Morgunblaðið - 15.01.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 15.01.2004, Síða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Loksins - loksins Eumenia þvottavélar og þurrkarar aftur á Íslandi T I L B O Ð S D A G A R EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA GÓÐ KAUP Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík - Sími 588 0200 - eirvik.is EURONOVA 600 600 snú/mín, þvær 3 kg. 67,5 cm h. x 46 cm br. x 46 cm d. Verðlistaverð kr. 69.500 EURONOVA 1000 1000 snú/mín, þvær 3 kg. 67,5 cm h. x 46 cm br. x 46 cm d. Verðlistaverð kr. 91.400 EUDORA 302 Þurrkari með tímastilli og útblæstri, þurrkar 3 kg. 67,5 cm h. x 50 cm br. x 47 cm d. Verðlistaverð kr. 37.400 Eumenia vélarnar eru afar vandaðar og vel hannaðar. Þær henta allstaðar þar sem pláss er lítið og ekki er gerð krafa um mikla afkastagetu. Nú í janúar bjóðum við þessar frábæru vélar á sérstöku kynningarverði á meðan byrgðir endast. Lítið við og kynnist Eumenia af eigin raun. TILBOÐ kr. 55.600 stgr. TILBOÐ kr. 73.120 stgr. TILBOÐ kr. 29.920 stgr. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Hafnarfjörður | Í Setbergsskóla hefur undanfarið staðið yfir undirbúningur fyrir átak í eflingu lesskilnings nemenda. Í öllum árgöngum verður til- teknum kennslutíma varið í tíu vikur til að þjálfa nemendur í ákveðinni tækni, námsaðferð sem kallast gagnvirkur lestur. Þetta kemur fram á fréttavef Hafnar- fjarðarbæjar, www.hafnar- fjordur.is. Þá er sagt frá því að nú séu þær áherslur að breytast sem hafa verið á að veita nær eingöngu staðgóða grunnkunnáttu í lestri en vanrækja lesskilning á efri stigum grunnskólans. Kennarar kenni nemendum í auknum mæli leiðir til að skilja betur texta, ekki síst upplýsinga- og fræði- texta. Ein hentugra aðferða til að kenna nemendum betri lesskiln- ing er nefnd gagnvirkur lestur. Þegar nemendur beita aðferðinni rifja þeir upp nýlesinn texta, búa til spurningar úr honum, skýra út orð og orðasambönd og spá um hvað textinn fjallar um næst. Þeg- ar nemendur hafa lært að beita aðferðinni eru þeir hvattir til að nota hana við heimanám og undir- búning fyrir próf. Þar sem gagnvirkur lestur hef- ur verið tekinn upp hafa for- eldrar verið hvattir til að kynna sér aðferðina til að geta stutt við börn sín. Telur starfsfólk Set- bergsskóla þarna um bæði ein- falda og áhrifaríka aðferð að ræða.    Lestrarátak í Setbergsskóla Sjónarhóll kaupir húsnæði | Gengið var frá kaupum Sjónarhóls á húsnæði Sambands íslenskra sveit- arfélaga og samstarfsstofnana þess á Háaleitisbraut 11 síðastliðinn föstudag, og verður þar til húsa ráð- gjafarmiðstöð fyrir aðstandendur barna sem stríða við langavandi veikindi, fötlun, þroskahömlun eða önnur þroskafrávik. Einnig keyptu Landssamtökin Þroskahjálp, Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum og Foreldrafélag barna með AD/HD hlut í húsinu, en fyrir er þar Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra. Samband íslenskra sveitarfélaga hafa keypt húsnæði í Borgartúni. Reykjavík | Spurningakeppnin „Nema hvað?“ hófst síðasta mánu- dag með tilþrifum þegar Austurbæj- arskóli lagði Tjarnarskóla með 19 stigum gegn 12. „Nema hvað?“ er árleg spurn- ingakeppni ÍTR (Íþrótta-og tóm- stundaráðs Reykjavíkur) fyrir grunnskólana í Reykjavík. Keppnin er tvískipt. Fyrri hluti keppninnar er riðlakeppni þar sem keppt er inn- an fjögurra borgarhluta með útslátt- arfyrirkomulagi um hverfismeist- aratitil. Seinni hluti keppninnar eru undanúrslit og úrslit þar sem hverf- ismeistararnir fjórir keppa um „Mímisbrunninn“, veglegan farand- grip keppninnar. Edda – útgáfa styrkir úrslitakeppnina með bóka- verðlaunum. 26 grunnskólar eru skráðir til leiks að þessu sinni. Þátttakendur eru því alls 82 auk þess sem stuðn- ingslið skólanna mæta á hverja við- ureign til að hvetja sitt lið. Fyrirkomulag keppninnar er tölu- vert breytt frá því í fyrra þar sem liðin geta nú valið spurningaflokka, fá krossaspurningar sem liðsmenn svara játandi eða neitandi á stuttum tíma auk þess sem liðsmenn svara eftir sem áður hraðaspurningum á tíma, vísbendingaspurningum og hlusta á hljóðdæmi. Þessi nýbreytni mælist vel fyrir enda var þessi fyrsta viðureign í keppninni lífleg og áhorfendum til mikillar skemmt- unar. Úrslitakeppni „Nema hvað?“ hefst 23. febrúar og verður hún í beinni útsendingu í Útvarpi SAM- FÉS á Rás 2. Öll úrslit og umfjöllun um keppnina verður birt á heima- síðu ÍTR www.itr.is. Ljósmynd/Eygló Rúnarsdóttir Klárir ungir menn: Sigurlið Austurbæjarskóla stóð sig með stökustu prýði. Árleg spurningakeppni ÍTR hafin Lífleg viðureign Hlíðar | Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við nýja leikskólabyggingu sem rís við hliðina á Blindrafélaginu í Stakkahlíð. Á lóðinni var áður gæsluleikvöllur sem var lagður niður fyrir nokkr- um misserum. Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir nýja leikskólanum ætlað að koma í stað leikskólans Sólbakka sem er staddur á Landspítalalóðinni, hér um bil á miðju vegarstæði nýrrar Hringbrautar. „Ég á alveg eins von á því að leikskólinn haldi nafninu, því þetta verða sömu börn, foreldrar og starfsmenn,“ segir Bergur, en tekur fram að börnunum fjölgi aðeins við innflutn- inginn, „því nýja húsið rúmar fleiri börn og þar með starfsmenn.“ Minni leikskóli en hentugt þykir Bergur segir upprunalegar hugmyndir hafa gert ráð fyrir færanlegu timburhúsi, en það hafi ekki þótt samræmast umhverfi Hlíðanna. „Við höfðum því steypt hús. Þetta er tveggja deilda leikskóli, heldur minni en það sem við erum helst að byggja núna, en við fengum ekki stærri lóð undir hann. Á stærri lóðum þykir hentugra að byggja fjögurra deilda leikskóla með tilliti til kostnaðar, stjórnunar og fleiri þátta. Ég er handviss um að leikskólinn muni pluma sig ágætlega, við erum bæði með góð börn og gott starfsfólk,“ segir Bergur. Gert er ráð fyrir að hið nýja húsnæði Sólbakka verði tekið í notkun í apríl næstkomandi og segir Bergur fólk almennt mjög fegið að flytja inn í það, enda hafi það staðið til nokkuð lengi að færa Hringbrautina og fólk orðið langeygt eftir nýjum kostum í húsnæðismálum. „Það var líka orðið mik- ið viðhald í gamla húsinu með tilheyrandi kostnaði sem menn voru ekki tilbúnir að fara í til skamms tíma. En það er ljóst að starfsfólk og börn fá þarna mun betra hús og betri aðstöðu,“ segir Bergur að lokum. Nýr tveggja deilda leikskóli í Stakkahlíð Morgunblaðið/Þorkell Leikskóli í smíðum: Iðnaðarmenn og byggingaverkamenn eru á fullu við að koma nýjum leikskóla við Stakkahlíð í gagnið, þrátt fyrir að kuldaboli láti vel í sér heyra þessa dagana. Kemur í stað Sólbakka við flugvallarsvæðið ÍÞRÓTTAMAÐUR Mosfellsbæjar 2003 var á dög- unum kjörinn Heiðar D. Bragason, golfmaður úr Golfklúbbnum Kili. Afhending viðurkenningar- innar fór fram í hófi sem haldið var fyrir íþrótta- fólk Mosfellsbæjar í Hlégarði nýlega. Þetta var í tólfta skiptið sem íþróttamaður Mosfellsbæjar var útnefndur. Einnig voru veittar viðurkenn- ingar til Íslandsmeistara, bikarmeistara og deild- armeistara, fyrir æfingar með landsliði og þátt- töku í landsliði. Einnig voru veittar viðurkenn- ingar til efnilegra unglinga yngri en 16 ára í hverri íþróttagrein. Valinn var skáti ársins 2003 og tveir efnilegir skátar 16 ára og yngri. Heiðar hefur verið í landsliðshópi í golfi frá árinu 1999. Hann var valinn í allar keppnisferðir sem landsliðið fór árið 2003, þar á meðal á Evr- ópumót einstaklinga, Norðurlandamót landsliða og Evrópumót landsliða. Meðal afreka Heiðars á síðasta ári má nefna að hann varð sigurvegari á stigamóti GSÍ, Toyota mótaröðinni, með samanlagðan besta árangur keppanda. Hann var í fyrsta sæti á stigamóti á Korpúlfsstaðavelli og í öðru sæti á stigamóti á Grafarholtsvelli. Hann var í landsliði Íslands sem var í þriðja sæti á Norðurlandamóti í Svíþjóð. Hann var í fimmta sæti á Íslandsmóti einstakl- inga sem fram fór í Vestmannaeyjum. Heiðar tók þátt í Opna þýska áhugamanna-mótinu í Þýska- landi og lenti þar í sjöunda sæti. Heiðar er klúbbmeistari Golfklúbbsins Kjalar þriðja árið í röð. Í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann Mosfells- bæjar 2003 var Einar Ingi Hrafnsson, handknatt- leiksmaður úr Aftureldingu, en í þriðja sæti var Brynja Finnsdóttir, frjálsíþróttakona úr Aftur- eldingu. Einnig var veitt viðurkenning fyrir frábær störf að skátamálum en hana hlaut Gunnar Atla- son úr skátafélaginu Mosverjum. Íþróttamaður Mosfellsbæjar 2003: Heiðar D. Bragason golfmaður stendur hróðugur með bik- ara sem hann fékk í viðurkenningarskyni. Heiðar D. Braga- son íþróttamaður Mosfellsbæjar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.