Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 16|1|2004 MORGUNBLAÐIÐ Söguna af því þegar Lísa eltir hvíta kanínu ofan í holu og endar í ævintýraheiminum Undralandi þekkja margir. Lewis Carroll er höfundur þessarar þekktu sögu sem Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir í Tjarn- arbíói í leikgerð leikstjóranna Steinunnar Knútsdóttur og Árna Péturs Guðjónssonar. Í þetta sinn eru Lísurnar fjórar talsins og leiknar af 16–18 ára nemendum, þremur stelpum, Sonju Líndal Þórisdóttur, Katrínu Björgvinsdóttur og Gígju Hólmgeirs- dóttur, og Lísa er líka strákur, Jakob Tómas Bullerjahn. „Hana er að dreyma og draumarnir hennar eru svolítið skrýtnir. Sagan er mjög súrrealísk,“ byrjar Jakob. „Þetta er þroskasaga ungrar stúlku sem mætir alls konar hindr- unum. Hún þarf að kljást við ýmsar hliðar í sjálfri sér,“ segir Katrín. „Hún uppgötvar að það er ekki hægt að skilja allt í heiminum. Undraland er staður fyrir hana til að uppgötva sjálfa sig.“ Sonja tekur til við að lýsa sinni Lísu. „Ég er dreymand- inn. Ég er fötluð og er í hjólastól. Ég þarf á hjálp að halda og er klædd og fæ ekki að ráða mjög miklu um mig sjálf. Hinar Lísurnar eru eins og ég vildi óska að ég væri,“ segir Sonja en áhorfendur fá líka að skyggnast inn í heim hennar með því að heyra hugsanir hennar inn á milli. „Í lokin þá er Lísa orðin það heilsteypt manneskja að ég kem ein fram,“ segir Sonja. „Þá er þroskaferlinu lok- ið,“ bætir Katrín við og heldur áfram: „Ég er Gelgju-Lísa og fer á kynþroskaskeiðið og uppgötva ýmsa hluti, eins og líkamann. Hún er líka mjög tilfinningarík,“ segir hún. Gígja er barnið í Lísu. „Ég er barnalega Lísa. Mér finnst þessi heimur ekki alveg eins skrýtinn og hinum og tek honum meira eins og hann kemur fyrir,“ segir hún en þau hin eru varari um sig í Undralandi. Jakob er staðfastur. „Ég er rökhugsuðurinn, sú Lísa sem heldur að það sé hægt að leysa allt lífið með einni jöfnu. Hún er ekki mikið fyrir tilfinningar og er líka svolít- ið í því að verja Litlu-Lísu,“ segir hann. Þau segja að það sé búið að skapa skemmtilegan heim í leikritinu. „Við erum þarna í heimi þar sem eru einhver lögmál sem er auðvelt að beygja og brjóta og ekki er allt sem sýnist. Það sem Lísa er að gera er að læra inn á þennan heim,“ segir Jakob. „Þetta verk hæfir mjög öllum tímum,“ segir Katrín. „Það sýnir í raun mismunandi menningarheima og hvern- ig fólk getur lagað sig að nýjum aðstæðum í stað þess að halda alltaf í sín gömlu gildi.“ FRUMSAMIN TÓNLIST MH er þekktur fyrir að hafa listhneigða nemendur inn- anborðs. Tveir nemendur úr skólanum, Atli Bollason og Leó Stefánsson, semja tónlist fyrir verkið og einnig er flutt lifandi tónlist meðan á sýningu stendur. Stefnt er að því að gefa tónlistina út á diski. Líka má geta þess að kvennagullið Helgi Rafn Ingvarsson, sem tók þátt í Idol – Stjörnuleit við góðan orðstír, er einn leikenda. Sýningar verða á laugardögum, sunnudögum og fimmtudögum kl. 20 út mánuðinn og má finna nánari upplýsingar um miðasölu og verkið á www.lisaiundralandi.com. |ingarun@mbl.is. Lísur í UNDRALANDI Morgunblaðið/Jim Smart 17. janúar LFMH frumsýnir Lísu í Undralandi í Tjarnarbíói

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.