Morgunblaðið - 15.01.2004, Page 22

Morgunblaðið - 15.01.2004, Page 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kennt er hvernig hægt er að útbúa fjárhagsskema með mismunandi upplýsingum og lykiltölum úr bókhaldi fyrirtækisins. Greining helstu lykiltalna ásamt uppgjöri og skil bókhaldsgagna til endurskoðenda. Lengd: 24 stundir Verð: kr. 28.000 Næsta kvöldnámskeið hefst 19. janúar. Kennslutími: - mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 18 – 22 og - laugardagar kl. 8:30 – 12:30 HÁIR snjóruðningar hafa hlaðist upp um allan um bæinn, eftir um- fangsmikinn snjómokstur tuga snjóruðningstækja síðustu daga. Umferðin hefur þó gengið þokka- lega miðað við aðstæður og óhappa- laust, að sögn lögreglu. Áfram er gert ráð fyrir norðaustlægum áttum með éljagangi í dag en að veður fari kólnandi þegar líður á daginn. Morgunblaðið/Kristján Ekki eru allir jafnánægðir með hversu mikið hefur snjóað síðustu daga, en börnin á leikskólanum Sunnubóli voru hin ánægðustu með tíðarfarið og léku við hvern sinn fingur á skólalóðinni. Gaman og alvara í snjónum Morgunblaðið/Kristján Snjóruðningstæki voru fyrirferðarmikil á götum Akureyrar í gær og víða hafa myndast háir skaflar eftir snjómoksturinn síðustu daga. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr- ir að sýna tveimur stúlkubörnum kyn- ferðislega áreitni. Maðurinn var einn- ig dæmdur til að greiða stúlkunum 150 þúsund kr. hvorri í miskabætur. Maðurinn var fundinn sekur fyrir að hafa árið 2000 eða 2001 káfað á stúlku sem fædd er árið 1992 og fyrir að hafa í janúar 2002 káfað á annarri stúlku, fæddri 1989. Við rannsókn þess máls fundust í tölvu á heimili mannsins 59 myndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en hann neitaði því að hafa nokkru sinni séð eða vitað af mynd- unum og var sýknaður af ákæru vegna þeirra. Dómurinn segir að þær hafi að öllum líkindum verið svokall- aðar „thumbnails“ en slík myndform séu notuð sem myndayfirlit þegar far- ið sé á netsíður sem bjóði upp á að skoða myndasöfn. Mikið af slíkum myndum vistist sjálfvirkt og taldi dómurinn ósannað að maðurinn hefði vistað myndirnar meðvitað. Þvert á móti væri líklegt að þær hefðu vistast sjálfkrafa við netnotkun mannsins. Skilorð fyrir áreitni „ÞETTA kom mér mjög á óvart, ég hafði ekki heyrt neitt um að þessir menn væru í viðræðum um kaup á fyrirtækinu,“ sagði Anna Júlíusdótt- ir, trúnaðarmaður starfsfólks Út- gerðarfélags Akureyringa. Hún var ekki á vinnustaðnum í gær eftir að fréttir bárust um eigendaskiptin, var á leið á fund í Reykjavík. „Ég held samt að menn séu svolítið „sjokk- eraðir“ vegna þess að allir héldu að heimamenn myndu kaupa fyrirtæk- ið, KEA var alltaf inni í myndinni. Fólk veit ekki einu sinni hvaða menn þetta eru, hefur aldrei séð þá,“ sagði Anna. Hún sagði að talað hefði verið um að nýju eigendurnir hefðu keypt fyr- irtæki annars staðar á landinu „og splundrað þeim upp,“ eins og hún orðaði það. „Fólk er hrætt, ég verð að viðurkenna það. En það er eðli- legt, slíkt gerist alltaf þegar svona miklar breytingar verða. Ég vona bara það besta og reksturinn verði í svipuðu horfi og verið hefur,“ sagði Anna. Trúnaðarmaður starfsfólks ÚA Fólk er hrætt en vonar það besta BJÖRN Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, sagðist bjóða nýja eigendur Útgerð- arfélags Akureyringa velkomna til bæjarins. „Ég vona að haldi áfram svipuð starfsemi hjá fyrirtækinu og verið hefur. Það hefur gefist vel fram til þessa,“ sagði Björn. Hann sagði einnig að hann vænti þess að gott samstarf yrði áfram milli eigenda ÚA og stéttarfélagsins. „Það hefur alltaf verið gott samstarf þar á milli og ég vona að það haldi áfram,“ sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa heyrt neitt um áform nýrra eigenda, „en ég vona að þeir haldi hinu góða merki ÚA á lofti. Þeir eru með eitt stærsta frysti- hús landsins sem gengið hefur vel og starfsfólkið er í hópi bestu sérfræð- inga í fiskvinnslu á landinu,“ sagði formaður Einingar-Iðju. Hann sagði að vissulega hefðu þessar málalyktir komið á óvart og menn hefðu margir vonað að fyrir- tækið lenti í höndum heimamanna, „en ég tek fagnandi á móti þessum nýju eigendum, við sjáum bara til hvernig málin þróast“. Formaður Verkalýðs- félagsins Einingar-Iðju Vona að sam- starfið verði áfram gott „ÉG hefði kosið að heimamenn hefðu keypt fyrirtækið, það hefði mér þótt ákjósanlegra,“ sagði Ok- tavía Jóhannesdóttir oddviti Sam- fylkingarinnar í bæjarstjórn Akur- eyrar. „Ég leyni því ekki að mér hefði þótt betra að heimamenn hefðu eignarhald á þessu fyrirtæki sem skiptir okkur bæjarbúa svo miklu máli.“ Hún sagði ekki ólíklegt að í tengslum við þetta mál myndu ókostir kvótakerfisins renna upp fyrir mönnum. „Við hérna á Ak- ureyri höfum álitið okkur nokkuð örugg í þessum efnum, með þennan mikla kvóta. Nú erum við í raun komin í sömu stöðu og mörg smærri byggðarlög á landsbyggð- inni, við vitum ekkert hvað við mun- um hafa hér til framtíðar,“ sagði Oktavía. Hún sagði enga ástæðu til þess að ætla nýjum eigendum það að flytja kvóta á brott úr byggðarlag- inu. „Það er eðlilegt að gefa þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og hvað þeir ætla sér.“ Oktavía sagði að vissulega hefði hún heyrt að mikill urgur væri í fólki vegna þess að heimamönnum gafst ekki tækifæri á að kaupa fyr- irtækið, en hún benti einnig á að það hefði raunar ekki verið í eigu heimamanna um nokkurra ára skeið, „en samt gengið ágætlega og ég býst við að svo verði áfram“. Oddviti Samfylking- arinnar í bæjarstjórn Hefði kosið að heimamenn ættu ÚA KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjarstjóri á Ak- ureyri kvaðst vonast til þess að nýr eigandi myndi nýta sér þá möguleika sem fyrir hendi væru í rekstri Útgerðarfélags Akureyringa og til að gera áfram út öflugt sjávarútvegs- fyrirtæki. „Ég ætla honum ekki annað og vil bjóða hann velkomin til bæjarins,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði ekkert nýtt að fyr- irtæki skiptu um eigendur, en það væri breytilegt með hvaða hætti slíkt væri gert. „Það sem mér finnst athugunarvert í þessu og visst áhyggjuefni er með hvaða hætti Landsbanki Íslands gengst í þetta verk,“ sagði bæjarstjóri. Hann sagði það viðurkennt af þeim sem til þekktu að kaupverð upp á 9 milljarða króna væri af þeirri stærðargráðu að núverandi rekstur ÚA þyldi ekki slíkt verð, það væri alltof hátt. „Það þarf að gera ein- hverjar tilfæringar þarna inni og það er umhugs- unarefni hvað og yfirleitt hvort Landsbanki Íslands er eitthvað að hugsa í því sambandi. Það virðist ekki vera, þannig að að öllu óbreyttu eru skilaboð Landsbankans til starfs- manna ÚA og bæjarbúa að honum er nokkuð sama hvað um þennan atvinnurekstur verð- ur. Bankinn er bara að tryggja sitt fé,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði öllum vissulega gott að græða og það væri í góðu lagi, „en það er ein- kennilegt ef bankastofnanir eru farnar að gangast fyrir því að fyrirtæki séu seld á upp- lausnarverði, þannig að atvinnureksturinn sem af þeim leiðir leggist í dvala.“ Þetta sagði bæjarstjóri nýjan veruleika og menn gætu velt fyrir sér yfirlýsingum for- svarsmanna Landsbankans um að þeir vildu gjarnan vinna með heimamönnum að eflingu atvinnulífs. Slík orð hefðu fallið við hátíðlegt tækifæri á liðnu hausti. „Mér finnst líka einkennilegt að horfa upp á þennan gjörning í ljósi þess langa og far- sæla viðskiptasamband sem verið hefur á milli Akureyrarbæjar og Landsbankans, sem spannar nú yfir 100 ár,“ sagði Kristján Þór. Hann sagðist ekkert geta sagt um á þessari stundu hvort breyting yrði þar á í framtíð- inni, en sem stæði væri bærinn samnings- bundinn í viðskiptum við Landsbankann. Hann benti á að bankinn væri með sölu á fyrirtækjum sínum á Akureyri, Akranesi og Skagaströnd að leysa til sín líklega um 3 milljarða í beinan hagnað, „og mun upp- spretta þessa hagnaðar njóta þessara fjár- muna í eflingu atvinnulífs á svæðinu? Það er ekkert sem bendir til að svo verði og veldur vissulega áhyggjum. Og þá spyr maður sig: Er löngunin í þessa fjármuni slík að menn skirrast ekkert við að taka til sín þennan arð sem þarna verður til og flytja hann burt af svæðinu? Því miður virðist margt benda til að svo sé og fólk hefur af þessu miklar áhyggj- ur,“ sagði Kristján Þór. Bæjarstjóri gagnrýnir Landsbankann Kristján Þór Júlíusson Nýstárlegar gönguferðir | Ís- lenskir fjallaleiðsögumenn efna til myndasýningar í kvöld, fimmtudags- kvöld, á Hótel KEA og hefst hún kl. 20. Á sýningunni fjallar Einar Torfi Finnsson um nýstárlegar göngu-ferð- ir íslenskra fjallaleiðsögumanna um Marokkó og Níger í Norður-Afríku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.