða. Ljóst er að höfundur fylgist ágætlega með á sínu sviði og gerir hér grein fyrir ýmsum þeim nýjungum sem boðist hafa skotmönnum á undanförum árum. Þannig er bæði sagt frá 3½ þumlunga (89 mm) haglaskotum og byssum fyrir þau og stuttu magnum riffilskothylkj- unum sem hafa verið að ryðja sér til rúms, einkum vestanhafs. Myndir hafa einnig verið endurnýjaðar að hluta í bókinni. Undirritaður saknaði nokkurra atriða við lestur þessarar endurskoðuðu út- gáfu. Nefna má að vel er sagt frá eig- inleikum haglaskota með blýhöglum, en fengur hefði verið að ítarlegri umfjöllum um högl úr öðrum efnum og eiginleika þeirra. Ýmsar þjóðir hafa takmarkað notkun blýhagla og hafa skotfærafram- leiðendur brugðist við því með því að bjóða högl úr öðrum efnum. Ekki er ólíklegt að íslenskir skotmenn þurfi að kynna sér eiginleika þeirra á næstum árum, ekki síst þeir sem stunda veiðar erlendis að einhverju marki. Sumt hefur orðið útundan í þessari endurskoðun, má t.d. nefna að fram- leiðslu sjálfhlæðunnar Browning A-5 mun hafa verið hætt árið 2000, þótt öðru sé hér haldið fram (bls. 23). Þá er svolítið skondið að miða stærð skotak- lasa riffilskota við tíeyring (bls. 150), mynt sem fallin er úr gildi og mörgum gleymd. Það er fengur að þessari bók fyrir allt áhugafólk um skotvopn, skotveiðimenn og iðkendur hinna ýmsu greina skotfimi. Þarna er mikinn fróðleik að finna og bókin góður grunnur fyrir alla sem vilja fræðast um eiginleika skotvopna og þau margslungnu fræði sem þeim tilheyra. Bókin er lipurlega og oft fjörlega skrif- uð. Höfundur er ófeiminn að láta gamm- inn geisa á stundum og leyfir sér líka að skjóta léttum skotum, sbr. (bls. 86-7): „Í sumum löndum, t.d. hér á landi, hafa misvitrir löggjafar verið að kasta hönd- um til veiðilaga og laga um dýravernd án þess að hafa, að því að séð verður, neitt vit á þessum málum, eða nenna að kynna sér þau.“ Öllum slíkum ætti þessi bók að vera skyldulesning! Fróðleikur um byssur SKOTVOPNAFRÆÐI Byssur og skotfimi EGIL JÓNASSON STARDAL 3. útgáfa endurskoðuð.Prentuð í Finnlandi. Útgefandi Ísöld ehf., Reykjavík. 221 bls. Guðni Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.