Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16|1|2004 | FÓLKÐ | 7
Ný dönsk er ekki ný og ekki dönsk. Hún er hins vegar ein
vinsælasta hljómsveit seinni tíma á Íslandi og ætlar að rifja
upp gamla takta á skemmtistaðnum Nasa í kvöld og annað
kvöld. Björn Jörundur Friðbjörnsson hefur löngum gælt við
bassagítarinn fyrir hönd sveitarinnar.
Blessaður. Ég heiti Ívar Páll Jónsson og er blaðamaður á
Morgunblaðinu …
„Já.“
…og ég var að velta fyrir mér hvort ég mætti aðeins spjalla
við þig fyrir Fólkið, sem fylgir Morgunblaðinu á föstudög-
um, í tilefni af tónleikum ykkar á Nasa?
„Já já.“
Hefurðu þrjár mínútur í örfáar spurningar?
„Já já.“
Hvað verðurðu lengi á landinu núna?
„Það er óráðið.“
Þú ert ekki alkominn heim, er það?
„Maður er aldrei alfarinn og aldrei alkominn.“
Hvar ertu búinn að vera, nákvæmlega, í Brasilíu?
„Er ég ekki að svara spurningum um tónleika á Nasa?“
Viltu ekki fjalla um þetta líka?
„Nei, þetta kemur þeim ekkert við.“
Allt í lagi. Eruð þið búnir að vera að semja nýtt efni?
„Við lágum undir þrýstingi og skemmdum og ákváðum
að viðra okkur, fyrir áhangendur okkar og vini.“
Þið ætlið þá bara að spila gömlu slagarana?
„Já, bara spila Ný dönsk prógrammið.“
Hvernig er liðsskipan hjá ykkur núna?
„Það er eins og það hefur verið, nema Daníel [Ágúst Har-
aldsson] hefur ekki sést í nokkur ár.“
Og er ekkert á döfinni að hann gangi til liðs við ykkur?
„Ekki skilst mér það á honum. Hann var aðeins með okk-
ur á plötu fyrir nokkrum misserum, en annars hefur lítið til
hans sést á æfingum, þannig að ég býst ekki sérstaklega
við honum á ballinu.“
Eruð þið búnir að vera að æfa stíft?
„Nei, ekki stíft, en við höfum haldið nokkra töflufundi.“
Er í spilunum að þið farið að semja nýtt efni og gefa út?
„Jú jú jú jú. Það hefur bara ekkert verið ákveðið með
tíma og sennilega gerist þetta ekki endilega alveg bráð-
um. En það hefur aldrei komið annað til greina en að halda
áfram á þeirri braut.“
Hvað með sólóefni þitt?
„Sömuleiðis. Þar stendur ýmislegt til, en tímasetning
ekki ákveðin.“
Þú átt eitthvað á lager, væntanlega?
„Ja, maður á alltaf eitthvað í kollinum. Maður geymir
gullin í kollinum, eins og segir í sparibaukaauglýsingunni.“
En þið lofið miklu fjöri?
„Við lofum því að gestir okkar verða ekki sviknir og fái
eitthvað fyrir sinn snúð.“ || ivarpall@mbl.is
NÝ DÖNSK viðrar sig fyrir vini
16. og 17. janúar
Ný dönsk á Nasa
Staður með
nafn eins og
Café Puccini verður að
halda uppi merki menningar
og það gerir hann um þessar
mundir. Þar eru að hefjast svokölluð
kúltúrkvöld á laugardögum og þar munu
hinir ýmsu tónlistarmenn halda uppi lítt raf-
magnaðri stemningu, þ.e. áhersla verður lögð á
órafmagnaða tónlist.
Annað kvöld er fyrsta kúltúrkvöldið og meðal lista-
manna sem þá koma fram eru Rúnar, Tenderfoot og fé-
lagarnir í Moody Company, Oddur Hrafn Björgvinsson (betur
þekktur sem Krummi í Mínusi) og Franz Gunnarsson úr hljóm-
sveitinni Ensími. Tónlist tvímenninganna er afslappaðri en sveit-
anna þeirra, eins og Franz segir í samtali við Fólkið.
Þið lofið notalegri stemmningu?
„Svo sannarlega lofum við henni.“
Er gott að geta spilað aðeins mýkra rokk, á milli harðari tónleika?
„Það er alveg nauðsynlegt. Ef maður er endalaust í rokkinu keyrir
maður sig út. Það er gott að grípa aðeins í órafmögnuð hljóðfæri endr-
um og sinnum.“
Hvernig lýsirðu þessari tónlist?
„Við sækjum mikið í blúsinn og „alternative country“-tónlist. Við
reynum að leggja áherslu á melódíuna. Textagerðin er tilfinningarík og byggist á hefðum blússins.“
Það stendur einmitt í bæklingnum með Sándtékki, safnplötunni sem þið eigið tvö lög á, að tónlistin endurspegli viðhorf ykkar til lífsins.
„Já, það er ákveðið þema. Allir textarnir koma frá Krumma og þeir eru innihaldsríkir, hvort sem þeir fjalla um ástina eða þá óreglu og ólifnað sem almennt er fjallað um í blústextum.“
Hvað ætlið þið að spila?
„Við spilum bara frumsamin lög.“
Hvað eruð þið komnir með mikinn lager?
„Við erum komnir með nokkurn veginn heila plötu og erum sífellt að bæta í sarpinn. Venjulega spilum við í u.þ.b. 20-30 mínútur. Við verðum bara tveir með kassagít-
arana núna, en á tyllidögum erum við með heila hljómsveit í farteskinu.“
Ætlið þið að fara að taka upp plötu?
„Við stefnum að því, en það veltur í raun á því hvort við finnum tíma til þess. Báðar hljómsveitir, Mínus og Ensími, eru á fullu þessa dagana og
við viljum gefa okkur góðan tíma til að gera plötuna. Kannski finnum við lausan tíma einhvern tímann með sumrinu.“
Er Krummi rólegri á sviðinu með Moody Company en með hinni hljómsveitinni sinni?
„Hann er náttúrlega með gítarinn við hönd, þannig að hann getur eiginlega ekki leyft sér að
vera jafn fjörugur. En hann er engu að síður oft og tíðum mjög hress.“
|ivarpall@mbl.is
Kúltúr og kassagítar
Morgunblaðið/Sverrir
17. janúar
Moody Company og
fleiri á kúltúrkvöldi á
Café Puccini