Morgunblaðið - 15.01.2004, Side 2

Morgunblaðið - 15.01.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ BOÐAR TUNGLSTÖÐ George W. Bush Bandaríkja- forseti kynnti í gærkvöldi áætlun um að senda bandaríska geimfara til tunglsins ekki síðar en árið 2020 og koma þar upp fastri bækistöð sem yrði síðar notuð til að senda geimfara til Mars. Ennfremur á að leggja bandarísku geimferjunum, sem nú eru notaðar, fyrir árið 2010 og taka í notkun nýtt geimskip sem geti flutt menn til tunglsins. ÚA og HB seld Eimskipafélag Íslands gekk í gær frá samningum um sölu Har- aldar Böðvarssonar hf. og Útgerð- arfélags Akureyrar og hafa samn- ingarnir þegar verið samþykktir í stjórn Eimskipafélagsins. Söluverð fyrirtækjanna er 16,8 milljarðar króna og áætlaður söluhagnaður Eimskipafélagsins um 2,5 millj- arðar. Bæjarstjóri Akureyrar gagnrýnir Landsbankann og segir að fyrirtækið hafi verið selt á upp- lausnarverði. Lög um tónlistarsjóð Menntamálaráðherra ráðgerir að leggja fram frumvarp til laga um tónlistarsjóð á vorþingi. sem ætlað er að efla markaðssetningu ís- lenskrar tónlistar. Líklega ekki efnavopn Danski herinn skýrði frá því í gær að sprengikúlurnar, sem danskir og íslenskir vopnasérfræð- ingar fundu í Suður-Írak á föstu- dag, innihéldu líklega ekki efna- vopn eins og talið var í fyrstu. Sýni úr sprengikúlunum verða send til frekari rannsóknar í Bandaríkj- unum og endanleg niðurstaða henn- ar ætti að liggja fyrir innan 3–5 daga. Mesti hvellur í áraraðir Talsmenn vöruflutningafyr- irtækja sem sem Mbl. ræddi við í gær segja að óveðrið á Vestfjörðum og Norðurlandi síðustu daga sé mesti „hvellur“ sem þeir hafi kynnst í mörg ár. Langt sé t.d. síð- an bílar hafi ekki komist á fjallvegi svo dögum skipti. Réttarhöld í Lindh-málinu Réttarhöld hófust í gær yfir Mij- ailo Mijailovic, 25 ára Svía sem hef- ur viðurkennt að hafa orðið Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, að bana. Hann lýsti sig hins veg- ar saklausan af ákæru um morð að yfirlögðu ráði og kvaðst ekki hafa ætlað sér að valda dauða Lindh. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 40 Erlent 12/14 Minningar 40/51 Höfuðborgin 20 Skák 53 Akureyri 22 Bréf 56 Suðurnes 24/25 Kirkjustarf 55 Landið 27 Dagbók 58/59 Neytendur 28/29 Fólk 64/71 Listir 30/32 Bíó 66/69 Umræðan 33/35 Ljósvakamiðlar 70 Forystugrein 36 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@- mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@- mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MÆÐGUR á Suðureyri við Súg- andafjörð björguðust naumlega úr brennandi húsi við Stefnisgötu í fyrrinótt. Á flóttanum brutust þær á móti hríðarbyl í kafsnjó á náttföt- unum einum saman. Þær sakaði ekki og dvelja nú hjá vinafólki. Eldurinn kom upp kl. 2.47 í fyrri- nótt og voru mæðgurnar, Valgerður Kristjánsdóttir og 11 ára dóttir hennar, Eydís Sævarsdóttir, einar í húsinu. Virðist einskær tilviljun hafa ráðið því að Valgerður vaknaði og varð eldsins vör. „Ég vaknaði en vissi ekki að það væri kviknað í,“ segir hún. Húsið er þriggja hæða timburhús og komið til ára sinna en hefur verið gert upp á síðustu árum. „Við sváfum á efstu hæðinni en einhverra hluta vegna vaknaði ég og fór niður. Þar var hellingsreykur og þá áttaði ég mig á hvað var á seyði. Ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka en sá strax að útgönguleiðin hafði ekki lokast. Ég sneri til baka inn í herbergi og þreif í dóttur mína og við hlupum út. Þá logaði hæðin öll og eldurinn ætl- aði að gleypa okkur.“ Þær mæðgur sluppu út án meiðsla ef frá eru taldir marblettir sem þær fengu við að rekast utan í hluti á flóttanum. En þegar út var komið mætti þeim hríð- arbylur og mittisdjúpur snjór. Þeim tókst þó að brjótast í gegnum ófærð- ina á náttfötunum til vinafólks sem býr í næsta nágrenni. Slökkvilið Ísa- fjarðarbæjar er með dælubíl og út- kallslið á Suðureyri og komust slökkviliðsmenn fljótlega á vett- vang. „Þeir stóðu sig eins og hetjur,“ segir Valgerður um slökkviliðs- mennina. Ófærðin varnaði hins veg- ar slökkviliði frá Ísafirði för. Einar Ómarsson, flokksstjóri slökkviliðs- ins á Suðureyri, segir slökkvistarfið hafa gengið fljótt og vel og dælubíll- inn hafi ekki átt í teljandi vandræð- um með að komast á staðinn. Hins vegar hafi slökkviliðsmenn komið hlaupandi í útkallið niður á slökkvi- stöð þar sem ekki var fólksbílafært í bænum. Reykskynjari var í húsinu en Valgerður segist ekki hafa heyrt í honum. Tildrög þess að hún vaknaði af sjálfsdáðum og uppgötvaði eldinn fyrir hreina tilviljun eru henni enn hulin ráðgáta, en helst hallast hún að því að „einhver góður maður“ hafi vakað yfir sér. Innbúið varð eld- inum að bráð og miklar skemmdir urðu á húsinu en Valgerður segir tryggingamál sín þó í góðu lagi. Mæðgur björguðust naumlega úr brennandi húsi „Eldurinn ætlaði að gleypa okkur“ Mæðgurnar Valgerður Kristjánsdóttir og Eydís Sævarsdóttir dvelja nú hjá vinafólki en þær misstu allt sitt innbú í brunanum á Suðureyri í fyrrinótt. RAGNAR Aðalsteinsson, lögmaður Jóns Ólafssonar, fyrrv. eiganda Norðurljósa, hefur farið fram á það við ríkissaksóknara að hann rann- saki hvort embætti skattrannsókn- arstjóra ríkisins og ríkislögreglu- stjóra hafi brotið lög með því að koma til fjölmiðla, beint eða með milligöngu þriðja aðila, upplýsingum um að skattamál Jóns Ólafssonar væru komin til meðferðar hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Ragnar hefur einnig óskað eftir því að ríkissaksóknari rannsaki hvers vegna skattrannsóknarstjóri hafi ekki kynnt Jóni Ólafssyni ákvörð- unina um að senda mál hans til rík- islögreglustjóra „fyrr en löngu eftir að ákvörðunin var tekin og fram- kvæmd og fjölmiðlar höfðu fjallað um efnið,“ að því er segir í bréfi Ragnars til ríkissaksóknara. Krefst Ragnar þess að þeir sem kunni að bera ábyrgð í þessum efnum verði látnir sæta ábyrgð lögum sam- kvæmt. Ragnar sendi embættunum tveimur, þ.e. ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra, bréf þar sem fullyrt er að annað hvort embættið hafi haft samband við fjölmiðla og greint frá kærumálinu á hendur Jóni Ólafssyni. Í svarbréfum embætt- anna er þessum fullyrðingum hins vegar vísað á bug. Lögmaður Jóns Ólafssonar, fyrrverandi eiganda Norðurljósa Krefst opinberr- ar rannsóknar LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst eitt stærsta fíkniefnamál í seinni tíð sem varðar smygl á 15 kg af hassi til landsins í þremur send- ingum. Þrír menn bera sök í málinu og voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald 7. janúar. Alls voru fjórir menn handteknir vegna máls- ins en þeim fjórða sleppt að loknum yfirheyrslum. Hassið kom í þremur send- ingum, fyrst 2 kg í fyrra með Norrænu til Seyðisfjarðar, því næst 5 kg sem falin voru í hjólbörðum í vörusendingu. Þessum efnum tókst smygl- urunum að koma á markað en lögreglan segir rannsókn málsins hafa leitt í ljós að sakborningarnir beri ábyrgð á smyglinu. Síðasta sending- in, og sú stærsta, eða 8 kg, var þó stöðvuð áður en hún fór í dreifingu. Að sögn Harðar Jóhannes- sonar yfirlögregluþjóns hafa sakborningarnir ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Að lokinni rannsókn verður málið sent ákæruvaldi til frekari meðferðar. Götuverðmæti 15 kg af hassi er um 35 milljónir króna miðað við 2.340 kr. á grammið samkvæmt verð- könnun SÁÁ 31. nóvember 2003. Verð á hassi hefur farið hækkandi undanfarin misseri. Smygl á 15 kg af hassi upplýst LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í gær tvo karlmenn og eina konu á þrí- tugsaldri grunuð um grófa líkams- árás, frelsissviptingu og rán í vest- urbæ Kópavogs rétt fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld. Nokkrir menn vopnaðir stórum sveðjum og hafna- boltakylfum réðust inn í íbúð, beittu vopnum sínum á húsráðanda og réð- ust einnig á sambýliskonu hans. Þeir stálu fartölvu og unnu skemmdir á íbúðinni og námu konuna á brott með valdi. Var hún flutt nauðug viljug í hraðbanka í bænum og þvinguð til að taka út peninga af bankareikningi sínum. Lögreglan segir ekki hafa ver- ið um háa fjárhæð að ræða. Mennirnir óku konunni síðan heim aftur. Lögreglan fékk greinargóða lýs- ingu af árásarmönnunum og bifreið þeirra. Eftir töluverða leit fann lög- reglan í Reykjavík bifreiðina fyrir ut- an hús í austurhluta Reykjavíkur. Í framhaldi af því voru maður og kona á þrítugsaldri handtekin, grunuð um aðild að árásinni. Þá fannst hin stolna fartölva einnig í íbúðinni. Síðar um daginn var þriðji aðilinn handtekinn. Öll voru þau yfirheyrð í gær en ekki lá fyrir hvort rannsóknarhagsmunir krefðust þess að gerð yrði krafa um gæsluvarðhald yfir þeim. Hin hand- teknu hafa komið við sögu hjá lög- reglunni áður. Grunur leikur á að árásin hafi tengst innheimtu skuldar en ekki er ljóst hvers konar skuld um er að ræða. Sambýlisfólkið sem ráðist var á leitaði sér sjálft aðstoðar á slysa- deild. Rannsókn málsins heldur áfram hjá lögreglu. Þrír handteknir grunaðir um grófa líkamsárás og rán

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.