Morgunblaðið - 15.01.2004, Side 23

Morgunblaðið - 15.01.2004, Side 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 23 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Mjög falleg og vel skipulögð 100 fm neðri hæð í góðu steinhúsi auk 31 fm bílskúrs. Íbúðin er mikið endurnýjuð og skiptist m.a. í hol með góðu ská- paplássi, samliggjandi stofur, eldhús með nýjum innréttingum úr kirsuberja- viði, vönduðum tækjum og góðri borðaðstöðu, 2 svefnherbergi og ný- lega endurnýjað flísalagt baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Íbúð sem vert er að skoða. Áhv. húsbr. 6,3 millj. Verð 20,7 millj. Kvisthagi neðri hæð með bílskúr Falleg 5 herbergja íbúð á 2. hæð í fjór- býli ásamt 22 fm bílskúr. Eldhús með nýlegri beykiinnréttingu, nýlegum tækjum og góðri borðaðstöðu, sam- liggjandi stórar stofur með útsýni yfir sjóinn, 3 herbergi og flísalagt baðher- bergi. Tvennar svalir í suður og vestur. Parket og flísar á gólfum. Sérgeymsla í kj. Hús nýlega lagað að utan. Laus í mars nk. Verð 23,5 millj. Tómasarhagi 5 herb. með bílskúr RAFMAGNSLÍNUR fóru í sundur í Eyjafirði og Ljósavatnshreppi í óveðrinu síðustu daga en ekki urðu þó umtalsverðar rafmagnstruflanir vegna þessa. Tveir félagar í Björg- unarsveitinni Súlum á Akureyri fóru á snjóbíl sveitarinnar til að aðstoða starfsmenn Rarik yfir Víkurskarð seinni partinn í gær. Víkurskarð hef- ur verið kolófært síðustu daga en snjóbíllinn, sem er með tönn, er gríð- arlega öflugur og fátt sem stendur í vegi fyrir honum. Helgi Jónsson starfsmaður Rarik sagði að menn ætluðu að freista þess að hefja við- gerð á línunni frá Laxá til Akureyr- ar, sem fór í sundur við Stórutjarnir í Ljósavatnshreppi. Rafmagnslína fór einnig í sundur á Látraströnd og var bærinn Finnastaðir norðan Greni- víkur án rafmagns. Starfsmenn Ra- rik ætluðu að reyna viðgerð þar í fyrradag en urðu frá að hverfa vegna veðurs og svipuð staða var uppi seinni partinn í gær, að sögn Helga. Þá er línan milli Ólafsfjarðar og Dal- víkur úti en Helgi sagði að vegna veðurs hefði ekki verið hægt að skoða línuna. „Það gæti hafa fallið snjóflóð á línuna en við munum skoða málið um leið og veður leyfir. Að öðru leyti er ástandið þokklegt,“ sagði Helgi. Rafmagnslínur fóru í sundur Morgunblaðið/Kristján Þórhallur Birgisson og Svavar Tuliníus halda á Víkurskarðið á snjóbíl Björgunarsveitarinnar Súlna seinni partinn í gær. Snjóbíllinn, sem er með snjótönn, er gríðarlega öflugur og er fátt sem stendur í vegi fyrir honum. DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.