Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.01.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 575 1230 5.900fl. N‡skr.10.2002, 5400cc vél. 5 dyra, sjsk. Hvítur, ekinn 22.fl. LINCOLN NAVIGATOR í notuðum bíl frá okkur Hafðu það notalegt Opi› mán-fös 10-18 Laugard. 12-16 PÁLMI Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir að skorpulaus ostur sé um 90% af ostaneyslu Íslendinga og verðið sé um 10,6% hærra hérlendis en í Danmörku en ekki 100 til 200% eins og fram hafi komið í könnun Neytendasamtakanna fyrir helgi, en þessi munur jafnist út þegar virðisaukaskattur sé lagður á vegna hærri skatts í Danmörku. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sendu frá sér yfirlýsingu um málið í gær. Þar kemur meðal annars fram að í fyrra hafi selst 2.340 tonn af skorpulausum osti hérlendis en sjö tonn af osti með skorpu. „Það væri mjög miður ef tækist að telja landsmönnum trú um að daglegur neysluostur þeirra væri 100–200% dýrari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ segir í yfirlýsingunni og Pálmi bætir um betur: „Svona tölur endurspegla ekki verðlag á þessum vörum til neytenda í ná- grannalöndum okkar,“ segir hann. „Það eru kannski 10 tölur erlendis frá í könnun Neytenda- samtakanna en þau taka eina tölu frá verslun í Hol- landi sem er með 50% afslátt daginn sem könnunin er gerð.“ Að sama skapi segir Pálmi að þrjár við- miðunartölur séu teknar frá Danmörku og með- alverðið sé um 10% ódýrara en á Íslandi. Fram- setning Neytendasamtakanna sé því ekki sanngjörn. Óhagkvæm framleiðsla Í verðkönnun Neytendasamtakanna kom m.a. fram að verðmunur á hvítmygluosti hafi mestur verið 371% og blámygluostur hafi verið 207% dýr- ari hér á landi en í Danmörku. Pálmi segir að því sé ekki mótmælt að mygluostar séu umtalsvert dýrari hérlendis en í nágrannalöndunum. „Það er þannig, hefur verið þannig og verður líklega þannig á með- an þeir eru framleiddir hér á landi,“ segir hann en í yfirlýsingunni kemur fram að samanburðurinn sé bundinn margvíslegum vandkvæðum og vafa- málum eins og fjölda tegunda, stuttum ending- artíma, mismunandi flutningsmáta og margs konar tilboðum og framleiðslu. „Þetta er sambland margra þátta en mygluostarnir eru dýrari hérna vegna mun minni framleiðslu. Á Íslandi eru búin til 500 kíló til eitt tonn á mánuði. Þetta er handavinna sem fólk situr við því ekki er hægt að vélvæða fyrir svona lítið magn. Í nágrannalöndum okkar er þetta verksmiðjuframleiðsla nánast allan sólarhringinn. Þarna liggur mikill munur.“ „Sú skoðun hefur verið sett fram að mjólkuriðn- aðurinn á Íslandi ætti að laga sig að komandi samn- ingum ríkja innan Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO. Í því fælist að hætt yrði að leggja áherslu á fjölbreytni og vöruþróun og framleiðslunni einbeitt að fáum tegundum sem staðist gætu samkeppni við frjálsan innflutning. Slík stefna leiddi til óheilla vegna þess að enginn iðnaður lifir morgundaginn nema að vera í stöðugri framþróun. Fram hefur komið að auka beri innflutning mjólkurvara hér- lendis. Á það skal bent að í milliríkjaviðskiptum með landbúnaðarvörur fer Ísland eftir þeim leik- reglum sem samið er um í alþjóðasamningum eins og WTO, og hefur þá um leið tryggingu fyrir því að jafnræðis sé gætt í markaðsaðgangi og viðskiptum milli landa. Meðan lönd heimsins hafa ekki náð saman um aðrar leikreglur en nú eru í gildi verður íslenskur mjólkuriðnaður að starfa í samræmi við umhverfið eins og það er í raun. Á það hefur verið bent að Osta- og smjörsalan sé stærsti innflytjandi á ostum til landsins. Í því sam- bandi er rétt að það komi fram að fyrirtækið hefur ekki stundað yfirboð á þeim markaði en hefur reynt að stuðla að jöfnu og nægu framboði af eftirsóttum erlendum ostategundum,“ segir m.a. í yfirlýsing- unni. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsöl- unnar sf., segir að heildarkvótinn sé 119 tonn og til- kostnaður sé helsta skýringin á verðmuni á innfluttum osti, en flutningur með flugi hleypi verð- inu mikið upp. Ekki sé heldur sama hvenær ost- urinn sé keyptur. Til dæmis sé 25% hærra verð á ostinum Gamle Ole 50 vikna gömlum en 35 vikna gömlum. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna var danskur FlØde-Havarti 417% dýrari í klukkuversl- un hér en í Danmörku og segir Magnús að kanna þurfi þennan verðmun nánar en ljóst sé að þarna hafi álagning eitthvað að segja. Í yfirlýsingunni kemur fram að mikil hagræðing hafi átt sér stað innan mjólkuriðnaðarins á Íslandi undanfarin 12 ár. Afurðastöðvum hafi t.d. fækkað úr 17 í 9 og hagræðing hafi skilað um 400 milljóna kr. árlegum sparnaði á verðlagi til neytenda, en það samsvari um 40 kr. á kg af osti eða um 4 kr. á hvern lítra af neyslumjólk. „Við höfum hagrætt umtals- vert undanfarinn áratug og sjáum mörg teikn um það í starfsemi afurðastöðvanna,“ segir Pálmi. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði um verðmun á osti í verðkönnun Segja daglegan neysluost á svipuðu verði og í Danmörku vikur eða þangað til stærð stofnsins hefur verið mæld á ný. Stofnunin mun á grundvelli niðurstöðu væntanlegra mælinga gera frekari tillögur í þess- um efnum. Enda þótt víða yrði vart við loðnu út af Norður- og Norðaust- urlandi var hún mjög dreifð. Niður- staða mælingarinnar var því sú að stofninum gæti stafað hætta af ef veiðunum verði nú fram haldið. „Það kom líklega í okkar hlut á Guðmundi Ólafi að lenda í sennilega því mesta sem sást í mælingunum. Það sást loðna á stærstum hluta MARON Björnsson, skipstjóri á loðnuskipinu Guðmundi Ólafi ÓF91, gagnrýnir harðlega tveggja vikna bann sem sjávarútvegsráðuneytið hefur lagt við loðnuveiðum. Lýsir hann vanþóknun á vinnubrögðum Hafrannsóknastofnunarinnar í mál- inu en hann var einn 10 loðnuskip- stjóra sem könnuðu hugsanlegt út- breiðslusvæði loðnunnar í samvinnu við stofnunina 3.–5. janúar. Sjávarútvegsráðherra hefur að til- lögu Hafrannsóknastofnunar ákveðið að loðnuveiðar verði stöðvaðar í tvær svæðisins, að vísu mismikið. Austast og syðst á veiðislóðinni sáu menn ekk- ert og vestast sást lítið. Á svæðinu austan við Kolbeinsey og allt austur úr Langanesi sást loðna. Við máttum taka prufur úr þessum lóðningum sem við sáum og fengum 80 tonn á togtíma af mjög góðri loðnu. Þó lóðaði mjög illa á hana, hún kom mjög illa fram á dýptarmælum. Magnið sem við fengum í trollið var margfalt meira en við reiknuðum með. Eftir að gögnum hafði verið safnað saman var leyfi til veiða gefið út og hófust þær á þremur stöðum. Austan við Kolbeinsey, norður af Sléttu og austur úr Langanesi. Veiðin var mjög góð 5. og 6. janúar, sérstaklega norð- ur af Sléttu. Þar var um mjög góða loðnu að ræða og þar vorum við líka sl. sunnudag í mjög góðri veiði, þar voru mjög stórar og miklar torfur. Og hún var ennþá betri en sú loðna sem við fengum útaf Kolbeinsey í mæling- unum og skipin að fá upp í 250 tonn á klukkutíma í togi.“ Stórloðna fékkst norður af Sléttu „Á þennan stað kom Árni Friðriks- son ekki, þá var hann kominn austur úr Langanesi og það er alveg klárt í mínum huga að loðnan sem við feng- um á þessum tímapunkti var allt önn- ur loðna en við fengum dagana á und- an. Ennþá stærri, hrein stórloðna. Að mínu mati er það algjört ábyrgðar- leysi hjá Hafró að stoppa veiðarnar, ekki síst þar sem byrjunarkvótinn er mjög lítill, 362 þúsund tonn. Vísindin geta ekki talið fiskinn í sjónum og munu ekki gera það. Það er nauðsynlegt að halda skipunum úti, meðal annars vegna þess að nú stendur yfir frysting á Rússlands- markað sem hefur aldrei verið stærri vegna loðnubanns í Barentshafi. Hann verður alveg lagður í rúst með þessum aðgerðum Hafró sem getur ekki endað með öðru en fjöldaupp- sögnum og fólk verður atvinnulaust.“ „Aðstæður til stofnmælinga í byrj- un janúar voru afleitar en þessi staða hefur oft komið upp og janúarleiðang- ur Hafró mistekist áður. En það sem er verra í mínum huga er að ég held það sé nánast útilokað að mæla stofn- inn með því að stöðva veiðarnar og hafa einungis eitt skip við mælingar. Ég hef enga trú á því að þeir nái nokkurn tímann utan um þetta núna ef vertíð verður langt komin og þeir hafa ekki veiðiskipin áfram á sjó,“ sagði Maron. Stöðva loðnuveiðar í tvær vikur Engin vinnu- brögð að reka skipin heim Morgunblaðið/Kristinn Maron Björnsson, skipstjóri á loðnuskipinu Guðmundi Ólafi ÓF 91, gagn- rýnir harðlega tveggja vikna bann við loðnuveiðum. Myndin er frá loðnu- löndun úr Víkingi á Akranesi. PITTS S1S listflugvél, sem fórst skammt frá Akureyrar- flugvelli í júní 2002, missti hreyfilafl vegna bensínleysis, að mati Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF). Flugmaður- inn gekk ekki úr skugga um, með þar til gerðri stiku, að nægjanlegt eldsneyti væri í tönkum flugvélarinnar fyrir brottför segir nýútkominni skýrslu RNF um atvikið. Tilgangur flugsins var reynsluflug í kjölfar viðgerð- ar á hreyfli flugvélarinnar. Þegar hreyfillinn reyndist starfa eðlilega tók við æfinga- flug með listflugsæfingum. Í undirbúningi flugsins not- aði flugmaðurinn ekki þar til gerða stiku sem staðsett var í flugvélinni til þess að mæla eldsneytismagn í tönkum hennar heldur notaði hann eldsneytismæli flugvélarinnar eins og hann var vanur að gera á sinni eigin flugvél. Til viðmiðunar á mælingu elds- neytisins studdist hann við reynslu af sinni flugvél sem er útbúin með svipuðum hætti, segir í skýrslu RNF. Notaði ekki stiku Það er álit RNF að orsök slyssins hefi verið sú að hreyfill flugvélarinnar missti afl sökum þess að eldsneytið gekk til þurrðar. Það var flugmannsins að ganga úr skugga um að nægjanlegt eldsneyti væri í eldsneytis- tönkum flugvélarinnar fyrir brottför og nota til þess þar til gerða stiku sem var um borð í flugvélinni. Það er og álit RNF að óáreiðanleiki eldsneytismæl- isins hafi verið meðverkandi þáttur í slysinu og hafi líklega orðið til þess að flugmaðurinn ofmat eldsneytismagnið í tönkunum. Varðandi tillögur í öryggis- átt leggur Rannsóknarnefnd- in til að Flugmálastjórn sjái til þess að í prófunaráætlun- um heimasmíðaðra loftfara verði gert ráð fyrir að elds- neytismælar séu sérstaklega prófaðir og áreiðanleiki þeirra staðfestur. Hið sama skuli gilda þegar meiriháttar breytingar eru gerðar á elds- neytiskerfi heimasmíðaðra loftfara eftir útgáfu lofthæfi- skírteinis. Flugslys- ið rakið til bens- ínleysis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.