Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16|1|2004 | FÓLKÐ | 5 Í húsi í Skerjafirðinum eiga sér skjól Ívar Örn Kolbeins- son og Jóhann Helgi Ísfjörð, 21 og 23 ára strákar, sem saman mynda raftónlistarsveitina MidiJokers. Þeir búa þar og vinna líka enda með allar græjur á staðnum. Þeir hafa starfað saman síðan í haust en verið viðloðandi tónlist frá 16 ára aldri. „Electronica er besta leiðin til að útskýra tónlist- ina en við förum yfir í marga stíla,“ segir Ívar. „En þetta er allt dansvæn tónlist,“ segir Jóhann en þeir spila „læf“ á tón- leikum og vilja að fólk geti dansað og skemmt sér. „Samt ekkert Ibiza-dót,“ ítrekar hann. „Við erum komnir með svona klukkutíma af efni, get- um spilað í klukkutíma,“ segir Jóhann um tónlistina en þeim finnst gaman að spila fyrir áhugasama áhorfendur. „Það besta sem maður fær er þegar fólk dansar og sleppir sér þegar við spilum, þar fær maður verðlaunin.“ Þeim gengur vel að vinna saman að tónlistinni. „Það sem við höfum verið að gera núna er að taka góð ele- ment úr lögum frá okkur báðum og setja það saman í eitthvert annað lag,“ segir Jóhann sem dæmi um hvern- ig þeir vinna. GUÐLEG ÖFL OG NÁTTÚRA „Við erum góðir saman,“ segir Ívar en þeir eru að vinna að plötu sem stendur en ekki er búið að ganga frá útgáfumálum. „Við erum komnir með mikið af efni,“ seg- ir hann og Jóhann bætir við að platan verði samt öðruvísi en það sem þeir eru að gera á tónleikum. „Ég bý til það sem mig langar til að heyra. Það er aðal- málið,“ segir Ívar og Jóhann samsinnir og segir að inn- blásturinn geti komið víða að. „Ég fór til dæmis á sam- komu í Fíladelfíu og samdi lag þegar ég kom heim, „Jesus Loves You“.“ Önnur öfl, öfl náttúrunnar, eru innblástur fyrir Ívar. „Mér þykir voða gott að taka græjurnar mínar upp í sveit, ég er með smá bæli þarna fyrir utan Hvolsvöll. Það kem- ur mikill innblástur frá íslenskri náttúru.“ WARP-KVÖLD Á KAPITAL Ívar og Jóhann undir nafninu Beat Kamp, ætla að standa fyrir sérstöku Warp-kvöldi á Kapital fyrstu helgina í febrúar. Warp er breskt útgáfufyrirtæki, sem er mjög virt á sviði raftónlistar. Þeir sem spila á fyrsta Warp-kvöldinu eru einmitt MidiJokers, Delphi og Anonymous. Til viðbótar ætla Steve Beckett, stofnandi og eigandi Warp-útgáfufyrirtækisins, og Ned, bróðir hans og Warp- plötusnúður, að spila þetta kvöld. Má búast við því að þeir kynni nýtt efni frá Warp og einnig verða sýnd öll nýj- ustu myndböndin frá Warp. Þetta kom til þegar strákarnir höfðu samband við út- gáfufyrirtækið vegna einnar hljómsveitar á þess snær- um. „Við vildum fá Prefuse 73 til að spila hérna en þá sögðu aðstandendur Warp, Ned og Steve, að þeir vildu koma hingað. Þeir voru búnir að vera að bíða eftir því að einhver á Íslandi hefði samband við þá. Við hittum á góð- an tíma. Þeir vildu koma fyrst og kynnast okkur og að- stæðum,“ segir Ívar en stefnan er tekin á mánaðarleg Warp-kvöld og verður það mikill fengur fyrir íslenskt raf- tónlistarlíf. Strákarnir vilja að lokum auglýsa eftir efnilegu raf- tónlistarfólki til samstarfs. „Við viljum nýta tækifærið og auglýsa eftir raftónlistarfólki, sem er inni í bílskúrum og vilja spila á tónleikum. Endilega hafa samband við okkur á beatkamp@hotmail.com.“ |ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Góðir saman JÓHANN OG ÍVAR ÖRN, SEM MYNDA MIDIJOKERS, HAFA UNNIÐ SAMAN SÍÐAN Í HAUST. Mi di Jo ke rs og Wa rp Re co rd s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.